Færsluflokkur: Spaugilegt

Færeyskur húmor

  Færeyingar eru góðir húmoristar.  Þeir eiga auðvelt með að koma auga á eitthvað spaugilegt.  Þegar þeim dettur í hug eitthvað sprell þá framkvæma þeir það þrátt fyrir að stundum kalli það á mikla vinnu og fyrirhöfn.  Dæmi:

  Rétt utan við höfuðborgina,  Þórshöfn,  er risastór saltgeymsla eyjanna niður við sjó.  Þegar ekið er til eða frá Þórshöfn þá liggur þjóðvegurinn ofan við saltgeymsluna.  Þak hennar blasir við vegfarendum.  Einn mánudagsmorgun blasti við þeim að einhver eða einhverjir höfðu málað snyrtilega og fagmannlega stórum stöfum á þakið orðið PIPAR. 

  Þétt austur af Þórshöfn er Nólsey.  Hún tilheyrir sveitarfélaginu Þórshöfn.  Hún skýlir höfninni í Þórshöfn fyrir veðri og vindum.  Íbúar eru hátt í 300.  Margir þeirra vinna í Þórshöfn. 

  Í Færeyjum hefur til átta ára verið rekinn sumarskóli í kvikmyndagerð.  Í ár er hann starfræktur í Nólsey.  Af því tilefni brugðu tveir vinir á leik og settu í gær upp risastórt skilti á eyjunni með orðinu NÓLLYWOOD.  Framkvæmdin tók marga daga og var dýr.  En vinirnir segja að þetta sprell eigi að endast í mörg ár.

  Eins og glöggt má sjá á myndinni hér fyrir neðan þá er skiltið afrit af frægasta skilti í Los Angeles í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Neðst til vinstri á myndinni sést hús.  Af því má ráða hver stærð skiltisins er. 

Nólsoy

 

hollywood-sign


Undarlegir flugfarþegar

  Sumt fólk hagar sér einkennilega í flugvél og á flugvöllum.  Íslendingar eiga frægasta flugdólg heims.  Annar íslenskur flugdólgur var settur í flugbann nokkrum árum áður.  Hann lét svo ófriðlega í flugvél yfir Bandaríkjunum að henni var lent á næsta flugvelli og kauða hent þar út. Hann var tannlæknir í Garðabæ.  Misþyrmdi hrottalega vændiskonu sem vann í hóruhúsi systur hans á Túngötu.

  Ekki þarf alltaf Íslending til.  Í fyrradag trylltist erlendur gestur í flugstöðinni í Sandgerði.  Hann beit lögregluþjón í fótinn.

  Á East Midlands flugstöðinni í Bretlandi undrast starfsfólk hluti sem flugfarþegar gleyma.  Meðal þeirra er stór súrefniskútur á hjólum ásamt súrefnisgrímu.  Einnig má nefna tanngóm,  stórt eldhúshnífasett og stór poki fullur af notuðum nærbuxum.  Svo ekki sé minnst á fartölvu,  síma og dýran hring.

flugdólgur


Hvað er í gangi?

  Ikea er fyrirmyndarfyrirtæki.  Þar fæst allskonar á þokkalegu verði.  Meðal annars sitthvað til að narta í.   Líka ýmsir drykkir til að sötra.  Í kæliskáp er úrval af ungbarnamauki.  Ég er hugsi yfir viðvörunarskilti á skápnum.  Þar stendur skrifað að ungbanamaukið sé einungis ætlað ungbörnum.  Ekki öðrum.

  Brýnt hefur þótt að koma þessum skilaboðum á framfæri að gefnu tilefni.  Hvað gerðist?  Var gamalt tannlaust fólk að hamstra ungbarnamaukið?  Hvert er vandamálið?  Ekki naga tannlausir grísarif eða kjúklingavængi.

tannlausungbarnamauk


Á svig við lög

  Lög, reglur og boðorð eru allavega.  Sumt er spaugilegt.  Til að mynda að bannað sé að spila bingó á föstudaginn langa.  Mannanafnanefnd er botnlaus uppspretta skemmtiefnis.  Verst að hún þvælist líka fyrir sumu fólki og gerir því lífið leitt.  Þess á milli er hún rassskellt af erlendum dómstólum.  Einnig af einstaklingum.  Austurískur kvikmyndagerðarmaður,  Ernst Kettler,  flutti til Íslands á síðustu öld.  Þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt þá var hann skikkaður til að taka upp rammíslenskt nafn.  Hann skoðaði lista yfir öll samþykkt íslensk nöfn og sótti um að fá að taka upp nafnið Vladimir Ashkinazy.  Uppi varð fótur og fit.  Ríkisstjórnin hafði leyft heimsfrægum píanóleikara með þessu nafni að fá íslenskan ríkisborgararétt og halda nafninu.  Þar með var það viðurkennt sem íslenskt nafn.  

  Eftir jaml, japl og fuður varð niðurstaðan sú að Alþingi breytti mannanafnalögum.  Felldi niður kröfuna um að innflytjendur þyrftu að taka upp rammíslenskt nafn.  Taldi það skárri kost en að Ernst fengi að taka upp nafnið Vladimir Ashkinazy.

  Hestanafnanefnd er líka brosleg.

  Refsilaust er að strjúka úr fangelsi á Íslandi.  Það er að segja ef flóttafanginn er einn á ferð.

  Boðorðin 10 eru að sumu leyti til fyrirmyndar.  Einkum það sem boðar:  Þú skalt ekki girnast þræl náunga þíns né ambátt.  Ég vona að flestir fari eftir þessu.

  Í Noregi er bannað að afgreiða sterkt áfengi í stærri skammti en einföldum.  Þú getur ekki farið inn á bar og beðið um tvöfaldan viskí í kók.  "Það er stranglega bannað að selja tvöfaldan sjúss að viðlagðri hárri sekt og jafnvel sviptingu áfengisleyfis,"  upplýsir þjónninn.  En til að koma til móts við viðskiptavininn segir hann í hálfum hljóðum:  "Þú mátt panta tvo einfalda viskí í kók.  Það er ekki mitt mál að fylgjast með því hvort að þú hellir þeim saman í eitt glas.

double-whisky


Færeyski fánadagurinn

  Í dag er færeyski fánadagurinn, 25. apríl.  Hann er haldinn hátíðlegur um allar Færeyjar.  Eða reyndar "bara" 16 af 18 eyjunum sem eru í heilsárs byggð.  Önnur eyðieyjan,  Litla Dimon,  er nánast bara sker.  Hin,  Koltur,  er líka lítil en hýsti lengst af tvær fjölskyldur sem elduðu grátt silfur saman.  Líf þeirra og orka snérist um að bregða fæti fyrir hvor aðra.  Svo hlálega vildi til að enginn mundi né kunni skil á því hvað olli illindunum.

  Þó að enginn sé skráður til heimilis á Kolti síðustu ár þá er einhver búskapur þar á sumrin.  

færeyski fáninn


Óhlýðinn Færeyingur

 

  Færeyingar eru löghlýðnasta þjóð í heiminum. Engu að síður eru til undantekningar.  Rétt eins og í öllu og allsstaðar.  Svo bar til í síðustu viku að 22ja ára Færeyingur var handtekinn í Nuuk,  höfuðborg Grænlands, og færður á lögreglustöðina.  Hann er grunaður um íkveikju.  Ekki gott.  Lögreglan sagði honum að hann yrði í varðhaldi á meðan málið væri rannsakað.  Þess vegna mætti hann ekki yfirgefa fangelsið.   Nokkru síðar var kallað á hann í kaffi.  Engin viðbrögð.  Við athugun kom í ljós að hann hafði óhlýðnast fyrirmælum.  Hafði yfirgefið lögreglustöðina.  

  Í fyrradag var hann handtekinn á ný og færður aftur í varðhald.  Til að fyrirbyggja að tungumálaörðugleikar eða óskýr fyrirmæli spili inn í var hann núna spurður að því hvort að honum sé ljóst að hann megi ekki yfirgefa stöðina.  Hann játaði því og er þarna enn í dag.

     


Það er svo undarlegt með augabrúnir

  Augabrúnir eru til prýðis.  Þær hjálpa til við að ramma andlitið inn.  Jafnframt gegna þær því göfuga hlutverki að hindra að sviti bogi niður enni og ofan í augu.  

  Konur hafa löngum skerpt á lit augabrúnna.  Á síðustu árum er algengt að þær láti húðflúra augabrúnastæðið.  Það er flott.  Í sunnanverðum Bandaríkjunum eru konur kærulausari með þetta.  Þær eru ekkert að eltast við augabrúnastæðin af nákvæmni.  Iðulega raka þær af sér augabrúnirnar og láta húðflúra augabrúnir uppi á miðju enni.  Eða stílisera lögun augabrúnna á annan hátt.  Fögnum fjölbreytni!

augnbrúnir aaugnbrúnir baugnbrúnir caugnbrúnir daugnbrúnir eaugnbrúnir faugnbrúnir g


Fólk er fíklar

  Allir eru að fá sér.  Allir eru fíklar.  Munurinn liggur í því hver fíknin er.  Sumir eru nikótínfíklar.  Aðrir eru matarfíklar,  spilafíklar,  alkar,  athyglissjúkir,  ástarfíklar,  dansfífl eða eitthvað allt annað.  

  Séra Óli sleikur er kattþrifinn sleikifíkill.  Hann má ekki sjá ósleikta konukinn án þess að stökkva á hana og sleikja.  Vegna jafnaðarhugsjónar er honum óstætt á að sleikja aðeins aðra kinn.  Hann finnur sig knúinn til að sleikja báðar kinnar.  Líka eyru og háls ef tími gefst til.

  Samkvæmt úrskurðarhópi og úrskurðarnefnd fagaðila og amatöra ríkiskirkjunnar er sleikiþörf embættismannsins eðlilegt embættisverk.  Óhreinar kinnar skulu sleiktar uns þær verða hreinar.  Þetta er eins og að skírast upp úr heilögu kranavatni.

  Fundið hefur verið að því að séra Óli sleikur ríghaldi konum föstum á meðan hann sleikir á þeim báðar kinnar, eyru og háls. Þessu ber að sýna skilning.  Ef konurnar væru að hlaupa út um allt á meðan séra Óli sleikur sleikir á þeim kinnar þá er næsta víst að sleikur myndi misfarast að hluta.  Jafnvel lenda aftan á hálsi eða baki.  Ekki vill ríkiskirkjan það.  Því síður mælir hún með því af sama krafti og umskurði.  

 


Eggjandi Norðmenn

  Ólympíuleikar voru að hefjast áðan í Seúl í Suður-Kóreu.  Meðal þátttakenda eru Norðmenn.  Með þeim í fylgd eru þrír kokkar.  Þeir pöntuðu 1500 egg.  Íbúar Kóreu eru um 100 milljónir eða eitthvað álíka.  Nágrannar eru 1400 milljónir Kínverjar og skammt frá 1100 milljónir Indverjar.  Til samanburðar eru 5 milljónir Norðmanna eins og smáþorp.  Þess vegna klúðruðu kóresku gestgjafarnir pöntun norsku kokkanna.  Í stað 1500 eggja fengu Norsararnir 15.000 egg.  Mataræði norskra keppenda á Ólympíuleikunum verður gróflega eggjandi.

  Hvað fá þeir í morgunmat?  Væntanlega egg og beikon.  En með tíukaffinu?  Smurbrauð með eggjum og kavíar.  Í hádeginu ommelettu með skinkubitum.  Í síðdegiskaffinu smurbrauð með eggjasalati.  Í kvöldmat ofnbakaða eggjaböku með parmaskinku.  Með kvöldkaffinu eggjamúffu með papriku.  Millimálasnakk getur verið linsoðin egg.     

egg_1.pngegg_2.jpgegg_3.jpgegg_4.jpgegg_5.jpgegg_6.jpgegg_7.jpgegg_8.jpgegg_9.jpgegg_10.jpgegg_11.jpgegg_13.jpgegg_14.jpgegg_16.jpgegg_17.jpg


Málshættir

  Málshættir eru upplýsandi og fræðandi.  Nauðsynlegt er að halda þeim til haga.  Þeir geyma fyrir komandi kynslóðir gömul rammíslensk orð sem gott er að kunna.  Þeir geyma líka gömul orðatiltæki yfir vinnubrögð sem tilheyra fortíðinni en gott er að kunna skil á.  

  Íslenskir páskaeggjaframleiðendur hafa blessunarlega haldið málsháttum á góðu lífi á frjósemishátíðinni kenndri við frjósemisgyðjuna Easter.  Ástæða er til að rifja þá einnig upp á vetrarsólstöðuhátíð ljóss og friðar,  kenndri við Jólnir (Óðinn).

Feginn verður óbarinn biskup

Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni

Allir hafa eitthvað gott til hunds að bera

Seint koma jólin en koma þó

Margt er til í mömmu

Þeir skvetta úr klaufunum sem eiga

Glöggt er gests eyrað

Ekki sést í skóinn fyrir hnjánum

Eigi geym þú ost í frysti

Allt er best í óhófi

Ekki er hún betri lúsin sem læðist

Enginn er verri þó hann vakni

Neyðin kennir nöktum manni að synda

Sjaldan er allt sem týnist

Betur sjá augu en eyru


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband