Fćrsluflokkur: Tónlist
30.10.2013 | 22:28
Tónlist skiptir sköpum
Tónlist er manninum nauđsynleg. Tónlist kemur nćst á eftir ţörfinni fyrir mat og svefn. Tónlistin deilir röđinni međ ţörfinni fyrir ađ ávaxta kyn sitt. Tónlistin sefar, linar ţjáningar, léttir geđ, lyftir andanum, nćrir sálina, veitir ómćlda gleđi, styttir stundir og ţađ sem skiptir mestu máli: Er gott hjálpartćki ţegar löngun til ađ dansa kviknar.
Allar manneskjur hafa unun af tónlist. Margir eru tónlistarfíklar. Tilvera ţeirra snýst ađ meira eđa minna leyti um tónlist. Margir iđka tónlist. Spila á hljóđfćri og syngja.
Tónlistariđkun er bráđholl. Hún eflir hćfileika viđkomandi á mörgum sviđum: Ýtir undir skapandi hugsun, samvinnu, hćfni til ađ hlusta á ađra, taka nýjum hugmyndum fagnandi, deila upplifun međ öđrum, taka tillit til annarra, skerpir skilning á gildi fortíđarinnar, njóta augnabliksins og horfa til framtíđar.
Vegna ţessa hafa tónlistariđkendur forskot á ađra ţegar kemur ađ öđrum hlutum. Gott dćmi um ţađ er frambođ Besta flokksins. Ţetta var frambođ vinahóps tónlistarmanna. Hann tók önnur frambođ í nefiđ. Kosningabaráttan var snilldin ein. Kosningalag Besta flokksins gerđi kosningalög allra annarra frambođa - í gegnum söguna - ađ hallćrislegu prumpi. Frambjóđendur Besta flokksins voru á heimavelli og tóku slaginn međ óverjandi trompi.
Fremstur í flokki fór bassaleikarinn úr pönksveitinni Nefrennsli, Jón Gnarr. Ţegar ég hlustađi á Nefrennsli spila á pönkhljómleikum Útideildar fyrir röskum ţremur áratugum ţá vissi ég strax ađ ţarna vćri á sviđi borgarstjóraefni Reykjavíkur. Nei, reyndar ekki. Ţađ blasti ekki viđ. Ég hugsađi ekkert út í ţađ. Ekki frekar en ţegar ég hlustađi á hljómsveitina Ske og ţar var hljómborđsleikari, Guđmundur Steingrímsson, sem í dag leiđir Bjarta framtíđ. Ţingflokk sem nú tekur viđ kefli Besta flokksins í Reykjavík.
Farsćll miđborgarstjóri Reykjavíkur er stuđmađurinn, hljómborđsleikarinn og djassgeggjarinn Jakob Magnússon. Forstjóri Höfuđborgarstofu, Einar Bárđarson, er gamalreyndur gítarleikari og lagahöfundur.
Jón Gnarr er ekki eini tónlistarmađurinn sem hefur orđiđ borgarstjóri Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon er gítarleikari og söngvari. Birgir Ísleifur er djassgeggjari og píanóleikari. Árni Sigfússon er gítarleikari, lagahöfundur og söngvari. Ingibjörg Sólrún hefur sungiđ inn á plötu. Davíđ Oddsson samdi dćgurlagatexta og söng á hljómleikum međ Gunnari Ţórđarsyni.
Ţađ voru svo tíđ borgarstjóraskipti í Reykjavík um tíma ađ ég man í fljótu bragđi ekki hverjir komu ţar viđ sögu. Borgarstjórnarfulltrúinn Oddný Sturludóttir var hljómborđsleikari hinnar ágćtu rokksveitar Enzími.
Tónlistarmenn eru í forystu í hinum ýmsu sveitastjórnum um allt land. Söngvari og selló-leikari Todmobile, Eyţór Arnalds, er í Árborg. Matti Matt var í Dalvíkurbyggđ. Guđmundur í Sé Ellen og söngvari (ég man ekki nafn hans) sem var í hljómsveit á Laugarvatni og síđar í hljómsveitinni Bumbunum eru í Fjarđarbyggđ.
Gott ef Magnús Stefánsson í Upplyftingu og fyrrverandi ţingmađur er ekki sveitastjóri í Garđi.
Geir Haaarde söng inn á plötu međ South River Band.
Menntamálaráđherrann, Illugi Gunnarsson, er píanóleikari og hefur sent frá sér plötu.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, er saxafónleikari. George eldri Bush er blúsgeggjari og gítarleikari. Tony Blair, fyrrverandi forsćtisráđherra Bretlands, er rokkgítarleikari.
Upptalningin er endalaus.
Fćstir tónlistarmenn eru "bara" tónlistarmenn. Flestir koma víđar viđ. Margir eru í leiklist. Margir eru listmálarar. Margir fást viđ ritstörf. Um síđustu aldamót gerđu margir fjölmiđlar upp viđ tuttugustu öldina. Völdu mann aldarinnar. Eđa tónlistarmann aldarinnar. Flestir helstu fjölmiđlar heims enduđu á ţví ađ velja á milli Johns Lennons og Bobs Dylans. Jafnan međ ţeirri niđurstöđu ađ Lennon hefđi vinning. Hljómsveit hans, Bítlarnir, vóg ţađ ţungt. Lennon og Dylan voru ekki ađeins tónlistarmenn heldur einni myndlistamenn og rithöfundar.
![]() |
Jón Gnarr hćttir í vor |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.10.2013 | 21:39
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Málmhaus
- Höfundur og leikstjóri: Ragnar Bragason
- Leikarar: Ţorbjörg Helga Dýrfjörđ, Ingvar E. Sigurđsson, Halldóra Geirharđsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson
- Einkunn: **** (af 5)
Myndin er ólík ţví sem ég hélt. Ljósmyndir af ađalpersónunni, Heru Karlsdóttur (Ţorbjörg Helga Dýrfjörđ), međ andlitsfarđa ađ hćtti norskra svartmálmshausa og nafn myndarinnar gáfu vonir um ađ svartmálmi vćri gert hátt undir höfđi. Sú er ekki raunin. Rokkmúsík er sparlega notuđ. Uppistađan af henni er laufléttur popp-metall. Ţađ er ekki fyrr en undir lok myndarinnar sem Hera syngur og spilar svartmálmsslagara. Sá er frábćr! Ég hlakka til ađ kaupa hann á plötu og hlusta oftar á hann. Ţó ekki sé nema fyrir ţetta eina lag er góđ ástćđa til ađ skreppa í kvikmyndahús. En ţađ kemur fleira til. Hera syngur og spilar annađ lag, ljúfa ballöđu, í lok myndar.
Myndin gerist í sveit. Bóndasonurinn á bćnum, Baldur, er ţungarokkari og spilar á gítar í hljómsveit. Viđ fáum ekki ađ heyra í hljómsveitinni; sjáum ađeins ljósmynd af henni. Einn sólléttan sumardag ekur hann á dráttarvél um tún. Aftan á vélinni er heyţyrla. Drifskaftiđ er bert og óvariđ. Ţađ er bannađ. Á sjöunda áratugnum ţegar síđa hippaháriđ var máliđ ollu hlífđarlaus drifsköft dauđsföllum. Ţegar drifskaft nćr hárlokki er ţađ fljótt ađ rífa höfuđleđriđ af viđkomandi. Ţetta er einmitt ţađ sem hendir Baldur. Hann ekur yfir ójöfnu á túninu og háriđ flćkist í drifskaftinu.
Hera systir hans verđur vitni ađ slysinu. Hún er 12 ára. Hún og foreldrar ţeirra ná ekki ađ vinna úr sorginni. Ţau festast í sorginni, döpur, ţögul og sinnulaus. Ţetta er drama. Árin líđa. Hera leitar huggunnar í ađ hlusta á plötusafn Baldurs og spila á gítarinn hans. Sorgin fléttast saman viđ "gelgjuna": Mótţróa, uppreisn og stjórnleysi.
Hera fćr áhuga á norskum svartmálmshausum ţegar Bogi Ágústsson les frétt um ţá í Sjónvarpinu. Fréttin sagđi frá dómum sem ţeir fengu fyrir kirkjubrennur og morđ.
Dramađ í myndinni er létt upp međ einstaka brandara og broslegu atviki. Margt ber til tíđinda. Sagan er trúverđug. Ţökk sé góđum og sannfćrandi leik. Mest mćđir á Ţorbjörgu Helgu. Hún vinnur feitan leiksigur og hlýtur ađ fá Edduna. Hlutverkiđ er margbrotiđ og krefst margs umfram leikrćna hlutann. Gítarleikur hennar er fínn, söngurinn snilld, "slammiđ" flott... Ţađ er sama hvar boriđ er niđur: Hún neglir ţetta allt niđur. Hún er jafn trúverđug sem illa áttuđ unglingsstelpa og málmhaus sem gefur skít í allt og alla. Áhorfandinn hefur samúđ međ henni og sýnir öfgafullum uppátćkjunum skilning. Ţorbjörg Helga er stórkostlegur leikari.
Persónan sem Sveinn Ólafur leikur er sterkt útspil í framvindu sögunnar. Sá, ja, klunnalegi og grunni karakter leggur til gríniđ og dregur fram ennţá fleiri hliđar á Heru. Hliđar sem hlađa undir skilning á persónunni og trúverđugleika hennar.
Ţađ er ekki gott ađ stađsetja sögusviđiđ í tíma. Og kannski óţörf smámunasemi ađ reyna ţađ. Upphaf myndarinnar gćti gerst snemma á níunda áratugnum eđa fyrr. Ţetta er á dögum vinylplötunnar og kassettutćkisins. Fréttir af norskum svartmálmshausum hafa varla ratađ í íslenska fréttatíma fyrr en um miđjan tíunda áratuginn.
Í kynningartexta um myndina er gefiđ upp ađ sögusviđiđ í byrjun sé 1970. Ţađ passar ekki. Ţá voru hljómsveitir eins og Iron Maiden og Ac/Dc ekki til, né heldur ýmsar ađrar sem koma viđ sögu. Ţetta skiptir engu máli. Ţetta er áhugaverđ bíómynd en ekki sagnfrćđi.
Myndataka er alveg ljómandi góđ og klipping Valdísar Óskarsdóttur afbragđ. Ţegar andlegt svartnćtti persónanna liggur í ţunglyndi er áferđin grá og drungaleg. Reyndar lengst af.
Ţađ segir eitthvađ um kvikmyndina ađ frá ţví ađ ég sá hana ţá hefur hún sest ađ í hausnum á mér. Ég rifja upp senur úr myndinni og langar ákaflega mikiđ til ađ heyra aftur rokklagiđ međ Heru/Ţorbjörgu. Ţađ er svo meiriháttar flott.
![]() |
Hrćddi börn í Húsdýragarđinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 18.10.2013 kl. 00:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2013 | 20:33
Fćreyskt lag í 1. sćti á bandaríska vinsćldalistanum
Ţađ er ekki á hverjum degi sem fćreyskt lag er í toppsćtinu á bandaríska internetvinsćldalistanum og ţriđja sćti á bandaríska almenna vinsćldalistanum. Ţetta gerist ekki einu sinni annan hvern dag. En ţetta var nú bara ađ gerast. Og gćti gerst aftur.
Ţannig er ađ á dögunum kom út plata međ bandarísku söng- og leikkonunni Cher. Platan heitir Closer to the Truth. Öflugasta lag plötunnar heitir My Love. Ţađ er eftir fćreysku söngkonuna og söngvahöfundinn Gretu Svabo Bech.
Closer to the Truth er 26. plata Cher. Jafnframt hennar fyrsta plata í 12 ár. Gríđarlegur spenningur var fyrir plötunni. Hún flaug í toppsćti bandaríska internetvinsćldalistans, 3ja sćti digitalvinsćldalistans (plötur seldar í stafrćnu formi) og 3ja sćti almenna bandaríska vinsćldalistans (plötur seldar í föstu formi).
Platan hefur veriđ ofarlega á sölulistum víđar um heim. Til ađ mynda er hún í 11. sćti kanadíska vinsćldalistans, 13. sćti ástralska digitalvinsćldalistans, 17. sćti ástralska almenna vinsćldalistans, 19. sćti ítalska almenna vinsćldalistans og 20. sćti ungverska almenna vinsćldalistans.
Stelpan í Miđvági í Fćreyjum er í góđum málum.
Meira má lesa um Gretu međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1311692/
Greta er miklu betri söng- og tónlistarkona en Cher.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
9.10.2013 | 22:26
Gott og gleđilegt framtak.
Breska dćgurlagahljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) er virtasta og vinsćlasta hljómsveit sögunnar. Hljómsveitin var skammlíf en skildi eftir sig aragrúa af ódauđlegum og sívinsćlum söngvum. Fyrsta plata Bítlanna, Please Please Me, kom út 1963. Síđasta plata Bítlanna, Abbey Road, var hljóđrituđ 1969 og kom út ţađ ár. Ţá var hljómsveitin hćtt. Snemma árs 1970 kom út platan Let It Be. Hún var uppsóp af mismikiđ frágengnum hljóđritunum frá janúar 1969.
Á ferlinum sló hljómsveitin ótal sölumet sem flest standa enn í dag - ţrátt fyrir ađ plötusala og markađurinn hafi margfaldast ađ umfangi á ţeirri hálfu öld sem liđin er frá útgáfu fyrstu plötu Bítlanna. Viđskiptavild Bítlanafnsins og liđsmanna hljómsveitarinnar er risastór. Unglingar jafnt sem ellilífeyrisţegar kannast viđ nöfnin John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr.
Bítlarnir spiluđu aldrei á Íslandi. Enda hćtti hljómsveitin hljómleikastússi 1966 og lćsti sig inni í hljóđveri eftir ţađ.
Á undanförnum árum hafa Bítlarnir og Ísland fléttast saman, ć ofan í ć, hćgt og bítandi, fastar og ţéttar. Fyrst var ţađ Ringo. Hann kom til Íslands 1984 og spilađi međ Stuđmönnum um verslunarmannahelgi í Atlavík.
Sama ár fóru launţegar á Íslandi í langt og mikiđ verkfall. Mig minnir ađ ţađ hafi bćđi veriđ BSRB og starfsfólk á fjölmiđlum sem stóđu ađ ţví. Baráttufundur var haldinn á Lćkjartorgi. Fundinum barst skeyti frá ekkju Johns Lennons, Yoko Ono. Í ţví sendi hún fundinum baráttukveđjur. Fyrst héldu menn ađ um sprell vćri ađ rćđa. En ţađ tókst ađ sannreyna ađ skeytiđ vćri frá Yoko. Hún átti íslenska vini í myndlistageiranum, hafđi fengiđ áhuga á Íslandi og fylgdist náiđ međ íslensku samfélagi.
Nokkrum árum síđar setti Yoko upp stórkostlega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöđum. Hún er frumleg, djörf og hugmyndarík myndlistakona. Nokkrum árum ţar á eftir setti Yoko upp myndlistarsýningu á sama stađ međ myndverkum Johns Lennons. Hann var lunkinn teiknari međ skemmtilega einfaldan stíl.
Fyrir 13 árum kom Paul McCartney til Íslands. Hér dvaldi hann um hríđ. Ferđađist um landiđ međ ţáverandi eiginkonu sinni. Svo leiđinlega vildi til ađ íslenskir ljósmyndarar sýndu Paul frekjulega ađgangshörku. Ţađ lagđist illa í Paul og hann hefur ekki komiđ hingađ síđan. Hafi ljósmyndararnir skömm fyrir ókurteisina. Kannski var ţetta bara einn ljósmyndari. Hinsvegar breytti Paul texta lagsins Why Don´t We Do It In The Road frá og međ Íslandsheimsókninni. Eftir ţađ hefur hann jafnan sungiđ textann "Why don´t we do it in the Fjörđs".
2007 vígđi Yoko Ono merkilega ljósasúlu í Viđey, Friđarsúluna. Á ensku heitir súlan Imagine Peace Tower. Hún er kennd viđ ţekktasta lag Johns Lennons, Imagine. Reist til minningar um Lennon og friđarbođskap hans.
Friđarsúlan hefur fengiđ mikla umfjöllun í poppmúsíkblöđum og -fjölmiđlum um allan heim. Ef "Imagine Peace Tower" er "gúgglađ" innan gćsalappa koma upp á ađra milljón síđur. Ef gćsalöppunum er sleppt koma upp 28 milljón síđur. Súlan er nefnilega oft ađeins kölluđ Imagine Peace.
Yoko hefur ćtíđ sjálf veriđ viđstödd ţegar kveikt er á Friđarsúlunni á fćđingardegi Johns Lennons, 9. október. Sonur ţeirra Johns, Sean Lennon, er jafnan međ í för (og á afmćli sama dag), ásamt Ringo og ekkju George Harrisons.
Yoko og Sean Lennon eru miklu oftar á Íslandi en ţegar Friđarsúlan er tendruđ. Ţau trođa reglulega upp á Iceland Airwaves međ hljómsveitinni Plastic Ono Band, hljómsveitinni sem John Lennon setti saman eftir ađ Bítlarnir hćttu. Plastic Ono Band spilađi á sólóplötum hans og sólóplötum Yokoar. Liđsskipan Plastic Ono Band er losaraleg. George Harrison, Ringo Starr og Eric Clapton voru í Plastic Ono Band. Á hljómleikum Plastic Ono Band á Íslandi hafa m.a. veriđ gítarleikarar Wilco og Sonic Youth, svo og Lady Gaga.
Yoko Ono hefur veitt viđ hátíđlega athöfn í Reykjavík friđarverđlaun Johns Lennons. Í fyrra veitti Lady Gaga ţeim viđtöku.
Starfsmađur á Hilton hótelinu (sem lengst af hét Hótel Esja) viđ Suđurlandsbraut sagđi mér ađ Yoko og Sean vćru mun oftar á Íslandi en viđ áđurnefnd tilefni. Ţau séu međ annan fótinn á Íslandi.
Á heimasíđu Yokoar og á Fésbók er Yoko ólöt viđ ađ hampa Íslandi. Ţegar íslensk yfirvöld hófu auglýsingaátakiđ Ispired By Iceland í kjölfar vandrćđa vegna eldgosins í Eyjafjallajökli var gert út á skemmtilegt myndband um Ísland. Helmingurinn af spilun og deilingu á myndbandinu var í gegnum heimasíđu Yokoar.
Einkasonur George Harrisons, Dhani, er tíđur gestur á Íslandi. Hann er giftur íslenskri konu, Sólveigu Káradóttur (Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu). Ég er ekki alveg viss en mig minnir ađ Ţórunn Antonía Magnúsdóttir hafi sungiđ međ hljómsveit hans. Einnig rámar mig í ađ hljómsveit hans hafi spilađ á Airwaves.
Ţađ var gott og gleđilegt framtak hjá borgarstjórn Reykjavíkur ađ gera Yoko Ono, ekkju bítilsins Johns Lennons, ađ heiđursborgara Reykjavíkur. Vel viđ hćfi og undirstrikar skemmtilega sívaxandi samfléttun Bítlanna og Íslands.
![]() |
Eđlilegur ţakklćtisvottur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 10.10.2013 kl. 01:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
8.10.2013 | 22:56
Poppstjörnur sem vilja ekki verđlaun og titla
Flestu fólki ţykir gott ađ fá viđurkenningu. Eiginlega sama fyrir hvađ. Klapp á kinn í formi orđu, titils eđa sigurs í vali eđa útnefningu fyrir eitthvađ. Ţađ ţykir heldur betur fínt ađ vera handhafi Grammy-verđlauna, Eddu-verđlauna, MTV-verđlauna og hvađ ţau heita öll ţessi verđlaun sem fjölmiđlar gera svo mikiđ úr.
Svo eru ţađ hinir sem gagnrýna allt svona pjátur og prjál. Hćđast ađ handhöfum fálkaorđu og "sir" titilsins breska. Ţegar söngvari Rolling Stones var ađlađur međ "sir" titlinum fussađi gítarleikarinn Keith Richards og hćddi Mick Jagger fyrir ađ taka viđ titlinum. Keith ţótti ţetta vera algjörlega á skjön viđ allt sem rokk stendur fyrir. Mick svarađi gagnrýni Keiths á ţá leiđ ađ ţađ vćri auđvelt fyrir ţá ađ gelta sem aldrei kćmi til greina ađ ađla.
