Fćrsluflokkur: Tónlist
13.4.2009 | 23:20
Hver er besta íslenska smáskífan? Skođanakönnun - takiđ ţátt!
Ađdragandi ţess ađ ég hef sett hér í gang leit ađ bestu íslensku smáskífunni er ađ tónlist.is, rás 2 og Félag hljómplötuútgefenda eru ađ leita ađ 100 bestu íslensku plötunum. Eins og í fyrri opinberu könnunum um bestu íslensku plöturnar eru smáskífur útundan. Margar af merkilegustu íslensku hljómsveitunum sendu aldrei frá sér stóra plötu. Fyrir bragđiđ eru ţćr hljómsveitir afskiptar á listum yfir bestu íslensku plöturnar sem miđast viđ stórar plötur.
Í umrćđu um ţetta hvatti Doddý mig til ađ setja upp ţessa könnun sem nú er í gangi. Ég óskađi eftir tillögum frá ykkur. Útkoman er listinn hér fyrir neđan. Skilyrđi fyrir ţví ađ smáskífa sé gjaldgeng í ţessari skođanakönnun eru eftirfarandi:
1. Ađ smáskífan standi sem sjálfstćđ útgáfa. Hafi ekki veriđ kynningarefni fyrir stóra plötu sem inniheldur lögin á smáskífunni.
2. Ađ titillag/ađallag smáskífunnar sé ekki útlend kráka (cover).
3. Lag sem einungis hefur komiđ út á safnplötu međ ýmsum flytjendum - og ţess vegna einnig á smáskífu - er gjaldgengt.
Í einhverjum tilfellum er smáskífa eđa lag á gráu svćđi. Til ađ mynda Ammćli / Köttur međ Sykurmolunum. Ammćli var vissulega á fyrstu stóru plötu Sykurmolanna. Rökin fyrir ţví ađ ţessi smáskífa sé međ eru ţau ađ Köttur sé ekki síđra lag og eigi ekki ađ gjalda ţess ađ Ammćli var upphitun fyrir stóru plötuna. Hvađ heldur ţú? Ósanngjarnt? Ég er á báđum áttum međ ađ leyfa ţátttöku Ammćli / Köttur.
Önnur smáskífa á gráu svćđi er Söknuđur međ Roof Tops. Ţađ er erlend kráka. Ef ég man rétt var ţetta 4ra laga plata og hin 3 lögin frumsamin.
Hvert og eitt ykkar má hámark kjósa 5 smáskífur. Ef ykkur ţykir bara ein smáskífa skara fram úr er í fínu lagi ađ kjósa ađeins eina. En hámarkiđ er 5.
Ţćr 10 - 15 smáskífur sem hljóta flest atkvćđi verđa sett upp í formlega könnun í skođanakönnunarkerfi bloggsíđunnar. Fjöldi titlanna fer eftir ţví hvort atkvćđi hrúgast á fáar smáskífur eđa dreifast á margar. Í ţeirri uppstillingu verđur ekki látiđ stađar numiđ fyrr en 1000 atkvćđi eru í húsi.
Listinn hér fyrir neđan er niđurstađa úr tilnefningum sem ég óskađi eftir frá ykkur. Ţađ er í góđu lagi ađ bćta viđ ţennan list. Sú viđbót er alveg jafn rétthá ţeim útnefningum sem ţegar eru komnar.
Einar Ólafsson: Ég vil ganga minn veg
Megas: Spáđu í mig
Jóhann G. Jóhannsson: Don´t try to fool me
Óđmenn: Spilltur heimur
Flowers: Glugginn
Tatarar: Dimmar rósir
Sigurđur Karlsson: Beirut
Tívolí: Fallinn
Eik: Mr. Sadness
Flosi Ólafsson: Ţađ er svo geggjađ
Roof Tops: Söknuđur
Ljósin í bćnum: Tungliđ, tungliđ taktu mig
Óđmenn: Tonight
Roof Tops: Lífiđ
Guđmundur Haukur: Mynd
Ţeyr: A life transmission
Kristín Ólafsdóttir: Koma engin skip í dag?
Hljómar: Fyrsti kossinn
Frćbbblarnir: False Death
Gyllinćđ: Kristjana
Póló og Bjarki: Glókollur
Jón Rafn: Ég syng fyrir vin
Pétur Kristjánsson: Vitskert veröld
Mánar: Fresli
Spilafífl: Playing fool
Logar: Minning um mann
Dátar: Leyndarmál
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar: S.O.S. ást í neyđ
Ćvintýri: Illska
Ríó tríó: Viđ viljum lifa
Hljómsveit Ţorsteins Guđmundssonar: Hanna litla
Ellý Vilhjálms: Hugsađu heim
Hljómar: Let it Flow
Svanfríđur: Kalli kvennagull
Sextett Ólafs Gauks: Bjössi á Hól
Rúnar Júlíusson: Come into my Life
Ómar Ragnarsson: Úr ţorskastríđinu
Lola: Fornaldarhugmyndir
Utangarđsmenn: Rćkjureggí
Frćbbblarnir: Bjór
Purrkur Pillnikk: Tilf
Mosi frćndi: Katla kalda
Dátar: Gvendur á Eyrinni
Roof Tops: Tequila samba
Trúbrot: Starlight
Daníel Ágúst: Ţađ sem enginn sér
Haukur Morthens: Gústi í Hruna
Ţeyr: The Walk
Pelican: Time
Svanhildur og Sextett Ólafs Gauks: Húrra nú ćtti ađ vera ball
Ţuríđur Sigurđardóttir: Ég á mig sjálf
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar: Ţađ ert bara ţú
Óđmenn: Bróđir
Pónik og Einar: Herra minn trúr
Change: Yakketty yak, smacketty smack
Tatarar: Gljúfrabarn
Viđar Jónsson: Sjóarinn síkáti
Icy: Gleđibankinn
Póló og Erla: Lóan er komin
Ari Jónsson: Fyrirheit
Pelican: Jenny darling
Geislar: Skuldir
Johnny Triump: Luftgítar
Sykurmolarnir: Ammćli / Köttur
Kukl: Söngull
Örkuml: Edrú / Elskađir
Purrkur Pillnikk: No time to Think
Sigur Rós: Dánarfregnir og jarđarfarir
Reykjavík!: Dirty Weekend
Bubbi: Skapar fegurđin hamingjuna?
Bubbi: Skytturnar
Bubbi: Mađur hefur nú
Bubbi: Bíódagar
Bubbi: Foxtrott
Bubbi: Mér líkar ţađ (međ upphafslaginu Ţađ ţarf ađ mynda hana)
Bubbi: Sumariđ í Reykjavík
Alfređ Clausen: Ömmubćn
Klink: Death by Auto
Úr Járnhausnum eftir Jónas og Jón Múla Árnason í flutningi Hljómsveitar Svavars Gests og söngvaranna Ellýar Vilhjálms, Ragnars Bjarnasonar og Ómars Ragnarssonar:
- Undir stórasteini
- Án ţín
- Hvađ er ađ?
- Viđ heimtum aukavinnu
- Stúlkan mín
- Sjómenn íslenskir erum vér
Stjörnukisi: Flottur sófi
Magnús og Jóhann: Mary Jane
Celsíus: Poker
Pal Brothers: Candy girl
Poker: Driving in the city
Spilafífl: Talandi höfuđ
Tatarar: Sandkastalar
Mánar: Útlegđ
Sólstafir: Ásareiđin
Tilvera: Lífiđ
Helena Eyjólfsdóttir: Hvítu mávar
Óđinn Valdimarsson: Einsi kaldi
Vonbrigđi: Ó Reykjavík
Bodies: Where are the bodies
Ţeir: Killer boogie
Ţorvaldur Haldórsson: Á sjó
Sykurmolarnir: Einn mol´á mann
Rúnar Gunnarsson: Viđ söng og gleđi
Utangarđsmenn: 45 rpm (upphafslagiđ er Fuglinn er floginn sem Óli Palli hefur sagt vera sitt uppáhaldslag međ Utangarđsmönnum. Ég man ţegar Utangarđsmenn kynntu ţessa Ep-plötu á blađamannafundi og Bubbi sagđi Fuglinn er floginn vera útúrsnúning úr Help lagi Bítlanna)
Thor´s Hammer: Umbarumbamba
Ham: Hold
Ţeyr: Yđur til fóta
Ţeyr: Útfrymi
Sjálfsfróun: Lollipopp
Megas: Dufl
Tónlist | Breytt 15.4.2009 kl. 12:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (96)
10.4.2009 | 15:40
Ný og spennandi plata frá Tý
Vinsćlasta lagiđ á Íslandi 2002 var Ormurinn langi međ fćreysku víkingarokkurunum í hljómsveitinni Tý. Ţađ rann Týs-ćđi á landann. Hljómsveitin kom í hljómleikaferđ til Íslands. Spilađi á Akureyri, Reykjavík, Kópavogi, Keflavík og Selfossi. Fćrri komust ađ en vildu. Ţegar hljómsveitin áritađi plötu sína, How far to Aasgsard, í Smáralind myndađist lengsta röđ sem menn hafa séđ ţar.
Týs-ćđiđ opnađi flóđgáttir himins og fćreyska bylgjan skall yfir Ísland. Skyndilega röđuđu fćreyskir tónlistarmenn sér á íslenska vinsćldalista og út um allt: Eivör, 200, Högni Lisberg, Teitur, Brandur Enni, Boys in a Band, Makrel, Kristian Blak, Lena Andersen, Gestir, Go Go Blues, Taxi, Krit, Deja Vu, Yggdrasil, Sölva Ford, Kári Sverrisson, Ragnar í Vík, Vestmenn og margir fleiri.
Ţađ sér hvergi fyrir enda á fćreysku bylgjunni. Né frćgđarför Týs. Hljómsveitin fór á samning hjá stóru alţjóđlegu plötufyrirtćki og hefur byggt upp markađ víđsvegar um heim. Týr er nýkomin úr vel heppnađri hljómleikaferđ um Bandaríkin og er nú ađ hefja hljómleikaferđ um meginland Evrópu.
Fimmta plata Týs kemur út í lok mai. Hún heitir By the Light of the Northern Star. Fyrri plötur Týs eru:
How far to Aasgard (inniheldur Ormurinn langi)
Eric the Red (inniheldur Ólavur Riddararós)
Ragnarök
Land
Lögin á nýju plötunni, By the Light of the Northern Star, eru:
1. Hold the Heathen Hammer High
2. Tróndur í Gřtu
3. Into the Storm
4. Northern Gate
5. Turiđ Torkilsdóttir
6. By the Sword in My Hand
7. Ride
8. Hear the Heathen Call
9. By the Light of the Northern Star
Fyrsta upplag af plötunni inniheldur tvö spiluđ aukalög án söngs (instrumental):
10. The Northern Lights
11. Anthem
Platan fjallar um ţađ ţegar kristinni trú var neytt upp á Fćreyinga. Hér er upphafslag By the Light of the Northern Star, Hold the Heathen Hammer High:
Plötur Týs fást í verslunum Pier í Korputorgi og glerturninum viđ Smáratorg. Áreiđanlega fást ţćr í fleiri verslunum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2009 | 13:51
Samískt ţjóđlagarokk um páskana - ókeypis ađgangur
Alţýđu- og ţjóđlagarokkarinn og lagahöfundurinn Johan Piribauer frá Samalandi í Svíţjóđ er vćntanlegur til Íslands nú um páskana. Hann heldur ţrenna tónleika hérlendis: 10. apríl í Reykjavík, 11. apríl á Aldrei fór ég suđur á Ísafirđi og á Akureyri 13. apríl. Í för međ Johani verđa fiđluleikarinn Gabriel Liljenström og bakraddasöngkonan Maude Rombe.
Johan syngur á sćnsku en tónlist hans og textar sćkja innblástur í menningu og náttúru Samalands. Hann hefur gefiđ út 5 breiđskífur og hefur spilađ út um allan heim, m.a. á Nýja Sjálandi, Ástralíu og Singapore.
Johani hefur veriđ hampađ fyrir ađ koma međ nýja og ferska vinda inn í sćnska prog-tónlist og útnefndi sćnskt tímarit hann sem mesta frumkvöđulinn í ţeim efnum, ţar sem hann var tekinn framyfir marga frćga sćnska tónlistarmenn.
Ađaltilefni heimsóknar Piribauer er ađ koma fram á Aldrei fór ég suđur. Hann nýtir heimsóknina til ađ keyra hringinn og spila í Kaffi hljómalind í Reykjavík föstudaginn 10. apríl, kl 20:00 og svo mánudaginn 13. apríl í Populus Tremula á Akureyri kl 20:30.
Frítt er inn á alla tónleikana!
Frekari upplýsingar:
www.myspace.com/johanpiribauer
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2009 | 23:32
Saga breska pönksins - X
Í vitund margra, jafnvel flestra, var tríóiđ The Police poppuđ reggíhljómsveit. Viđ sem fylgdumst međ bresku pönkbyltingunni munum ţó eftir The Police sem pönksveit. Ţannig komu Sting og félagar í The Police til leiks í lok maí 1977. Ţá sendi hljómsveitin frá sér fyrstu smáskífuna, Fall Out. Lagiđ skorađi ekki á vinsćldalistum. En The Police tríóiđ var komiđ til leiks og sérhćfđi sig fljótlega í reggí-rokkinu sem The Clash hafđi blandađ inn í pönkiđ á ţessum upphafsskrefum pönbyltingarinnar.
Fjöldi pönksveita kom fram á sjónarsviđ og voru til alls líklegar: Sham 69, Models, Generation X, XTC. Svo og pönkađir nýbylgjurokkarar á borđ viđ Elvis Costello. Í júlí byrjun 1977 sendi Sex Pistols frá sér smáskífuna Pretty Vacant. Hún fór í 6. sćti breska vinsćldalistans.
The Jam sendi frá sér fleiri lög og The Stranglers bauđ í júlí 1977 upp á lagiđ Something Better Change. Ţađ fór í 9. sćti breska vinsćldalistans. Pönklög voru orđin fastur hluti af breska vinsćldalistanum. Hljóđiđ á ţessu myndbandi er ekki gott. En kemur samt til skila nýbylgjulegri hliđ pönksins. Nýbylgjan var nákomin fylgihnöttur pönksins.
Fyrri fćrslur um bresku pönkbyltinguna:
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
IX: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/844717/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 13:50
Bestu plötur Íslands
Leit Félags hljómplötuútgefenda, tónlist.is og rásar 2 ađ bestu plötum Íslands gengur vel. Af tćplega 500 tilnefndum plötum liggur fyrir niđurstađa um ţćr 100 bestu. Nćsta skref er ađ rađa ţeim upp í sćtaröđ frá 1 upp í 50. Af 100 bestu plötunum verđa 10 kynntar í stafrófsröđ alla virka daga á milli klukkan 10 og 11 á rás 2 og á www.tonlist.is/100bestu.
Ţetta eru 30 fyrstu plöturnar:
( ) - Sigur Rós
12. ágúst '99 - Sálin hans Jóns míns
200.000 naglbítar og LV - 200.000 naglbítar og Lúđrasveit verkalýđsins
Abbababb!- Dr. Gunni og vinir hans
Allt fyrir ástina - Páll Óskar
Apparat Organ Quartet- Apparat Organ Quartet
Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna
Ágćtis byrjun - Sigur Rós
Álfar - Magnús Ţór Sigmundsson
Bein leiđ- KK Band
Breyttir tímar - Egó
Debut - Björk
Deluxe - Nýdönsk
Drullumall - Botnleđja
Drög ađ sjálfsmorđi - Megas
Dögun- Bubbi Morthens
Einu sinni var - Björgvin Halldórsson og Gunnar Ţórđarson
Ekki enn- Purrkur Pillnikk
Eniga meniga - Olga Guđrún Árnadóttir
Farewell Good Night's Sleep- Lay Low
Ferđasót - Hjálmar
Fingraför - Bubbi Morthens
Fisherman's Woman - Emilíana Torrini
Forever - GusGus
Fólk er fífl - Botnleđja
Fram og aftur blindgötuna - Megas
Frelsi til sölu - Bubbi Morthens
GCD - Bubbi og Rúnar
Geislavirkir - Utangarđsmenn
Gilligill - Bragi Valdimar og Memfismafían
Tónlist | Breytt 8.4.2009 kl. 11:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
6.4.2009 | 16:33
Blóđ
Ég er ennţá í pönkstellingum eftir pönkveislu ársins á Grand Rokk um helgina. Um hana má lesa í nýlegum fćrslum hér örlítiđ fyrir neđan. Til ađ teygja á stemmningunni held ég áfram ađ velta mér upp úr pönkinu. Pönkiđ lifir og blómstrar sem aldrei fyrr. Ein af nýlegri pönksveitum heitir Blóđ og var ađ senda frá sér Ep plötu.
Liđsmenn Blóđs eru Björn Gunnlaugsson gítarleikari, Björn Kristjánsson trommuleikari og Ţráinn Árni Baldvinsson bassaleikari.
Á myndbandinu kastar tríóiđ kveđju á Geir Haaarde í laginu Vélinda.
Fleiri upplýsingar um Blóđ má finna á www.myspace.com/blodblodblod.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2009 | 04:16
Frábćr pönkhátíđ
Ég var ađ koma af dásamlegri pönkhátíđ á Grand Rokk og er ađ hlusta á Frćbbblana til ađ endurlifa skemmtunina. Ţađ er ađ verđa árlegur viđburđur ađ íslenska pönklandsliđiđ sameinist í ađ rifja upp ţađ sem hćst bar í bresku og bandarísku pönkbyltingu áranna ´76 - ´79 međ glćsilegri pönkveislu. Fyrir ári gerđi ég grein fyrir skemmtilegheitunum í bloggfćrslu: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/468980
Lagavaliđ í ár var ekki alveg ţađ sama. Allar helstu perlur pönksins fengu ađ halda sér en lög sem tilheyrđu pönkstemmningunni án ţess ađ vera dćmigerđ pönklög fengu aukiđ vćgi. Sem er bara gott. Ţađ fyllti í heildarmyndina og skerpti á fjölbreytileika: Nýbylgja úr smiđju Elvisar Costellos, smá soul-fönk frá Ian Dury, Marauee Moon frá Television og svo framvegis. Samtals 46 lög afgreidd á röskum tveimur tímum.
Borđfélaga mínum ţótti reggí-lögin vera spiluđ ađeins of hratt. Ţađ er sjónarmiđ út af fyrir sig. En ţađ var sömuleiđis kostur ţegar upp er stađiđ ađ flutningur var ekki rígbundinn viđ nákvćma eftirhermuafgreiđslu. Upprunaleg sérkenni laganna fengu ađ njóta sín en einnig sjálfstćđ túlkun flytjenda. Ţetta var ekki neitt karíókí heldur íslenskir pönkarar ađ spila uppáhalds pönklögin međ sínu nefi.
Mér taldist til ađ um 13 manns hafi tekiđ ţátt í matreiđslunni. Stundum var ekki alveg á hreinu hver átti ađ spila á bassa eđa trommur eđa syngja hvađa lag. Lagalistinn var ekki afgreiddur í nákvćmlega sömu röđ og upphaflegt prógramm sagđi til um. Ţetta var dálítiđ spilađ eftir hendinni eđa stemmningunni.
Flest laganna voru spiluđ af gamalreyndri ţekkingu á lögunum. Ţá rann ţetta áreynslulaust í gegn. Spilagleđin var mikil. Flytjendur skemmtu sér auđheyranlega ekki síđur en áhorfendur. Nokkur lög voru auđheyranlega minna ćfđ og báru merki smá fums og óöryggis. Ţađ gerđi dćmiđ bara meira lifandi.
Flytjendur voru allir í miklu stuđi sem smitađi út í sal. Ţéttastur og kraftmestur var flutningurinn á laginu Get a Grip on Yourself frá The Stranglers. Ţar voru 3 gítarleikarar og hljómborđ til leiks.
Niđurlag hljómleikanna náđi hámarki ţegar Árni Daníel öskrađi úr sér lungum og lifur í White Riot frá The Clash og Óskar úr Taugadeildinni fylgdi ţví eftir međ God Save the Queen frá Sex Pistols. Valli úr Frćbbblunum - íklćddur bol merktum Stiff Little Fingers - bćtti um betur međ lögum frá The Ramones og Janie Jones frá The Clash.
Trođfullur salurinn fór á iđ í dansi og tók hraustlega undir í söng, áslćtti á borđ og klappi. Hljómleikunum lauk á suđupunkti ţegar uppistađan af flytjendum kvöldsins sameinađist salnum í flutningi á hinu magnađa lagi If the Kids are United frá Sham 69.
Hljóđblöndun var góđ og mun betri en í fyrra. Gott var ađ flest lög voru kynnt. Ţó ég ţekki flest ţau lög sem flutt voru frá A-Ö ţá er ég einn af ţeim sem ţarf tíma til ađ koma heilastarfseminni í gang til ađ kveikja á perunni ţegar lag er flutt á annan hátt en upprunaleg útgáfa. Til ađ mynda ţegar Ingunn Magnúsdóttir söng lög sem voru í upprunalegri útgáfu sungin af karlsöngvara. Ţar fyrir utan er hún flott söngkona eins og ađrir söngvarar kvöldsins. Stuđbolti á sviđi og úti á dansgólfi.
Valli söngvari Frćbbblanna var greinilega einskonar hljómsveitarstjóri. Hann hélt utan um dćmiđ af röggsemi. Rak menn upp á sviđ harđri hendi ţegar innáskiptingar voru ekki á hreinu og afgreiddi sitt dćmi sem söngvari og gítarleikari međ glćsibrag.
Ég fćri ađstandendum pönkhátíđarinnar mínar bestu ţakkir fyrir frábćra skemmtun. Allir flytjendur fóru á kostum allt kvöldiđ. Ţeir toppuđu hvern annan ítrekađ. Ég er strax farinn ađ hlakka til nćstu pönkhátíđar ađ ári.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
3.4.2009 | 13:09
Saga breska pönksins - IX
Í nćstu fćrslu hér fyrir neđan er sagt frá pönkveislu ársins sem fer fram á Grand Rokk annađ kvöld. Ţađ er viđ hćfi ađ skerpa á stemmningunni međ ţví ađ hita upp og halda hér áfram ađ rifja upp sögu bresku pönkbylgjunnar.
Í maí 1977 sendi bandaríska hljómsveitin The Ramones frá sér fyrstu smáskífuna í Bretlandi um leiđ og hún hóf hljómleikaferđ í Bretlandi. A-hliđar lag smáskífunnar var Sheena is a Punk Rocker. Ţađ er á myndbandinu hér fyrir ofan. 12.000 eintök voru pressuđ á 12" og fyrstu 1000 eintökunum fylgdi T-bolur í kaupauka. Sheena is a Punk Rocker náđi 22. sćti breska vinsćldalistans.
Nokkrum dögum síđar komu samdćgurs út smáskífan God Save the Queen međ The Sex Pistols og Remote Control međ The Clash. Pönkiđ var ţess vegna verulega plássfrekt og áberandi síđustu vikuna í maí.
Sá hćngur var á ađ plöturisinn CBS gaf Remote Control út í óţökk The Clash. Liđsmenn The Clash töldu lagiđ gefa kolranga mynd af hljómsveitinni. Ţetta vćri popplag sem hafđi ţađ hlutverk ađ létta og brjóta upp stemmninguna á stóru plötunni. Strákarnir urđu svo ćfir yfir uppátćki CBS ađ ţeir hvöttu ađdáendur sína til ađ kaupa ekki plötuna, útvarpsmenn til ađ spila ekki lagiđ og blađamenn til ađ fjalla ekki um smáskífuna. Sjálfir fóru liđsmenn The Clash í verkfall sem stóđ í marga mánuđi. Meira um ţađ síđar. Flestir sem The Clash ákölluđu hlýddu kallinu. Remote Control seldist ekki neitt. God Save the Queen fór aftur á móti í 2. sćti breska vinsćldalistans. Ţar međ var pönkiđ komiđ á toppinn.
Lagiđ á B-hliđ Remote Control var London´s Burning.
Fyrri fćrslur um bresku pönkbylgjuna
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
2.4.2009 | 20:57
Pönkveisla ársins
Ţađ verđur ekkert smá gaman á laugardagskvöldiđ, 4đa apríl. Klukkan 22:00 hefst pönkveisla ársins á Grandrokk. Vćnn kjarni úr mörgum helstu pönksveitum áranna um og upp úr 1980 sameinast um ađ flytja mögnuđustu pönkperlur áranna 1976 - 1979. Međal ţeirra sem leggja hönd á plóg eru liđsmenn Frćbbblanna, Q4U, Taugadeildarinnar, Tappa tíkarrass, Snillinganna og fleiri hljómsveita.
