Fćrsluflokkur: Tónlist

Bönnuđ lög

  Embćttismönnum međ vald ţykir fátt skemmtilegra en ađ banna eitthvađ.  Banniđ kitlar og embćttismađurinn fćr ađ ţreifa á valdi sínu.  Tilfallandi bönn eldast illa ađ öllu jöfnu.  Eitt af ţví sem útvarpsstjórnendur víđa um heim hafa skemmt sér viđ er ađ banna spilun á lögum og jafnvel heilum plötum. 

  Upp úr miđri síđustu öld urđu íslenskir útvarpsstjórnendur duglegir ađ banna lög.  Ţeir héldu ţví áfram alveg fram á miđjan níunda áratuginn.

  Međal - á annan tug - bannađra laga var fyrsta íslenska rokklagiđ,  "Vagg og velta" (illa ortur texti),  svo og "Allt á floti allsstađar" (klám) og "Ég er kokkur á kútter frá Sandi" (heimilisofbeldi).  Tvö lög á fyrstu plötu Trúbrots voru bönnuđ.  Annađ vegna ţess ađ illa ţótti fariđ međ lag eftir Wagner.  Hitt út af ţví ađ orđiđ kýr var rangt fallbeygt. Eins gott ađ Sálin söng ekki fyrr en löngu síđar:  "Haltu ekki ađ ţér hönd!".

 

  Fróđlegt er ađ rifja upp nokkur lög sem voru ýmist bönnuđ í Bretlandi eđa Bandaríkjunum:

  Mörg Bítlalög voru bönnuđ í Bretlandi.  Ţar á međal "Lucy In Sky With Diamonds" (LSD dóp),  "A Day In The Life" (hassreykingar), "Happiness Is A Warm Gun" (klám),  "I´m The Walrus" (klám),  "Back In The USSR" (Sovétáróđur) og "Come together" (Coca Cola auglýsing.  "Lola" međ The Kinks var bannađ af sömu ástćđu).    

 

  Eftir ađ Bítlarnir héldu í sólóferil var enn veriđ ađ banna lög ţeirra.  "Imagine" međ John Lennon (áróđur gegn hernađi) og "Give Ireland Back To The Irish" međ Paul McCartney (áróđur fyrir ađskilnađi Norđur-Írlands og Bretlandi).

  Lagiđ "Puff The Magic Dragon" međ Peter, Paul & Mary var bannađ samkvćmt skipun frá ţáverandi varaforseta Bandaríkjanna,  Spiro Agnew.  Hann sagđi ţetta vera dóplag.  Banniđ margfaldađi sölu á laginu.  Höfundarnir,  Peter og Paul,  hafa alltaf fullyrt ađ textinn hafi ekkert međ dóp ađ gera.  Hann lýsi bara uppvexti unglings.

  "My Generation" međ The Who var bannađ vegna ţess ađ söngvarinn leikur sér ađ ţví ađ stama.  Ţađ var skilgreint sem árás á fólk međ talgalla.  Ég stamađi mjög sem barn og geri töluvert af ţví enn.  Samt í mildari útgáfu međ aldrinum.  Ég afgreiđi stamiđ meira eins og hik í dag.   Mér ţykir gaman ađ stama og elska lög eins og "My Generation" og "You Ain´t See Nothing Yet".  

  Upphaflega kom stamiđ hjá söngvaranum,  Roger Daltey,  óviljandi til af ţví ađ hann kunni ekki textann almennilega.  Öđrum ţótti stamiđ setja skemmtilegan svip á flutninginn.

  Bandarísku ljúflingarnir í Blondie máttu sćta ţví ađ lagiđ "Atomic" var bannađ.  Ţótti vera gegn hernađi.  

 


Ţetta vissir ţú ekki um Paul McCartney

   Paul McCartney fagnađi áttrćđisafmćli um helgina. Ýmissa hluta vegna vita fleiri flest um John Lennon. Fćrri vita flest um félaga hans, Paul McCartney. Ástćđan er margţćtt. Til ađ mynda sú ađ Lennon var myrtur í blóma lífsins 1980. Eftir ţađ hafa veriđ gefnar út margar ćvisögur um hann. Einnig hafa veriđ gerđar um hann nokkrar kvikmyndir. Ţar fyrir utan var John kjaftfor, yfirlýsingaglađur, afar orđheppinn, árásagjarn, opinskár og uppátćkjasamur međ afbrigđum. Hann var jafnframt stofnandi og forsprakki Bítlanna framan af.

  Paul McCartney hinsvegar er afskaplega diplómatískur, hógvćr og kurteis. Prúđur og ljúfur drengur. Hann varđ í raun hljómsveitarstjóri Bítlanna síđustu árin - eftir ađ Lennon hvarf á vit gífurlegrar eiturlyfjaneyslu og varđ ađ samlokunni John & Yoko.

  Paul var og er ofvirkur (og vinnualki). Margir hafa lýst ţví hvađ Paul keđjureykti - og reykir áreiđanlega ennţá - sígarettur af miklum ákafa. Hann nánast borđar ţćr.

  Hér eru nokkrir punktar um Paul McCartney sem ţú vissir ekki um (nema ákafur ađdáandi):

  - 1960 var Paul handtekinn í Hamborg í Ţýskalandi fyrir íkveikju. Hann var settur í varđhald í marga klukkutíma og sparkađ úr landi. Hann var reyndar á leiđ úr landi hvort sem var. Ástćđa íkveikjunnar var ađ hann var einmitt ađ pakka niđur í ljóslausu herbergi fyrir heimferđ. Til ađ sjá í kringum sig kveikti hann af hvatvísi í smokkum og einhverju dóti. Ţađ fór ađeins úr böndunum.

  - Féll á inntökuprófi í drengjakór. Já, ţessi einn besti og frćgasti söngvari tónlistarsögunnar féll tvívegis á inntökuprófi í drengjakór. Til gamans: Keith Richards var í drengjakór.

  - Klúđrađi söng á fyrstu hljómleikum međ hljómsveitinni The Quarrymen (sem síđar breyttist í Bítlana). 1957 kom Paul fyrst fram opinberlega međ hljómsveitinni. Hann var svo svakalega taugatrekktur ađ í fyrsta laginu sem hann söng forsöng ţá brast röddin. Ekki bćtti úr skák ađ viđ ţađ klúđur fékk John hláturskast.

  - Paul var upphaflega trompetleikari. 14 ára byrjađi hann ađ spila á trompet. Fljótlega áttađi hann sig á ţví ađ ekki er hćgt ađ syngja og spila á trompet samtímis. Hann skipti ţess vegna yfir á gítar. Međ The Quarrymen og á upphafsárum Bítlanna var Paul gítarleikari. Ţegar bassaleikarinn Stu Sutcliffe hćtti í hljómsveitinni vildi Paul ađ George Harrison tćki viđ bassanum. Hann varđ ađ bíta í ţađ súra epli - ţegar á reyndi - ađ George var flinkari gítarleikari. Paul tók viđ bassagítarnum međ ólund. Í uppreisn gegn ţví hlutverki tók Paul upp á ţví ađ spila söngrćnan bassagang. Frekar en rígbinda sig viđ hefđbundinn bassagang leyfđi Paul sér ađ spila bassalínur sem hann heyrđi í hausnum á sér. Útkoman varđ byltingarkenndur og frábćr bassaleikur. Hann átti meira ađ segja til ađ syngja bassalínuna í stađ ţess ađ spila á bassagítar. Ţannig er ţađ í I Will. Enginn bassagítar. Paul syngur bassalínuna.

 


Ríkir og snauđir

  Allskonar nefndir og stofnanir innan Evrópusambandsins elska ađ taka saman lista yfir allt milli himins og jarđar innan sambandsins og jafnvel utan ţess líka ţegar sá gállinn er á ţeim.  Ástćđulaust ađ kvarta undan ţví.  Ţetta veitir fjölda manns vinnu sem annars vćri ekki ađ gera neitt merkilegt.

  Nú var Evrópusambandiđ ađ birta lista yfir bil á ríkum og fátćkum í Evrópu.  Byggt er á fjölţćttum stađli sem kallast GIN.  Í ljós kom ađ minnsta bil er í Fćreyjum.  Sem ég svo sem vissi fyrir.  Dáldiđ broslegt ađ Fćreyjar eru ekki í Evrópusambandinu.  

  Annar og skyldur listi Evrópusambandsins sýnir ađ fátćkt er minnst i Fćreyjum af öllum Evrópulöndum. 

 

 


Mögnuđ saga á bakviđ smellinn

  Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar.  Mörg laga hans hafa trónađ á toppi vinsćldalista út um allan heim.  Bćđi í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel;  og ennfremur í flutningi annarra. 

  Frćgasta lag hans er "Bridge over troubled water".  Fast á hćla ţess kemur "The sound of silence".  Forsaga ţess lags er eftirfarandi:

  Gyđingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum.  Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvađist ađ hann var međ skćđan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu.  Hann féll í ţunglyndi.  Gafst upp á lífinu og einangrađi sig međ sjálfsvíg ađ markmiđi.  Hélt heim í föđurhús fullur samviskubits yfir ađ verđa baggi á fjölskyldunni.  Hann svarađi hvorki bréfum né símtölum.

  Art sćtti sig ekki viđ ţetta.  Hann keypti sér flugmiđa á heimaslóđir Sandys.  Bankađi upp og sór ţess eiđ ađ koma honum í gegnum háskólanámiđ.  Verđa hans augu og námsfélagi.  Ekkert vćl um blindu. 

  Til ađ Sandy upplifđi sig ekki sem einstćđing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur).  Međ dyggri hjálp Arts menntađist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkađi og tók saman viđ menntó-kćrustuna.

  Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art.  Erindiđ var hvort hann gćti lánađ sér 400 dollara (60 ţúsund kall).  Hann vćri ađ hljóđrita plötu međ vini sínum,  Paul Simon,  en vantađi aur til ađ grćja dćmiđ.  Svo vildi til ađ Sandy átti 404 dollara.  Honum var ljúft ađ lána Art ţá.  Platan kom út en seldist slćlega.  Ári síđar fór lagiđ "Sound of silence" óvćnt á flug á vinsćldalistum.  Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.  

 


Félagsfćrni Bítlanna

  Félagsfćrni er hćfileiki til ađ eiga samskipti viđ ađra.  Ţađ er lćrđ hegđun.  Börn herma eftir öđrum.  Félagslynt fólk á öllum aldri speglar annađ fólk.  Góđir vinir og vinkonur tileinka sér ósjálfrátt talsmáta hvers annars,  hegđun, ýmsa takta, húmor,  smekk á fatnađi, músík og allskonar.  

  Á upphafsárum Bítlanna voru ţeir snyrtilega klipptir;  stutt í hliđum og hnakka en dálítill lubbi ađ ofan greiddur upp.  Svo fóru ţeir ađ spila í Ţýskalandi.  Ţar eignađist bassaleikarinn,  Stu Sutcliffe,  kćrustu.  Hún fékk hann til ađ greiđa háriđ fram á enni.  Hinir Bítlarnir sprungu úr hlátri er ţeir sáu útkomuna.  Ţeir vöndust hárgreiđslunni.  Innan skamms tóku ţeir,  einn af öđrum,  upp sömu greiđslu.  Nema trommarinn,  Pete Best.  Hann hefur alla tíđ skort félags- og trommuhćfileika.  Öfugt viđ arftakann,  Ringo.

  Ţegar fram liđu stundir leyfđu Bítlarnir hártoppnum ađ síkka meira.  Ađ ţví kom ađ háriđ óx yfir eyru og síkkađi í hnakka.  Svo tóku ţeir - tímabundiđ - upp á ţví ađ safna yfirvaraskeggi.  Ţegar ţađ fékk ađ fjúka söfnuđu ţeir börtum.  Um leiđ síkkađi háriđ niđur á herđar.  

  Áđur en ferli hljómsveitarinnar lauk voru allir komnir međ alskegg.  Hártíska Bítlanna var aldrei samantekin ráđ.  Ţeir bara spegluđu hvern annan.  Á mörgum öđrum sviđum einnig.                 

 

Bítlarnir 1960Bítlarnir greiđa topp niđurBítlarnir međ síđari toppBítlarnir međ hár yfir eyruBítlarnir međ yfirvaraskeggBítlarnir međ bartaBítlarnir međ skegg

 

 Bítlarnir Abbey Road

 


Minningarorđ

 

  Söngvari Baraflokksins, Ásgeir Jónsson, féll frá núna 3ja maí.  Hann var 59 ára.  Baraflokkurinn stimplađi Akureyri rćkilega inn í rokksöguna á nýbylgjuárunum upp úr 1980.  Árunum sem kennd eru viđ "Rokk í Reykjavík".  

  Geiri var laga- og textahöfundur hljómsveitarinnar og allt í öllu.  Frábćr söngvari og frábćr tónlistarmađur.  Hann vissi allt og kunni í músík. Hljómsveitin átti sinn auđţekkjanlega hljóm;  blöndu af pönkuđu nýróman-kuldarokki.  

  Ég kynntist Geira ţegar hann var hljóđmađur Broadway á Hótel Íslandi um aldamótin (ţekkti hann reyndar lítillega áđur til margra ára).  Ég bjó í nćsta húsi.  Ţar á milli var hverfispöbbinn Wall Street.  Ţegar fćri gafst frá hljóđstjórn brá Ásgeir sér yfir á Wall Street.  Ţar var bjórinn ódýrari og félagsskapurinn skemmtilegri.    

  Vegna sameiginlegrar músíkástríđu varđ okkur vel til vina.  Stundum slćddist Ásgeir heim til mín eftir lokun skemmtistađa.  Ţá hélt skemmtidagskrá áfram.  Ţađ var sungiđ og spilađ.  Einnig spjölluđum viđ um músík tímunum saman.  Einstaka sinnum fékk Ásgeir ađ leggja sig heima hjá mér ţegar stutt var á milli vinnutarna hjá honum, skjótast í sturtu og raka sig. 

  Geiri var snillingur í röddun.  Sem slíkur kom hann viđ á mörgum hljómplötum.  Hann var einnig snillingur í ađ túlka ađra söngvara.  Ţađ var merkilegt.  Talrödd hans var hás (ađ hans sögn "House of the Rising Sun").  Engu ađ síđur gat hann léttilega sungiđ nákvćmlega eins og "ćdolin" David Bowie og Freddie Mercury.

  Eitt sinn fór Bubbi Morthens í međferđ.  Upptaka af hluta úr söng hans á plötunni "Konu" glatađist.  Búiđ var ađ bóka pressu í Englandi en ekki mátti rćsa Bubba út.  Geiri hljóp í skarđiđ.  Söng ţađ sem á vantađi.  Ţađ er ekki séns ađ heyra mun á söngvurunum.  Ţetta er leyndarmál.

  Geiri var einstaklega ljúfur og ţćgilegur náungi.  Eftir ađ Broadway lokađi vann hann á Bítlapöbbnum Ob-La-Di.  Ţađ var gaman ađ heimsćkja hann ţar.  Hann lék ćtíđ viđ hvurn sinn fingur. 