Ţegar betur er ađ gáđ ţá má finna poppstjörnur sem bođist hafa titlar, orđur, verđlaun og annađ slíkt en neitađ ađ veita ţví viđtöku. Eđa skila prjálinu. Ţađ gerđi til ađ mynda bítillinn John Lennon. Hann á afmćli á morgun. Fyrir mörgum áratugum fengu Bítlarnir MBE orđur úr hendi Bretadrottningar. Nokkrum árum síđar skilađi John Lennon sinni orđu í mótmćlaskyni viđ hernađ Bretlands í Biafra (ađ mig minnir) og ţví ađ lag hans, Cold Turky, var ađ lćkka á breska vinsćldalistanum. Frábćr Lennon-blús.
Fćrri vita ađ David Bowie hefur í tvígang hafnađ öđlun og orđu úr hendi Bretadrottningar. Í annađ skiptiđ átti hann ađ fá CBE orđuna. Í hitt skiptiđ átti ađ slá hann til riddara og veita honum "sir" titil. Í hvorugt skiptiđ vildi Bowie ađ fjölmiđlar gerđu sér mat úr tíđindunum. Ţađ yrđi túlkađ sem hann vćri ađ slá sér upp á ţví ađ vera í uppreisn. Sem hann er ekki (ţrátt fyrir flott lag, Rebel, Rebel). Hann veit einfaldlega ekkert fyrir hvađ orđan og "sir" titillinn standa. Hann langar ekki ađ vita ţađ. Ţetta er fyrir utan hans áhugasviđ. Hans áhugamál er tónlist en ekki titlatog. Hann lćtur slíkt eftir Sir Paul McCartney, Sir Elton John, Sir Cliff Richard og Sir Mick Jagger Ţađ "böggar" hann ekkert ađ ţeim ţyki ţetta fínt. Hann er tónlistarmađur á öđrum forsendum.
1996 átti ađ veita Nick Cave MTV-verđlaun sem besti karlkyns tónlistarmađurinn. Plata hans, Murder Ballads, hafđi slegiđ rćkilega í gegn. Ţegar Nick barst bođ um ađ mćta til ađ veita verđlaununum móttöku skrifađi hann stjórnendum MTV langt bréf. Hann ţakkađi heiđurinn en afţakkađi hann jafnframt. Sagđist ekki vera í keppni viđ einn né neinn. Hann gćti ekki orđiđ sigurvegari í keppni án sinnar ţátttöku.
Í fyrra stóđ til ađ vígja Guns N´ Roses formlega inn í Frćgđarhöll rokksins međ tilheyrandi lúđrablćstri, rćđuhöldum og öđru slíku. Söngvarinn, Axl Rose, brást hinn versti viđ og settist viđ skriftir. Í harđorđu bréfi til stjórnenda Frćgđarhallarinnar frábađ hann sér ađ vera vígđur ţangađ inn og harđbannađi ađ nokkur mađur myndi samţykkja innvígslu fyrir sína hönd eđa mćla fyrir sinn munn. Banniđ gilti jafnt um starfsmenn útgáfufyrirtćkis hans, starfsmenn Frćgđarhallarinnar og ađra liđsmenn Guns N´ Roses.
Breska pönksveitin Sex Pistols brást viđ á líkan hátt ţegar vígja átti hljómsveitina inn í Frćgđarhöllina. Í bréfi til stjórnenda hallarinnar sagđi: "Ykkar safn. Piss í víni. Viđ mćtum ekki. Viđ erum ekki apakettirnir ykkar eđa hvađ?"
Tónlist | Breytt 9.10.2013 kl. 15:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2013 | 23:06
Plötuumsögn
- Plata: Bárujárn
Tónlist | Breytt 7.10.2013 kl. 21:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2013 | 13:53
Frćga fólkiđ eldist ekki
Ţađ er gaman ađ bera saman ljósmyndir af unglingum annarsvegar og hinsvegar ljósmyndir af sama fólki nokkrum áratugum síđar. Einkum er gaman ađ skođa ţannig myndir af frćga fólkinu í útlöndum. Ţađ er eins og ţađ eldist ekki á sama hátt og ađrir. Kannski vegna ţess ađ frćga fólkiđ á peninga til ađ kaupa ţjónustu förđunarfrćđinga, stílista, lýtalćkna og ţess háttar. Eđa ţá ađ frćgđinni fylgir heilsusamlegt líferni, góđur svefn og stađgóđur hollur matur.
Enski söngvarinn Boy George naut mikilla vinsćlda á níunda áratugnum. Hann er ennţá ađ sprikla í músík, kominn á sextugsaldurinn. Hann málar sig ennţá til spari. Ţess á milli er hann ófarđađur og strákslegur.
Annar vinsćll enskur söngvari kallast Billy Idol. Hann sló í gegn međ pönksveitinni Generation X á áttunda áratugnum. Síđar varđ hann ennţá vinsćlli sem sólósöngvari. Hann litar ennţá á sér háriđ, notar augnskugga og eyrnalokka.
Enski gítarleikarinn og söngvarinn Peter Frampton var ofurstjarna um miđjan áttunda áratuginn. Hann hefur löngum veriđ talinn afar snoppufríđur.
Bandaríska söngkonan Barbra Streisand hefur alltaf veriđ stelpuleg.
Madonna er vön ađ gera út á kynţokkann.
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N´ Roses varđ heldur betur vinsćl í lok níunda áratugarins. Söngvarinn, Axl Rose, á í vandrćđum međ skapiđ í sér. Og sitthvađ fleira. En alltaf sami töffarinn.
![]() |
Allir skotnir í Harry prins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
5.10.2013 | 23:45
Fjórđa lagiđ á fćreysku frá Högna. Magnađ lag. Eivör gestasöngvari!
Fćreyski tónlistarmađurinn Högni Lisberg hefur sent frá sér fjórđa og síđasta lag á nýrri Ep-plötu. Platan er sú fyrsta á farsćlum ferli Högna sungin á fćreysku. Ţetta er dúndur flott plata. Verulega mögnuđ. Eins og reyndar fyrri sólóplötur Högna. Ţessi toppar samt dćmiđ.
Eivör syngur međ Högna í laginu, Minniđ. Knut Háberg spilar á hljómborđ. Svo skemmtilega vill til ađ ţau ţrjú; Eivör, Högni og Knut, voru saman í ţungarokkshljómsveitinni Reverb í Götu fyrir nćstum tveimur áratugum. Ţá voru ţau 12 ára og spreyttu sig međal annars á Led Zeppelin og Bob Dylan.
Ep-plötu Högna má kaupa á www.hogni.com.
Önnur lög af Ep-plötu Högna: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1313951/
Tónlist | Breytt 6.10.2013 kl. 11:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2013 | 22:19
Sorglegustu söngvar sögunnar
Ţegar ég var krakki, kannski 4ra til sex ára, naut lagiđ "Söngur villiandarinnar" mikilla vinsćlda (jú, ég var einu sinni krakki. Ég sver ţađ). Söngvarinn syngur í orđastađ villiandar sem lendir í hremmingum vegna grófs ofbeldis byssuóđs veiđimanns. Textinn er sorglegur. Ég fór ćtíđ ađ skćla ţegar lagiđ var spilađ í útvarpinu. Eldri bróđur mínum ţótti ţađ verulega fyndiđ. Hann vaktađi alla dćgurlagaţćtti í útvarpinu. Ţegar "Söngur villiandarinnar" var hljómađi kom bróđir minn hlaupandi međ útvarp til mín. Og ég grét međ ţađ sama af vorkunn yfir dapurlegum örlögum villiandarinnar.
Útbreiddasta tónlistarblađ heims, hiđ bandaríska Rolling Stone, var fyrir nokkrum mínútum ađ opinbera val lesenda sinna á sorglegustu söngvum allra tíma. Niđurstađan er ţessi:
1 Tears In Heaven međ Eric Clapton
Tilefni ţessa sönglags er verulega dapurlegt. Fjögurra ára sonur Erics féll út um glugga á 53. hćđ í blokkaríbúđ og lést. Eric tókst á viđ sorgina međ ţví semja ţennan kveđjuóđ til sonar síns. Ţađ hvarflađi ekki ađ Eric ađ lagiđ yrđi ofursmellur sem toppađi vinsćldalista víđa um heim, sem varđ í reynd. Ţetta var ađeins kveđja sem hann varđ ađ koma frá sér og hrópa út í loftiđ. Honum ţykir gott ađ syngja lagiđ. Ţađ er honum "heilun".
2 Hurt međ Nine Inch Nails
Textinn fjallar um ţunglyndi, heróínfíkn söngvarans og sjálfsvígshugsanir. Johnny Cash krákađi (cover song) lagiđ síđar og túlkađi frábćrlega. Gerđi ţađ ađ sínu. Enda ţekkti hann yrkisefniđ ađ eigin raun.
3 Everybody Hurts međ REM
Eins og međ fleiri REM söngva er textinn óljós. Margir túlka hann sem frásögn af ástarsorg. Einkum unglingar ţegar hvolpaást steitir á skeri.
4 Cat´s In The Craddle međ Harry Chapin
5 Something In The Way međ Nirvana
6 He Stoped Loving Her međ George Jones
7 Black međ Pearl Jam
8 Sam Stone međ John Prine
9 Nutshell međ Alice in Chains
10 I´m So Lonesome I Could Cry međ Hank Williams
Ţessi niđurstađa kemur mér ađ sumu leyti á óvart. Til ađ mynda kemst "Seasons In The Sun" međ Terry Jacks ekki á blađ. Sá söngur hefur oft veriđ kallađur sorglegasta sönglag sögunnar. Reyndar án ţess ađ vísađ sé í neitt ţví til stađfestingar. Slúđursögur voru í gangi á sínum tíma um ađ í Bretlandi og í Bandaríkjum Norđur-Ameríku hafi veriđ gripiđ til ráđstafana svo ađ dauđvona fólk á sjúkrahúsum og elliheimilum yrđi ekki vart viđ ţetta sorglega sönglag.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
30.9.2013 | 21:57
Týr fer mikinn á heimsmarkađi
Í ársbyrjun 2002 höfđu Íslendingar ekki hugmynd um ađ í Fćreyjum vćri blómlegt tónlistarlíf. Ţađ breyttist snarlega ţegar Guđni Már Henningsson spilađi lagiđ Ormurin langi međ fćreysku hljómsveitinni Tý á Rás 2 snemma árs 2002. Lagiđ sló svo rćkilega í gegn ađ í árslok var ţađ mest spilađa lag í íslensku útvarpi. Lagiđ vakti upp öfluga fćreyska tónlistarbylgja, kölluđ fćreyska byljan, hérlendis. Ţađ sér hvergi fyrir enda á vinsćldum fćreyskrar tónlistar á Íslandi.
Fyrir tveimur árum náđi fćreyska hljómsveitin Týr óvćnt 1. sćti á ameríska vinsćldalistanum CMJ. Hann mćlir spilun hjá svokölluđum háskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjum Norđur-Ameríku og Kanada. Útvarpsstöđvarnar eru reyndar ekki alfariđ bundnar viđ háskóla heldur einnig ađrar framhaldsskólaútvarpsstöđvar.
Á dögunum kom út platan Valkyrja međ Tý. Hún fer mikinn á heimsmarkađi.
Hér eru nokkur dćmi um ţađ:
- #15 á vinsćldalista Billboard, bandarísks tímarits sem tekur saman hina ýmsu vinsćldalista. Vinsćldalistinn međ ţessari niđurstöđu kallast Heatseeker´s.
- #22 á vinsćldalista Billboard sem kallast Current Hard Music.
- #39 á vinsćldalsita Billboard sem kallast Overall Hard Music.
- #70 á vinsćldalista Billboard sem kallast "Óháđi vinsćldalistinn".
- #4 á alţjóđa ţungarokksvinsćldalista iTunes (metal chart).
- #2 á kanadíska iTunes ţungarokksvinsćldalistanum.
- #9 á kanadíska rokkvinsćldalistanum.
- #72 á almenna kanadíska vinsćldalistanum.
- #45 á almenna ţýska vinsćldalistanum.
- #76 á almenna svissneska vinsćldalistanum.
- #26 á kanadíska ţungarokksvinsćldalistanum.
Tónlist | Breytt 1.10.2013 kl. 00:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)