Fćrsluflokkur: Spaugilegt

Skeljungi stýrt frá Fćreyjum

  Skeljungur er um margt einkennilega rekiđ fyrirtćki.  Starfsmannavelta er hröđ.  Eigendaskipti tíđ.  Eitt áriđ fer ţađ í ţrot.  Annađ áriđ fá eigendur hundruđ milljóna króna í sinn vasa.  Til skamms tíma kom Pálmi Haraldsson, kenndur viđ Fons, höndum yfir ţađ.  Í skjóli nćtur hirti hann af öllum veggjum glćsilegt og verđmćtt málverkasafn.

  1. október nćstkomandi tekur nýr forstjóri,  Hendrik Egholm,  viđ taumum.  Athyglisvert er ađ hann er búsettur í Fćreyjum og ekkert fararsniđ á honum.  Enda hefur hann nóg á sinni könnu ţar,  sem framkvćmdarstjóri dótturfélags Skeljungs í Fćreyjum,  P/F Magn.  

  Ráđning Fćreyingsins er hrópandi vantraustsyfirlýsing á fjóra núverandi framkvćmdastjóra Skeljungs.  Ţeir eru niđurlćgđir sem óhćfir í forstjórastól.  Fráfarandi forstjóri,  Valgeir M.  Baldursson,  var framkvćmdastjóri fjármálasviđs ţegar hann var ráđinn forstjóri.

Magn  


Stranglega bannađ

  Ţađ verđur ađ vera agi í íslenskri hrossarćkt.  Annars er hćtta á losarabrag.  Mörgum er treystandi til ađ taka réttar ákvarđanir.  En ekki öllum.  Brögđ hafa veriđ ađ ţví ađ innan um ábyrga og rétthugsandi hrossaeigendur leynist óreiđupésar.  Ţeim verđur ađ setja stól fyrir dyr áđur en allt fer úr böndum.  Ill nauđsyn kallar á lög.

1.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn međ ákveđnum greini.

2.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem fallbeygist ekki.  Mikilvćgt er ađ nafniđ taki eignarfallsendingu.

3.  Bannađ er ađ gefa hesti erlent heiti.  Ţađ skal vera rammíslenskt.

4.  Bannađ er ađ gefa hesti ćttarnafn.

5.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem gefur til kynna ađ hann sé önnur dýrategund.  Ţannig má ekki gefa hesti nafn á borđ viđ Asna, Kisa, Hrút eđa Snata.

6.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem vísar til rangs litar.  Einlitur hestur má ekki heita Skjóni eđa Sokki.  Grár hestur má ekki heita Jarpur.

7.  Bannađ er ađ gefa hesti dónalegt nafn, svo sem Gamli građur.

8.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn sem veldur honum vanliđan og angist.

9.  Bannađ er ađ gefa hesti nafn međ óvenjulegum rithćtti.  Blesi skal ţađ vera en ekki Blezy.

10. Bannađ er ađ kalla hest léttúđlegu gćlunafni.  Um hann skal í öllum tilfellum rćtt og skrifađ međ réttu nafni.  Hest sem heitir Sörli má ekki kalla Sölla.

  Brot á hestanafnalögum getur varđađ sektum ađ upphćđ 50 ţúsund kr.  Ítrekuđ brot geta kostađ brottrekstur međ skömm úr Alţjóđahreyfingu íslenskra hesta.  

 


Stórmerkilegt fćreyskt myndband spilađ 7,6 milljón sinnum

  Fćreysk myndbönd eiga ţess ekki ađ venjast ađ vera spilađ yfir 7 milljón sinnum.  Eitt myndband hefur ţó veriđ spilađ yfir 20 milljón sinnum.  Nú hefur annađ myndband slegiđ í gegn.  Ţađ heitir "Hvat ger Rúni viđ hondini".  Ţar sýnir Rúni Johansen svo liđuga hönd ađ nánast er um sjónhverfingu ađ rćđa.  

  Myndbandiđ hefur veriđ spilađ 4 ţúsund sinnum á ţútúpunni og 7,6 milljón sinnum á LADbible síđunni.  Ţađ hefur fengiđ yfir 100 ţúsund "like",  81 ţúsund "komment" og veriđ deilt 50,450 sinnum.

  Mest spilađa fćreyska myndbandiđ sýnir hval springa er Bjarni Mikkelsen stingur í hann.

 


Lögreglan ringluđ

  Í Fćreyjum lćsa fćstir húsum sínum.  Skiptir ekki máli hvort ađ íbúar eru heima eđa ađ heiman.  Jafnvel ekki ţó ađ ţeir séu langdvölum erlendis.  Til dćmis í sumarfríi á Spáni eđa í Portúgal.  

  Engar dyrabjöllur eđa hurđabankara er ađ finna viđ útidyr í Fćreyjum.  Gestir ganga óhikađ inn í hús án ţess ađ banka.  Ţeir leita uppi heimafólk.  Ef enginn er heima ţykir sjálfsagt ađ gestur kominn langt ađ kíki í ísskápinn og fái sér hressingu.  Ţađ á ekki viđ um nćstu nágranna.  

  Fyrst ţegar viđ Íslendingar látum reyna á ţetta í Fćreyjum ţá finnst okkur ţađ óţćgilega ruddalegt.  Svo venst ţađ ljómandi fljótt og vel.

  Eitt sinn hitti ég úti í Fćreyjum íslenskan myndlistamann.  Ţetta var hans fyrsta ferđ til eyjanna.  Ég vildi sýna honum flotta fćreyska myndlistasýningu.  Ţetta var um helgi og utan opnunartíma sýningarinnar.  Ekkert mál.  Ég fór međ kauđa heim til mannsins sem rak galleríiđ.  Gekk ađ venju inn án ţess ađ banka.  Landa mínum var brugđiđ og neitađi ađ vađa óbođinn inn í hús.  Ég fann húsráđanda uppi á efri hćđ.  Sagđi honum frá gestinum sem stóđ úti fyrir.  Hann spurđi:  "Og hvađ?  Á ég ađ rölta niđur og leiđa hann hingađ upp?"  

  Hann hló góđlátlega,  hristi hausinn og bćtti viđ:  "Ţessir Íslendingar og ţeirra siđir.  Ţeir kunna ađ gera einföldustu hluti flókna!"  Svo rölti hann eftir gestinum og ţóttist verđa lafmóđur eftir röltiđ.  

  Víkur ţá sögunni til fćreysku lögreglunnar í gćr.  Venjulega hefur löggan ekkert ađ gera.  Ađ ţessu sinni var hún kölluđ út ađ morgni.  Allt var í rugli í heimahúsi.  Húsráđendur voru ađ heiman.  Um nóttina mćtti hópur fólks heim til ţeirra.  Ţađ var vinafólk sem kippti sér ekkert upp viđ fjarveru húsráđenda.  Fékk sér bara bjór og beiđ eftir ađ ţeir skiluđu sér heim.

  Undir morgun mćtti annar hópur fólks.  Ţá var fariđ ađ ganga á bjórinn.  Hópunum varđ sundurorđa.  Nágrannar hringdu á lögregluna og tilkynnti ađ fólk vćri fariđ ađ hćkka róminn í íbúđinni.  Lögreglan mćtti á svćđiđ.  Var svo sem ekkert ađ flýta sér.  Hávćr orđrćđa ađ morgni kallar ekki á bráđaviđbrögđ.  

  Er löggan mćtti á svćđiđ var síđar komni hópurinn horfinn á braut.  Lögreglan rannsakar máliđ.  Enn sem komiđ er hefur hún ekki komist ađ ţví um hvađ ţađ snýst.  Engin lög hafa veriđ brotin.  Enginn hefur kćrt neinn.  Enginn kann skýringu á ţví hvers vegna hópunum varđ sundurorđa.  Síst af öllu gestirnir sjálfir.  Eins og stađan er ţá er lögreglan ađ reyna ađ átta sig á ţví hvađ var í gangi svo hćgt verđi ađ ljúka ţessu dularfulla máli.  Helst dettur henni í hug ađ ágreiningur hafi risiđ um bjór eđa pening.  

fćreyskur löggubíllfćreyingar 

      


Bítillinn Paul McCartney tekur snúning á trúfélagi

  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku eru starfandi mörg trúfélög.  Eitt ţeirra heitir Westboro Baptist Church.  Ţađ er sannkristin hvítasunnukirkja sem innvígir safnađarmenn međ niđurdýfingarskírn.  Söfnuđurinn er kallađur WBC-fjölskyldan.

  Af ýmsum tilefnum safnast fjölskyldan saman á almannafćri međ stór spjöld á lofti.  Bođskapurinn einkennist af hatri á samkynhneigđum, múslimum,  kaţólikkum, gyđingum, hermönnum og ýmsu fleiru.

