Fćrsluflokkur: Tónlist
11.8.2019 | 00:05
Spaugilegt
Um miđjan sjöunda ártuginn fór bandaríska hljómsveitin The Byrds međ himinskautum á vinsćldalistum međ lagiđ "Turn, Turn, Turn". Líftími lagsins er langur. Ţađ lifir enn í dag góđu lífi. Er sívinsćlt (klassík). Fjöldi ţekktra tónlistarmanna hafa krákađ lagiđ. Allt frá Mary Hopkins og The Seekers til Dolly Parton og Judy Collins. Ađ auki hljómar lagiđ í mörgum sjónvarpsţáttum og kvikmyndum, Til ađ mynda í "Forrest Gump".
Flestir vita ađ texti lagsins er úr Biblíunni. Samt ekki allir. Á föstudaginn póstađi náungi laginu í músíkhópinn "Ţrumur í ţokunni" á Fésbók. Svaný Sif skrifađi "komment". Sagđist vera nýbúin ađ uppgötva ţetta međ textann. Hún var ađ horfa á trúarlegt myndband. Presturinn las upp textann úr Biblíunni. Svaný skildi hvorki upp né niđur í ţví hvers vegna presturinn vćri ađ ţylja upp dćgurlagatexta međ The Byrds.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
30.7.2019 | 00:01
Samband Johns og Pauls
John Lennon og Paul McCartney voru fóstbrćđur. Ţeir kynntust á unglingsárum á sjötta áratugnum og urđu samloka. Vörđu öllum frítímum saman viđ ađ semja lög og hlusta á rokkmúsík. John gerđi út hljómsveitina Querrymen. Hún er ennţá starfandi. Reyndar án Johns. John var stofnandi hljómsveitarinnar og forsprakki; söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur.
Paul segir ađ á ţessum tíma hafi allir unglingar í Liverpool vitađ af John. Hann var fyrirferđamikill ofurtöffari. Svalasti gaurinn í Liverpool, ađ sögn Pauls. Liverpool er hafnarbćr. Íbúar á sjötta áratugnum kannski 200 eđa 300 ţúsund eđa ţar í grennd. John var kjaftfor og reif stólpakjaft viđ alla, slóst á börum eins og enginn vćri morgundagurinn, ţambađi sterk vín, reykti og svaf hjá stelpum. Hann var dáldiđ geggjađur. Eins og mamma hans.
Paul sá í hendi sér ađ frami sinn í Liverpool vćri fólginn í ţví ađ vingast viđ John. Hann bankađi upp hjá John. Kynnti sig og spilađi fyrir hann nokkur lög til ađ sanna hćfileika í hljóđfćraleik og söng. Jafnframt sagđist Paul vera lagahöfundur.
John angađi eins og bruggverksmiđja ţegar ţeir hittust. Koníak gutlađi í honum. Eftir ađ Paul spilađi og söng fyrir John hugsađi hann eitthvađ á ţessa leiđ: Ég get auđveldlega orđiđ ađal rokkstjarnan í Liverpool. En međ Paul mér viđ hliđ get ég sigrađ heiminn. Ég verđ ađ gefa eftir forystuhlutverkiđ. Deila ţví međ Paul. Viđ getum sigrađ heiminn saman. Ţetta varđ niđurstađan. Ţetta var langsótt niđurstađa á ţessum tíma. Varđandi heimsfrćgđ. Liverpool var útkjálki og ţótti "slömm".
John var um margt afar erfiđur í umgengni. Hann tók skapofsaköst. Hann var "bully"; árásagjarn til orđs og ćđis. Hann lamdi fyrri konu sína. Hann lamdi Paul og fleiri í hljómsveitinni Querrymen.
Paul var og er mjög stjórnsamur og ofvirkur. Í Bítlunum sýndi hann George og Ringo ofríki. En forđađist árekstra viđ John. Ţegar John gekk fram af honum međ gríđarlegri eiturlyfjaneyslu og flaut í sýrumóki viđ hljóđritun á laginu "She said, she said" 1966 ţá ofbauđ Paul. Hann stormađi út úr hljóđverinu, tók ekki ţátt í hljóđritun lagsins og lét ekki ná á sér. George Harrison spilar bassalínu lagsins. Í bókinni góđu "Beatlesongs" er Paul ranglega skráđur bassaleikarinn. Lagiđ hljómar í dag ósköp venjulegt. 1969 var ţetta brengluđ sýra.
Annađ dćmi er lagiđ "Come together" á Abbey Road plötunni. Síđustu hljóđversplötu Bítlanna. Framan af ferli Bítlanna sungu Paul og John flest lög saman. Ađ mörgu leyti var ţađ einkenni Bítlanna og gaf hljómsveitinni forskot á ađrar hljómsveitir. Undir lok ferils Bítlanna dró mjög úr dúettsöngnum. Meira varđ um ţríröddun ţeirra Pauls, Johns og Georges. Líka sólósöngs ţeirra hvers fyrir sig. Paul saknađi tvíröddunarinnar. Ţeir John, Paul og George voru allir afar flinkir í ađ radda og sniđgengu iđulega viđurkennda tónfrćđi.
Er John kynnti til sögunnar "Come Together" bađ Paul um ađ fá ađ radda lagiđ međ honum. Paul sárnađi mjög er John svarađi: "Ég grćja ţađ sjálfur." Sem hann reyndar gerđi ekki. Paul laumađist í skjóli nćtur til ađ radda međ í laginu. John heyrđi ekki ţá útfćrslu fyrr en platan kom út.
Tónlist | Breytt 29.8.2019 kl. 18:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
20.7.2019 | 19:17
Af hverju túra Paul og Ringo ekki saman?
Paul McCartney og Ringo Starr eru einu eftirlifandi Bítlarnir. Ţeir eru mjög góđir vinir. Á hljómleikum gera báđir út á gömlu Bítlalögin. Paul á ţađ til ađ fá Ringo sem gest á hljómleika sína. Ţá trommar kappinn í nokkrum Bítlalögum.
Af hverju túra ţeir aldrei saman? Vćri ţađ ekki stórkostleg upplifun fyrir Bítlaađdáendur? Jú, vissulega. Hćngur er á. Illilega myndi halla á Ringo. Hann er frábćr trommari, orđheppinn og bráđfyndinn. Hinsvegar hefur hann ekki úr mörgum frumsömdum lögum ađ mođa. Ţví síđur mörgum bitastćđum. Ţar fyrir utan er hann ekki góđur söngvari. Öfugt viđ Paul sem er einn besti og fjölhćfasti söngvari rokksögunnar. Ţeir John Lennon voru ótrúlaga frábćrir söngvarar - og Paul er ennţá. Paul hefur úr ađ velja frumsömdum lögum sem eru mörg hver bestu lög rokksögunnar. Á hljómleikum stekkur Paul á milli ţess ađ spila á píanó, orgel, gítar, bassa og allskonar. Meira ađ segja ukulele. Frábćr trommuleikur Ringos býđur ekki upp á sömu fjölbreytni.
Bćđi Paul og Ringo átta sig á ţví ađ tilraun til ađ endurskapa anga af Bítladćmi sé dćmt til ađ mistakast. Ţađ var ekki einu sinni hćgt á međan George Harrison var á lífi. Eins og Geroge sagđi: "Bítlarnir verđa ekki aftur til á međan John er dáinn." Ég set spurngamerki viđ "á međan".
Tónlist | Breytt 21.7.2019 kl. 12:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
16.7.2019 | 23:20
Blessun
Ég er alltaf kallađur Jens Guđ. Ţess vegna er ég í símaskránni skráđur Jens Guđ - ađ frumkvćđi símaskráarinnar. Eđa hvort ađ ţetta heitir 1819 eđa 1919 í dag? Í morgun hringdi í mig barnung stúlka. Kannski 5, 6 ára. Hún sagđist heita Emilía og eiga heima í Keflavík. Hún spurđi hvort ég vćri Jens Guđ. Ég játađi ţví. Hún spurđi hvort ég vćri til í ađ blessa hana. Ég svarađi: "Alveg sjálfsagt. Strax eftir ţetta símtal skal ég blessa ţig." Hún ţakkađi fyrir og ţar međ lauk símtalinu. Ég stóđ viđ minn hluta samkomulagsins. Sendi henni ađ auki í huganum sálm međ ţýsku pönkdrottningunni Nínu Hagen. Hún er mér töluvert uppteknari af trúmálum.
Tónlist | Breytt 18.7.2019 kl. 14:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
14.7.2019 | 12:07
Hressilegt rokk
Titill: För
Flytjandi: Nýríki Nonni
Einkunn: **** (af 5)
2016 spratt fram á sjónarsviđ afar sprćkt pönkrokkstríó, Nýríki Nonni. Liđsmenn voru og eru: Guđlaugur Hjaltason (gítar og söngur), Logi Már Einarsson (bassi) og Óskar Ţorvaldsson (trommur). Ţađ sem sker tríóiđ frá öđrum nýstofnuđum pönkböndum er ađ liđsmenn eru ekki unglingar ađ stíga sín fyrstu skref í hljómsveit heldur virđulegir miđaldra menn sem búa ađ góđri fćrni á hljóđfćri.
Á nýútkominni plötu tríósins, För, slćđist snyrtilegt hljómborđ međ. Ég veit ekki hver afgreiđir ţađ. Gulli liggur undir grun.
Óvćnt hefst plata pönktríósins á rólegu lagi, titillaginu För. Ţau eru fleiri rólegu lögin á plötunni. Inn á milli eru svo hressilegu pönklögin. Gulli er höfundur laga og texta. Hann er fagmađur á báđum sviđum. Textarnir lúta ađ mestu undir hefđbundiđ form stuđla, hljóđstafa og ríms. Ţeir eru ádeilutextar. Stinga á kýlum.
Fyrir minn smekk eru pönklögin skemmtilegust. Í heild er platan skemmtilega fjölbreitt. Já, og fyrst og síđast bráđskemmtileg.
Tónlist | Breytt 15.7.2019 kl. 11:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2019 | 23:05
Fésbókarsíđa fćreyskrar hljómsveitar hökkuđ - sennilega af Sea Shepherd
Í fyrravor hélt fćreyska hljómsveitin Týr í hljómleikaferđ um Bandaríkin og Kanada. Ţá brá svo viđ ađ hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd fóru í harđa herferđ gegn Tý. Hvöttu fólk til ađ sniđganga hljómleikana. Jafnframt bođuđu ţau mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina.
Er ţađ ekki lágkúra ađ fjölmenn samtök ofsćki fjögurra manna rokkhljómsveit fyrir ađ vera fćreysk?; komi frá 52 ţúsund manna ţjóđ sem veiđir marsvín.
Herferđ SS gegn hljómleikaferđ Týs varđ samtökunum til mikillar háđungar. Hljómleikarnir voru hvarvetna vel sóttir. Hvergi mćttu fleiri en 10 í mótmćlastöđu. Ţeir einu sem mćttu í mótmćlastöđuna voru forsprakki SS, Paul Watson, og ađrir starfsmenn SS.
Nú er hljómsveitin Týr á ný í hljómleikaferđ um Bandaríkin. Ekki heyrist múkk frá SS. Hinsvegar var Fésbókarsíđa Týs hökkuđ í spađ. Hún gegnir eđlilega stóru hlutverki í hljómleikaferđinni. Hakkarinn eđa hakkararnir náđu ađ yfirtaka síđuna. Honum/ţeim tókst ađ henda öllum liđsmönnum Týs út af síđunni og blokka ţá. Eftir margra daga vesen hefur stjórnendum Fésbókar tekist ađ koma Fésbókarsíđunni aftur í hendur liđsmanna Týs.
Tónlist | Breytt 12.7.2019 kl. 04:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2019 | 21:23
Vinsćlustu Bítlalögin í dag
Ég veit ekki hvađ gerđist. Síđasta bloggfćrsla mín hvarf. Ég var í miđju kafi ađ svara athugasemdum viđ hana og ýtti á "enter". Í stađ ţess ađ svar mitt birtist ţá hvarf bloggfćrslan. Hún var áfram inni á stjórnborđi hjá mér. En ţó ađ ég ýtti á "birta" ţá birtist hún ekki. Samt kom upp texti um ađ hún vćri birt.
Í fćrslunni var listi yfir mest spiluđu lög Bítlanna á Spotify. Hann er áhugaverđur. Hann speglar ađ einhverju leyti hvađa Bítlalög höfđa sterkast til yngra fólks í dag. Fólks sem međtók ekki lög og plötur Bítlanna í rauntíma 1963 - 1969. Ţess vegna endurbirti ég listann hér:
1. Here Comes the Sun
2. Hey Jude
3. Come Together
4. Let it Be
5. Twist and Shout
6. Help
7. Blackbird
8. While my Guitar Gentle Weeps
9. In My Life
10. Yesterday
Einhverra hluta vegna er Oh Darling ekki mikiđ spilađ á Spotify. Samt flottur blús. Ţessi úkraínska krúttbomba stađfestir hinsvegar ađ ungt fólk út um allan heim hlustar á Bítlalög. Ţađ fylgir sögunni ađ hún hafi á ţessum aldri ekki kunnađ orđ í ensku. Hún er 17 ára í dag og dútlar viđ ađ syngja leiđinleg júrivisjon-lög.
Tónlist | Breytt 9.7.2019 kl. 19:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
26.6.2019 | 23:29
Ljósmyndir Lindu hjálpuđu Paul
"But I´m not the only one," söng John Lennon. Ég er ekki einn um ađ hafa áhuga á Bítlunum. Mest lesna grein á netsíđu breska dagblađsins The Guardian í dag er spjall viđ Paul McCartney. Ţar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.
Í léttum dúr segist Paul hafa slátrađ farsćlum ljósmyndaferli hennar. Áđur en ţau tóku saman var hún hátt skrifuđ í ljósmyndaheimi. Hún hafđi međal annars unniđ til eftirsóttra verđlauna. Fyrst kvenna átti hún forsíđumynd söluhćsta tónlistartímarits heims, bandaríska Rolling Stone. Myndin var af Eric Clapton. Eftir ađ ţau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr ţví ađ vera verđlaunaljósmyndari í ađ vera "kona Pauls".
Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul ađ gera upp viđ upplausn Bítlanna. Sem var honum afar erfiđ. Hann telur sig hafa fengiđ taugaáfall viđ ţann atburđ og aldrei náđ ađ vinna sig almennilega úr sorginni sem ţví fylgdi.
Paul ţykir vćnt um ljósmynd af ţeim John sem Linda smellti af um ţađ leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp. Ţó ađ allt hafi lent í illindum ţá nutu ţeir ţess ađ vinna saman ađ tónlist fram á síđasta dag. Samband ţeirra hafi veriđ einstaklega sterkt og náiđ til lífstíđar, segir Paul og bendir á ađ ţarna blasi viđ hamingjusamur John Lennon.
Önnur ljósmynd sem Paul ţykir vćnt um segir hann vera dćmigerđa fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrđis. Ţar heilsast John og Paul í galsa međ handabandi. George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu.
Tónlist | Breytt 27.6.2019 kl. 08:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2019 | 00:14
Hver voru viđhorf Johns, Pauls og Julians viđ "Hey Jude"?
