Fćrsluflokkur: Tónlist
5.7.2014 | 00:02
Sex dauđsföll í einni hljómsveit
Frá lokum blóđugrar seinni heimsstyrjaldar á fjórđa og fimmta áratug síđustu aldar varđ bandarísk tónlist allsráđandi í Evrópu og langt utan Evrópu. Bandarískir raularar á borđ viđ Frank Sinatra og Bing Crosby fóru mikinn í útvarpsviđtćkjum heims. 1955-56 skall yfir heimsbyggđina bylgja bandarískra rokkara: Bill Haley, Chuck Berry, Elvis Presley, Little Richard, Fats Domino... Rokkbylgjan hvarf snögglega um og upp úr 1958. Viđ tók bandarískt dú-vúbb og síđan twist, limbó og eitthvađ svoleiđis.
1964 gerđust ţau undur og stórmerki ađ ensk unglingahljómsveit, Bítlarnir, lagđi óvćnt undir sig heimsmarkađinn. Svo rćkilega ađ í júní 1964 áttu Bítlarnir öll lög í efstu sex sćtum bandaríska vinsćldalistans. Í árslok 1964 kom í ljós ađ 60% af öllum seldum plötum í Bandaríkjunum ţađ áriđ var međ Bítlunum. Samt voru Bítlarnir óţekkt fyrirbćri í Bandaríkjunum fram ađ vordögum.
Bandaríski markađurinn brást klaufalega og seint viđ ţessari óvćntu bresku innrás. Hver markađsfrćđingurinn á fćtur öđrum í bandaríska skemmtiiđnađinum reiknađi dćmiđ vitlaust. Til eru ótal bókanir hjá bandarískum plötufyrirtćkjum og umbođsskrifstofum frá ţessum tíma sem sýna hve illa bandaríski skemmtiiđnađurinn var tekinn í bóli. Afneitun var algjör. Ţví var haldiđ fram ađ Bítlaćđiđ nćđi í hćsta lagi fram ađ hausti 1964. Í vetrarbyrjun vćru Louis Armstrong og Barbra Streisand búin ađ valta yfir Bítlana. Ţađ myndi ekki heyrast meira í Bítlunum í Bandaríkjunum.
Ţessi markađsgreining gekk ekki eftir. Ensku Bítlarnir festu sig í sessi í Bandaríkjunum til frambúđar. Ekki nóg međ ţađ. Bítlarnir opnuđu upp á gátt bylgju breskra rokk- og blúshljómsveita sem toppuđu bandaríska vinsćldalistann nćstu árin: The Rolling Stones, The Who, The Kinks, The Animals, Manfred Man... Listinn er endalaus.
Ţađ var ekki fyrr en 1965 sem bandaríski tónlistariđnađurinn játađi sig sigrađan. Ţá var gefiđ út fyrsta bandaríska lag sem svar viđ ensku Bítlunum. Á ţessum tímapunkti var vísnatónlist í ţjóđlagastíl mjög vinsćl í Bandaríkjunum: Bob Dylan, Kingston Trio, Joan Baez, Peter, Paul & Mary...
Skrefiđ sem var stigiđ fólst í ţví ađ blanda saman vísnasöng eftir Bob Dylan og Bítlarokki. Blandan var góđ og lag Dylans, Mr. Tambourine Man, í rokkútsetningu fyrstu bandarísku bítlahljómsveitarinna, The Byrds, sló rćkilega í gegn. Ţađ kom út voriđ 1965. Til varđ nýr tónlistarstíll, ţjóđlagarokk (folk-rock). Lagiđ náđi 1. sćti vinsćldalista víđa um heim.
Vinsćldunum var fylgt eftir međ öđru Dylan-lagi, All I really Want to do. Ţađ náđi ekki flugi. Ţá var leitađ í smiđju Petes Seegers, eins ástsćlast vísnasöngvara Bandaríkjanna. The Byrds náđu aftur ađ toppa vinsćldalista međ lagi hans, Turn, Turn, Turn.
Nćstu ár á eftir var The Byrds ţungavigtarhljómsveit í ţróun og sögu rokksins. Hafđi međal annars mikil áhrif á Bítlana og The Rolling Stones. Var brautryđjandi í tónlistarstílum á borđ viđ raga (indversk-blönduđ músík), geimrokk (space rock), kántrý-rokk, sýrurokk, spunadjassrokk og svo framvegis.
Liđsmenn The Byrds sukkuđu. Dópuđu all svakalega og drukku sterkt áfengi af stút. Leikar fóru ţannig ađ sex liđsmenn The Byrds féllu frá fyrir aldur fram. Hljómborđsleikarinn Gram Parson var ađeins 26 ára er hann lauk jarđvist í kjölfar rosalegrar eiturlyfjaneyslu.
Gítarleikarinn Clarance White dó sama ár, 1973. Hann var ekinn niđur af ölvuđum ökumanni. Söngvarinn, lagahöfundurinn og gítarleikarinn Gene Clark dó fyrir aldarfjórđungi eftir langvarandi gríđarlega drykkju. Hann fékk hjartaslag og var međ ónýtan maga. Trommarinn Michael Clarke dó tveimur árum síđar. Nćsti trommari, Kevin Kelley, dó nokkrum árum síđar. Bassaleikarinn Skip Batten dó ţví nćst.
Einn mesti dópisti The Byrds, gítarleikarinn, lagahöfundurinn og söngvarinn David Crosby, er mörgum til furđu ennţá á lífi. Hann hefur fengiđ ígrćdda splunkunýja lifur. Og gott ef ekki nýru líka. Hann hafđi gott af ţví ađ sitja í fangelsi í Texas í heilt ár vegna gríđarlega mikils magns sem hann lumađi á af dópi á borđ viđ heróíni, kókaíni og einhverju ţannig. Hann hresstist viđ ţađ.
Ég held - og vona - ađ engin önnur hljómsveit rokksögunnar hafi tapađ sex liđsmönnum yfir móđuna miklu. Hljómsveitin starfar ekki lengur. Nema kannski í Valhöll.
Tónlist | Breytt 25.9.2015 kl. 20:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
28.6.2014 | 22:33
Jón Ţorleifs og krimmarnir á Hlemmi
Jón Ţorleifsson, rithöfundur og verkamađur, bjó lengi í leiguíbúđ viđ Hlemm. Einu sinni sem oftar átti sonur minn - ţá ţrettán ára - leiđ um Hlemm ásamt nokkrum vinum sínum 1999. Ţeir mćta Jóni og strákurinn kastar kveđju á Jón. Drengnum til mikillar undrunar tók Jón ekki undir kveđjuna heldur setti undir sig hausinn, herti hraustlega á göngu sinni og nánast hljóp viđ fót í burtu.
Jón var heimagangur hjá okkur. Hann hafđi dálćti á sonum mínum og ţeir á honum. Frá ţví ađ ţeir fćddust var hann duglegur ađ leika viđ ţá. Hann skreiđ á fjórum fótum, velti sér um gólfiđ og lék viđ ţá eins og jafningi tímunum saman. Ţrátt fyrir ţröngan fjárhag ţá hlóđ hann á ţá dýrum gjöfum af ýmsu tilefni. Ekki bara afmćlis- og jólagjöfum heldur einnig páskaeggjum, sumardagsgjöfum, verđlauna ţá fyrir námsárangur o.s.frv. Jón reyndi alltaf ađ toppa. Til ađ mynda kom hann međ stćrstu páskaeggin og spurđi jafnan hvort ađ ţetta vćru ekki stćrstu páskaegg sem drengirnir hefđu fengiđ ţađ áriđ.
Ţađ voru ćtíđ fagnađarfundir ţegar Jón kom í heimsókn.
Nćst ţegar Jón kom í heimsókn sagđi ég honum frá ţví ađ stráknum mínum hefđi ţótt leiđinlegt ađ ekki var tekiđ undir kveđju hans. Jón kom af fjöllum. Kannađist ekkert viđ ađ hafa mćtt honum. Ţegar ég upplýsti Jón betur um stađ og stund kom skýringin. Jón sagđi:
"Ég er logandi hrćddur viđ krimmana á Hlemmi. Ţeir eru sturlađir af eiturlyfjaneyslu. Ganga međ hnífa og ganga í skrokk á fólki. Ţegar ég sé ţessa ógćfumenn ţá bjarga ég mér á flótta. Ég gef mér ekki tíma til virđa ţá fyrir mér. Ţađ kemst ekkert annađ ađ en ađ forđa sér."
Jón hafđi ađ óathuguđu máli haldiđ ađ sonur minn og kunningjar hans vćru krimmar á Hlemmi. Ţeir voru í dauđapönkssveitinni Gyllinćđ, allir nćr 2 metrum á hćđ og dáldiđ dauđapönkslegir.
Mér ţótti verra ađ Jón vćri svona hrćddur viđ gesti og gangandi í og viđ Hlemm. Ég benti honum á ađ ţađ vćru engin glćpagengi á Hlemmi. Hlemmur sé strćtómiđstöđ. Starfsmenn á Hlemmi gćti ţess ađ gestir séu ekki áreittir. Hlemmur er viđ hliđina á Lögreglustöđinni. Ţađ er fljótgert ađ fá lögregluna til ađ fjarlćgja vandrćđagemsa. Hlemmur er í raun öruggara svćđi fyrir gangandi en flestir ađrir stađir.
Jón blés á ţetta. Hann sagđist vita um hvađ hann vćri ađ tala. Hann hefđi sjálfur lent í leiđindum er hann gekk framhjá Hlemmi. Ţá vék sér ađ honum mađur međ frekju. Jón lýsti ţví ţannig: "Ţetta var ungur mađur í leđurjakka. Allur hlađinn keđjum og göddum. Afskaplega ófrýnilegur drengur, hálf rangeygur af eiturlyfjaneyslu, hás af óreglu og ógnandi. Hann spurđi hvort ađ ég gćti bjargađ honum um 500 kall. Ég sagđi ađ ef ég ćtti 500 kall ţá myndi ég frekar nota hann fyrir skeinispappír heldur en láta eiturlyfjapésa fá hann. Svo varđ ég ađ forđa mér eins hratt og ég gat ţví ađ ţessi ofbeldismađur var til alls vís."

--------------------------------------------
Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1398305/
![]() |
Tóku lögin í sínar hendur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 1.7.2014 kl. 00:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2014 | 21:36
Útvarpsţáttur sem má ekki hćtta
Eitt af flaggskipum Rásar 2 síđustu fjögur ár er ţátturinn Plötuskápurinn. Hann gleđur og frćđir útvarpshlustendur á föstudagskvöldum. Umsjónarmenn hans hafa allir yfirgripsmikla ţekkingu á fjölbreytilegustu tónlist. Ţeir kunna utan ađ sögu rokksins í smáatriđum. Engu ađ síđur er auđheyrt ađ ţeir vinna heimavinnuna samviskusamlega fyrir hvern ţátt. Ţađ er ekkert veriđ ađ giska á ártöl eđa hver spilađi međ hverjum í hinu og ţessu laginu. Allar slíkar upplýsingar eru sannreyndar. Hlustendum er ekki bođiđ upp á annađ en nákvćmustu stađreyndir. Ţađ má greina ađ kynningar eru lesnar af blađi.
Sigurđur Sverrisson, Halldór Ingi Andrésson og Gunnlaugur Sigfússon skiptast á umsjón međ Plötuskápnum. Allir hafa ţeir áheyrilega og notalega útvarpsrödd. Ţeir eru hoknir af reynslu. Hafa átt komu ađ tónlist frá öllum hliđum. Hafa veriđ tónlistarblađamenn til margra áratuga, plötugagnrýnendur, unniđ hjá plötufyrirtćkjum, stýrt plötuútgáfu, stýrt og rekiđ plötubúđir, stađiđ fyrir umfangsmiklu hljómleikahaldi og svo framvegis.
Plötuskápurinn á marga trygga hlustendur. Ţarna eru spiluđ lög sem annars heyrast ekki í útvarpi. Eđa lög sem hafa ekki heyrst í útvarpi í allt ađ ţví hálfa öld. Fróđleiksmolarnir sem fylgja međ vega ţungt og stađsetja tónlistina í tíma og rúmi.
Sem málmhaus hef ég ekki síst gagn og gaman af Plötuskápi Sigurđar Sverrissonar. Einkum ţegar hann fer á slóđir harđkjarna, svartamálms, ţrass, dauđarokks og annarra harđra metalstíla. Sérlega lofsamlegt er ađ ţungarokkiđ sem Sigurđur býđur upp á er ekki bundiđ viđ engilsaxneska markađinn. Hann beinir sjónum og heyrn ađ öllum heimshornum.
Heilu Plötuskápar Sigurđar hafa veriđ samanpakkađ safn laga sem aldrei og hvergi er spilađ í neinum útvarpsţćtti í allri íslensku útvarpsflórunni.
Oftar en einu sinni hefur Plötuskápur Sigurđar veriđ ţađ spennandi ađ ég endurspila ţáttinn upp í 7 - 8 sinnum á heimasíđu Rúv. Ég hef líka bent ungum ţungarokksunnendum á Plötuskápinn. Sumir ţeirra hafa aldrei áđur stillt á Rás 2. Húrra fyrir Rás 2! Megi Plötuskápurinn lengi lifa sem góđ rök fyrir ţví ađ Rúv sé útvarp allra landsmanna!
Ţó ađ ţungarokk sé ekki meginstraumur (main stream) eins og létt rokk og popp ţá nýtur ţađ mikilla vinsćlda. Ţungarokkshljómleikar eiga ađsóknarmet. Til ađ mynda sóttu 12 ţúsund hljómleika Rammstein í Laugardalshöll og 18 ţúsund hljómleika Metallca í Egilshöll.
![]() |
Ţungarokkarar vilja ađ Plötuskápurinn lifi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 27.6.2014 kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2014 | 22:33
Íslensk hljómsveit í stórrćđum á heimsmarkađi
.
Ein merkasta og frábćrasta hljómsveit íslensku rokksögunnar, Sólstafir, sendir frá sér plötuna Ótta í ágústlok. Titillagiđ - ásamt opnunarlaginu Lágnćtti - er nú ţegar hćgt ađ heyra á vefsíđum ýmissa helstu rokktímarita heims, svo sem Revolver, Metal Hammer og Steriogum.
Platan er byggđ upp á hinu forníslenska eyktartímatali. Ţar er sólarhringnum skipt í átta parta. Viđ af Lágnćtti tekur Ótta. Ţví nćst Rismál, Dagmál, Miđdegi, Nón og ađ lokum Miđaftann og Náttmál.
.
40 ţúsund fyrsta sólarhringinn
.
Lögin hafa fengiđ einróma og hástemmt lof frá ađdáendum og tónlistarfrćđingum. Lögunum tveimur var til samans "streymt" 40 ţúsund sinnum á fyrsta sólarhringnum! Ţađ stađfestir ásamt ýmsu öđru hversu stórt nafn Sólstafir er á heimsmarkađi. Ég hef áđur sagt frá ţví á ţessum vettvangi er ég átti leiđ um Finnland fyrir 2 eđa 3 árum. Ţar var plötum Sólstafa stillt upp í gluggum plötubúđa. Ţađ vakti undrun mína. Ég spurđi í einni plötubúđinni hverju sćtti. Svariđ var ađ Sólstafir vćri vinsćl hljómsveit. Plötur hljómsveitarinnar fćru inn á Topp 15 finnska sölulistans (allt upp í 12. sćti).
.
Ljósmynd RAX prýđir plötuumslagiđ
.
Framhliđ umslags Ótta prýđir ljósmynd eftir hinn góđkunna RAX (Ragnar Axelsson). Oft hefur veriđ haft á orđi ađ ljósmyndir hans kallist á viđ tónlist Sólstafa og öfugt.
.
15 stórhátíđir
Sólstafir eru önnum kafnir á hljómleikaferđ um ţessar myndir. Ţeir fóru í sína fyrstu hljómleikaferđ til Ameríku í maí. Ţar var ţeim hvarvetna afskaplega vel tekiđ. Í kjölfar fylgir fjöldi hljómleika í Evrópu. Hljómsveitin er bókuđ á 15 tónlistarhátíđir í Evrópu í sumar. Ţar á međal stórhátíđirnar Sweden Rock, Rock Hard Festival, Hellfest, Graspop, Party San og Getaway Rock Festival.
.
Ótta á Eistnaflugi
.
Einu hljómleikar Sólstafa á Íslandi í sumar verđa á Eistnaflugi á Neskaupstađ. Ţar verđa - auk hefđbundinni hljómleika međ Sólstöfum - einnig haldnir sérstakir hljómleikar međ einungis lögum af nýju plötunni.
Ótta er gefin út af fransk-ameríska plötufyrirtćkinu Season of Mist. Útgáfudagurinn er 29. ágúst í Evrópu og 2. september í Ameríku.
Sólstafir syngja á íslensku. Útlendingar elska ţađ. Ég líka. Ţađ er metnađur og sjálfsvirđing ţegar tónlistarmenn syngja á móđurmáli sínu - í stađ ţess ađ rembast viđ ađ syngja á ensku eđa kínversku í misskilinni viđleitni til ađ ná eyrum heimsmarkađarins. En mestu máli skiptir ađ tónlist Sólstafa er stórfengleg. Sólstafir eru framarlega í hópi flottustu hljómsveita heims.
Tónlist | Breytt 26.6.2014 kl. 11:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2014 | 23:45
Bestu plötur allra tíma
Breska popptónlistarblađiđ Mojo hefur tekiđ saman lista yfir bestu reggí-plötur allra tíma. Ţar á bć leyfa menn ska-plötum ađ vera međ í pakkanum. Ţađ er alveg sanngjarnt. Ska er dálítiđ hrađari og léttari útgáfa af mento og rock steady. Línan ţar á milli er hárfín og skarast iđulega. Ţetta er niđurstađan:
1. Bob Marley & The Wailers: Catch A Fire (1973)
Ţetta er fyrst plata Bobs Marleys & The Wailers fyrir vestrćnan markađ. Frábćr plata. Í sögulegu samhengi er hún brautryđjendaverk. Opnađi dyr inn á heimsmarkađ fyrir tónlistarstíl fámenns (2,7 millj) 3ja heims ríkis í Karabíahafi. Reggí var ekki einu sinni ađal tónlistin á Jamaíka á ţessum tímapunkti. Hún var bundin viđ sérkennilegan 20 ţúsund manna sértrúarsöfnuđ, Rastafarian. Áđur en hendi var veifađ voru ólíklegustu hljómsveitir um allan heim farnar ađ gefa út reggí-lög. Frá og međ 1976 varđ reggí fastur fylgifiskur pönkbyltingarinnar sem tröllreiđ rokkheiminum til fjölda ára. Frćbbblarnir, Utangerđsmenn, Ţeysarar og allir hinir spiluđu reggí í bland viđ pönk.
Ţađ er alveg sanngjarnt ađ Catch A Fire sé í 1. sćti yfir bestu reggíplöturnar. Eđa ađ minnsta kosti einhver Bob Marley plata. Hann og hans plötur gnćfa yfir hina í reggí-senunni. Ađrar Marley plötur koma alveg eins til greina. Til ađ mynda Natty Dread og Exodus.
2. Augustus Pablo: King Tubbys Meets Rockers Uptown (1975)
Bráđskemmtilegt afbrigđi í reggí er svokallađ dub. Ţađ byggir á hljóđblöndunarleik. Söngur er ađ mestu ţurrkađur út ásamt ţví sem hljófćrum er skipt út og inn. Tromman og bassinn fá ađ halda sér. Eiginlega allir jamaískir reggí-söngvarar bregđa á dub-leik. Ţađ skiptir ekkert miklu máli hvort ađ ţessi plata sé nákvćmlega besta dub-platan. Ţćr eru flestar áţekkar. Ţessi hefur međ sér ađ hafa veriđ ein af ţeim fyrstu - af mörgum síđar - sem tókust virkilega vel.
3. Ýmsir: The Harder They Come (1973)
Jamaíska kvikmyndin The Harder They Come náđi góđu flugi hćgt og bítandi eftir ađ reggí-bylgjan skall yfir heimsbyggđina. Tónlistin í myndinni er í dag "klassík".
Síđar skemmdi jamaísk-ćttađi ţýski viđbjóđurinn Boney M fyrir. Tröllreiđ diskóheimi međ ógeđs-útgáfu af Rivers Of babylon.
Ţađ hefur ekki fariđ hátt ađ söngkona í Boney M settist ađ í Stykkishólmi međ íslenskum manni. Meira veit ég ekki um ţađ og hef ekki áhuga á ađ vita meira.
4. The Skatalites: Ska Bu-Da-Ba (1966)
Hátt hlutfall af jamaískri ska og reggí músík er án söngs (instrumental). Ţetta er ska.
5. The Congos: Heart Of The Congos (1977)
6. Toots & The Maytals: Funky Kingston (1973)
Tónlist | Breytt 25.6.2014 kl. 21:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2014 | 22:52
Viđbjóđur




![]() |
Brotist inn hjá Miley Cyrus |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2014 | 23:42
Hverjir eru "mestu" söngvararnir?
Bestu og flottustu söngvarar eru ekki endilega ţeir sem eru međ breiđasta raddsviđ. En ţađ er kostur ađ búa yfir breiđu raddsviđi. Býđur upp á fleiri möguleika en ţröngt raddsviđ. Fćreyska álfadísin Eivör rćđur yfir mjög breiđu raddsviđi. Ţýska söngkonan Nína Hagen líka.
Nú hafa grallarar mćlt út raddsviđ frćgustu söngvara rokksögunnar. Sigurvegarinn kemur kannski einhverjum á óvart. Hann er Axl Rose, söngvari Guns N´Roses.
Nćst á eftir Axl Rose í ţessari röđ: Maiah Carey og Prince.
Ţví nćst Steven Tayler (Aerosmith), James Brown og Marvin Gaye. David Bowie er í 8. sćti og Paul McCartney i 9. sćti.
Ţađ kemur pínulítiđ á óvart ađ Elvis Presley og John Lennon séu međ nákvćmlega sama raddsviđ (í 12. sćti). Söngrödd Elvisar er dekkri og ábúđarfyllri. Lennon er međ mun "strákslegri" söngrödd. En raddsviđ ţeirra spannar nákvćmlega sömu lćgstu nótu og hćsta tón.
Hér er listinn í heild: http://www.concerthotels.com/worlds-greatest-vocal-ranges
.
Tónlist | Breytt 24.5.2014 kl. 01:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2014 | 21:43
Íslensk hljómsveit í 55. sćti
Ég rakst á vandađan og vel rökstuddan lista á Myspace yfir bestu goth-hljómsveitir rokksögunnar. Tilefniđ er ađ 22. maí er alţjóđlegi goth-dagurinn (greinin er frá 22. maí í fyrra). Fyrirsögnin er "Frá Bauhause til Nick Cave, heimsreisa međ 80 böndum". Í 55. sćti listans er íslenska hljómsveitin Q4U.
Ţetta er enn ein stađfestingin á ţví hve Q4U er vel kynnt erlendis. Meira má finna um ţađ međ ţví ađ smella á ţessa slóđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1345886/
Heildarlistann yfir bestu goth-hljómsveitirnar sérđ ţú međ ţví ađ smella á ţessa slóđ: https://myspace.com/discover/editorial/2013/5/22/its-a-celebration-from-bauhaus-to-nick-cave-around-the-world-in-80-goth-bands
ICELAND
55. Q4U
Years active: 19801983
Q4U, from Reykjavik, may have been influenced by U.K. punk, and a big part of the Icelandic punk scene, but they created a sound that leaned more towards post-punk. Hear their unpronounceable but fantastic track, above.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2014 | 22:13
Íslenska Bítlahreiđriđ
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2014 | 01:09
Íslenskir tónlistarmenn geta auđveldlega náđ heimsyfirráđum
Ef ţú getur komiđ á framfćri öflugu lagi á sex sek. er möguleiki á ađ verđa heimsfrćg poppstjarna. Dćmin sanna ţađ. Snjallsímaappiđ Vine er máliđ. Vine er einskonar ţútúpa. Munurinn liggur í ţví ađ öll myndbönd á Vine eru ađeins 6 sek. Ţetta knappa form virđist henta hröđum heimi unga fólksins í dag.
Sala á lagi međ bandaríska rapparanum Glasses Malone, That Good, óx um 700% ţegar notandinn SheLovesMeechie setti inn á Vine myndband af sér dansa viđ ţetta lag. Skyndilega hafđi ţađ veriđ spilađ yfir milljón sinnum á ţútúpunni. Ţetta er bara eitt dćmi af mörgum. Fjöldi áđur óţekktra og ósamningsbundinna tónlistarmanna hefur náđ heimsfrćgđ og risasölu á sinni músík í gegnum Vine.
Lagiđ Burn međ Ellie Goulding & Jason Derulo er annađ dćmi. Myndbrot á Vine hefur skilađ ţví lagi yfir 200 milljón spilunum á ţútúpunni. Verst hvađ ţessi lög eru djöfull leiđinleg. En ţá er bara máliđ ađ setja á Vine 6 sek myndband međ skemmtilegu íslensku lagi. Ţetta er trixiđ í dag fyrir ósamningsbundna og óţekkta íslenska tónlistarmenn til ađ ná inn á heimsmarkađinn og leggja hann undir sig án mikils tilkostnađar.
Tónlist | Breytt 14.5.2014 kl. 21:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)