Fćrsluflokkur: Tónlist

Áhugaverđ breyting á lista yfir bestu gítarleikarana

  Söluhćsta og áhrifamesta poppmúsíkblađ heims,  bandaríska Rolling Stone,  var ađ setja saman lista yfir bestu gítarleikara sögunnar.  Listinn er ađ uppistöđu til byggđur á niđurstöđu hátt í sextíu helstu gítarleikara,  allt frá Scotty Moore (Elvis Presley) til Tom Morello (Rage Agains the Machine,  Audioslave) og ţar á milli ýmsir úr bítlahljómsveitakynslóđinni,  hipparokkinu o.s.frv. 

  Ţađ má alltaf deila um niđurstöđu svona lista.  Í raun er ţetta listi yfir bestu frćga engil-saxneska gítarleikara.  En fyrst og fremst er ţetta léttur samkvćmisleikur og enginn allsherjar stóridómur.  Rolling Stone hefur áđur stađiđ fyrir gerđ svona lista.  Ćtli sé ekki hátt í áratugur síđan (gćti veriđ styttra).  Ţeir tveir listar eru ekki samhljóđa.  Nema hvađ varđar 1.  sćtiđ.  Hins vegar er einmitt eitt ţađ merkilegasta viđ nýja listann ađ bera hann saman viđ ţann gamla. 

  Hér er listinn og innan sviga er stađa viđkomandi á gamla listanum (rauđur litur undirstrikar ef viđkomandi stendur í stađ á lista eđa hćkkar.  Blár ef viđkomandi lćkkar á lista): 

 

1   (1)   Jimi Hendrix

  Tom Morello segir Hendrix hafa sprengt upp hugmyndir fólks um ţađ hvernig rokk gćti hljómađ.  Gítarleikur hans hafi veriđ fyrirhafnarlaus.  Ţađ finnist ekki ein einasta mínúta á ferilsskrá hans sem bendi til ađ hann hafi ţurft ađ reyna á sig.  Ţađ sé eins og allt flćđi bara áreynslulaust í gegnum hann.  Hann hafi fléttađ óađfinnanlega saman hljómum,  stökum tónum og söng.

  Svo venjulegur blús í dag.  En algjörletga nýtt og byltingarkennt blúsdćmi 1966.

2   (4)   Eric Clapton
  Gítarhetjur breska blúsrokksins eru á uppleiđ.  Ţeir helstu rađa sér nú í sćti 2, 3, 4 og 5 (í stađ sćti 4, 9, 10 og 14).  Clapton,  Page og Beck voru allir í The Yardbirds og hafa allir veriđ međ  Goodnight Irene   og fleiri lög eftir Leadbelly á dagskrá sinni. 
  Eddie Van Halen segir:  "Gítarsóló Claptons eru svo söngrćn og minnisstćđ ađ ég get raulađ ţau fyrir ţig."
.
.

3   (9)   Jimmy Page  (Led Zeppelin)

  Ég minnist ţess ekki ađ hafa áđur séđ Blađsíđuna svona hátt á lista yfir bestu gítarleikarana.  Joe Perry vill taka inn í dćmiđ hvađ Page sé góđur hljóđversmađur og ferilsskrá sem session-mađur og í Yardbirds og Led Zeppelin.  Hann sé nákvćmur í hljóđblć (sándi):  Hávćr,  hljóđlátur,  mjúkur, hávćr aftur...  

4   (10)  Keith Richards  (Rolling Stones)

  Nils Lofgren:  " Ég elska Chuck Berry. En Keith er betri. Ekki tćknilega - ţađ er tilfinningin sem talar viđ mig.  Ţađ sem Chuck er fyrir Keith er Keith fyrir mér." 

5   (14)   Jeff Beck

6   (3)   B.B. King
.

7   (6)   Chuck Berry

8   (70)  Eddie Van Halen

9   (2)   Duane Allman 

10  (50)  Pete Townshend  (The Who)

11  (21)  George Harrison

  Annar Bítill,  John Lennon,  er í 55. sćti.  George hatađi "fössiđ" (rafsándiđ) í gítarnum hjá John.  George vildi alltaf mjúkan gítarhljómblć.   George skar sig dálítiđ frá öđrum breskum gítarleikurum Bítlakynslóđarinnar um margt annađ.  Međal annars ađ ţví leyti ađ hann var lítiđ fyrir blús.  Hann var meira á línu Carls Perkins,  annarra rokk og rólara og ţjóđlagapoppara (Dylan,  Pete Seeger,  The Byrds...).

 

12  (7)   Stevie Ray Vaughan

13  (-)   Albert King

  Albert King er hástökkvari listans.  Var ekki međ á gamla listanum yfir ţá 100 bestu en er nú í 13. sćti. 

14  (82)  David Gilmour  (Pink Floyd)

  Hilmar Jónsson gagnrýndi gamla listann yfir bestu gítarleikara harđlega fyrir ađ ţar vćri Kurt Cobain ofar en Daviđ Gilmour.  Endurskođun á listanum hefur tekiđ mark á gagnrýni Hilmars.  Davíđ hefur hlotiđ uppreista ćru og Kurt settur út í kuldann.   

15  (25)  Freddie King

  Í ţessum vangaveltum er mjög áhugavert ađ skođa hverjir hafa falliđ af stalli og út af 19 efstu sćtum:

20  (15)  Carlos Santana

31  (8)   Ry Cooder

46  (13)  Jerry Carcia (Grateful Dead)

71  (5)  Robert Johnson

  Ég er afar ósáttur viđ ađ Robert Johnson sé dottinn úr 5. sćti niđur í ţađ 71.  Ţađ bendir til ţess ađ yngsta kynslóđ rokkgítarista sé ekki ađ hlusta á blús frá fjórđa áratug síđustu aldar.

73 (12) Kurt Cobain  (Nirvana)

11  (-)   Kirk Hammett (Metallica)


Eivör međ rosalega spennandi dćmi

   Stóra fréttin í dönsku músíkpressunni í dag er nýjasta skref á tónlistarferli Eivarar.  Hún hefur stofnađ dúett međ finnska kontrabassaleikaranum Ginman (búsettur í Danmörku).

  Dúettinn kallast EIVÖR & GINMAN After Dark. 
  Ţó ađ ţetta sé dúett ţá er samt um fullskipađa hljómsveit ađ rćđa međ trommuleikara,  hljómborđsleikara og blásara.  Hljóđfćraleikararnir eru hátt skrifađir í dönsku djasssenunni.
.
  Ginman er stórt nafn í ţeirri senu.  Hann hefur spilađ međ heimsţekktum nöfnum á borđ viđ Randy Brecker,  Clark Terry,  Scott Hamilton og Lee Konitz.  Hann hefur unniđ međ flestum stćrstu dönsku djassnöfnunum og unniđ til fjölda verđlauna.  Dúett hans og söngvara rokkhljómsveitarinnar Sort Sol,  Jörgensen,  hlaut á sínum tíma margar tilnefningar til Grammy verđlauna og landađi tvennum.  Bandaríska gítarhetjan (frumherji ţvergripa) Link Wray spilađi um tíma međ Sort Sol.  Sú hljómsveit var upphaflega pönksveit en ţróađist yfir í nýbylgjudeildina (new wave).
.
  Ginman hefur međal spilađ inn á plötur međ Sigurđi Flosasyni.
  Ginman er á sextugsaldri.  Hann samdi tónlistina í söngleiknum Snćdrottningunni og hefur samiđ músík fyrir allskonar sjónvarpsţćtti, kvikmyndir og ţess háttar.
.
  Tónlist Eivarar og Ginmans er órafmagnađur dökkur nútímadjass og spuni.  Gríđarlegur spenningur er í Danmörku fyrir samstarfi ţeirra.  Í febrúar á nćsta ári leggjast ţau í hljómleikaferđ undir yfirskrftinni Vetrardjass:
.
8. feb. Aalborg, Huset
9. feb. Aarhus, Musikhuset, Lille Sal
10. feb. Sřnderborghus
11. feb. Vanlřse, Kulturstationen Vanlřse
15. feb. Óđinsvé, Dexter
16. feb. Kaupmannahöfn, Koncerthuset, Studie 2
.
 

Árásin á Guđrúnu Ebbu

  Um miđjan áttunda áratug sögđu konur mér frá ţví ađ í Réttó mćttu stelpur aldrei vera einar međ Ólafi Skúlasyni,  ţáverandi presti og kennara.  Stelpurnar pössuđu vel upp á hver ađra.  Ţetta var altalađ í Réttó.  Á ţessum árum,  um 1970,  voru hugtök á borđ viđ kynferđisofbeldi ekki í umrćđu.  Máliđ var ađeins ţađ ađ allar stelpur í Réttó vissu ađ ţćr máttu ekki vera einar međ "građanaglanum".   Stelpurnar kunnu ekkert sögur af honum ađrar en ţćr ađ kallinn vćri "spólgrađur"og ađ ţćr ţyrftu ađ passa sig á honum.

  Fyrir nokkrum dögum dögum sagđi góđur vinur minn mér frá ţví ađ mamma hans leitađi til Ólafs vegna skilnađardćmis um ţetta leyti.  Hún kom í "sjokki" frá ţeim fundi vegna ţess ađ kallinn hafđi áreitt hana kynferđislega á fundinum.

  Dćmiđ međ Guđrúnu Ebbu er vissulega dapurlegt.  Ég tek alfariđ afstöđu međ hennar málstađ.  Allt sem hún hefur lagt á borđ passar viđ upplifun og hegđunarmunstur fórnarlambs barnaníđs.  Skúli bróđir hennar stađfestir ţađ ađ nokkru ţegar hann reynir ađ hrekja frásögn hennar.  Skođum ţađ hér í nćstu bloggfćrslu á undan.

 

 

  


mbl.is Segja lýsingar rangar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sígaunar og íslensk vćndiskona

sígaunaspákona

  Sígaunar setja svip á miđborg Óslóar.  Ţeir sitja á gangstéttum allan daginn alla daga (nema sunnudaga) í öllum veđrum.  Fyrir framan ţá er pappamál.  Vegfarendur henda smáaurum í pappamálin um leiđ og ţeir ganga framhjá.  Ég sá aldrei neinn setja annađ en verđminnsta klink í pappamálin.  Ég sá heldur aldrei pappamálin nema rétt botnfull.  Líklegt má telja ađ sígaunarnir tćmi úr pappamálunum reglulega í vasa sína.  Nćstum tóm pappamál lađa fremur til sín smáaura en full pappamál. 

  Ţađ er eitthvađ dapurlegt viđ ţetta.  Ég hef ekki sett mig inn í sögu sígauna.  Mér skilst ađ ţeir séu meira og minna utanvelta í ţjóđfélögum;  flakki um og búi viđ fátćkt, ólćsi og sígaunastúlkur byrji ađ eignast börn um 14 ára aldur.  Ţađ er ađ segja sígaunastúlkurnar séu 14 ára (ekki börnin ţegar ţau fćđast). 

  Kjör sígauna eru eitthvađ misjöfn eftir löndum.  Í einhverjum tilfellum eru ţeir réttlausir:  Komast ekki inn á vinnumarkađ; hafa ekki ađgang ađ heilbrigđiskerfi, fá ekki atvinnuleysisbćtur né ellilífeyri.  Kostur ţeirra er ađ betla,  spila músík og stela.  Í stađ ţess ađ ganga í opinbera leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er sígaunabörnum kennt ađ stela.  Vasaţjófnađur er listgrein,  náskyld sjónhverfingum.  Algengt mun vera ađ sígaunakonur bjóđi upp á spádóma gegn greiđslu.  Ég rakst ekki á neina spákonu í Ósló.  Hinsvegar gekk ég fram á íslenska vćndiskonu í Ósló.

  Ţannig var ađ ég staldrađi örstutt viđ hjá fullorđnum sígauna á međan ég smalađi saman handa honum nokkrum aurum.  Í ţann mund sem ég hélt för minni áfram kom ţar ađ ung,  falleg, ljóshćrđ og vel klćdd kona.  Hún beygđi sig niđur ađ betlaranum, ávarpađi hann á ensku og gaf honum sígarettu.  Konan afsakađi sig međ ţeim orđum ađ hún vćri ekki međ neinn pening á sér.  Hún vćri vćndiskona frá Reykjavík og vinnutími hennar ekki hafinn.  Hinsvegar lofađi hún sígaunanum ţví ađ ef hann yrđi ennţá ţarna seint um kvöldiđ ţá myndi hún svo sannarlega gefa honum pening.  Ţangađ til yrđi sígarettan ađ duga.  Ég varđ stoltur af landa mínum.  Hefđi ég veriđ međ íslenska fánann viđ hönd er nćsta víst ađ ég hefđi flaggađ honum.

  Sígaunar eru ekki ţekktir fyrir ađ ráđast međ stórskotaliđi inn í lönd,  sprengja upp fólk og mannvirki, útrýma kynţáttum eđa salla niđur ungliđahreyfingar jafnađarmanna.  Aftur á móti hafa sígaunar skemmt mörgum međ söng og hljóđfćraleik.  Ég saknađi ţess ađ ţeir vćru ekki ađ "böska" í Ósló.  Ađeins einu sinni varđ ég var viđ sígauna spila á harmónikku.  

gipsy wig


Flott og ofurvinsćl norsk vísnapoppshljómsveit međ frábćrri söngkonu

  Í útlöndum forđast ég verslanir eins og heitan eld.  Nema plötubúđir.  Ég ţefa ţćr uppi og fer rćkilega í gegnum plötuúrvaliđ.  Iđulega endar ţađ međ ţví ađ plötusafn mitt fitnar um 20 - 30 plötur.  Verra er ađ ţađ hefur orđiđ veruleg breyting á plötumarkađnum á síđustu árum.  Plötubúđum hefur fćkkađ svo um munar.  Ţćr fáu sem eftir lifa bjóđa upp á miklu fátćklegra og einhćfara úrval en áđur.  Ađeins plötur allra heitustu flytjenda fá hillupláss í dag.

  Ég fann tvćr plötubúđir í Ósló.  Einu íslensku plöturnar ţar eru međ Björk,  Sigur Rós og Jónsa.  Ţađ kom mér á óvart ađ ţar vćru ekki plötur međ Mezzoforte.  Sú hljómsveit á öflugan ađdáendahóp í Noregi. 

  Vinsćlasta vísnapoppshljómsveit Noregs heitir Vamp.  Hún selur upp í 600.000 eintök af plötu.  Vinsćlustu myndbönd hennar hafa veriđ spiluđ yfir 1,3 milljón sinnum á ţútúpunni.  Söngkona Vamp er fćreysk.  Hún heitir Eivör.  Sólóplötur hennar fást einnig í norskum plötubúđum.

 

 


Kominn frá Noregi

  Ég skrapp til Noregs.  Nánar tiltekiđ til Óslóar.  Ég vildi sjá og heyra hvort ástćđa vćri til ađ hafa Noreg međ í vest-norrćna sambandsríki Íslands, Fćreyja og Grćnlands.  Ég er ađallega ađ hugsa um ađ hafa Sama međ.  Ţeir gera svo flotta músík.  Joik kallast fyrirbćriđ og er ţađ elsta í Evrópu.  Samar skilgreina sig reyndar sem íbúa Samalands fremur en íbúa einhvers ţeirra fjögurra landa sem Samaland nćr yfir (eđa inn á):  Noregs, Svíţjóđar, Finnlands og Rússlands).

  Fleiri í Noregi en Samar gera notalega músík.  Ţar á međal morđinginn,  nasistinn og kirkjubrennuvargurinn Burzum.  Hann gerir yndislega músík - ţegar hann er utan fangelsis.  Dćmi um ţađ er lagiđ á myndbandinu efst.  Ég hef skömm á skođunum hans og lífsstíl.  En ég tók fyrir mörgum árum ákvörđun um ađ láta vondar skođanir tónlistarmanna ekki bitna á ţví sem ţeir gera flott í músík.  

  Myndbandiđ hér fyrir neđan er međ samísku tónlistarkonunni Mari Boine:

  Ég hef ekki áđur komiđ til Noregs.  Eins og alltaf ţegar komiđ er á nýjan stađ kemur margt á óvart - ţó vinir og vandamenn hafi veriđ og séu búsettir í Noregi og sagt skilmerkilega frá landi og ţjóđ. 

  Ég fór ekkert út fyrir miđborg Óslóar nema til og frá flugvelli.  Vel á minnst:  Flugvélar Iceland Express hófu sig á loft á auglýstum tíma.  Ég held ađ vísu ađ vélin frá Noregi hafi tekiđ á loft hálfri mínútu of fljótt. En ég er ekki viss um ađ úriđ mitt sé alveg nákvćmt.  Ţetta var innan skekkjumarka.

  Eftirfarandi kom mér mest á óvart:

  - Hvađ hlutfall hörundsdökkra er hátt í miđborg Óslóar.  Og hvađ hátt hlutfall bleiknefja talar saman á spćnsku eđa ítölsku eđa a-evrópskum málum.  Ţetta setur skemmtilegan svip á bćinn.  Eins og allir fjölbreyttu matsölustađirnir: Tyrkneskir, líbanskir, indverskir, kínverskir o.s.frv.  Svo og allar litlu hverfisbúđirnar (cornershops) sem karlmenn af indverskum eđa pakistönskum uppruna reka.  Bandarískir skyndibitastađir eru einnig áberandi:  McDonalds, Burger King, Subway og ţeir allir.  Eitt sinn hraktist ég undan óvćntri rigningu inn á McDonalds. Uppistađan af viđskiptavinunum voru hörundsdökkir. Ţá áttađi ég mig á ţví hvers vegna McDonalds og Burger King ţrifust ekki á Íslandi. Hérlendis er hlutfall hörundsdökkra ekki nógu hátt til ađ standa undir traffík á ţessa stađi.

  - Ég heyrđi aldrei bílflaut. Kannski er bannađ ađ ţeyta bílflautur í Ósló? Eđa ţá ađ ţetta undirstrikar hvađ Norđmenn eru afslappađir í umferđinni. Ţegar ég var í New York fyrr á árinu ţá heyrđist ekki mannamál fyrir stöđugu bílflauti og bílstjórar steyttu hnefa ađ hver öđrum, sendu fokk jú merki og hrópuđu ókvćđisorđ.  Ekkert ađ ţví.  Bara öđru vísi stemmning.

  - Gangandi Norđmenn fara ekki út á gangbraut gegn rauđu ljósi. Ekki heldur ţó ađ engin bílaumferđ sé. Kannski liggja háar sektir viđ slíku?

  - Á sunnudegi er miđborg Óslóar eins og dauđs manns gröf. Hvorki gangandi á ferli né bílaumferđ. Búđir lokađar og ekkert um ađ vera. Ţetta er skrítiđ í stórborg.

  - Stórir fólksbílar og jeppar sjást ekki. Bílaflotinn samanstendur af nettustu bílum. Ţar á međal svokölluđum Buddy. Ég held ađ ţađ séu rafbílar.

buddy

Norđmenn eiga ógrynni af ljúfum rokkhljómsveitum. Margar ţeirra eru stórar á alţjóđamarkađi.  Og eiga ţađ skiliđ  Ţeirra á međal Dimmu borgir sem hefur dálćti á Mývatnssveit og nágrenni.

   


Bestu lög síđustu 15 ára

  Breska poppblađiđ New Musical Express er líklega nćst áhrifamesta poppblađ heims á eftir bandaríska poppblađinu Rolling Stone.  Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ í Bandaríkjunum,  stćrsta/áhrifamesta poppmúsíkmarkađi heims,  er bandaríska poppmúsíkblađiđ Rolling Stone hvarvetna til sölu.  Ţađ er svo sem ekki skrítiđ út af fyrir sig.  Rolling Stone selst í 2 milljónum eintaka og er til sölu á ţýsku í Ţýskalandi og á frönsku í Frakklandi.  Ţađ skrítna er ađ breska poppmúsíkblađiđ New Musical Express er til sölu í öllum helstu blađsölustöndum í Bandaríkjunum en ekki nćst söluhćsta bandaríska poppblađiđ,  Spin.  Hvađ ţá önnur bandarísk poppblöđ á borđ viđ Under the Radar og CMJ, sem eru einungis seld í stóru bandarísku bókaverslunum (Borders,  sem mér skilst ađ séu á fallandi fćti.  Jafnvel í New York).

  Fyrir bragđiđ eru bandaríska Rolling Stone og breska NME ráđandi á alţjóđamarkađi.  Nú hefur ritstjórn NME tekiđ saman lista yfir bestu lög síđustu 15 ára.  Ţar tróna efst:

1   Radiohead:    Paranoid Andriot

2   Arcade Fire:  Rebellion (Lies)

3   Outkast:  Hey Ya!

4  The Strokes:  The Nite

5   The Killers:  The Brightside

  Ég er ekki ađ kvitta undir ţennan lista.  Satt ađ segja ţykir mér hann frekar ţunnur ţrettándi.  Einkum er The Strokes vont dćmi.  En listinn lagast töluvert viđ nćsta lag:

6   The White Stripes:  Fell In Love With A Girl

7   Hot Chips:  Over and Over

8   Amy Winehouse:  Rehab

9  The Verve:  Bitter Sweet Symphony (stoliđ frá The Rolling Stones).

10   The Libertines:  Time For Heroes.  Ţetta er ekki ţeirra flottasta lag en ţeir áttu stundum góđa spretti.

15  MIA:  Paper Planes.  Ţetta lag er margverđlaunađ sem einkennislag myndarinnar Slumdog Millioner.  Fćrri vita ađ ţađ er byggt á laginu frábćra  Straight To Hell  međ The Clash.

  Síđar varđ ţetta lag frćgt í flutningi Lily Allen.  Söluhagnađur af ţeirri kráku (cover song) rann óskiptur til fórnarlamba stríđs í Írak og gott ef ekki fleiri.  Elvis Costello var međ ţetta lag um tíma á sinni hljómleikaskrá.  Einnig Jacob Dylan (sonur Bobs Dylans).  

  Ekki má heldur gleyma kráku New York ska-döbb-hljómsveitarinnar Skinnerbox á ţessu lagi:


Rokk og ról maraţoniđ heldur innreiđ sína

rnr maraţon

  Lifandi rokkmúsík á sviđi hreyfir viđ mörgum.  Jafnvel rólyndasta fólk getur lent í vandrćđum međ ađ hemja sig í ţannig kringumstćđum.  Áđur en ţađ veit af er ţađ fariđ ađ hoppa og skoppa,  kasta sér utan í ókunnugt fólk,  klifra upp á stóla og borđ eđa upp á sviđ og henda sér aftur á bak út í mannhafiđ.  Ţess á milli snýr fólk höfđinu í hringi svo hratt og ákaft ađ flasan litar nćrstadda hvíta eins og snjór.

  Fyrir 13 árum datt nokkrum bandarískum rokkunnendum og hlaupatíkum í hug ađ virkja hreyfikraft lifandi rokkmúsíkur.  Ţeir skipulögđu 32 km hlaupaleiđ ţar sem frćgar rokkhljómsveitir spiluđu á útisviđi međ 1609 metra millibili.  Uppátćkiđ sló í gegn.  Síđustu ár hefur yfir hálf milljón manna hlaupiđ rokkmaraţon í 26 bandarískum borgum.

  Nú er rokkmaraţoniđ ađ halda innreiđ sína í Evrópu.  22. apríl nćsta vor verđur rokkmaraţon í Madrid á Spáni.  Ţar verđur 42 km leiđ hlaupin.  Mánuđi síđar verđur 21. km leiđ hlaupin í Edenborg í Skotlandi og um haustiđ verđur jafn löng leiđ hlaupin í Lissabon í Portúgal. 

  Ţess verđur ekki langt ađ bíđa ađ rokkmaraţon verđi hlaupiđ á Íslandi.  Ţá vćri gaman ađ Skálmöld,  Sólstafir,  Mínus,  Celestine,  Q4U,  Frćbbblarnir,  Ham,  Mugison og... já,  auđvitađ Leoncie myndu sjá um fjöriđ.

    


Merkileg saga eins smells undur - klassískur rokkslagari

  Núna er veriđ ađ sýna bandarísku kvikmyndina  Lokasprett  (The Longest Yard) í sjónvarpinu međ Adam Sandler.  Ţar hljómar lagiđ  Spirit in the Sky  međ Norman Greenbaum.  Ţetta lag er merkilegt um margt.  Ţađ kom fyrst út á plötu 1969.  Ţađ sló rćkilega í gegn.  Náđi toppsćti vinsćldalista víđa um heim og 3ja sćti bandaríska vinsćldalistans.

  Hljótt hefur veriđ um Norman Greenbaum frá ţví ađ lagiđ sló í gegn.  Hinsvegar hefur lagiđ lifađ.  Ţađ hefur veriđ krákađ (cover song) međ góđum árangri af mörgum og skýtur reglulega upp kolli í kvikmyndum,  sjónvarpsţáttum og sjónvarpsauglýsingum.

  Texti lagsins hefur kristilega skírskotun.  Fyrir bragđiđ fór af stađ kjaftasaga um ađ Norman hafi dregiđ sig í hlé frá skarkala poppstjörnulífs og ánetjast Jesú-söfnuđi.  Kjaftasagan er kjaftćđi.  Norman er gyđingur og var ađ hćđast ađ Jesú-börnum hippahreyfingarinnar.

  Ástćđan fyrir ţví ađ Norman hvarf úr sviđsljósinu er ţessi:  Hann áttađi sig fljótlega á ađ hann gćti ekki endurtekiđ leikinn međ öđrum eins ofursmelli.  Lagiđ smellpassađi inn í tíđaranda hippastemmningar og á ţeim tíma ferskum gítarleik.  Gítarleik sem Norman segir ađ hafi ađeins veriđ einföld eftiröpun á einhverju sem hann hafđi heyrt Jimi Hendrix gera.

  Norman ákvađ ađ gera ađ fullu starfi ađ gera út á  Spirit in the Sky  ţađ sem eftir vćri.  Í stađ ţess ađ túra endalaust,  gefa út ótal "Best of" plötur međ laginu og spila ţađ á pöbbum og öđrum minni stöđum ţá hefur hann einbeitt sér ađ ţví ađ koma laginu inn í kvikmyndir,  sjónvarpsţćtti og sjónvarpsauglýsingar. 

  Klukkan 9 á hverjum morgni mćtir Norman á skrifstofuna sína og fer yfir fréttir af undirbúningi nýrra kvikmynda,  sjónvarpsţátta og herjar á vćntanlegar auglýsingaherferđir í sjónvarpi.  Norman vinnur fullan vinnudag viđ ađ koma laginu ađ á öllu vígstöđvum.

  Árangurinn er góđur.  Norman hefur komiđ laginu inn í fjölda kvikmynda,  sjónvarpsţátta og auglýsinga.  Ţar á međal hljómar ţađ í kvikmyndum á borđ viđ  Apollo 13,  Wayne´s World II,  Forrest Gump,  Superstar og svo framvegis.  Einnig í sjónvarpsţćttinum   Supernaturals og allskonar.

  Síđustu tölur sem ég las um lagiđ hljóđuđu upp á ađ lagiđ hafi veriđ selt í yfir 70 kvikmyndir,  sjónvarpsţćtti og auglýsingar.  Ţađ eru sennilega um 3 ár síđan ég las um ţessa tölu.  Ćtla má ađ eitthvađ hafi bćst viđ eftir ţađ.  Fyrir bragđiđ er  Spirit in the Sky  ađ öllum líkindum ţađ eins smells undur sem bestum árangri hefur náđ.

  Norman hefur góđar og sívaxandi tekjur af laginu.  Hann er hálaunamađur út á ţetta lag.  Ţađ er gefiđ út á safnplötum međ hljóđrás kvikmyndanna og hinum ýmsu safnplötum sem kallast "Classic Rock" eđa hipparokk,  blómabarnarokk og svo framvegis. 

 


Verstu krákur rokksögunnar

  Ritstjórn breska popptónlistarblađsins New Musical Express hefur tekiđ saman lista yfir verstu krákur (cover songs) dćgurlagasögunnar.  Hér fyrir neđan eru ţćr sem tróna efst á lista;  eru sem sagt ţćr verstu.  Til samanburđar höfum viđ upprunalega flutning á laginu  Smells Like Teen Spirit.  Hann er í höndum höfundarins,  Seattle grugg-kóngsins Kurts Cobains,  og hljómsveitar hans,  Nirvana:

  Svo er ţađ vonda krákan međ Miley Cyrus.  Hún reynir ađ halda sig viđ útsetningu Nirvana en skortir gredduna og "karakterinn" sem gerir flutninginn hjá Nirvana svo flottan:

  Nćst er ţađ lag úr smiđju skosku hljómsveitarinnar Biffy Clyro,  Many Of Horror (When We Collide).  Ég ţekki lítiđ til ţessarar hljómsveitar annađ en hafa heyrt rokkađri og sprćkari lög međ ţeim:

 

  Og ţannig hljómar misţyrmingin međ Matt Cardle.  Djöfulsins viđbjóđur:

  Miley Cyrus er ekki ein um ađ klúđra flutningi á  Smells Like Teen Spirit.  Dópista-stelpustrákarnir í Take That ata auri alllt sem ţeir syngja.  Ţetta er verra en hjá Miley.  Svei mér ţá.  Ţetta er hryllingur á borđ viđ ţađ ţegar Í svörtum fötum kráka Ham: 

  The Smiths var flott bresk hljómsveit.  How Soon Is Now  er eitt af ţeirra ágćtu lögum.  Mig minnir ađ Morrisey hafi byrjađ sína frábćru hljómleika í Laugardalshöll á ţessu lagi.  Hvort sem ég man ţađ rétt eđa ekki ţá man ég ađ flutningur hans á laginu var rokkađri, harđari og eiginlega flottari en á plötunni međ The Smiđs.

  Svo komu rússnesku Tatu stelpurnar og níddust á ţví:

  Ţađ er alltaf gaman ađ rifja upp  Itchycoo Park  međ bresku mod-sveitinni Small Faces.

   Öllu dapurlegra er ađ heyra M People djöflast á ţessu lagi.  Ef mađur vissi ekki betur mćtti halda ađ um Spaugstofu-grín vćri ađ rćđa.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.