Breidd á lagavali spannar allt frá Crass til Blondie og sitthvađ sem var áberandi hluti af pönkstemmningunni án ţess ađ vera beinlínis pönk. En hryggjalengjan verđur sígildu pönkslagararnir.
Svona pönkhátíđ var haldin á Grand Rokk fyrir ári. Hún tókst rosalega vel og var gífurlega mikil skemmtun. Lagalistinn nú er ekki alveg sá sami og í fyrra. En lofar magnađri dagskrá. Sjá:
Anarchy In The UK - Sex Pistols
Police And Thieves - Clash
So What? - Crass
Gotta Getaway - Stiff Little Fingers
Sheena Is A Punk Rocker - Ramones
Barbed Wire Love - Stiff Little Fingers
EMI - Sex Pistols
Into The Valley - Skids
New Rose - Damned
Sex & Drugs & Rock & Roll - Ian Dury
Sound Of The Suburb - Members
Alternative Ulster - Stiff Little Fingers
What Do I Get? - Buzzcocks
I'm So Bored With The USA - Clash
Suspect Device - Stiff Little Fingers
Public Image - PiL
Johnny Was - Stiff Little Fingers
Ever Fallen In Love - Buzzcocks
Holidays In The Sun - Sex Pistols
Denis - Blondie
Pretty Vacant - Sex Pistols
A Bomb In Wardour Street - Jam
My Perfect Cousin - Undertones
Safe European Home - Clash
Get Over You - Undertones
Swallow My Pride - Ramones
White Man In Hammersmith Palais - Clash
Watching The Detectives - Elvis Costello
Spanish Bombs - Clash
The KKK Took My Baby Away - Ramones
Radio Radio - Elvis Costello
No More Heroes - Stranglers
Teenage Kicks - Undertones
Down In The Tube Station At Midnight - Jam
Real World - Buzzcocks
Marquee Moon - Television
Five Minutes - Stranglers
Roots, Radicals, Rockers And Reggae - Stiff Little Fingers
Get A Grip On Yourself - Stranglers
In The City - Jam
White Riot - Clash
God Save The Queen - Sex Pistols
Rockaway Beach - Ramones
Janie Jones - Clash
Blitzkrieg Bop - Ramones
If The Kids Are United - Sham 69
Svo sérkennilega vill til ađ ţetta sama kvöld rifjar diskópakkiđ upp diskótímabiliđ eins og ţađ var í Hollywood í Ármúla. Tilviljun?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (34)
29.3.2009 | 21:19
Spurningahöfundur Gettu betur bađ ţjóđina afsökunar
Helgin hefur veriđ dramatísk. Geir Haaarde herti upp hugann og bađ 2000 fundarmenn á landsfundi Sjálfstćđisflokksins afsökunar á mistökum sínum. Ég man ekki hvernig hann orđađi ţađ. Hinsvegar tók ég eftir ţví hvernig spurningahöfundur Gettu betur, Davíđ Ţór Jónsson, bađ í gćrkvöldi ţjóđina afsökunar á mistökum sem ég vakti athygli á fyrir viku: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/834652/. Ţar var gefiđ upp vitlaust útgáfuár á plötu.
Davíđ Ţór er skemmtilegur húmoristi og brá á leik er hann bar fram afsökunarbeiđnina. Fyrst bađst hann afsökunar á tćknilegum mistökum sem höfđu átt sér stađ í ţćttinum og bćtti viđ: "Sama er ađ segja um annađ sem miđur fór og var í mínu valdi og hefđi mátt gera betur."
Annađ: Í ţćttinum í gćr var spurt í hvađa hljómsveit Heiđar Örn Kristjánsson sé. Gefiđ var rétt fyrir svariđ Botnleđju.
Ég ćtla ekki ađ gagnrýna ţetta. Aftur á móti fór ég ađ velta ţví fyrir mér hvort hljómsveitin Botnleđja sé ennţá starfandi. Ţađ hefur ekki komiđ út plata međ henni síđan 2003 og ekkert lífsmark veriđ međ henni í nokkur ár. Heiđar Örn hefur veriđ á fullu međ annarri hljómsveit, The Viking Giant Show, síđan 2007. Ţar hefur hann haft í nógu ađ snúast viđ ađ semja grípandi lög sem hann gaf út á plötu í fyrra.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)