Skúbb! Fyrrverandi þingmaður sigurvegari á Landsmóti UMFÍ

  sigurjon

  Gífurlegur fjöldi er nú á Akureyri vegna Landsmóts UMFÍ.  Ég fylgist ekki með íþróttaviðburðum (ef hnefaleikar eru undanskildir ásamt strandblaki kvenna).  En meistarinn Magnús Geir Guðmundsson (www.meistarinn.blog.is) var svo elskulegur að senda mér skýrslu um hápunkta mótsins.  Fyrst  hann slær því ekki upp á sínu bloggi bregð ég við skjótt og skúbba hér:

  Keppt var í sjósundi yfir Eyjafjörð.  Af hátt í fjörtíu keppendum sigraði með glæsibrag Sigurjón Þórðarson formaður Ungmennafélags Skagafjarðar,  Hegranesgoði og fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins.  Ég sló á þráðinn til Sigurjóns.  Hann var að vonum ánægður með árangurinn.  Sigurinn kom honum á óvart.  Þetta er í fyrsta skipti sem hann prófar sjósund. 

  Sigurjón var 29 mínútur að synda yfir fjörðinn en flestir aðrir um þrjú korter.  Vegalengdin var vel á annan kílómetra.  Sennilega tæpur hálfur annar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var nú hálf zmeykur um félagann, dona í tilefni þezz að hér eiga menn til að veiða hvali án kvóda.

Steingrímur Helgason, 12.7.2009 kl. 01:20

2 identicon

Thad er náttúrulega afrek ad synda thetta.....tala nú ekki um ad vinna keppnina!  Thessir thátttakendur hafa ekki hraedst hákarlaárás?  Thad eru alltaf einhverjar líkur á slíku geri ég rád fyrir.

Kvótamál:

"Innlent | mbl.is | 7.2.2006 | 15:48

Veiðiheimildir ekki varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrár

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar á lögum, sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 og lutu að því að sóknaraflamarkskerfi smábáta var aflagt og krókaaflamarkskerfi tekið upp í staðinn, hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnréttisreglu stjórnarskrár.

Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphafleg árið 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni."

Barri (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 08:08

3 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég hefði líka óttast um þátttakendur ef ég hefði vitað af þessu fyrirfram.

Jens Guð, 12.7.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Jens Guð

  Barri,  takk fyrir að rifja þetta upp.

Jens Guð, 12.7.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband