Bráðnauðsynlegt að leiðrétta

  Í fréttatíma á Bylgjunni í morgun sagði Gissur Sigurðsson frá því að Abba viðbjóðurinn yrði formlega tekinn í Frægðarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) næsta vor.  Að vísu orðaði Gissur þetta ekki nákvæmlega svona heldur sagði að Abba væri að etja kappi við The Stooges um inngöngu í Frægðarhöllina.  Gissur sagði The Stooges hafa verið svar Breta við Abba á sínum tíma.

  Þetta er flest rangt.  The Stooges var og er bandarísk hljómsveit.  Ekki bresk.  Hún var stofnuð langt á undan sænsku hljómsveitinni Abba.  Abba stimplaði sig inn á alþjóðamarkaðinn 1974.  Ég veit ekki hvenær sú hljómsveit var stofnuð.  Kannski ári eða tveimur áður. 

  The Stooges var stofnuð 1967 og þeirra þekktasta lag,  I Wanna Be Your Dog,  var á stóru plötunni sem kom út 1969,  samnefnd hljómsveitinni.  Músík The Stooges hefur alla tíð verið hrátt og óheflað pönkað rokk,  á sínum tíma (fyrir daga pönksins) kallað bílskúrsrokk (garage). 

  The Stooges hefur aldrei verið svar við Abba á neinn hátt.  Ekki fremur en Morðingjarnir séu svar við Nylon.  Abba er ekki að etja kappi við The Stooges um inngöngu í Frægðarhöllina.  Báðar hljómsveitirnar verða skráðar í höllina í mars 2010.

  Myndbandið hér fyrir ofan er með The Stooges.  Á myndbandinu fyrir neðan er söngvari The Stooges,  Iggy Pop,  í slagtogi með áströlsku hljómsveitinni The Jet.

  Til fróleiks um Frægðarhöll rokksins:  Þetta er sjálfstæð bandarísk stofnun sem hefur þann tilgang að uppfræða almenning um sögu rokksins.  Til að vera skráður í Frægðarhöllina verður að vera lágmark aldarfjórðungur síðan viðkomandi hóf feril í rokkinu.  Hann þarf jafnframt að hafa sett mark sitt afgerandi á rokksöguna.  Ekki endilega sem tónlistarmaður.  Blaðamenn,  umboðsmenn,  útgefendur og ýmsir aðrir eru einnig skráðir í Frægðarhöllina. 

  Ég hef ekki heimsótt Frægðarhöllina en mér skilst að hún samanstandi af rokkminjasafni og ýmsum tónlistarviðburðum.  Hluti af starfseminni er leiga á hljóðkerfi,  veitingasala og minjagripasala.  Skólahópar eru hátt hlutfall gesta.  Einhver hluti af Frægðarhöllinni er farandsýning sem er sett upp á tónlistarhátíðum og við önnur tilefni.

  Í Bandaríkjunum nýtur Frægðarhöllin mikillar athygli og umfjöllunar fjölmiðla.  Frægðarhöllin hefur mótandi áhrif á skilning fólks á rokksögunni.


mbl.is Abba og Genesis í Frægðarhöll rokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um viðbjóð, hvað með þennan jólaviðbjóð..

http://blogg.visir.is/logicsociety/2009/12/16/omurlegur-islenskur-jolabuningur/

LS (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:01

2 identicon

ABBA á ekki skilið að fara þarna inn. ABBA er ekki rokk.

stefán (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Jens Guð

  LS,  ég veit ekki hvað er í gangi hjá þeim Baggalútsmönnum;  að pikka upp þessi ömurlegu lög og hnoða þeim í jólabúning. 

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  mjög algengt er að þeir sem teknir eru inn í Frægðarhöllina komist þangað inn í kjölfar mikils þrýstings.  Plötuútgefendur,  umboðsmenn og aðrir áhrifamiklir aðilar í tónlistarbransanum hamast sem mest þeir mega að koma sínum skjólstæðingum í Frægðarhöllina. 

  Eins og oft áður eru mun færri skráðir inn í Frægðarhöllina nú (í mars 2010) en reynt er að troða þangað inn.  Auk The Stooges og Abba fá Genesis,  Jimmy Cliff og The Hollies inngöngu.  Einhversstaðar var ég búinn að lesa upptalningu á öðrum sem komu til greina en sluppu ekki í gegnum nálaraugað.  Mig minnir að aularokkararnir í Kiss hafi verið þar í hópi.

  Frægðarhöllin er ekki á föstum fjárlögum ríkis eða sveitarfélags.  Hún er háð styrktaraðilum og velvild fjölmiðla.  Þess vegna eru aðstandendur hennar í einhverjum tilfellum að dansa línudans.  Tilkynning um að Abba sé tekin í höllina hefur reynst drjúg auglýsing fyrir starfsemina.  Slúðurblöð út um allan heim,  jafnt sem aðrir almennir fjölmiðlar (á borð við Bylgjuna) hafa slegið þessum tíðindum upp sem stórfrétt.

  Án Abba hefðu einungis rokkblöð sagt frá því að The Stooges og Jimmy Cliff væru á leið inn í Frægðarhöllina.    

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Látt´ekki sonna Jens! ABBA er mitt uppáhald ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  ég votta samúð.  Nei,  annars.  Abba er stelpumúsík.  Ofur leiðinleg fyrir minn smekk.  Rokk höfðar sterkar til mín.  Ég hef aldrei vikið mér undan að viðurkenna að mörg lög Abba eru snoturlega afgreiddar sterkar laglínur.  Poppaður flutningur Abba er bara ekki mín deild.  Ef þú flettir neðst í tónspilara minn þá er ég meira fyrir aðra sænska hljómsveit,  Totalt Javla Mörker.  Í mín eyru hljóma lög Abba betur í flutningi HAM og Sinead O´Connor.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Jens Guð

  Það sem ég er að reyna að segja er að það er eðlilegt að konur hafi gaman af Abba.  En varla fólk með pung. 

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 22:47

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenzinn er genginn það lángt í viðleitni zinni að meina að hann hluzti á merkilegri múzzíg en við hin í almúganum, að hann vingazt við fámenna ættflokka á fámennum eyjum & 'prómar' & 'mærir' mezt þeirra framlegg.  Ef zkúmur zkítur á það zem að eftir er að Kolbeinzeyjarþyrlupallinnum, metur Jenzinn það zem bezta framlag þjóðarinnar til liztrænnar tjáníngar, enda er hann náttla okkur hinum menntaðari & markverðari um að meta...

En, að öllu gríni zlepptu, ætti náttla þjóðarzálin að fézbókargrúppazt um að koma Jenzinum í frægðarhöll rokkzinz, fyrir ómetanlegt zagnfræðilegt framlag á blaðakvennzkuferli zínum.

Steingrímur Helgason, 16.12.2009 kl. 23:05

9 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég umber alveg vondan músíksmekk.  Stundum.  Undir tilteknum formerkjum.  Því fer fjarri að ég setji mig á þann stall að hafa góðan músíksmekk umfram aðra.  Þvert á móti kannast ég við að margar plötur sem höfða mest til mín eru ekki 5 stjörnu plötur ef óhlutdrægni er gætt.  Einkum á það við um ýmsar pönkplötur,  þrass og dauðarokk.  Margar af þeim plötum sem veita mér mesta skemmtun ná ekki upp fyrir 2 stjörnur þegar þær eru metnar til samanburðar við plötur sem mér þykja leiðinlegar. 

  Ég get alveg skilgreint músík út frá öðrum forsendum en þeim sem skemmta mér best.  En jafn fordómafullur er ég samt sem áður gagnvart þeirri músík sem mér leiðist.  Þetta er innbyrðis mótsögn.  Margt vont í músík,  myndlist og bókmenntum getur alveg vakið meiri skemmtun hjá mér en sitthvað sem ég get fallist á að eigi skilið fleiri stjörnur en það sem höfðar sterkast til mín.

Jens Guð, 16.12.2009 kl. 23:40

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég veit það ljúfurinn, mér bara fannzt tilefni til að fýra aðeinz í þér, dona rétt fyrir áramótin.  Ekki illa meint, einz & þú veizt.

Paradoxan er enda ein meinlauz fíkn, með zkemmtanagildi...

Steingrímur Helgason, 17.12.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband