Fćrsluflokkur: Tónlist
11.7.2019 | 23:05
Fésbókarsíđa fćreyskrar hljómsveitar hökkuđ - sennilega af Sea Shepherd
Í fyrravor hélt fćreyska hljómsveitin Týr í hljómleikaferđ um Bandaríkin og Kanada. Ţá brá svo viđ ađ hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd fóru í harđa herferđ gegn Tý. Hvöttu fólk til ađ sniđganga hljómleikana. Jafnframt bođuđu ţau mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina.
Er ţađ ekki lágkúra ađ fjölmenn samtök ofsćki fjögurra manna rokkhljómsveit fyrir ađ vera fćreysk?; komi frá 52 ţúsund manna ţjóđ sem veiđir marsvín.
Herferđ SS gegn hljómleikaferđ Týs varđ samtökunum til mikillar háđungar. Hljómleikarnir voru hvarvetna vel sóttir. Hvergi mćttu fleiri en 10 í mótmćlastöđu. Ţeir einu sem mćttu í mótmćlastöđuna voru forsprakki SS, Paul Watson, og ađrir starfsmenn SS.
Nú er hljómsveitin Týr á ný í hljómleikaferđ um Bandaríkin. Ekki heyrist múkk frá SS. Hinsvegar var Fésbókarsíđa Týs hökkuđ í spađ. Hún gegnir eđlilega stóru hlutverki í hljómleikaferđinni. Hakkarinn eđa hakkararnir náđu ađ yfirtaka síđuna. Honum/ţeim tókst ađ henda öllum liđsmönnum Týs út af síđunni og blokka ţá. Eftir margra daga vesen hefur stjórnendum Fésbókar tekist ađ koma Fésbókarsíđunni aftur í hendur liđsmanna Týs.
Tónlist | Breytt 12.7.2019 kl. 04:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2019 | 21:23
Vinsćlustu Bítlalögin í dag
Ég veit ekki hvađ gerđist. Síđasta bloggfćrsla mín hvarf. Ég var í miđju kafi ađ svara athugasemdum viđ hana og ýtti á "enter". Í stađ ţess ađ svar mitt birtist ţá hvarf bloggfćrslan. Hún var áfram inni á stjórnborđi hjá mér. En ţó ađ ég ýtti á "birta" ţá birtist hún ekki. Samt kom upp texti um ađ hún vćri birt.
Í fćrslunni var listi yfir mest spiluđu lög Bítlanna á Spotify. Hann er áhugaverđur. Hann speglar ađ einhverju leyti hvađa Bítlalög höfđa sterkast til yngra fólks í dag. Fólks sem međtók ekki lög og plötur Bítlanna í rauntíma 1963 - 1969. Ţess vegna endurbirti ég listann hér:
1. Here Comes the Sun
2. Hey Jude
3. Come Together
4. Let it Be
5. Twist and Shout
6. Help
7. Blackbird
8. While my Guitar Gentle Weeps
9. In My Life
10. Yesterday
Einhverra hluta vegna er Oh Darling ekki mikiđ spilađ á Spotify. Samt flottur blús. Ţessi úkraínska krúttbomba stađfestir hinsvegar ađ ungt fólk út um allan heim hlustar á Bítlalög. Ţađ fylgir sögunni ađ hún hafi á ţessum aldri ekki kunnađ orđ í ensku. Hún er 17 ára í dag og dútlar viđ ađ syngja leiđinleg júrivisjon-lög.
Tónlist | Breytt 9.7.2019 kl. 19:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
26.6.2019 | 23:29
Ljósmyndir Lindu hjálpuđu Paul
"But I´m not the only one," söng John Lennon. Ég er ekki einn um ađ hafa áhuga á Bítlunum. Mest lesna grein á netsíđu breska dagblađsins The Guardian í dag er spjall viđ Paul McCartney. Ţar tjáir hann sig um ljósmyndir Lindu heitinnar eiginkonu sinnar.
Í léttum dúr segist Paul hafa slátrađ farsćlum ljósmyndaferli hennar. Áđur en ţau tóku saman var hún hátt skrifuđ í ljósmyndaheimi. Hún hafđi međal annars unniđ til eftirsóttra verđlauna. Fyrst kvenna átti hún forsíđumynd söluhćsta tónlistartímarits heims, bandaríska Rolling Stone. Myndin var af Eric Clapton. Eftir ađ ţau Paul tóku saman breyttist ímynd hennar úr ţví ađ vera verđlaunaljósmyndari í ađ vera "kona Pauls".
Margar ljósmyndir Lindu hjálpa og heila Paul ađ gera upp viđ upplausn Bítlanna. Sem var honum afar erfiđ. Hann telur sig hafa fengiđ taugaáfall viđ ţann atburđ og aldrei náđ ađ vinna sig almennilega úr sorginni sem ţví fylgdi.
Paul ţykir vćnt um ljósmynd af ţeim John sem Linda smellti af um ţađ leyti er hljómsveitin sprakk í loft upp. Ţó ađ allt hafi lent í illindum ţá nutu ţeir ţess ađ vinna saman ađ tónlist fram á síđasta dag. Samband ţeirra hafi veriđ einstaklega sterkt og náiđ til lífstíđar, segir Paul og bendir á ađ ţarna blasi viđ hamingjusamur John Lennon.
Önnur ljósmynd sem Paul ţykir vćnt um segir hann vera dćmigerđa fyrir stemmningu og andrúmsloft sem einkenndi samskipti Bítlanna innbyrđis. Ţar heilsast John og Paul í galsa međ handabandi. George og Ringo skemmta sér konunglega yfir gríninu.
Tónlist | Breytt 27.6.2019 kl. 08:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2019 | 00:14
Hver voru viđhorf Johns, Pauls og Julians viđ "Hey Jude"?
Í nýlegu viđtali var bítillinn Paul McCartney spurđur ađ ţví hvort hann sjái eftir einhverju lagi sem hann hafi samiđ og gefiđ út. Paul sagđist iđrast lagsins "Hey Jude". Ţađ hafi veriđ ósmekkleg afskipti af fjölskyldumálum Johns Lennons. Lagiđ er ávarp til sonar Johns, Julians. Huggunarorđ vegna skilnađar foreldra hans.
Ţrátt fyrir ţessa afstöđu tekur Paul lagiđ iđulega á hljómleikum. Enda voru John og Julian afar sáttir viđ lagiđ. John sagđi texta lagsins vera einn besta texta Pauls. Hann hefđi iđulega gert góđlátlegar lagfćringar á textum Pauls. Sem Paul alltaf fagnađi. En í ţessu tilfelli hafi textinn veriđ virkilega flottur frá upphafi til enda.
John las út úr textanum vinsamlega kveđju til sín. Í textanum segir: "When you found her, now go and get her." John túlkađi ţetta sem Paul vćri ađ votta skilning eđa samţykki á ţví ađ hann vćri ađ skilja viđ Cintheu og taka saman viđ Yoko.
John ólst upp á ástlausu en um margt góđu heimili kaldlyndrar og afar snobbađrar frćnku sinnar. Hann ţekkti ekki foreldra sína fyrr en á fullorđinsárum. Ţađ sat alltaf í honum. Sauđ á honum reiđi sem leitađi útrásar í slagsmálum á pöbbum.
John var lítt góđur fađir. Paul var syni hans, Julian, miklu betri "fađir". John lýsti Paul sem mikilli barnagćlu. Ótal ljósmyndir stađfesta ađ samband Pauls og Julians var nánara en samband Johns viđ son sinn. Julian kallar Paul besta frćnda. Ţegar Julian var á barnsaldri og ţeir ţrír gengu saman voru ţađ Paul og Julian sem leiddust. Paul hefur alla tíđ rćktađ gott samband viđ börn Bítlanna. Nema Sean Lennon. Ţeir hafa aldrei kynnst almennilega.
Tónlist | Breytt 22.6.2019 kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2019 | 00:11
Vinsćlustu klassísku rokklögin
Fyrir ţremur árum sofnađi ég á Fésbók tónlistarhópinn "Classic Rock". Ţar birti ég myndbönd međ sívinsćlustu slögurum rokksögunnar. Reyndar međ ţeim skekkjumörkum ađ ekki séu fleiri en 3 myndbönd međ sama flytjanda. Notendur síđunnar eru á annađ ţúsund ("lćkarar" + fylgjendur). Áhugavert er ađ sjá hvađa myndbönd eru mest spiluđ á síđunni. Ég hefđi ekki giskađ rétt á röđina. Ţannig rađast ţau: Ađ vísu er teljarinn óvirkur nú til nokkurra vikna. En kemur - ađ ég held - ekki ađ sök.
1. Stealers Wheel - Stuck in the middle with you (588 spilanir)
2. Týr - Ormurin langi (419 spilanir)
3. Steely Dan - Reelin in the year (322 spilanir)
4. Deep Purple - Smoke on the water (238 spilanir)
5. Fleetwood Mac - Black magic woman (192 spilanir)
6. Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway (186 spilanir)
7. Tracy Chapman - Give me one reason (177 spilanir)
8. Bob Marley - Stir it up (166 spilanir)
9. Sykurmolarnir - Motorcycle mama (162 spilanir)
10. Creedence Clearwaer Revival - I put a spell on you (160 spilanir)
11-12. Janis Joplin - Move over (148 spilanir)
11-12. Shocking Blue - Venus (148 spilanir)
13. Jethro Tull - Aqualung (145 spilanir)
14. Bob Dylan - Subterreanean homesick blues (138 spilanir)
15. Bruce Springsteen - Glory Days (134 spilanir)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
23.5.2019 | 00:17
Dularfull bilun
Ég ók í rólegheitum á mínum ţrettán ára gamla bíl. Eđlilega er hann orđinn dálítiđ lúinn, blessađur. Ég kem ađ rauđu ljósi. Í útvarpinu - Rás 1 - hljómađi ljúfur og djassađur píanóleikur. Skyndilega er eins og bensíngjöfin sé stigin í botn. Ţađ hvín í vélinni. Ég var ekki međ fót á bensíngjöfinni. Ég leit á hana. Hún var uppi. Ţetta hafđi ţví ekkert međ hana ađ gera.
Ég ákvađ ađ bruna ađ verkstćđi sem er ţaulvant ađ gera viđ bílinn. Í sama mund breytist hljóđiđ. Ţá átta ég mig á ţví ađ hljóđiđ kom úr útvarpinu. Kontrabassi hafđi bćst viđ píanóleikinn. Hófst međ langdregnum tóni sem hljómađi glettilega líkt vélarhljóđi bílsins.
Ţegar lagiđ var afkynnt kom í ljós ađ ţarna var á ferđ bassasnillingurinn, Íslands- og Fćreyjavinurinn Niels-Henning heitinn Örsted Pedersen.
Ég finn ekki lagiđ á youtube. Sem gerir ekkert til. Det var en lördag aften er skemmtilegra.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
4.5.2019 | 05:48
Hvađa Bítill var gáfađastur?
Augljósa svariđ er John Lennon. Eđa hvađ? Svo skemmtilega vill til ađ allir Bítlarnir tóku greindarpróf (IQ) á unglingsárum í skólanum sínum. Einhverra hluta vegna ber heimildum ekki saman um skor Lennons. Flestar herma ađ hans IQ hafi mćlst 165. Ađrar heimilidir gefa upp 140. Enn ađrar 150. Ég hallast ađ hćrri tölunum. Í skóla velti John fyrir sér hvort ađ hann vćri ofviti eđa klikkađur. Hann undrađist hvađ hann átti létt međ ađ máta kennara í tilsvörum. Á sama tíma upplifđi hann ýmislegt sérkennilegt. Til ađ mynda sá hann nöfn og orđ í lit. Engir ađrir sem hann ţekkti gerđu ţađ. Ađ auki samdi hann smásögur sem voru svo "sýrđar" ađ hann varđ ringlađur.
Paul McCartney mćldist međ 137 IQ. George Harrison 117 IQ. Ringo er sagđur hafa veriđ skammt undan Harrison. Međagreind er 100 IQ. Allir Bítlarnir voru ţví yfir međalgreind. Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart. Yfirburđir Bítlanna á tónlistarsviđi stađfesta ţađ ásamt mörgu öđru. Kannski gáfađasta rokkhljómsveit sögunnar. Ofurgreind er skilgreind sem !Q 140 og ţar yfir.
Engum blöđum er um ađ fletta ađ John Lennon var bráđgáfađur. Leiftrandi góđur húmoristi í tilsvörum, bráđskemmtilegur og fyndinn smásagnahöfundur og einn af bestu ljóđskáldum rokksins.
Gáfur eru eitt. Annađ ađ nýta ţćr á besta hátt. John Lennon stríddi viđ ótal vandamál sem hann kunni ekki ađ vinna úr. Ţau fylgdu honum alla ćvi. Hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann kynntist ţeim ekki fyrr en á fullorđinsárum. Hann ólst upp hjá frćnku sinni. Hann kallađi hana aldrei mömmu. Hann kallađi hana Mimi frćnku. Hún var ströng, kuldaleg, stíf og afar snobbuđ millistéttarfrú. Hann var henni erfiđur; reif kjaft og var óhlýđinn. Hún skammađi hann fyrir ađ umgangast lágstéttarguttana Paul og George. Til gamans má geta ađ pabbi Pauls varađi hann viđ ađ umgangast John. Ţađ myndi ađeins leiđa til vandrćđa. John var alrćmdur í Liverpool fyrir ađ vera kjaftfor og árásargjarn uppvöđsluseggur. Paul segir ađ allir unglingar í Liverpool hafi vitađ af honum. Hann var svo fyrirferđamikill. Paul fannst John vera ađaltöffari Liverpool.
John drakk áfengi og reykti frá barnsaldri. Hann var alki en hellti sér út í gríđarmikla eiturlyfjaneyslu sem leysti drykkjuna af hólmi um nokkurra ára skeiđ.
Samskipti hans viđ Mimi frćnku á uppvaxtarárum voru án hlýju og fađmlaga. Hann reyndist henni vel á fullorđinsárum. Gaf henni risastórt hús - ađ hennar sögn alltof stóra höll - í Liverpool og hringdi í hana aldrei sjaldnar en vikulega. Oft tvisvar eđa ţrisvar í viku.
Samskipti Johns viđ eiginmann Mimi frćnku voru betri. Sá var léttur og hress. Hann gaf John munnhörpu. Hann náđi góđum tökum á henni. Ţegar upptökustjórinn George Martin tók ákvörđun um ađ gera plötusamning viđ Bítlana ţá var ţađ munnhörpuleikurinn sem heillađi hann umfram annađ. Fóstrinn dó er John var 12 ára. Ţar međ missti hann sinn besta vin fram til ţessa.
John Lennon sríddi viđ skapofsaköst. Hann fór á bari til ađ slást. Hann lamdi skólafélaga sína, hann lamdi spilafélaga sína í hljómsveitinni sem varđ Bítlarnir. Hann lamdi Paul. Hann lamdi Cyntheu fyrri konu sína. Í viđtali viđ tímaritiđ Playboy sagđist hann sjá eftir ţví ađ hafa ekki lamiđ George Harrison ţegar sá tók ólundarkast eftir ađ Yoko át súkkulađikex hans.
John burđađist međ áfallastreituröskun. Á fyrstu sólóplötu hans er upphafslagiđ, "Mother", sársaukafullur reiđisöngur í garđ foreldra sinna fyrir ađ hafa yfirgefiđ hann. Reyndar kynntist hann mömmu sínni óvćnt um fermingaraldur. Hún hafđi allan tímann búiđ í nćstu götu án ţess ađ hann hefđi hugmynd um ţađ. Gáfurnar og tónlistarhćfileika erfđi hann frá henni. Hún spilađi á banjó og píanó. Hún gaf honum gítar og kenndi honum ađ spila banjó-hljóma. En hún var geggjađur bóhem. Svo ók fullur lögregluţjónn yfir hana og drap hana. Einmitt ţegar John var nýbyrjađur ađ njóta ţess ađ kynnast mömmu sinni. Pabba sinn hitti hann ađeins einu sinni. Ţađ var eftir ađ Bítlarnir slógu í gegn. Ţá bankađi kallinn upp hjá honum og sníkti pening. John gaf honum pening en bađ starfsfólk Bítlanna um ađ hleypa honum aldrei aftur aftur til síns.
Sólóferill Johns hófst glćsilega. En svo datt hann í ţađ. Var fullur og dómgreindarlaus í nokkur ár á fyrri hluta áttunda atatugarins. Hann kallađi tímabiliđ "týndu helgina". Allt var í rugli hjá honum. Eiginkonan, Yoko, henti honum út. Seint og síđar meir sćttust ţau og John dró sig út úr tónlistarheimi og sviđsljósi.
1980 mćtti hann aftur til leiks. Samdi ennţá góđ lög og texta. En var orđinn léttpoppari. Sagđist hafa í fríinu hćtt ađ hlusta á framsćkna músík. Ţess í stađ hlustađi hann á léttpopp í útvarpinu. Svo var hann myrtur.
Félagsfćrni Johns var broguđ. Hann hafđi áráttu fyrir ţví ađ ganga fram af fólki og móđga ţađ. Var iđulega ruddi. Í fyrsta sinn sem Eric Clapton kynnti Lennon fyrir kćrustu sinn ţá gekk hann svo fram af henni međ klámfengnum ruddaskap ađ eftir ţađ var Clapton stöđugt á varđbergi í samskiptum viđ Lennon.
Ađ sumu leyti hefur Paul unniđ betur úr sínum gáfum. Hann er "diplómat". Ađ vísu pirrađi sjórnsemi hans George og Ringo undir lok Bítlaferils. Er umbođsmađur Bítlanna, Brian Epstein, dó gerđist Paul eiginlegur hljómsveitarstjóri ţeirra. Hann og George og Ringo litu ţó alltaf á Bítlana sem hljómsveit Johns. En hann var meira og minna hálfur eđa allur út úr heimi í eiturlyfjaneyslu. Paul er ofvirkur; hefur skipulagshćfileika ţó ađ hann hafi ekki gćtt nćrgćtni viđ Ringo og George er hér var komiđ sögu.
Meistaraverkiđ "Sgt. Peppers.." var hugmynd Pauls. Líka "Hvíta albúmiđ" og "Abbey Road".
Einkalíf Pauls hefur veriđ farsćlt. Undan er skiliđ ađ hann lét gullgrafarann Heather Mills plata sig. Gegn mótmćlum barna hans.
Paul er 77 ára og er ennţá ađ afgreiđa öskursöngsrokk eins og enginn sé morgundagurinn. Hljómleikar hans eru rómađir sem meiriháttar. Hann spilađi betur úr sínum spilum en John.
Tónlist | Breytt 6.5.2019 kl. 20:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
14.4.2019 | 07:28
Stríđiđ harđnar
Sumariđ 2014 og 2015 stóđu hryđjuverkasamtökin Sea Sheperd fyrir stórtćkri herferđ gegn marsvínaveiđum Fćreyinga. 500 SS-liđar dvöldu sumarlangt í Fćreyjum. Vöktuđu alla firđi eyjanna og héldu blađamannafundi međ heimsfrćgu fólki. Ţar af vakti blađamannafundur kanadísku leikkonunnar Pamelu Anderson mesta athygli.
Herferđ SS varđ samtökunum til mikillar háđungar. Ţau náđu engum árangri í ađ trufla hvalveiđarnar. Ţess í stađ gerđu Fćreyingar ýmsar eigur ţeirra upptćkar, svo sem spíttbáta, tölvur, myndavélar og myndbandsupptökugrćjur. Til viđbótar var fjöldi SS-liđa sektađur sem einstaklingar og gerđir brottrćkir úr Fćreyjum til margra ára. Hćstu sektir voru um hálf milljón kr. Flestar voru ţó um 100 ţúsund kall.
Athyglin sem herferđin fékk í heimspressunni gerđi ekki annađ en framkalla bylgju ferđamanna til Fćreyja. Póstar SS-liđa á samfélagsmiđlum lögđu sitt af mörkum. Ţeir rómuđu náttúrfegurđ eyjanna, vinalega framkomu heimamanna og sitthvađ fleira sem kom ţeim ánćgjulega á óvart. M.a. gott úrval af grćnmeti og ávöxtum í versunum.
Í fyrra reyndu SS ađ hefna harma. Fćreyska hljómsveitin Týr fór í hljómleikaferđ um Bandaríkin. SS blésu í lúđra. Hvatti til sniđgöngu. Forsprakki samtakanna, Paul Watson, hvatti til mótmćlastöđu fyrir utan hljómleikastađina. Sjálfur mćtti hann samviskusamlega í mótmćlastöđuna. Aldrei náđu ađrir mótmćlendur 2ja stafa tölu. Andófiđ gerđi ekki annađ en auglýsa hljómsveitina og hljómleikana. Hvarvetna spilađi hljómsveitin fyrir fullu húsi.
Núna er Týr á hljómleikaferđ um Evrópu. Međ í för er hollenska hljómsveitin Heidevolk og ungverska hljómsveitin Dalriada. SS hafa beitt sér af fílefldun krafti gegn hljómleikunum. Hótađ hljómleikahöldurum öllu illu. Af 22 hljómleikastöđum hafa ţrír lúffađ. Tveir í Frakklandi og einn í Hannover í Ţýskalandi. Ţeir hafa ekki aflýst hljómleikunum heldur tekiđ Tý af ţeim.
Í gćr brá hljómsveitin á leik. Laumađist inn í hljómleikahöllina í Hannover og upp á sviđ. Ţar stilltu ţeir sér upp í skyrtubolum međ áletruninni "Týr ritskođuđ". Ađ hálfri annarri mínutu liđinni yfirgáfu Týsarar stađinn.
Tónlist | Breytt 15.4.2019 kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2019 | 08:22
Var Ringo hćfileikaminnsti bítillinn?
Bítlarnir eru merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar. Framverđir hennar, John Lennon og Paul McCartney, voru frábćrir söngvahöfundar. Báđir í fremstu röđ lagahöfunda og Lennon nćsti bćr viđ Bob Dylan í hópi bestu textahöfunda rokksins. Báđir frábćrir söngvarar. Ţeir afgreiddu léttilega hömlulausan öskursöngstíl, fyrstir bleiknefja á eftir Elvis Presley. Ţeir afgreiddu líka léttilega allskonar ađra söngstíla. Rödduđu ađ auki glćsilega ásamt Geroge Harrison. Hann varđ - ţegar á leiđ - afburđagóđur lagahöfundur.
John, Paul og George hófu snemma kapphlaup í ađ framţróa tónlist hljómsveitarinnar. Róttćk og djörf nýsköpun Bítlanna gekk langt og trompađi flest sem var í gangi á ţeim tíma.
Í tilraunastarfsemi Bítlanna reyndi einna minnst á trommuleik. Ringo fór ađ upplifa sig sem utanveltu. Í hljóđveri var hann meira og minna verkefnalaus. Spilađi meira á spil viđ starfsmenn hljóđversins en á trommur.
Chuck Simms í Nýfundnalandi er Bítlafrćđingur, söngvari, söngvaskáld og jafnvígur á hin ólíkustu hljóđfćri; allt frá munnhörpu til banjós; og allt frá orgeli til gítars. Hann hefur sent frá sér fjölda platna og tekiđ ţátt í árlegri vikulangri hátíđ International Beatle Week í Liverpool. Bćđi ţar og á hljómleikaferđum um heiminn hefur hann spilađ fjölda Bítlalaga. Á kanadíska netmiđlinum Quora skrifar hann áhugaverđa grein um ţetta allt saman. Í styttu máli segir hann eitthvađ á ţessa leiđ:
Ringo er ekki söngvaskáld. Hann er lélegur söngvari. Takmarkađur, sérstaklega í samanburđi viđ hina bítlana. En á upphafsárum Bítlanna var hann eini góđi hljóđfćraleikari hljómsveitarinnar. Trommuleikur hans var öruggari, afgerandi og gerđi meira fyrir tónlistina en flestir trommuleikarar ţess tíma.
Gítarsóló George voru iđulega klaufaleg. Paul spilađi tilţrifalausan hefđbundinn bassaleik. Ringo bauđ upp á miklu meira og hljómsveitin ţurfti á ţví ađ halda. Eins frábćrir og miklir áhrifavaldar Bítlarnir voru ţá var ţađ ekki fyrr en 1965, frá og međ plötunum Help og Rubber Soul sem hinir bítlarnir náđu Ringo sem góđir hljóđfćraleikarar. Ţeir hefđu ţó aldrei orđiđ merkasta hljómsveit heims međ lélegum trommara.
Ég er ađ mestu sammála Chuck. Kvitta samt ekki undir ađ gítarsóló George hafi veriđ klaufsk. Frekar ađ ţau hafi veriđ einföld og stundum smá stirđleg. Ţađ er töff. Eins og heyra má glöggt í međfylgjandi lagi - spilađ "life" í beinni útsendingu í breska útvarpinu 1963 - er ţađ trommuleikur Ringos sem keyrir upp kraftinn í laginu. "Gerir ţađ", eins og sagt er um einstakt hljóđfćri sem skiptir öllu máli í ađ fullkomna lag.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)