Týr fer mikinn á heimsmarkaði

  Í ársbyrjun 2002 höfðu Íslendingar ekki hugmynd um að í Færeyjum væri blómlegt tónlistarlíf.  Það breyttist snarlega þegar Guðni Már Henningsson spilaði lagið  Ormurin langi  með færeysku hljómsveitinni Tý á Rás 2 snemma árs 2002.  Lagið sló svo rækilega í gegn að í árslok var það mest spilaða lag í íslensku útvarpi.  Lagið vakti upp öfluga færeyska tónlistarbylgja,  kölluð færeyska byljan,  hérlendis.  Það sér hvergi fyrir enda á vinsældum færeyskrar tónlistar á Íslandi.

  Fyrir tveimur árum náði færeyska hljómsveitin Týr óvænt 1. sæti á ameríska vinsældalistanum CMJ.  Hann mælir spilun hjá svokölluðum háskólaútvarpsstöðvum í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada.  Útvarpsstöðvarnar eru reyndar ekki alfarið bundnar við háskóla heldur einnig aðrar framhaldsskólaútvarpsstöðvar.

  Á dögunum kom út platan  Valkyrja  með Tý.  Hún fer mikinn á heimsmarkaði.

Tyr-Valkyrja

  Hér eru nokkur dæmi um það:

  -  #15 á vinsældalista Billboard,  bandarísks tímarits sem tekur saman hina ýmsu vinsældalista.  Vinsældalistinn með þessari niðurstöðu kallast Heatseeker´s. 

  - #22 á vinsældalista Billboard sem kallast Current Hard Music.

  - #39 á vinsældalsita Billboard sem kallast Overall Hard Music.

  - #70 á vinsældalista Billboard sem kallast "Óháði vinsældalistinn".

  - #4 á alþjóða þungarokksvinsældalista iTunes (metal chart). 

  - #2 á kanadíska iTunes þungarokksvinsældalistanum. 

  - #9 á kanadíska rokkvinsældalistanum. 

  - #72 á almenna kanadíska vinsældalistanum. 

  - #45 á almenna þýska vinsældalistanum. 

  - #76 á almenna svissneska vinsældalistanum. 

  - #26 á kanadíska þungarokksvinsældalistanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður ekki feigum forðað, né ófeigum í hel komið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 15:23

2 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  rétt hjá þér.

Jens Guð, 2.10.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband