Bestu plötur allra tíma

  Breska popptónlistarblađiđ Mojo hefur tekiđ saman lista yfir bestu reggí-plötur allra tíma.  Ţar á bć leyfa menn ska-plötum ađ vera međ í pakkanum.  Ţađ er alveg sanngjarnt.  Ska er dálítiđ hrađari og léttari útgáfa af mento og rock steady.  Línan ţar á milli er hárfín og skarast iđulega.  Ţetta er niđurstađan:

 

1.  Bob Marley & The Wailers:  Catch A Fire  (1973)

  Ţetta er fyrst plata Bobs Marleys & The Wailers fyrir vestrćnan markađ.  Frábćr plata.  Í sögulegu samhengi er hún brautryđjendaverk.  Opnađi dyr inn á heimsmarkađ fyrir tónlistarstíl fámenns (2,7 millj) 3ja heims ríkis í Karabíahafi.  Reggí var ekki einu sinni ađal tónlistin á Jamaíka á ţessum tímapunkti.  Hún var bundin viđ sérkennilegan 20 ţúsund manna sértrúarsöfnuđ,  Rastafarian.  Áđur en hendi var veifađ voru ólíklegustu hljómsveitir um allan heim farnar ađ gefa út reggí-lög. Frá og međ 1976 varđ reggí fastur fylgifiskur pönkbyltingarinnar sem tröllreiđ rokkheiminum til fjölda ára.  Frćbbblarnir,  Utangerđsmenn,  Ţeysarar og allir hinir spiluđu reggí í bland viđ pönk.  

  Ţađ er alveg sanngjarnt ađ Catch A Fire sé í 1. sćti yfir bestu reggíplöturnar.  Eđa ađ minnsta kosti einhver Bob Marley plata.  Hann og hans plötur gnćfa yfir hina í reggí-senunni.   Ađrar Marley plötur koma alveg eins til greina.  Til ađ mynda Natty Dread og Exodus.  

 

2.  Augustus Pablo:  King Tubbys Meets Rockers Uptown (1975)

   Bráđskemmtilegt afbrigđi í reggí er svokallađ dub.  Ţađ byggir á hljóđblöndunarleik.  Söngur er ađ mestu ţurrkađur út ásamt ţví sem hljófćrum er skipt út og inn.  Tromman og bassinn fá ađ halda sér.  Eiginlega allir jamaískir reggí-söngvarar bregđa á dub-leik.  Ţađ skiptir ekkert miklu máli hvort ađ ţessi plata sé nákvćmlega besta dub-platan.  Ţćr eru flestar áţekkar.  Ţessi hefur međ sér ađ hafa veriđ ein af ţeim fyrstu - af mörgum síđar - sem tókust virkilega vel.   

 

 3.  Ýmsir:  The Harder They Come (1973)

    Jamaíska kvikmyndin The Harder They Come náđi góđu flugi hćgt og bítandi eftir ađ reggí-bylgjan skall yfir heimsbyggđina.  Tónlistin í myndinni er í dag "klassík".

  Síđar skemmdi jamaísk-ćttađi ţýski viđbjóđurinn Boney M fyrir.  Tröllreiđ diskóheimi međ ógeđs-útgáfu af Rivers Of babylon.  

  Ţađ hefur ekki fariđ hátt ađ söngkona í Boney M settist ađ í Stykkishólmi međ íslenskum manni.  Meira veit ég ekki um ţađ og hef ekki áhuga á ađ vita meira.     

 

4.  The Skatalites:  Ska Bu-Da-Ba (1966)

  Hátt hlutfall af jamaískri ska og reggí músík er án söngs (instrumental).  Ţetta er ska.    

  

5.  The Congos:  Heart Of The Congos (1977)

 

6.  Toots & The Maytals:  Funky Kingston (1973) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um reggí, hvađ finnst ţér um ţetta Jens ?

http://www.youtube.com/watch?v=EhPu43B6qXM

hilmar jónsson, 25.6.2014 kl. 22:39

2 Smámynd: Jens Guđ

Hilmar, takk fyrir ábendinguna. Ég ţekki ekki til ţessa náunga. Ţetta hljómar vel; hrátt og rokkađ ska. Ég fletti honum upp á Wiki og sé ađ hann er gyđingur sem hefur unniđ í músík međ múslíma. Ţađ lofar góđu. Ég ţarf ađ tékka betur á kauđa.

Jens Guđ, 25.6.2014 kl. 23:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband