Fćrsluflokkur: Tónlist
28.3.2009 | 01:18
Ný skođanakönnun - takiđ ţátt
Nú óska ég eftir tillögum um bestu smáskífur íslensku rokksögunnar. Ţćr einar koma til greina sem innihalda lög er hafa ekki veriđ kynningarefni fyrir stórar plötur, Lp. Smáskífurnar sem flestar tilnefningar fá set ég síđar upp í formlega skođanakönnun.
Í fljótu bragđi dettur mér í hug Fyrsti kossinn međ Hljómum, Gvendur á eyrinni međ Dátum, Glugginn međ Flowers, False Death međ Frćbblunum, Rćkjureggí međ Utangarđsmönnum, Kristjana međ Gyllinćđ (sjá tónlistann hjá mér), Ég er frjáls međ Falcon...
Komiđ međ fleiri tillögur.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (57)
26.3.2009 | 00:54
Úrslit í skođanakönnun um bestu íslensku jólalögin
Um jólin efndi ég til skođanakönnunar um bestu íslensku jólalögin. Ég óskađi eftir tillögum um bestu og verslu íslensku jólalögin. Ţađ var nánast einróma niđurstađa ađ Jólahjól međ Sniglabandinu vćri versta íslenska jólalagiđ. Ţađ ţurfti ţess vegna ekki ađ setja upp formlega skođanakönnun um versta jólalagiđ.
Af tilnefningum um besta íslenska jólalagiđ setti ég upp formlega skođanakönnun. Stillti ţar upp ţeim lögum sem flestar tilnefningar fengu. Áhugi á ţessari kosningu hefur veriđ mjög drćm. Í fyrri skođanakönnunum mínum hafa fljótlega skilađ sér 1000 - 2000 atkvćđi. Á löngum tíma hafa hinsvegar ađeins skilađ sér rúmlega 300 atkvćđi könnunni um bestu íslensku jólalögin.
Röđin og innbyrđis hlutföll hafa ekkert breyst frá fyrstu 50 atkvćđum. Ţó ađeins rúmlega 300 atkvćđi hafi skilađ sér í hús sé ég ekki ástćđu til ađ halda könnunni áfram. Niđurstađan er ţessi:
Sigurlagiđ er samiđ af Magnúsi Eiríkssyni. Lag númer 2 er samiđ af Ingibjörgu Ţorbergs viđ kvćđi Jóhannesar úr Körlum. Ég man ekki nafn prestsins sem samdi lag númer 3 né hver í Sniglabandinu samdi Jólahjól. Ţiđ hjálpiđ mér međ ţćr upplýsingar ţannig ađ ég geti fćrt ţćr hér inn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2009 | 00:39
100 bestu plötur Íslandssögunnar
Í dag var hringt í mig frá Senu og ég beđinn um ađ taka sćti í dómnefnd sem velur 100 bestu plötur Íslandssögunnar. Félag íslenskra tónlistarmanna, rás 2 og Tónlist.is standa ađ ţessu ágćta framtaki. Á www.tonlist.is/100bestu má sjá lista yfir ţćr plötur sem ţegar hafa veriđ tilnefndar og ţar er óskađ eftir tillögum um plötur sem mönnum ţykir vanta á listann.
Til gamans má geta ađ 1983 stóđ ég fyrir könnun um bestu íslensku plöturnar og birti í Poppbókinni. Niđurstađan varđ ţessi:
1. Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna
2. Ísbjarnarblús - Bubbi
3. Sumar á Sýrlandi - Stuđmenn
4. Lifun - Trúbrot
5. Fingraför - Bubbi
6. Plágan - Bubbi
7. Geilsavirkir - Utangarđsmenn
8. As Above - Ţeyr
9. Sturla - Ţeyr
10. Mjötviđur mćr - Ţeyr
11. Gćti eins veriđ - Ţursaflokkurinn
12. Breyttir tímar - Egó
13. Rokk í Reykjavík - Ýmsir
14. Drög ađ sjálfsmorđi - Megas
15. Iđur til fóta - Ţeyr
18 árum síđar endurtók Dr. Gunni leikinn og birti í bókinni frábćru Eru ekki allir í stuđi?. Ţar var ég ađ sjálfsögđu í dómnefnd svo öllu sé til haga haldiđ. Dr. Gunni kallađi listann "Plötur aldarinnar". Niđurstađan varđ:
1. Ágćtis byrjun - Sigur Rós
2. Debut - Björk
3. Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna
4. Sumar á Sýrlandi - Stuđmenn
5. Lifun - Trúbrot
6. Ísbjarnarblús - Bubbi
7. Geislavirkir - Utangarđsmenn
8. Međ allt á hreinu - Stuđmenn og Grýlurnar
9. Kona - Bubbi
10. Life´s too too Good - Sykurmolarnir
11. Sturla - Spilverk ţjóđanna
12. Hinn íslenski ţursaflokkur - Ţursaflokkurinn
13. Gling gló - Björk og Tríó Guđmundar Ingólfssonar
14. Lengi lifi - Ham
15. Homogenic - Björk
Athygli vekur ađ 5 af ţeim plötum (feitletrađar) sem voru í efstu sćtum Poppbókarinnar héldu sćtum frá #3 - #7 ţessum 18 árum síđar. Kíkiđ á ofangreinda netslóđ og takiđ ţátt međ ţví ađ tilnefna plötur sem ykkur ţykir vanta á listann.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (63)
24.3.2009 | 01:20
Skúbb! Íslendingur semur músík fyrir James Bond auglýsingu
Ţađ er alltaf gaman ţegar Íslendingar hasla sér völl úti í hinum stóra heimi. Ekki síst ţegar um tónlistarfólk er ađ rćđa. Ţađ hefur fariđ hljótt ađ japanska fyrirtćkiđ Sony fékk íslenskan tónlistarmann til ađ semja músík fyrir auglýsingu er byggir á leiknu James Bond atriđi. Nýjasti leikarinn sem túlkar hlutverk James Bond er ţar í ađalhlutverki. Í fljótu bragđi man ég ekki hvađ hann heitir og nenni ekki ađ "gúgla" ţađ upp. Ţađ vita allir hver sá náungi er ţó ađ ég muni ekki nafniđ. Enda auli í ađ muna nöfn kvikmyndaleikara. En ég man nafn Íslendingsins sem var fenginn til ađ semja tónlistina. Hann heitir Ólafur Arnalds. Athugiđ ađ hann er ekki sama manneskja og Ólöf Arnalds. Samt eru ţau náskyld.
Athugasemd bćtt viđ klukkan 20.15: Smávćgileg ónákvćmni er í fćrslunni. Ţađ hefur nefnilega veriđ hćtt viđ ađ nota músík í auglýsingunni og hún hefur ţegar veriđ tekin til sýningar. Eftir stendur ađ Ólafur Arnalds var fenginn til verksins og skilađi ţví af sér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
21.3.2009 | 21:17
Hneyksli! Hrikalegt klúđur í Gettu betur!
Ég er ađ horfa á spurningaţáttinn Gettu betur í sjónvarpinu. Ţetta er einn skemmtilegasti ţáttur í sjónvarpi. Og fróđlegur. Hitt er verra ţegar ţađ gerist ađ fariđ er međ bölvađa dellu og rugl í spurningu. Ţađ gerđist einmitt núna áđan og ég er alveg miđur mín vegna ţessa.
Spurt var um plötu sem sögđ var hafa komiđ út 1982. Um er ađ rćđa Geislavirkir međ Utangarđsmönnum.
Hiđ rétta er ađ platan kom út 1980. Hljómsveitin var löngu hćtt 1982.
Utangarđsmenn störfuđu ađeins í eitt ár. Ţeir birtust eins og frelsandi englar voriđ 1980. Skömmu síđar sendu ţeir frá sér Ep-plötuna Rćkjureggí (ha ha ha). Ţví nćst var ţađ platan Geislavirkir.
1981 komu tvćr plötur frá Utangarđsmönnum: 45 RPM og Í upphafi skyldi endinn skođa.
Ţetta eiga allir ađ vita. Ţađ er líka ágćtt ađ vita ađ löngu eftir ađ hljómsveitin hćtti fannst í Svíţjóđ upptaka af hljómleikum sem Utangarđsmenn héldu ţar í landi. Ţeir hljómleikar voru umsvifalaust gefnir út á plötu. Svo smalađi Óli Palli saman tvöfaldri safnplötu međ Utangarđsmönnum fyrir nokkrum árum.
Tónlist | Breytt 22.3.2009 kl. 23:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (87)
13.3.2009 | 02:56
Höfundaréttur
Besti, mesti og frábćrasti teiknari Íslands, Sigurđur Valur Sigurđsson (www.siggivalur.blog.is) hefur höfđađ mál gegn Eddu-útgáfu vegna brota á höfundarrétti. Forsaga máls er sú ađ Sigurđur Valur teiknađi yfir 500 myndir fyrir Plöntuhandbókina sem var gefin út af Erni & Örlygi bókaútgáfu 1986. Sú útgáfa fór á hausinn. Mál & Menning eignađist útgáfurétt (Björgólfs-feđgar) og bókin var endurútgefin af Eddu-forlagi.
Ţetta er athyglisvert mál og vekur upp spurningar. Fyrir 20 - 30 árum hannađi ég fjölda plötuumslaga. Jafnframt sá ég um markađssetningu á viđkomandi plötum. Ţetta var pakki. Ég hannađi tiltekna heildarímynd fyrir viđkomandi plötur: Forsíđu umslags, bakhliđ, innvols og auglýsingaherferđ.
Ađ undanförnu hefur Morgunblađiđ bođiđ upp á áhugaverđa úttekt á ferli poppstjarna og hljómsveita. Án undantekninga eru plöturnar sem ég markađssetti lang söluhćstu plöturnar á ferli viđkomandi.
Ţessar plötur hafa margar hverjar veriđ endurútgefnar af öđrum forlögum en ţeim sem ég átti ađild ađ. Í endurútgáfu hefur mín hönnun jafnan haldiđ sér ađ mestu á forsíđu en öđrum ţáttum útgáfunnar veriđ klúđrađ vegna skilningsleysis á heildarpakkanum. Sumar plötur sem hafa veriđ endurútgefnar á geisladisk (en voru hannađar af mér fyrir 12" vinyl) hafa fengiđ yfirbragđ sem er frábrugđiđ ţví sem ég stillti upp. Nafn mitt er ekki lengur á uimbúđum ţessara platna heldur ţeirra sem böđlast hafa á verri veg viđ geisladisksútgáfu platanna. Ég nefni til ađ mynda "Loftmynd" Megasar sem dćmi og margar plötur Bubba Morthens (Das Kapital, Blús fyrir Rikka, Kona, Frelsi til sölu, Dögun, Skapar fegurđin hamningjuna?...).
Ég hef svo sem ekkert veriđ ađ stressa mig á ţessu. Lćt mér ţetta í léttu rúmi liggja. Hinsvegar ćtla ég ađ fylgjast međ framvindu málaferla Sigurđar Vals gegn Eddu-útgáfu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
9.3.2009 | 22:57
Plötuumsögn
- Titill: Haré! Haré!
- Flytjandi: Högni
- Einkunn: ****1/2
Haré! Haré! er ţriđja sólóplata fćreyska tónlistarmannsins Högna Lisberg. Fyrsta sólóplata hans, Most Beautiful Thing, var lágstemmd kassagítarplata. Öll lögin róleg, látlaus og falleg. Nćsta plata, Morning Dew, var mun fjölbreyttari. Ţar voru ýmsir músíkstílar í gangi og sum lögin hröđ, kraftmikil og rokkuđ. Nokkur lög af Morning Dew urđu vinsćl hérlendis og Högni heimsótti okkur í tvígang og hélt nokkra hljómleika.
Áđur en Högni hóf sólóferil var hann trommuleikari fyrstu og einu alvöru súper-grúppu Fćreyja, trip-hopp hljómsveitarinnar Clickhaze. Sú hljómsveitin spilađi á nokkrum hljómleikum á Íslandi 2002 viđ góđar undirtektir. Söngkonan, Eivör, varđ í kjölfariđ súperstjarna á Íslandi.
Haré! Haré! er ólík fyrri plötum Högna. Raddbeiting Högna er önnur og Prince-legri. Hljóđheimurinn er sömuleiđis sérstćđur. Ţađ er Prince-keimur af honum í bland viđ Beck eins og hann hljómađi í Looser laginu. Í sumum lögum merlar á funk-hrynjanda og öđrum trip-hoppinu sem kennt er viđ Bristol (Massive Attack, Portishead, Tricky...). Einnig er eins og örli á arabískri stemmningu. Nafn plötunnar og letur undirstrikar austurlensku áhrifin. Heildaráferđ plötunnar er sterk og samstćđ. Lögin eru samt mishröđ og miságeng. Ţađ skiptast á rokk og rólegheit. Greinilega hefur veriđ nostrađ mjög viđ hljóđblöndun. Sum lögin hljóma dálítiđ eins og "remix" fyrir plötusnúđa diskóteka međ hörđum og vélrćnum trommutakti.
Ţađ sveif fćreysk stemmning yfir fyrri plötum Högna. Haré! Haré! er hinsvegar mjög "erlendis". Sem fyrr er Högni höfundur laga og texta, syngur og sér ađ mestu um allan hljóđfćraleik.
Platan hljómar vel strax viđ fyrstu spilun. Samt er hún frekar seintekin ađ ţví leyti ađ laglínur eru ekki grípandi né auđlćrđar. Viđ fyrstu spilanir renna lögin dálítiđ saman í eitt. Ţađ besta er ađ platan venst afskaplega vel. Ţađ er hćgt ađ endurspila hana ótal sinnum án ţess ađ fá nóg af henni.
Enn sem komiđ er fćst Haré! Haré! ekki í íslenskum plötubúđum. Fyrri plöturnar fást í Pier í Korputorgi og glerturninum viđ Smáratorg. Hćgt er ađ panta Haré! Haré! í pósti á www.tutl.com. Stutt er í ađ Kimi Records dreyfi Haré! Haré! hérlendis.
Vert er ađ geta sérstćđrar umslagshönnunar. Ţađ er allt úr pappa. Ţegar ţađ er opnađ sprettur upp pappírsvöndull sem réttir manni diskinn. Magnađ.
Á ţessu myndbandi flytur Högni lagiđ Been Out of Town. Ţarna 2007 hljómar lagiđ afskaplega nakiđ í samanburđi viđ flutninginn á Haré! Haré!:
Tónlist | Breytt 10.3.2009 kl. 22:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2009 | 14:10
Íslenskar hljómsveitir í alţjóđlegri hljómsveitakeppni
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verđur haldin í Reykjavík laugardaginn 18. apríl í tónlistarţróunarmiđstöđinni, TŢM. Sérstök valnefnd hefur valiđ sveitir til ţátttöku úr hópi umsćkjenda og valdi 7 hljómsveitir áfram. Ein af ţeim mun komast áfram og spila í lokakeppni
Metal Battle keppninnar á Wacken Open Air hátíđinni í Ţýskalandi í lok júlí í sumar.
Um 70.000 manns sćkja Wacken heim á hverju ári en Wacken fagnar einmitt 20 ára starfsemi í ár og ţví verđur mikiđ um dýrđir í ţessu litla samnefnda ţorpi í norđurhluta Ţýskalands.
Sveitirnar sem hlutu náđ fyrir valnefndinni eru í stafrófsröđ:
Beneath
Celestine
Diabolus
Gone Postal
Perla
Severed Crotch
Wistaria
Ţetta eru sannarlega ţungavigtarsveitir í íslensku ţungarokki og ţví verđur fróđlegt ađ sjá hver ţessara sveita verđur fulltrúi Íslands á Wacken 2009.
Hćgt er ađ finna myndir af hljómsveitunum á eftirfarandi slóđ:
http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/
Frekari upplýsinga má leita hjá Ţorsteini Kolbeinssyni í síma 823 4830
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 23:30
Flott hjá Óla Palla
Ţađ er eins og dćmalaus heppni elti rás 2. Ţangađ hefur safnast úrval góđra útvarpsmanna. Fólks međ yfirgripsmikla ţekkingu á poppmúsík og umburđarlynt gagnvart öllum dćgurmúsíkstílum. Opiđ, jákvćtt og hvetjandi gagnvart íslenskri músík. Ástríđufullt og áhugasamt gagnvart vinnu sinni.
Nćgir ađ nefna Guđna Má, Margréti Erlu, Matta, Andreu Jóns og Snorra Sturluson. Bara til ađ nefna nokkra. Ađ ógleymdum snillingnum Óla Palla. Ég veit ekki hvort sá mađur á nokkurn tíma eiginlegt frí. Hvort sem hann er í eđa utan vinnutíma er hann alltaf ađ gera eitthvađ sem verđur útvarpsefni. Hann er meira ađ segja međ upptökustúdíó heima hjá sér.
Ţađ er alltaf ástćđa til ađ hćla Óla Palla. Í dag er sérstök ástćđa til ađ hćla honum. Ţá var hann ađ kynna lag af plötu međ lögum eftir Ray Davis úr Kinks. Óli Palli kynnti ţetta sem krákuplötu. Á henni eru ýmsir flytjendur ađ heiđra Ray.
Ţađ er full ástćđa til ađ vekja athygli á ađ Óli Palli og fleiri dagskrárgerđarmönnum rásar 2 tala góđa íslensku. Dagskrárgerđarmenn sumra annarra útvarpsstöđva gćtu margt af ţeim lćrt. Vonandi er ţess stutt ađ bíđa ađ orđskrípin "cover-lög", ábreiđulög og tökulög víki fyrir kráku. Orđin tökulög og ábreiđur hafa ekki einu sinni sagnorđ yfir fyrirbćriđ. Kráka hefur hinsvegar ţá fínu sögn ađ menn kráka lög. Ţađ ţarf heldur ekki ađ nota viđskeytiđ -lög međ kráku. Ţađ sem á ensku kallast "cover song" heitir einfaldlega kráka á góđri íslensku.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
5.3.2009 | 22:22
Saga breska pönksins VIII
Hróđur bresku pönkbylgjunnar fór ađ berast til annarra landa er leiđ á áriđ 1977. The Damned fór í hljómleikaferđ til Bandaríkjanna um miđjan apríl. Var ţar međ fyrst breskra pönkhljómsveita til ađ spila utanlands. Ţrátt fyrir ítrekađ frumkvöđlastarf á upphafsárum pönksins stóđ The Damned alltaf í skugga The Sex Pistols og The Clash hvađ varđađi vinsćldir og áhrif.
Í lok apríl var The Clash ađalnúmer á hljómleikahátíđ í París, Nuites de Punk. Um svipađ leyti sendi The Jam frá sér jómfrúarlag sitt, In the City. Ţađ er á myndbandinu hér ađ ofan. Viku síđar kom út samnefnd stór plata frá The Jam. Lagiđ fór í 40. sćti breska vinsćldalistans og platan í 20. sćti.
Nokkrum dögum síđar fór The Clash í vel sótta og stórbrotna hljómleikaferđ um Bretland, White Riot Tour. Međ í för voru The Jam, Buzzcocks, The Slits og Subway Sect. Hljómleikaferđin bar nafn međ rentu. Strax á fyrstu hljómleikunum, í The Rainbow Theatre í London, varđ allt brjálađ. Í hamagangnum voru 200 sćti eyđilögđ.
The Jam skar sig frá öđrum pönksveitum. Bćđi tónlist og klćđaburđur drógu dám af mod-rokki (frćgasta mod-sveit sögunnar er The Who). Eins og í tilfelli The Stranglers gaf ţađ pönkbyltingunni aukiđ vćgi og dýpt ađ ţessar hljómsveitir voru ekki alveg eins og The Sex Pistols og The Clash.
Í júlí sendi The Jam frá sér smáskífuna All around the World / Carnaby Street. Hvorugt lagiđ var á stóru plötunni In The City. Smáskífan fór í 13. sćti breska vinsćldalistans. Ţar međ var The Jam komin í hóp ţeirra stćrstu í pönkinu ásamt The Sex Pistols, The Clash og The Stranglers. Mest áberandi fylgihnettir voru The Damned og Buzzcocks. Pönkiđ var orđiđ stórveldi sem óx jafnt og ţétt. Hér flytur The Jam Carnaby Street.
-------
Fyrri fćrslur um breska pönkiđ í réttri tímaröđ:
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
Tónlist | Breytt 6.3.2009 kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)