4.11.2009 | 02:33
Rasismi í flugstöðinni í Sandgerði
Kunningi minn er sár og svekktur. Hann bað mig um að vekja athygli á eftirfarandi. Þessi maður er frá Víetnam og hefur verið búsettur hérlendis í á annan áratug ásamt bróðir sínum. Kona hans er einnig frá Víetnam. Í hvert einasta skipti sem eitthvert þeirra skreppur út fyrir landsteinana taka tollverðir viðkomandi til rækilegrar skoðunar við heimkomuna. Þau hafa aldrei lent í slíku á flugvöllum erlendis.
Þau fullyrða að aðrir Íslendingar frá Víetnam hafi sömu sögu að segja. Það virðist vera vinnuregla hjá tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að taka fólk frá Víetnam til sérstakrar skoðunar.
Kunningi minn og hans fólk eru fyrirmyndar borgarar. Hafa aldrei komist í kast við lög, vinna mikið og hafa aðlagast íslensku samfélagi afskaplega vel. Þetta fólk er alveg fylgjandi því að tollverðir sinni af alúð sínu eftirlitshlutverki. En þeim þykir einkennilegt og pirrandi að vera stöðugt eina manneskjan sem er pikkuð út úr 100 - 200 manna farþegahópi og færð í skoðunarherbergi. Þar er allt rifið upp úr ferðatöskum þeirra og pokum og grandskoðað. Reynt er að finna eitthvað að sem flestu. Þau krafin um greiðslukvittun fyrir gamalli ódýrri myndavél, vöngum er velt yfir sælgæti (hvort það fáist á Íslandi), hvort of mikið af fatnaði sé meðferðis og annað í þeim dúr. Að auki eru þau yfirheyrð um hvar þau búi, hvert erindið hafi verið til útlanda, við hvað þau vinni og svo framvegis.
Svona nákvæm skoðun tekur langan tíma og veldur því að viðkomandi missir af flugrútunni. Stundum næst far með annarri rútu löngu síðar. Stundum eru ekki fleiri flugrútur það kvöldið. Þá verður að taka leigubíl til Reykjavíkur með tilheyrandi aukakostnaði. Eða reyna að hóa einhvern út til að sækja sig upp á flugstöð.
Fólkið frá Víetnam upplifir framkomu tollvarðanna sem neikvæða í sinn garð. Það sé eins og einbeittur vilji sé til að sýna þeim leiðinlega framkomu. Kunningi minn sem áður er nefndur skrapp til útlanda á dögunum. Þegar skoðun á farangri hans var að ljúka sagðist hann ætla að biðja Jens Guð um að blogga um þetta. Þá breyttist framkoman snarlega í hans garð. Tollvörðurinn sagðist vera almennilegur og spurði hvort megi bjóða honum kaffi.
Sjálfur hef ég farið mörgum tugum sinnum í gegnum flugstöðina í Sandgerði. Aðeins einu sinni hefur tollvörður skoðað dótið mitt - þrátt fyrir að ég hafi oftar óskað eindregið eftir því. Í þetta eina skipti hafði hasshundur stokkið upp á bak á ferðafélögum mínum í pönksveitinni Gyllinæð (sjá tónspilara). Við vorum því allir teknir til skoðunar. Það var bara gaman og mér sýnd kurteisi í alla staði. Tollvörðurinn bað mig meira að segja afsökunar á ónæðinu og benti á að hann yrði að framkvæma þessa skoðun vegna þess hvernig hundurinn hafi látið við ferðafélaga mína. Ég fullvissaði hann um að mér væri ekkert á móti skapi að hann væri samviskusamur í vinnunni.
Forvitnilegt væri að heyra hvort þið kannist við að fólk með annan litarhátt en hvítan hafi svipaða reynslu af tollvörðum í flugstöðinni og fólkið frá Víetnam. Hér er ekki verið að tala um þessa almennu tollskoðun, það er að segja þegar farangri er rennt í gegnum röntgentæki og kíkt ofan í poka eða töskur. Hér er verið að tala um þegar farþegi er tekinn út úr hópnum og færður í sérstakt skoðunarherbergi og við tekur yfirheyrsla og allsherjar skoðun sem tekur 1 - 2 klukkutíma.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Ferðalög, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2009 kl. 02:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
- Staðin að verki!
Nýjustu athugasemdir
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður I B, svona fyndinni skemmtisögu hendi ég ekki út! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Þetta minnir mig á þegar tveir íslenskir nemar í Kaupen voru á ... sigurdurig 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Guðjón, það er margt til í því! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Jóhann, heppinn! jensgud 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Svo vitnað sé í Bibbuna, fólk er lýgið og svikult og líður best... gudjonelias 29.10.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Úps, ég er lukkunnar pamfíll að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ... johanneliasson 29.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán (# 11), ætli þetta sé ekki einhverskonar misskilningur?... jensgud 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel þegar ég fór að fylgjast með ágreiningi Va... Stefán 26.10.2024
- Varð ekki um sel: Stefán, ég hef borðað selspik með signum fiski. Það er góður ... jensgud 23.10.2024
- Varð ekki um sel: Mér varð ekki um sel að lesa þetta og datt fyrst í hug að þarna... Stefán 23.10.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 89
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 1896
- Frá upphafi: 4107778
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 1679
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég veit af manneskju frá Mexíkó með íslenskan ríkisborgararétt eftir margra ára búsetu hér (sem talar afbragðs íslensku með smá hreim, á eignir hér og hefur unnið á sama vinnustað árum saman) og börnum hans sem eru líka íslenskir ríkisborgarar (fædd hér og uppalin, með íslensk vegabréf og tala óaðfinnanlega íslensku) - jæja - sem fengu þriðju gráðu yfirheyrslu við heimkomu eftir sumarleyfisferð til Mexíkó. Á meðan beið makinn við hlið komufarþega til að sækja þau en þau fengu ekki að láta hann vita af sér.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.11.2009 kl. 04:10
ég get sagt fullt af svona sögum, konan mín er frá Afríku en löngu komin með íslenskt vegabréf, hún og reyndar allir sem ég þekki með annan lit en hvítan á skinni er endalaust stoppaðir og tekur langan langan tíma að komast í gegnum toll hliðið .....
ég ætla ekki að segja meira núna en það er nóg sem maður hugsar þegar maður þarf að ganga í gegnum þetta helvítis drasl þarna í sandgerði
kv ÞórirKarls
Þórir Karlsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 09:02
Kannast við svona meðferð. Viðskiptavinur minn, ung og fögur kona frá Eystrasaltsríki, var ávallt yfirheyrð við komu til landsins. Hún var farin að fá bréf frá mér fyrirfram þar sem ég staðfesti að hún væri í venjulegum viðskiptum (sem karlar eru ráðandi í) sem hún framvísaði síðan hjá þeim vísu mönnum í Sandgerði. Er núna hætt að koma til landsins.
Borgarinn (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 12:38
Það er sorgleg framkoman sem nýbúum er sýnd af tollayfirvöldum, persónulega hef ég ferðast mikið á milli landa en aldrei lent í skoðun.
Þetta er einhvað sem þarf að breytast undir eins.
Rúnar Freyr Þorsteinsson, 4.11.2009 kl. 14:10
Það má ekki gleyma því, að hvítir eru líka stoppaðir og gripnir með eiturlyf og annann ófögnuð og þá kannski ekki síður þar sem þeir eru í meirihluta og þetta kemur "rasisma" ekkert við.
Þetta er örugglega mjög erfitt starf og erfitt að vega og meta fólk eftir útliti og það verður að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
Það er staðreynd að fólk í minnihlutahópum í fjölmenningarþjóðfélögum notfæra sér oft aðstöðuna og talar um rasisma sjálfum sér til framdráttar og fá minnihluta hópar oft sér meðferð til hins betra eins og t.d. í Svíþjóð, þar sem þessum hópum er hampað og ekki má blása á þá, því þá verður allt vitlaust og gólað "Rasist, rasisti".
Hvað sita margir "litaðir" einstaklingar á Litla Hrauni?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:12
Ég er hvítur á besta aldri(fertugs), eins mikill Íslendingur og hægt er að vera, ég er bara núna nýlega hættur að vera tekinn í skoðun þegar ég fer þarna í gegn. Aldrei skilið þetta með mitt hreina sakvottorð og sakleysislega hvolpasvipinn. Kannski voru stelpurnar í Sandgerði bara svona skotnar í mér!? ;)
karl (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:29
Ég hef ferðast mjög mikið árum saman 10-15 ferðir á ári og hef oft verið stoppaður. Er samt alltaf með hvolpasvip og glerfínn í tauinu. Stelpurnar í tollinum eru bara eitthvað skotnar í mér :-)
Gamli (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:07
Þetta er nú meira vælið, ég fer 1-2 út á ári og það klikkar ekki að ég er tekinn fyrir af tollurunum. Hefur sennilega mest að gera með fantaðinn hjá mér, ekki hefðbundinn ferðamanna fatnaður.
stefan (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:02
Ég efast stórlega um að þetta tengist rasisma á nokkurn hátt en það virðist sem sumir sjá litla rasista í hverju horni.
Sjálfur hef ég nokkrum sinnum verið stoppaður þarna í Leifsstöð, aldrei þó gerst brotlegur, en mér dettur það ekki til hugar að, yfir höfuð, nenna því að finna út hvort ég tilheyri einhverjum minnihlutahóp til þess eins að geta notað það sem umkvörtunarefni.
