Fćrsluflokkur: Tónlist
28.9.2013 | 21:32
Nefnum götur og vegi eftir heimsfrćgum Íslendingum
Mađur hét Levon Helm. Hann var söngvari og trommuleikari kanadísku hljómsveitarinnar The Band. Annarrar af tveimur fyrstu hljómsveitum til ađ spila músíkstílahrćru sem fengu samheitiđ americana (ópoppuđ amerísk rótarmúsík; blanda af rokki, kántrýi, blús og ţjóđlagamúsík). Hin hljómsveitin var Creedence Clearwater Revival.
Levon Helm fćddist í Bandaríkjum Norđur-Ameríku en flutti til Kanada á sjötta áratugnum. Um miđjan sjöunda áratuginn tók söngvaskáldiđ Bob Dylan sér hlé frá kassagítar. Hann fékk Levon og kanadíska félaga hans til ađ spila međ sér rafmagnađa rokkmúsík. Samstarfiđ varđ langt og farsćlt.
Undir lok sjöunda áratugarins fóru Levon og félagar ađ senda frá sér plötur undir hljómsveitarnafninu The Band. Nafniđ The Band hafđi fram ađ ţví veriđ óformlegt heiti á hljómsveitinni sem spilađi međ Bob Dylan.
Fjöldi laga međ The Band varđ vinsćll og er í dag klassískt rokk. Nćgir ađ nefna lög eins og "The Night They Drow Old Dixie Down" og "The Weight".
Levon Helm dó í fyrra. Síđustu ćviárin bjó hann í Woodstock í New York ríki. Yfirvöld ţar á bć hafa nú formlega heiđrađ minningu Levons međ ţví ađ endurnefna ţjóđveginn Route 375. Héđan í frá heitir hann Levon Helm Memorial Boulevard. Flott dćmi.
Íslenskir embćttismenn ćttu ađ gera eitthvađ svona. Nefna götur og vegi eftir heimsfrćgustu Íslendingum: Björk, Eivör, Laxness, Sigur Rós, Leoncie...
Til gamans má geta ađ Levon hét í raun Lavon. Kanadamenn gátu hinsvegar ekki boriđ ţađ nafn fram rétt. Ţeir gátu ađeins boriđ nafniđ fram sem Levon. Til ađ koma í veg fyrir rugl og til ađ einfalda málin tók Lavon upp ritháttinn Levon á nafni sínu.
1971 sló bandaríska söngkonan Jóhanna frá Bćgisá (Joan Baez) óvćnt í gegn međ sönglagi Levons og Robba Róbertssonar, The Night They Drove Old Dixie Down. Í flutningi Jóhönnu toppađi lagiđ vinsćldalista ţvers og kruss um heiminn. Og fór í 3ja sćti bandaríska vinćldalistans.
Ofurvinsćldir lagsins í flutningi Jóhönnu kom öllum í opna skjöldu. Líka henni sjálfri. Ennţá meira Levon og félögum í The Band. Ţeir móđguđust og tóku vinsćldunum illa. Sökuđu Joan Baez um ađ hafa stoliđ af sér vinsćldum. Fannst sem Jóhann hefđi valtađ yfir ţá. Eftir á ađ hyggja voru viđbrögđ liđsmanna The Band kjánaleg. Ţeir sendu lagiđ frá sér tveimur árum áđur. Vegna vinsćlda lagsins í flutningi Joan Baez er ţetta The Band lagiđ sem flestir ţekkja.
Jóhanna las aldrei texta lagsins skrifađan heldur lćrđi hann (frekar illa) ţegar hún spilađi lagiđ međ The Band. Sitthvađ lćrđi hún vitlaust. Ţađ lagđist illa í Levon og ţá hina í The Band. Ţeir voru ekki fyrir svona kćruleysi.
Tónlist | Breytt 29.9.2013 kl. 00:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
27.9.2013 | 15:19
Eivör fćr dönsk tónskáldaverđlaun
Danska tónskáldafélagiđ heitir DJBFA. Ţađ er dálítiđ einkennilegt nafn. Skýringin á ţví er sú ađ ţetta er skammstöfun á miklu lengra nafni, Danske Jazz, Beat og Folkemusik Autorer. Félagar í danska tónskáldafélaginu eru nálćgt 1500. Árlega heiđrar félagiđ ţrjú dönsk tónskáld sem hafa skarađ fram úr áriđ áđur.
Í fyrradag voru heiđursverđlaun veitt tónskáldunum sem stóđu upp úr 2012. Eitt ţeirra ţriggja var fćreyska álfadrottingin Eivör. Verđlaunin voru veitt viđ hátíđlega athöfn fyrir framan 600 gesti.
Formađur DJBFA, Susi Hyldgaard, fór fögrum orđum í lýsingu á fćreyska tónskáldinu. Hún sagđi međal annars eitthvađ á ţessa leiđ: Undir söng Eivarar sitjum viđ bergnumin. Viđ finnum fyrir rigningunni, sjáum grćna hóla og klettana. Viđ heyrum í ölduniđ hafsins... Og mitt í ţví öllu skynjum viđ hvernig hún býđur okkur velkomin í sitt hlýja hjarta.
Heiđursverđlaun DJBFA eru gríđarmikil viđurkenning fyrir tónskáldiđ Eivöru. Ţar fyrir utan fylgir ţeim 25 ţúsund danskar krónur (525 ţúsund íslenskar krónur). Ţađ er hćgt ađ kaupa eitthvađ sniđugt fyrir ţann pening.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2013 | 22:51
Fćreysk plata til heiđurs og til minningar um bítilinn George Harrison
Fćreyski gítarleikarinn Stanley Samuelsen er annarsvegar ţekktur af sólóferli og hinsvegar sem einn ţriggja gítarleikara Trio Acoustica. Stanley hefur sent frá sér átta sólóplötur. Hann hefur einnig spilađ töluvert međ ítalska fiđluleikaranum Marco Santini. Nú hefur Stanley hljóđritađ 5 lög eftir breska bítilinn George Harrison. George spilađi á sólógítar í Bítlunum (The Beatles). Hann var liđtćkur í einstaklega fallegum röddunum Bítlanna.
George fór rólega af stađ sem söngvahöfundur. Ekki auđvelt hlutskipti fyrir óöruggan og leitandi söngvahöfund ađ vera í hljómsveit međ tveimur af bestu söngvahöfundum rokksögunnar, John Lennon og Paul McCartney. Í hina röndina var ţađ ögrun og stór áskorun ađ eiga upp á pallborđ međ ţeim á ţví sviđi. Harrison ţurfti ađ koma međ virkilega bitastćđa söngva sem stóđust samanburđ viđ ţađ besta eftir Lennon og McCartney. Harrison stóđst prófiđ. Lög hans settu iđulega sterkan og framsćkinn blć á plötur Bítlanna. Hann fór ađ mörgu leyti ađra leiđ í útsetningum en Lennon og McCartney.
George Harrison fór glćsilega af stađ í sólóferil eftir daga Bítlanna. Virkilega glćsilega međ plötupakkanum All Things Must Pass. Snilldar pakki 3ja platna. Ţegar frá leiđ urđu plötur hans mistćkari. Alveg eins og hjá öđrum Bítlum. Eins og gengur. En engin samt léleg í tilfelli Harrison. Jú, kannski Gone Troppo.
Á níunda áratugnum stofnađi Harrison hljómsveitina Traveling Wilburys međ Byb Dylan, Jeff Lynne, Tom Petty og Roy Orbison.
Krabbamein dró Harrison til dauđa 2001. Einkasonur hans, Dhani Harrison, er giftur íslenskri konu. Ég man ekki nafn hennar en hún er dóttir Kára Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu.
Fćreyski gítarleikarinn Stanley Samuelson nýtur liđsinnis dóttur sinnar, Astrid, viđ gerđ plötunnar til heiđurs Harrison. Astrid syngur öll lögin og spilar á gítar. Ţau eru fimm:
Long Long Long
Here Comes The Sun
So Sad
Beware of Darkness
Your Love Is Forever
Hćgt er ađ hlusta á lögin og kaupa ţau til niđurhals međ ţví ađ smella á ţessa slóđ:
https://itunes.apple.com/gb/album/tribute-to-george-harrison/id710444149
Tónlist | Breytt 23.9.2013 kl. 01:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2013 | 23:34
Plötuumslög í sínu rétta umhverfi
Ţegar rölt er um New York borg ber margt fyrir auga sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. New York borg er vettvangur margra kvikmynda, sjónvarpsţátta og tónlistar. Demókratar eru ráđandi. Íbúar eru um 8 milljónir. Daglegir túristar í New York eru jafn margir: 8 milljónir.
New York er suđupottur fjölmenningar í tónlist og ýmsu öđru, međ sitt Kínahverfi, litlu Ítalíu, fátćkrahverfi svertingja (Harlem) og svo framvegis. New York er heimsálfa ólíkra hverfa, ólíkra menningarsvćđa...
Mörg af frćgustu plötuumslögum rokksögunnar hafa veriđ ljósmynduđ í NY. Ţađ er ţess vegna sem gestkomandi í New York borg kannast viđ umhverfiđ.
Plötuumslag bresku mod-hljómsveitarinnar The Who "The Kids are Allright", byggir á ljósmynd í New York.
Umslag plötunnar "Too Long in Exile" međ írska söngvaranum Van Morrison.
"After The Gold Rus" međ kanadíska tónlistarmanninum Neil Young skartar ljósmynd frá NY.
Umslag plötunnar "Live at Max´s Kansas City" međ NY sveitinni Velvet Underground.
Hljómsveitin New York Dolls og umslag samnefndrar plötu.
Ramones, enn ein NY sveitin og umslag plötunnar "Rocket to Russia".
Steely Dan brugđu sér í Central Park garđinn í NY til ađ sitja fyrir á mynd á umslag plötunnar "Pretzel Logic".
Söngleikjaplatan "West Side Story".
Bob Dylan bjó í NY og ţurfti ekki ađ sćkja myndefni langt.
Dylan fór samt til London til ađ filma myndband viđ lagiđ "Subterranean Homesick Blues".
Tónlist | Breytt 18.9.2013 kl. 21:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2013 | 00:26
Söluhćstu lög allra tíma
Söluhćsta lag allra tíma er "White Christmas" í flutningi Bings Grosbys. Ţetta lag hefur haldiđ forystusćti í marga áratugi. Reyndar međ ţeirri undartekningu ađ "Candle in the Wind" međ Elton John fór á tímabili fram úr. Í dag er stađan sú ađ "White Cristmas" hefur selst í 50 milljónum eintaka á móti 33 milljónum eintaka sölu á "Candle in the Wind" međ Elton John.
Hér fyrir neđan er listi yfir söluhćstu lög frá og međ árinu 1958. Ţessi listi mćlir ekki sölu á lögum hvers árs fyrir sig (sölu í árslok) heldur heildarsölu frá ţví ađ lagiđ kom út. Ţađ er gaman ađ skođa listann út frá ártalinu vegna ţess ađ plötusala hefur vaxiđ gríđarlega mikiđ frá einum áratug til annars. Bćđi fjölgar jarđarbúum hratt og fram eftir sjöunda áratugnum voru ađeins til plötuspilarar á fínni heimilinum og eđa ţar sem ungt fólk var til heimilis. Í dag eiga nánast allir einstaklingar tćki til ađ spila músík af plötu, disk eđa iPad...
1958 Kingston Trio 'Tom Dooley' 8.241.000 points
1959 Bobby Darin 'Mack The Knife' 6.994.000 points
Ég lauma hér inn kráku (cover song) Marks Lonegans á "Makka hníf" úr ţýsku "Túskildingsóperu" Kurts Weills. Mark heldur hljómleika hérlendis 30. sept. Ţađ er fyrir löngu löngu löngu síđan uppselt á hljómleikana. Mark er einn af helstu gruggurum Seattle (grunge). Ţekktastur sem söngvari Screaming Trees. Hann var ađ senda frá sér sólóplötu. Flottasta lagiđ er ţessi kassagítarútfćrsla af "Makka hníf":
1960 Elvis Presley 'It's Now Or Never' 10.981.000 points
1961 Elvis Presley 'Surrender' 6.405.000 points
1962 Pat Boone 'Speedy Gonzales' 8.463.000 points
1963 Beatles 'I Want To Hold Your Hand' 14.435.000 points #5
1964 Beatles 'Can't Buy Me Love' 8.063.000 points
1965 Rolling Stones 'Satisfaction'
1966 Frank Sinatra 'Strangers In The Night'
1967 Scott McKenzie 'San Francisco (Be Sure To Wear Flowers)' 10.303.000 points
1968 Beatles 'Hey Jude' 13.972.000 points #7
1969 The Archies 'Sugar Sugar' 9.974.000 points
1970 George Harrison 'My Sweet Lord' 11.434.000 points
1971 Carly Simon 'You're So Vain' 7.815.000 points
1972 Hot Butter 'Popcorn' 7.856.000 points
1973 Rolling Stones 'Angie' 9.001.000 points
1974 Terry Jacks 'Seasons In The Sun' 10.678.000 points
1975 Queen 'Bohemian Rhapsody' 9.008.000 points
1976 Abba 'Dancing Queen' 8.739.000 points
1977 Bee Gees 'How Deep Is Your Love' 8.039.000 points
1978 John Travolta & Olivia Newton-John 'You're The One That I Want' 12.139.000 points #10
1979 Pink Floyd 'Another Brick In The Wall (Part II)' 11.810.000 points
1980 Barbra Streisand 'Woman In Love' 11.227.000 points
1981 Kim Carnes 'Bette Davis Eyes' 10.602.000 points
1982 Culture Club 'Do You Really Want To Hurt Me' 10.543.000 points
1983 Irene Cara 'Flashdance...What A Feeling' 11.953.000 points
1984 Stevie Wonder 'I Just Called To Say I Love You' 11.667.000 points
1985 USA For Africa 'We Are The World' 14.600.000 points #4
1986 Madonna 'Papa Don't Preach' 8.261.000 points
1987 Whitney Houston 'I Wanna Dance With Somebody' 7.897.000 points
1988 Phil Collins 'A Groovy Kind Of Love' 8.042.000 points
1989 Madonna 'Like A Prayer' 9.520.000 points
1990 Sinead O'Connor 'Nothing Compares 2 U' 10.128.000 points
1991 Bryan Adams '(Everything I Do) I Do It For You' 15.694.000 points #3
1992 Whitney Houston 'I Will Always Love You' 16.547.000 points #2
1993 UB 40 '(I Can't Help) Falling In Love With You' 10.353.000 points
1994 All-4-One 'I Swear' 10.872.000 points
1995 Coolio feat. L.V. 'Gangsta's Paradise' 12.942.000 points #9
1996 Los Del Rio 'Macarena' 14.126.000 points #6
1997 Elton John 'Candle In The Wind 1997' 21.314.000 points #1
1998 Celine Dion 'My Heart Will Go On' 11.256.000 points
1999 Britney Spears 'Baby One More Time' 8.918.000 points
2000 Madonna 'Music' 7.414.000 points
2001 Kylie Minogue 'Can't Get You Out Of My Head' 8.123.000 points
2002 Shakira 'Whenever Wherever' 8.541.000 points
2003 Outkast 'Hey Ya!' 6.817.000 points
2004 Maroon 5 'This Love' 7.791.000 points
2005 James Blunt 'You're Beautiful' 9.469.000 points
2006 Shakira feat. Wyclef Jean 'Hips Don't Lie' 9.845.000 points
2007 Timbaland feat. OneRepublic 'Apologize' 10.912.000 points
2008 Leona Lewis 'Bleeding Love' 10.420.000 points
2009 Black Eyed Peas 'I Gotta Feeling' 13.044.000 points #8
2010 Eminem feat. Rihanna 'Love The Way You Lie' 9.067.000 points
2011 Adele 'Rolling In The Deep' 11.969.000 points
2012 Carly Rae Jepsen 'Call Me Maybe' 11.611.000 points
2013 Robin Thicke feat. T.I. & Pharrell Williams 'Blurred Lines'
Tónlist | Breytt 18.9.2013 kl. 16:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2013 | 22:37
Nýtt lag frá Högna Lisberg, MTV og Opna bandaríska tennismótiđ
Fyrir nokkrum dögum skrifađi ég bloggfćrslu um ný lög sem fćreyska söngvaskáldiđ, söngvarinn og trommuleikarinn Högni Lisberg er ađ senda frá sér. Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á slóđina: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1310157/
Ég mćli međ ţví ađ ţiđ lesiđ ţá bloggfćrslu áđur en lengra er haldiđ hér. Svona til ađ allt sé í réttu samhengi.
Lag Högna sem ţar er kynnt til sögunnar, Fólkiđ í Sprekkunum, kraumar undir Topp 30 vinsćldalistanum á Rás 2. Magnađ lag. Smelliđ á ţessa slóđ og kjósiđ lagiđ: http://www.ruv.is/topp30?mottekid=1
22. ágúst sendi Högni frá sér annađ flott lag, Drukni. Ţađ má heyra međ ţví ađ smella á: http://www.youtube.com/watch?v=oVnJp2jPX80
Núna var Högni ađ senda frá sér 3ja lagiđ á fćreysku, Villir hundar. http://www.youtube.com/watch?v=__kcAJ_WlHA
Til viđbótar ţeim upplýsingum sem komu fram í bloggfćrslunni er vitnađ er til hér efst ţá hefur bandaríska sjónvarpsstöđin MTV veriđ dugleg viđ ađ spila lög Högna. Líka evrópska MTV. Ţar fyrir utan hefur bandaríska tennissambandiđ US Open Tennis Campaigns gert út á lög Högna bćđi í ár og í fyrra. Ţetta má sjá međ ţví ađ smella á: http://vimeo.com/73317624
Til ađ hnýta allt í samhengi er gott ađ hverfa röskan áratug aftur í tímann og rifja upp ţegar Högni kom sterkur inn á markađinn sem trommuleikari trip-hopp hljómsveitarinnar Clickhaze. Eivör söng og ţau Högni höfđu áđur veriđ saman í hljómsveitinni Reverb ţar sem Eivör öskrađi Led Zeppelin lög í bland viđ Bob Dylan ballöđur í ţorpinu Götu á Austurey.
Tónlist | Breytt 15.9.2013 kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2013 | 21:29
Plötuumsögn
- Titill: Bláar raddir
- Flytjandi og höfundur laga: Gísli Ţór Ólafsson
- Ljóđ: Geirlaugur Magnússon
- Einkunn: **** (af 5)
Áđur en ég skellti disknum undir geislann renndi ég yfir textabćklinginn. Ljóđ Geirlaugs Magnússonar eru frjáls í forminu. Ţađ er ekki sterkur hrynjandi eđa taktur í ţeim, né rím. Upp í huga mér kom spurningin: Hvernig í ósköpunum getur Gísli Ţór samiđ dćgurlög viđ svona ljóđ? Svariđ er: Hann rćđur bćrilega viđ ţađ. Reddar sér snilldarlega fyrir horn ţegar mest á reynir.
Ljóđ Geirlaugs eru mögnuđ; samanpakkađir gullmolar; safarík orđsnilld. Ljóđin eru svo geislandi perlur ađ platan verđur eiginlega skilgreind sem tónskreyttur flutningur á ţeim. Samt geta lögin stađiđ prýđilega ein og sér - án ţess ađ hlustađ sé náiđ eftir ljóđinu.
Upphafslagiđ, Hringekjan, er eina rokkađa lagiđ á plötunni. Harđur trommutaktur og kröftugur gítar. Grípandi stuđlag.
Viđ tekur Rökkur; gullfallegt og hátíđlegt. Hálfgerđur sálmur. Svo kirkjuleg er stemmningin. Einungis söngur og hljómborđ. Mjög Toms Waits-legt lag og Toms Waits-legur söngur. Andi Toms Waits svífur víđar yfir vötnum á plötunni. Mest í lokalaginu, Fugl sem fuglari, fyrir utan Rökkur. Ţau tvö eru bestu lög plötunnar. Tilviljun? Held ekki.
Fugl sem fuglari er vals, spilađur á harmonikku (ásamt kontrabassa og kassagítar). Frábćrt lokalag.
Ţau sjö lög sem eru á milli Rökkur og Fugl sem fuglari eru "venjulegri". Ţađ er ónákvćm lýsing sem segir fátt. Ţađ segir ekki mikiđ meira ađ tilgreina ađ ţau lög hafi ekki sömu sterku sérkenni og lögin sem hafa veriđ nefnd. Engu ađ síđur ljómandi fín lög, hvert fyrir sig. Ţađ er engan veikan punkt ađ finna á plötunni.
Gísli Ţór spilar sjálfur á fjölda hljóđfćra (gítar, bassa, orgel). Honum til ađstođar er Sigfús Arnar Benediktsson sem spilar á trommur, gítar og hljómborđ. Jón Ţorsteinn Reynisson spilar á harmonikku. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir syngur bakrödd í Hringekjan.
Glćsilegt málverk á forsíđu er eftir Margréti Nilsdóttur.
Tónlist | Breytt 6.9.2013 kl. 19:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
4.9.2013 | 20:42
Heimsfrćg bandarísk poppstjarna syngur fćreyskt lag inn á plötu
Höfundur lags sem vinsćlar og heimsfrćgar poppstjörnur syngja og gefa út á plötum er í góđum málum. Fyrir ţađ fyrsta gefur ţađ ágćtan pening í ađra hönd. Oft kemur ţađ sér vel ađ fá marga peninga í vasann. Í annan stađ er ţađ öflug kynning fyrir lagahöfundinn. Ađrir flytjendur sjá nafn höfundarins. Ef ţeir kunna vel viđ lagiđ geta viđbrögđ orđiđ ţau ađ kynna sér fleiri lög eftir sama höfund. Margar af skćrustu poppstjörnum heims hófu feril sinn sem höfundar laga sem poppstjörnur sungu og gáfu út á plötu. Ţannig var ţađ međ Kris Kristofferson. Lag eftir hann ratađi inn á plötu međ Jerry Lee Lewis. Í kjölfariđ pikkuđu Johnny Cash, Janis Joplin og fleiri lög hans upp og gáfu út í sínum flutningi. Svipađa sögu má segja um Willie Nelson og ótal ađra.
Í ţriđja lagi er ţetta mikil viđurkenning á hćfileikum höfundar. Vinsćlar og heimsfrćgar poppstjörnur hafa úr milljónum laga ađ velja ţegar ţćr syngja inn á 12 - 14 laga plötu. Hvert lag sem ţćr syngja eftir ađra en sjálfa sig ţarf virkilega ađ heilla viđkomandi.
Núna í lok september sendir bandaríska söngkonan og leikarinn Cher frá sér sína fyrstu plötu í 12 ár. Platan heitir Closer to the Truth. Hún inniheldur 14 lög. Ţar af eitt fćreyskt. Ţađ heitir My Love og er eftir Gretu Svabo Bech.
Lagiđ var upphaflega samiđ fyrir og flutt af hljómsveitinni Picture Book sem Greta var í fyrir nokkrum árum.
Greta var stödd inni í mátunarklefa í fataverslun í London ţegar síminn hringdi. Á línunni var starfsmađur Cher. Hann spilađi lagiđ í flutningi Cher og spurđi hvort ađ Greta vćri sátt viđ útkomuna. Greta varđ svo undrandi ađ hún varđ ringluđ og spurđi sjálfa sig: Hver er ég? Hvađ er ţetta?
Cher hefur átt fjölda laga á toppi vinsćldarlista. Fyrst sem dúettinn Sonny & Cher. Síđan undir eigin nafni sem sólósöngvari.
Greta rekur sitt eigiđ hljóđver í Miđvági í Fćreyjum.
Á myndbandinu fyrir neđan syngur Greta međ Picture Book (lagiđ hefst ekki fyrr en á 38. sek).
Sennilega er Believe ţekktasta lag Cher til ţessa. Svo tekur My Love eftir Gretu Svabo viđ.
Tónlist | Breytt 5.9.2013 kl. 11:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2013 | 12:59
Hvers vegna?
Í nćst síđustu bloggfćrslu minni, hér fyrir neđan, er samantekt á listum ýmissa fjölmiđla yfir bestu plötur rokksögunnar. Athygli vekur ađ allar plöturnar á listunum eru komnar vel til ára sinna. Ţar af flestar frá sjöunda og áttunda áratugnum. Bítlarnir, Nirvana, Pink Floyd, Clash, Beach Boys, Bob Dylan, Rolling Stones og ađrir slíkir einoka listana. Langyngsti flytjandinn er Radiohead međ langnýjustu plöturnar. Sú nýrri ţeirra kom út fyrir 16 árum.
Af hverju eiga nýliđar og nýrri plötur erfitt uppdráttar á svona listum? Ég gerđi könnun: Skođađi forsíđur nýjustu tölublađa helstu tónlistartímaritanna. Og sjá: Ţćr eru undirlagđar ţessum sömu gömlu og rótgrónu nöfnum. Sömu nöfnum og tróna efst á listum yfir bestu plöturnar.
Af langri reynslu hafa ritstjórnir ţessara tímarita lćrt hvađa forsíđuumfjallanir selja blöđin. Ţćr ţekkja kaupendur blađanna. Vita hvađ ţeir vilja.
Ţetta er einskonar sjálfhelda: Tímaritin fóđra lesendur á endalausri og síendurtekinni umfjöllun um sömu gömlu poppstjörnurnar. Lesendur eru búnir ađ lesa svo oft sömu klisjurnar um ţessar poppstjörnur ađ ţeir kunna ţćr utan ađ. Út á ţađ gengur skemmtunin: Ţađ er ţćgilegt ađ lesa kunnuglegan texta og rifja upp sögurnar af gömlu hetjunum sínum. Ţađ gefur jafnframt ástćđu til ađ endurnýja kynni viđ gömlu góđu plöturnar enn einu sinni. Ţađ er góđ skemmtun.
Kannski er líka kominn tími til ađ kaupa ný "remasteruđ" eintök af plötunum - međ aukalagi. Ţađ er gaman. Sú er ástćđan fyrir ţví ađ almennar plötubúđir eru hćttar ađ hafa á bođstólum ađrar plötur en ţessar međ gömlu góđu poppstjörnunum (ásamt ţeim sem eru efst á vinsćldalista dagsins). Í plötubúđunum eru allar plötur Bítlanna, Rolling Stones, Dylans og Clash. Plötur međ minna ţekktum tónlistarmönnum fást ekki lengur í almennum plötubúđum.
Klassíska rokkiđ er allsráđandi á markađnum. Ţađ er í góđu lagi út af fyrir sig. Rúnar heitinn Júlíusson orđađi ţađ einhvernvegin ţannig: "Mínar gömlu hetjur, Hendrix og Led Zeppelin, standast svo vel tímans tönn ađ ég hef ekki ţurft ađ skipta ţeim út fyrir nýrri stjörnur."
Tíminn gegnir veigamiklu hlutverki í tónlist. Eitt af ţeim hlutverkum er ađ tíminn sorterar hismiđ frá kjarnanum. Gullmolarnir verđa eftir og glansa skćrar međ hverju ári. Plötur sem ţola ítrekađa og langvarandi spilun verđa klassík. Hinar verđa tröllum ađ bráđ og gleymast án ţess ađ nokkur sakni ţeirra.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
30.8.2013 | 01:04
Bestu plötur rokksögunnar
Ég er ađ detta inn á sjötugs aldur hvađ úr hverju. Ég kann ekkert á tölvur. Ég ćtla ekkert ađ lćra á ţćr né allt ţetta sem kallast iPad, iPod, snjallsímar eđa annađ slíkt. Ţađ tekur ţví ekki. Ég kann lítiđ annađ á tölvur en e-mail. Allt ţar fyrir utan er eitthvađ sem ég veit fátt um. Samt hćtti ég mér stundum út fyrir e-mailiđ og fikta eitthvađ út í loftiđ. Ţá rakst ég á lista yfir bestu plötur rokksögunnar. Fyrir listanum var skráđ nafniđ RFNAPLES. Ég veit ekkert fyrir hvađ ţađ stendur. Ég reyndi ađ fletta ţví upp en ţađ stoppađi á innskráningu, lykilorđi og einhverju svoleiđis.
Engu ađ síđur ţótti mér listi RFNAPLES áhugaverđur. Ég mátađi hann viđ nokkra ađra lista sem ég átti. Ţeir eru misgamlir. En kemur ekki mikiđ ađ sök. Bestu plöturnar eru flestar eldri en tvívetra. Niđurstađan er skemmtilega allt ađ ţví samhljóđa (međ skemmtilegum undantekningum). Árlega koma út tugir milljóna rokkplatna. Ţađ er afar merkilegt ađ af öllum ţessum milljörđum platna skuli meira og minna sömu plötur toppa lista yfir bestu plötur rokksögunnar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)