Nefnum götur og vegi eftir heimsfrægum Íslendingum

levon_helm_boulevard.jpg

  Maður hét Levon Helm.  Hann var söngvari og trommuleikari kanadísku hljómsveitarinnar The Band.  Annarrar af tveimur fyrstu hljómsveitum til að spila músíkstílahræru sem fengu samheitið americana (ópoppuð amerísk rótarmúsík;  blanda af rokki, kántrýi, blús og þjóðlagamúsík).  Hin hljómsveitin var Creedence Clearwater Revival.

   Levon Helm fæddist í Bandaríkjum Norður-Ameríku en flutti til Kanada á sjötta áratugnum.  Um miðjan sjöunda áratuginn tók söngvaskáldið Bob Dylan sér hlé frá kassagítar.  Hann fékk Levon og kanadíska félaga hans til að spila með sér rafmagnaða rokkmúsík.  Samstarfið varð langt og farsælt. 

  Undir lok sjöunda áratugarins fóru Levon og félagar að senda frá sér plötur undir hljómsveitarnafninu The Band.  Nafnið The Band hafði fram að því verið óformlegt heiti á hljómsveitinni sem spilaði með Bob Dylan.  

  Fjöldi laga með The Band varð vinsæll og er í dag klassískt rokk.  Nægir að nefna lög eins og "The Night They Drow Old Dixie Down" og "The Weight".  

  Levon Helm dó í fyrra.  Síðustu æviárin bjó hann í Woodstock í New York ríki.  Yfirvöld þar á bæ hafa nú formlega heiðrað minningu Levons með því að endurnefna þjóðveginn Route 375.  Héðan í frá heitir hann Levon Helm Memorial Boulevard.  Flott dæmi. 

  Íslenskir embættismenn ættu að gera eitthvað svona.  Nefna götur og vegi eftir heimsfrægustu Íslendingum:  Björk,  Eivör,  Laxness,  Sigur Rós,  Leoncie...  

 

  Til gamans má geta að Levon hét í raun Lavon.  Kanadamenn gátu hinsvegar ekki borið það nafn fram rétt.  Þeir gátu aðeins borið nafnið fram sem Levon.  Til að koma í veg fyrir rugl og til að einfalda málin tók Lavon upp ritháttinn Levon á nafni sínu.  

  1971 sló bandaríska söngkonan Jóhanna frá Bægisá (Joan Baez) óvænt í gegn með sönglagi Levons og Robba Róbertssonar,  The Night They Drove Old Dixie Down.  Í flutningi Jóhönnu toppaði lagið vinsældalista þvers og kruss um heiminn.  Og fór í 3ja sæti bandaríska vinældalistans.  

  Ofurvinsældir lagsins í flutningi Jóhönnu kom öllum í opna skjöldu.  Líka henni sjálfri.  Ennþá meira Levon og félögum í The Band.  Þeir móðguðust og tóku vinsældunum illa.  Sökuðu Joan Baez um að hafa stolið af sér vinsældum.  Fannst sem Jóhann hefði valtað yfir þá.  Eftir á að hyggja voru viðbrögð liðsmanna The Band kjánaleg.  Þeir sendu lagið frá sér tveimur árum áður.  Vegna vinsælda lagsins í flutningi Joan Baez er þetta The Band lagið sem flestir þekkja.    

  Jóhanna las aldrei texta lagsins skrifaðan heldur lærði hann (frekar illa)  þegar hún spilaði lagið með The Band.  Sitthvað lærði hún vitlaust.  Það lagðist illa í Levon og þá hina í The Band.  Þeir voru ekki fyrir svona kæruleysi.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jensstræti hljómar nokkuð vel!!

Sigurður I B Guðmundsson, 28.9.2013 kl. 22:31

2 identicon

Reyndar var Levon Helm fæddur í Elaine í Arkansas fylki í Bandaríkjunum.

Aðrir meðlimir the Band voru Kanadískir

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 23:39

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú móðgast Færeyingar

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2013 kl. 12:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég tek undir það.  Hehehe!

Jens Guð, 29.9.2013 kl. 22:44

5 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 29.9.2013 kl. 22:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  Færeyingar geta líka kennt götur við Eivöru.  Í Þórshöfn er gata sem heitir Íslandsvegur. 

Jens Guð, 29.9.2013 kl. 22:49

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú sagðir "heimsfrægumn Íslendingum: Björk, Eivör..."

Nokkrar götur í Kaupmannahöfn heita í höfuðið á Íslendingum og svo auðvitað "Íslandsbryggja".

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2013 kl. 08:56

8 Smámynd: Jens Guð

  Þú átt við það.  Eivör er vissulega Færeyingur.  Engu að síður hefur hún fjórum sinnum verið tilnefnd til titla á borð við "Besta íslenska söngkonan" og 2003 hlaut hún titilinn "Besta íslenska söngkonan".  2005 var Eivör útnefnd og hlaut verðlaun sem besta íslenska tónskáld og flytjandi í leikhúsverki.  En ég var svo sem slengja þessu fram í léttum dúr að Eivör væri frægur Íslendingur.  Í Danmörku er verið að verðlauna hana sem besta danska tónskáldið.   

Jens Guð, 30.9.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband