Kvikmyndarumsögn

capitalism

- Titill:  Capitalism.  A Love Story

- Leikstjóri/höfundur:  Michael Moore

- Einkunn: ***

  Bandaríski leikstjórinn og heimildarkvikmyndakóngurinn Michael Moore veldur örlitlum vonbrigðum með myndinni  Capitalism: A Love Story.  Aðalsmerki hans hefur verið leiftrandi húmor.  Hér er hann alvörugefnari.  Að vísu stundum fyndinn.  En húmorinn er meira undirliggjandi en beinskeyttur og afgreiddur á færibandi gríns.  Hámarki nær kímnin þegar hann innsiglar banka með límbandi - eins og lögreglan notar - merktu "glæpavettvangur".

  Myndin er aldrei leiðinleg.  Hún er fróðleg og vekur upp margar áleitnar spurningar.  Án þess að þeim sé öllum svarað.  Hún fer frekar hægt af stað. Er á líður opinberast betri skilningur á upphafsatriðunum.

  Ég er ekki vel að mér í hruni bandaríska bankakerfisins.  Þekki ekki þau dæmi sem eru til umfjöllunar.  En margt virðist eiga samhljóm með siðrofinu,  fégræðginni og ýmsu öðru sem við þekkjum í ferli bankahrunsins á Íslandi.

  Athyglisverð er afstaða manns sem vann við að múta embættismönnum.  Hann segist bara hafa verið að vinna sína vinnu. Ef ekki hann þá hefði bara einhver annar afgreitt þau mál.

  Þetta er áróðursmynd gegn óheftum kapítalisma (frjálshyggju).  Gamli kapítalismi sjöunda og áttunda áratugarins fær að njóta sanngirnis. 

  Einn bútur myndarinnar sýnir klippur af hverjum republikanum á fætur öðrum kalla Barrack Hussein Obama sósíalista.  Kannski með réttu?  Og meirihluti Bandaríkjamanna kaus þennan sósíalista sem forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.  Michael Moore lætur að því liggja að kapítalistar hafi keypt Hussein.

  Eftir stendur:  Þetta er frekar skemmtileg kvikmynd.  Hún vekur upp margar spurningar.  Hún er ekki skemmtilegasta kvikmynd Michaels Moores.  En það er hægt að mæla með henni sem ágætri skemmtun og þó öllu fremur áhugaverðri og fróðlegri.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að neyða stuttbuxnafrjálshyggjuguttana Hannes Hólmstein, Gísla Martein, Sigurð Kára, Þórlind Icesave Kjartansson og Ólaf Örn Nielsen flugsmala á þessa mynd, en þeir myndu auðvitað ekki læra neitt af þessari mynd frekar en nokkru öðru.

Stefán (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 08:45

2 identicon

 Munurinn á USA og Íslandi er ad thar eru menn dregnir til ábyrgdar sektadir og fangelsadir.  Fá ad vísu nokkud ótharflega stranga dóma (150 ár)  

Á Íslandi er spillingin mun dýpri en í USA.  Thad er búid ad hrifsa allt af thjódinni.  Fiskinn, bankana og er ekki orkan farin líka?  Allt í bodi Sjálfstaedisflokksins og Framsóknarflokksins.

Fólkid í landinu er glórulaust og heldur áfram ad kjósa thessa flokka.  Nidurstadan er ömurleg og á eftir ad versna mikid.

Gjagg (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 06:41

3 identicon

<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/DYZAIOyOhS4&color1=0xb1b1b1&color2=0xcfcfcf&feature=player_embedded&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowScriptAccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/DYZAIOyOhS4&color1=0xb1b1b1&color2=0xcfcfcf&feature=player_embedded&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" allowScriptAccess="always" width="425" height="344"></embed></object>

Gjagg (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.