Í nýlegu viđtali var bítillinn Paul McCartney spurđur ađ ţví hvort hann sjái eftir einhverju lagi sem hann hafi samiđ og gefiđ út. Paul sagđist iđrast lagsins "Hey Jude". Ţađ hafi veriđ ósmekkleg afskipti af fjölskyldumálum Johns Lennons. Lagiđ er ávarp til sonar Johns, Julians. Huggunarorđ vegna skilnađar foreldra hans.
Ţrátt fyrir ţessa afstöđu tekur Paul lagiđ iđulega á hljómleikum. Enda voru John og Julian afar sáttir viđ lagiđ. John sagđi texta lagsins vera einn besta texta Pauls. Hann hefđi iđulega gert góđlátlegar lagfćringar á textum Pauls. Sem Paul alltaf fagnađi. En í ţessu tilfelli hafi textinn veriđ virkilega flottur frá upphafi til enda.
John las út úr textanum vinsamlega kveđju til sín. Í textanum segir: "When you found her, now go and get her." John túlkađi ţetta sem Paul vćri ađ votta skilning eđa samţykki á ţví ađ hann vćri ađ skilja viđ Cintheu og taka saman viđ Yoko.
John ólst upp á ástlausu en um margt góđu heimili kaldlyndrar og afar snobbađrar frćnku sinnar. Hann ţekkti ekki foreldra sína fyrr en á fullorđinsárum. Ţađ sat alltaf í honum. Sauđ á honum reiđi sem leitađi útrásar í slagsmálum á pöbbum.
John var lítt góđur fađir. Paul var syni hans, Julian, miklu betri "fađir". John lýsti Paul sem mikilli barnagćlu. Ótal ljósmyndir stađfesta ađ samband Pauls og Julians var nánara en samband Johns viđ son sinn. Julian kallar Paul besta frćnda. Ţegar Julian var á barnsaldri og ţeir ţrír gengu saman voru ţađ Paul og Julian sem leiddust. Paul hefur alla tíđ rćktađ gott samband viđ börn Bítlanna. Nema Sean Lennon. Ţeir hafa aldrei kynnst almennilega.
Tónlist | Breytt 22.6.2019 kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2019 | 00:11
Vinsćlustu klassísku rokklögin
Fyrir ţremur árum sofnađi ég á Fésbók tónlistarhópinn "Classic Rock". Ţar birti ég myndbönd međ sívinsćlustu slögurum rokksögunnar. Reyndar međ ţeim skekkjumörkum ađ ekki séu fleiri en 3 myndbönd međ sama flytjanda. Notendur síđunnar eru á annađ ţúsund ("lćkarar" + fylgjendur). Áhugavert er ađ sjá hvađa myndbönd eru mest spiluđ á síđunni. Ég hefđi ekki giskađ rétt á röđina. Ţannig rađast ţau: Ađ vísu er teljarinn óvirkur nú til nokkurra vikna. En kemur - ađ ég held - ekki ađ sök.
1. Stealers Wheel - Stuck in the middle with you (588 spilanir)
2. Týr - Ormurin langi (419 spilanir)
3. Steely Dan - Reelin in the year (322 spilanir)
4. Deep Purple - Smoke on the water (238 spilanir)
5. Fleetwood Mac - Black magic woman (192 spilanir)
6. Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway (186 spilanir)
7. Tracy Chapman - Give me one reason (177 spilanir)
8. Bob Marley - Stir it up (166 spilanir)
9. Sykurmolarnir - Motorcycle mama (162 spilanir)
10. Creedence Clearwaer Revival - I put a spell on you (160 spilanir)
11-12. Janis Joplin - Move over (148 spilanir)
11-12. Shocking Blue - Venus (148 spilanir)
13. Jethro Tull - Aqualung (145 spilanir)
14. Bob Dylan - Subterreanean homesick blues (138 spilanir)
15. Bruce Springsteen - Glory Days (134 spilanir)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)