Hitt er svo annað mál að það mætti nú alveg fara að skoða vegabréfin hjá þeim sem koma hingað og snúa þeim við sem koma hér í lagalega vafasömum tilgangi.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 4.11.2009 kl. 17:47
En hvað það er gott að heyra að tollverðirnir séu að vinna sína vinnu en það er á hreinu að útlendingaeftirlitið er meingallað og þarf að herða allhressilega. Í fyrsta lagi á enginn að fá dvalarleyfi eða að koma til landsins nema framvísa sakarvottorði og ef það eru einhver ofbeldis brot eða eitthvað svoleiðis þá á aðilinn ekki að fá að koma til landsins. Ástæða þess að ég er á þessari skoðun er að það er fullt af erlendum mönnum sem hafa framið nauðganir og ganga um rænandi og ruplandi og svona fólk á að stoppa í tollinum og snúa strax við. Það að útlendingur sem er búinn að brjóta af sér og er í endurkomubanni geti komist til landsins og fengið atvinnuleysisbætur er hneyksli og sýnir það að kerfið er meingallað.
aðila sem er með hreint sakarvotturð skiptir það engu mál hvort hann urfi að sýna það eða ekki. Ef við þurfum að fara úr Schengen til að geta þetta þá eigum við að gera það.
Ps ég hef ekkert á móti heiðarlegu fólki sama frá hvaða landi það er en því miður þá þarf að herða eftirlitið til að halda þessum glæpamönnum frá.
Hannes, 4.11.2009 kl. 19:54
Ég sé bara allt jákvætt við þessa tollskoðun. Umhvað er eiginlega málið? Að íslendingar séu rasistar? það staðfestist hér með að íslendingar eru mestu rasistar í heimi...vita það ekki allir?
Óskar Arnórsson, 4.11.2009 kl. 20:05
Óskar við erum ekki rasistar ég myndi frekar kalla þá sem kalla þetta rasistaskoðun föðurlands******.
Hannes, 4.11.2009 kl. 20:09
Það heyrir til undantekninga ef ég er ekki stöðvuð við komu til landsins og allt tekið upp úr töskunni minni að minnsta kostir þrisvar.....
... þó er ég mjög björt mey og hrein.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 21:21
...en greinilega ákaflega glæpamannslega vaxin.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 21:22
Voru það annars ekki íslendingar hér á árum áður sem tóku á móti 20 Víetnömum, skylduðu þá til að taka upp íslensk nöfn, og svo eltu blaðamenn þá á röndum til að spyrja þá nafns. Þeir gátu nefnilega ekki sagt nafnið sitt almennilega og það fannst okkur svo gaman að hlusta á....heitir víst einelti á psykólógisku. Íslenska þjóðin klofnaði í tvo bita av þessari útlendingaplágu eins og hún var kölluð af endalaust mörgum, Víetnömum á flótta frá stríði, til heiðurs... svo er bara að vera stoltur yfir öllu saman...
Óskar Arnórsson, 4.11.2009 kl. 23:13
Það er bara allt í lagi að skilda þá sem vilja dveljast hér til lengri tíma að taka upp íslenskt nafn. Það er ekki íslensku menningunni bjóðandi annað.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 6.11.2009 kl. 10:26
Hvaða sort menningu skildi Viðar Helgi vera að tala um? Ekki íslenska alla vega...það er misskilningur hjá honum.
Óskar Arnórsson, 6.11.2009 kl. 11:00
Óskar-spurninginn er, hvort þú getur svarað spurningunni sjálfur? Viðar á að sjálfsögðu við mannanöfn eingöng. ''I þessum fjölmenningarkjaftæðis heimi öllum, vefst þér eflaust tunga um tönn.
Khaleda Zia, Ziaur Rahman, Najibullah Ahmadzai, Chun Doo Hawan, choi Kyu Ha, Hosni Mubarak.
Það dugar að hafa eitt Íslenskt nafn á mill í þessum nafna runum!
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 07:03
.. mamma mín hét Björg Ólína Júlíanna Eggertsdóttir og var rammíslensk, konan mín heitir Ketsuma Thiangin og ég vil ekki byrja á að kalla hana Önnu eða Sigrúnu. Fjölskyldu hennar gæti þótt það undarlegt. Ég þykist skilja hvað Viðar Helgi átti við, Hr. V.Jóhannson. Dæmið um Víetnamana var til að sýna fram á fádæma heimsku íslendinga ér áður fyrr, og ég sjálfur er of heimskur til að skilja hvaða spurning það er sem ég átti að svara...
Hvað er "fjölmenninga-kjaftæðisheimur?"...
Óskar Arnórsson, 8.11.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.