  Fyrir nokkrum árum urđum viđ samferđa í geislameđferđ vegna krabbameins.  Ég vegna blöđruhálskirtils.  Hann vegna krabbameins í raddböndum og síđar einnig í eitlum.  Viđ kipptum okkur lítiđ upp viđ ţađ.  Viđ töluđum bara um músík.  Ekki um veikindi.  Enda skemmtilegra umrćđuefni. 

      


Íslenskt hugvit vekur heimsathygli

  Í Danmörku er starfrćkt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records.  Ţar er međal annars bođiđ upp á hágćđa grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube.  Eigandinn er grafískur hönnuđur ađ mennt og lćrđur kvikmyndagerđarmađur.  Hann kemur úr Svarfađardal og heitir Guđmundur Örn Ísfeld. 

  Afurđir RPM Records hafa margar hverjar ratađ í heimspressuna.  Núna síđast segir bandaríska tímaritiđ Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd,  margfalds Grammy-verđlaunahafa auk fjölda annarra verđlauna og viđurkenninga.   

 

Rolling-Stone-logo

The Weeknd’s Newest Record Could Destroy Your Turntable — Or Your Extremities

“Out of Time” available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

In a collaboration that could cost the Weeknd’s fans their fingers (and over $1,000), the singer has teamed with art collective MSCHF to release his latest single “Out of Time” as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

The limited-to-25-copy pressing of the Vinyl Blade — up for blind auction now at the MSCHF site until April 8, with a low bid of $1,000 — allegedly works on both turntables and table saws, although MSCHF doesn’t recommend the latter.

“Attempting to use Vinyl Blade on a saw could result in serious injury or death,” the packaging states, while the Weeknd similarly warns, “Do not operate while heartbroken.”

“Vinyl Blade includes a turntable adaptor. Please note that the Vinyl Blade has sharp edges, is a non-standard diameter, and is significantly heavier than a standard vinyl record,” MSCHF added of the unique record. “All of these factors may affect playback on some turntables. Handle with care and only play at 33 RPM. Vinyl Blade’s grooves are copper-clad steel, which may wear your stylus down faster than a normal record.”


Eru býflugur fiskar?

   Erlingur Ólafsson skordýrafrćđingur var í viđtali hjá Frey Eyjólfssyni á Rás 2. Umrćđuefniđ var ađ býflugurnar í Bandaríkjunum eru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Ţegar býflugnabćndur hugđu ađ hunangsbyrgđum sínum gripu ţeir í tómt. Ţađ eru nánast engar býflugur lengur í Bandaríkjunum. Enginn veit ástćđuna.

  Freyr spurđi Erling hvort hiđ dularfulla hvarf býfluganna hafi ekki keđjuverkandi áhrif á lífkeđjuna. Hvort ađ býflugan hafi ekki gegnt lykilhlutverki í frjóvgun jurtaríkisins og svo framvegis. Erlingur svarađi: "Ţađ eru nú fleiri fiskar í sjónum en býflugan." Og rakti hvernig ađrar flugur og skordýr gera sama gagn.

 Samkvćmt ţessum orđum Erlings er vćnlegra fyrir býflugnabćndur ađ leita ađ býflugum í sjó fremur en á ţurru landi.


Áhrifamestu plötuumslögin

  Plötuumslög gegna veigamiklu hlutverki.  Ţau móta ađ nokkru leyti viđhorf plötuhlustandans til tónlistarinnar og flytjandans.  Ţegar best lćtur renna umslag og tónlistin saman í eitt.  Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ "rétt" umslag hefur áhrif á sölu plötunnar.  Til lengri tíma getur umslag orđiđ ţátttakandi í nýjum straumum og stefnum í tónlist.  

  American Express Essentials hefur tekiđ saman lista yfir áhrifamestu plötuumslögin.  Hér er ekki veriđ ađ tala um bestu eđa flottustu umslögin - ţó ađ ţađ geti alveg fariđ saman í einhverjum tilfelllum. Árlega koma á markađ margar milljónir plötuumslaga.  Ađeins 0,0000000% ţeirra verđa almenningi minnisstćđ.  

  Stiklum hér á stóru í rjóma niđurstöđu AEE:

 - Elvis Presley.  Fyrsta stóra plata hans og samnefnd honum.  Kom út 1956.  Stimplađi gítarinn inn sem tákn rokksins.  Á ţessum tímapunkti var ţađ brakandi ný og fersk blanda bandarískra músíkstíla á borđ viđ blús og rokkabilly.

 - The Clash:  London Calling.  3ja plata Clash sem var önnur tveggja framvarđasveita bresku pönkbyltingarinnar (hin var Sex Pistols).  Útgáfuáriđ er 1979 og pönkiđ búiđ ađ slíta barnsskónum.  Clash var ekki lengur "bara" pönk heldur eitthvađ miklu meira;  stórveldi sem sló í gegn í Ameríku umfram ađrar pönksveitir.  Umslagiđ kallast skemmtilega á viđ upphaf rokksins.  Ljósmyndin var ekki tekin fyrir umslagiđ.  Hún var eldri og fangađi augnablik ţar sem bassaleikarinn,  Paul Simonon,  fékk útrás fyrir pirring.  "London Calling" var af amerískum fjölmiđlum - međ Rolling Stone í fararbroddi - útnefnd besta plata níunda áratugarins.

  - Bítlarnir:  Revolver.  "Sgt. Peppers...",  "Hvíta albúmiđ", "Abbey Road" og "Revolver" togast á um áhrifamestu Bítla-umslögin.  "Revolver" kom út 1966 og var fyrst Bítlaplatna til ađ skarta "allt öđruvísi" umslagi:  teiknimynd af Bítlunum í bland viđ ljósmyndir.  Umslagiđ rammađi glćsilega inn ađ hljómsveitin var komin á kaf í nýstárlega tónlist á borđ viđ sýrurokk, indverskt raga og allskonar.  Höfundur ţess var góđvinur Bítlanna frá Hamborg,  bassaleikarinn og myndlistamađurinn Klaus Voorman. 

  - Velvet Underground & Nicole.  Platan samnefnd hljómsveitinni kom út 1967 undir forystu Lou Reeds.  Umslagiđ hannađi Andy Warhol.  Platan og sérkennilegt umslag ţóttu ómerkileg á sínum tíma.  En unnu ţeim mun betur á međ tímanum. 

 - The Rolling Stones:  Let it Bleed.  Önnur 2ja bestu platna Stones (hin er Beggars Banquet).  Kom út 1969.  Ţarna er stofnandi hljómsveitarinnar,  Brian Jones,  nćstum dottinn út úr henni og arftakinn,  Mick Taylor, ađ taka viđ.  Umslagiđ er af raunverulegri tertu og plötu.  Ţetta var löngu fyrir daga tćknibrellna á borđ viđ fótoshop. 

 - Patti Smith:  Horses.  AEE telur "Horses" vera bestu jómfrúarplötu sögunnar.  Útgáfuáriđ er 1975.  Umslagiđ rammar inn látlausa ímynd alvörugefna bandaríska pönk-ljóđskáldsins. 

 - Pink Floyd:  Wish You Were Here.  Valiđ stendur á milli ţessarar plötu frá 1975 og "Dark Side of the Moon".  Ljósmyndin á ţeirri fyrrnefndu hefur vinninginn.  Hún sýnir tvo jakkalakka takast í hendur.  Annar stendur í ljósum logum í alvörunni.  Hér er ekkert fótoshop.   

 - Sex Pistols:  Never Mind the Bollocks Heres the Sex Pistols.  Eina alvöru plata Sex Pistols.  Platan og hljómsveitin gerđu allt brjálađ í bresku músíksenunni 1977.  Umslagiđ er vel pönkađ en um leiđ er klassi yfir hönnunni og skćru litavalinu.  

 - Bruce Springsteen: Born in the USA.  1984 vísuđu umslagiđ og titillinn í ţverbandarísk blćbrigđi.  Undirstrikuđu ađ ţetta var hrátt verkalýđsrokk;  bandarískt verkalýđsrokk sem kallađi á ótal túlkanir.  Ţarna varđ Brúsi frćndi sú ofurstjarna sem hann er enn í dag.

 - Nirvana: Nevermind.   1991 innleiddi platan Seattle-gruggbylgjuna.  Forsprakkinn, Kurt Cobain,  fékk hugmyndina ađ umslaginu eftir ađ hafa séđ heimildarmynd um vatnsfćđingu.  Hugmyndin um agniđ,  peningaseđilinn,  var ekki djúphugsuđ en má skođast sem háđ á grćđgi.

 - Björk: Homogenic.  AEE segir ţetta vera bestu tekno-plötu allra tíma.  Titillinn endurspegli leit Íslendingsins ađ hinum eina rétta tóni plötunnar 1997. 

 - Sigur Rós: ().  Fyrir íslenska hljómsveit sem syngur ađallega á bullmáli en semur fallega og áleitna tónlist er umslagiđ óvenjulegt og vel viđ hćfi.  Svo segir AEE og áttar sig ekki á ađ söngur Sigur Rósar er ađallega á íslensku.  Reyndar á bullmáli á (). Platan kom út 2002.

presleyTheClashLondonCallingalbumcoverRevolver_(album_cover)VelvetLetitbleedRSPattiSmithHorsespinkfloyd-album-wish_you_were_hereNever_Mind_the_Bollocks,_Here's_the_Sex_PistolsBruceBorn1984nevermindbjörksigur rós


Oft ratast kjöftugum satt á munn. Eđa ekki.

  Rokkiđ er lífstíll.  Yfirlýsingagleđi, dramb og gaspur eru órjúfanlegur hluti af lífstílnum.  Alveg eins og "sex and drugs and rock and roll".  Ţess vegna er oft gaman ađ lesa eđa heyra viđtöl viđ rokkstjörnur ţegar ţćr reyna ađ trompa allar hinar.  

 - Little Richard:  "Ég er frumkvöđullinn. Ég er upphafsmađurinn. Ég er frelsarinn. Ég er arkitekt rokksins!"

 - Jerry Lee Lewis:  "Annađ fólk ćfir sig og ćfir. Fingur mínir hafa hinsvegar innbyggđan heila. Ţú segir ţeim ekki hvađ ţeir eiga ađ gera - ţeir gera ţađ sjálfir. Sannkallađir guđsgjafar hćfileikar."

 - Richard Ashcroft (The Verve):  „Frumkvöđull er ofnotađ hugtak, en í mínu tilfelli er ţađ alveg viđeigandi."

 - Jim Morrison (The Doors):  "Ég lít á sjálfan mig sem risastóra, eldheita halastjörnu, stjörnuhrap. Allir stoppa, benda upp og taka andköf: "Ó, sjáđu ţetta!" Síđan – vá, og ég er farinn og ţeir sjá aldrei neitt ţessu líkt aftur.  Ţeir munu ekki geta gleymt mér - aldrei."

 - Thom Yorke (Radiohead):  "Mig langar ađ bjóđa mig fram til forseta. Eđa forsćtisráđherra. Ég held ađ ég myndi standa mig betur."

 - Courtney Love (Hole):  "Ég vildi ađ ég stjórnađi heiminum - ég held ađ hann vćri betri."

 - Brian Molko (Placebo):  „Ef Placebo vćri eiturlyf vćrum viđ klárlega hreint heróín – hćttulegt, dularfullt og algjörlega ávanabindandi."

 - Pete Townsend (The Who):  „Stundum trúi ég ţví virkilega ađ viđ séum eina rokkhljómsveitin á ţessari plánetu sem veit um hvađ rokk n roll snýst."


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.