  Alltof margir veitast ađ fjölskyldunni ţegar hún stendur međ spjöldin sín.  Garga ađ henni ókvćđisorđ.  Ţađ herđir hana í trúnni.  Stađfestir í hennar huga ađ ţetta sé barátta viđ djöfulinn.  Eigi skal hopa fyrir ţeim skratta heldur bíta fastar í skjaldarendur og tvíeflast.

  Breski Bítillinn Paul McCartney var ađ spila í Kansas.  WBC-fjölskyldan tók á móti honum.  Hann tók ljósmynd af henni.  Síđan skipti hann út hatursfullum texta á spjöldunum fyrir titla á ţekktum Bítlalögum.  Afraksturinn birti hann á Instagram og Twitter.  Undir myndina skrifađi hann:  "Ţakka Westboro Baptist Church fyrir hlýjar móttökur!" 

  Ţetta hefur vakiđ mikla kátínu; slegiđ öll vopn úr höndum WBC-fjölskyldunnar.  Sýnt hana í spaugilegu ljósi - á góđlátlegan máta.  Hún á ekki svar viđ kćrleiksríkri kveđju frá Bítlinum.

WBC aWBC bpaul kastar kveđju á haturshóp


Broslegar hliđar Costco

  23. maí verđur í framtíđinni haldinn hátíđlegur sem íslenski samkeppnisdagurinn.  Ţann dag á ţessu ári hélt alvöru samkeppni í verslun innreiđ sína í formi Kaupfélags Garđahrepps.  Snilldar verslun sem býđur upp á verulega miklu lćgra verđ á mörgum vörum en áđur hefur sést hérlendis.

  Búđin hefur ekki ţurft ađ eyđa peningum í auglýsingar.  Fagnandi viđskiptavinir sjá um ókeypis auglýsingar á samfélagsmiđlum.  Vinsćlasta ađdáendasíđan á Fésbók telur 88 ţúsund félagsmenn.  Á ţeirri síđu og fleiri álíka má rekast á sitthvađ til gamans og gagns.

  Sumir kaupa köttinn í sekknum.  Eins og gengur.  Til ađ mynda hafa margir auglýst eftir tilteknum skóm fyrir hćgri fót.  Ástćđan er sú ađ eitthvađ er um ţađ ađ í nýkeyptum skókassa leynist skópar fyrir vinstri fót.  Allt sama tegund af skóm sem eru bara seldir fyrir vinstri fót. Ţađ er ástćđa til ađ kíkja ofan í skókassann áđur en hann er keyptur.  Samt engir fordómar gagnvart vinstri skóm.  Bara dálítiđ kjánalegt ađ ţramma um allt í einungis skóm fyrir visntri fót.

skópar á vinstri fótskópar á vinstri fót askópar á vinstri fót b  Vandamáliđ er ekki stćrra en svo ađ hćgt er ađ skila öllum keyptum vörum (gegn kassakvittun).  Verra er ađ iđulega uppgötvast svona ekki fyrr en heim er komiđ - í tilfellum ţar sem kaupandinn hefur gert sér bćjarferđ frá Bolungarvík eđa Vopnafirđi og á ekki aftur erindi suđur á ţessu ári.

  Önnur dćmi eru um fólk sem hugđist kaupa lítinn garđskúr undir sláttuvélina.  Ţegar hann er settur saman kemur í ljós ađ um er ađ rćđa stćđilegan bílskúr sem breiđir sig yfir allan garđinn.  Góđu fréttirnar eru ađ ţá er enginn grasblettur eftir til ađ slá.

   Kunningi minn keypti forláta ósamsettan skrifstofustól.  Ţegar á reyndi er bakiđ ekki stillanlegt.  Ţađ er í lćstri stöđu sem vísar fram.  Vinurinn situr í keng fyrir framan borđtölvuna.  

  Dálítiđ er um ađ fólk haldi ađ öll matvara í búđinni sé framleidd erlendis.  Hinu og ţessu er hćlt á hvert reipi sem miklu betra en íslensk framleiđsla.  Svo kemur í ljós ađ um íslenska framleiđslu er ađ rćđa.  Nákvćmlega sömu vöru og hefur veriđ seld í árarađir í íslenskum búđum.  Nema ađ núna er hún töluvert ódýrari.

    

 

       

       


Ábúđafullir embćttismenn skemmta sér

  Ţađ er ekkert gaman ađ vera embćttismađur án ţess ađ fá ađ ţreifa á valdi sínu.  Helst sem oftast og rćkilegast.  Undir ţessari fćrslu er hlekkur yfir á frétt af enskum lögreglumönnum sem sektuđu 5 ára telpu fyrir ađ selja á götu úti límonađidrykk sem hún lagađi.  Af hennar hálfu átti ţetta ađ vera skemmtilegt innlegg í Lovebox-hátíđina í London.  Sektin var 20 ţúsund kall.

  Seint á síđustu öld fór Gerđur í Flónni mikinn í ađ lífga upp á miđbć Reykjavíkur.  Henni dettur margt í hug og framkvćmir ţađ.  Ţađ var hugsjón ađ lífga upp á bćinn.

pönnukökur  Eitt af uppátćkjunum var ađ bjóđa upp á nýbakađar pönnukökur úti á Hljómalindarreitnum.  Deigiđ hrćrđi hún á efri hćđ Hljómalindarhússins.  Ekki leiđ á löngu uns ábúđarfullir starfsmenn Heilbrigđiseftirlitsins mćttu á svćđiđ.  Ţeir drógu upp tommustokk og mćldu lofthćđina á efri hćđinni.  Ţá hleyptu ţeir í brýnnar.  Stöđvuđu umsvifalaust starfsemina ađ viđlögđum ţungum sektum.  Ţađ vantađi 6 cm upp á ađ lofthćđin vćri nćg til ađ löglegt teldist ađ hrćra pönnukökudeig ţarna.  

kleinur  Fyrr á ţessari öld voru konur á Egilsstöđum í fjáröflun fyrir góđgerđarfélag.  Ţćr seldu heimabakađar kleinur og randalínu.  Eins og ţćr höfđu gert í áratugi.  Í ţetta sinn mćtti heilbrigđisfulltrúi í fylgd lögregluţjóna og stöđvađi fjáröflunina.  Konunum var tilkynnt ađ til ađ mega selja heimasteiktar kleinur verđi - lögum samkvćmt - ađ hafa fyrst samband viđ embćttiđ.  Ţađ ţurfi ađ mćla hvort ađ lofthćđ eldhússins sé lögleg. 


mbl.is 5 ára sektuđ fyrir límonađisölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svölustu hljómsveitamyndirnar?

  Tískan er harđur húsbóndi.  Ţađ sem á einum tímapunkti ţykir töff og svalast getur síđar ţótt hallćrislegast af öllu og sprenghlćgilegt.  Hljómsveitir eru sérlega viđkvćmar fyrir tískusveiflum.  Ţćr vilja ađ tónlist sín falli í kramiđ og sé í takt viđ tíđarandann.  Ţeim hćttir til ađ undirstrika ţađ međ ţví ađ ganga langt í nýjustu tísku hvađ varđar hárgreiđslu og klćđaburđ.

  Skođum nokkur dćmi:

  Á efstu myndinni eru unglingsrokkarar undir sterkum áhrifum frá ABBA.  Eflaust voru ţessar ađskornu glansbuxur flottar á sviđi á sínum tíma.  

  Á nćstu mynd eru sćnsku stuđboltarnir í Nils-Eriks.  Snyrtimennskan í fyrirrúmi en samt "wild".

  Ţriđja myndin sýnir gott dćmi af glysrokkurum (glam) fyrri hluta áttunda áratugarins.  Máluđ andlit, skćrlitađ hár, ćpandi kćđnađur.  David Bowie fór nokkuđ vel međ sína útfćrslu á dćminu.  T. Rex og Sweet kannski ekki eins vel.  Hugsanlega slapp Slade fyrir horn.  En alls ekki barnaníđingurinn Gary Glitter.  Né heldur glysrokkararnir hér fyrir neđan.

  Á níunda áratugarins geisađi tískufyrirbćriđ "hair metal". Blásiđ hár var máliđ.  Ýmist litađ ljóst eđa međ strípum.  Ég ćtla ađ guttarnir á nćst neđstu myndinni séu ekki stoltir af ţessu í dag.  Ég er sannfćrđur um ađ ţeir séu búnir ađ skipta um hárgreiđslu.

  Neđsta myndin er af Jesú-lofandi kventríói í Norđur-Karólínu í Bandaríkjunum.  Á fyrri hluta sjöunda áratugarins voru svona heysátur í tísku.  Hár kvenna túberađ í hćstu hćđir.  Mér skilst ađ ţetta sé ennţá máliđ í kirkjum í Norđur-Karólínu.       

flottustu hljómsveitamyndirnar - a - Abbalegir rokkararflottustu hljómsveitamyndirnar - b - norrćnir stuđboltarflottustu hljómsveitamyndrinar - c - svalir glysrokkararflottustu hljómsveitamyndirnar d - sítt ađ aftanflottustu hljómsveitamyndirnar - e - túperađ hár xxxl

   


Snillingarnir toppa hvern annan

  Stundum er sagt um suma ráđamenn ađ ţeir sitji í fílabeinsturni.  Ţá er átt viđ ađ ţeir séu úr tengslum viđ almúgann.  Ţeir lifi í sýndarveruleika.  Ţeir rađa í kringum sig já-mönnum.  Loka eyrunum fyrir gagnrýnum röddum.

  Á tíunda áratugnum hratt ţáverandi heilbrigđisráđherra úr vör verkefninu "Ísland án eiturlyfja 2002".  Ég man ekki hver ţađ var en einhver Framsóknarmađur.  Peningum var sturtađ í verkefniđ og gćđingum rađađ á jötuna;  ótal nefndir og ráđ međ tilheyrandi fundarhöldum og veisluföngum.   

  Um síđustu aldamót vakti dómsráđherra,  Sólveig Pétursdóttir, athygli fyrir ađ deila ekki salerni međ öđrum starfsmönnum ráđuneytisins.  Ţess í stađ lét hann innrétta splunkunýtt einkaklósett sem kostađi milljónir króna.  Gékk undir gćlunafninu gullklósettiđ.  Enda var ekki vitađ um jafn dýrt og glćsilegt klósett hérlendis.    

  Ráđherrans er ekki síđur minnst fyrir skelegg viđbrögđ viđ kröfu um fjölgun lögregluţjóna.  Hann lét fjöldaframleiđa pappalöggur!  Ţeim var plantađ á ljósastaura viđ Reykjanesbraut.  Pappalöggurnar útrýmdu ekki hrađakstri og öđrum afbrotum á Suđ-Vestur horni landsins.  Fjarri ţví.  Ţess í stađ var pappalöggunum stoliđ og vöktu kátínu í partýum út um allt.

  Nokkru síđar fóru utanríkisráđherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og forsćtisráđherrann Geir Haaarde á flug viđ ađ koma Íslandi í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna.  Tilgangurinn var enginn nema ađ spila sig stóra/n í útlöndum.  Allir međ lágmarksţekkingu á heimsmálum vissu ađ ţetta var meira en út í hött; meira en óraunhćft.  Dćmigert heilkenni íbúa fílabeinsturnsins.  

  Ţetta var brandari.  Dýr brandari.  Yfir 1000 milljónum króna var sturtađ út um gluggann.  Ísland átti aldrei raunhćfa möguleika á inngöngu í Öryggisráđiđ.  Ţví síđur erindi.

  Nú reynir fjármálaráđherrann,  Benedikt, ađ toppa Sólveigu Pétursdóttur,  Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haaarde.  Hann bođar upprćtingu svartrar atvinnustarfsemi međ ţví ađ taka 10.000 kallinn og 5000 kallinn úr umferđ.  Ţjóđinni og 2,5 milljónum túrista árlega verđi skylt ađ borga fjölskyldufyrirtćkjum Engeyinga,  Borgun og Valitor, "kommisjón" af öllum viđskiptum.  

  Rökin eru snilld:  Ţeir sem stunda svarta atvinnustarfsemi eru svo vitlausir ađ ef ţeir geta ekki borgađ međ 5000 kalli ţá fatta ţeir ekki ađ ţađ er hćgt ađ borga međ 5 ţúsund köllum.       

gullklósettiđ

   


mbl.is 10.000 króna seđillinn úr umferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarlegt hćnuegg

  Međalţyngd á hćnueggi er 63 grömm.  Sum eru örlítiđ ţyngri.  Önnur örlítiđ léttari.   Norskum tómstundaeggjabónda brá heldur betur í brún ţegar hann fann risaegg í hreiđri innan um nokkur venjuleg.  Vigtun á ţví sýndi 168 grömm.  Hátt í ţreföld ţyngd venjulegs eggs.

  Bóndinn veit ekki hver af hans 16 hćnum var svona stórtćk.  Grunur lék á ađ í ţađ minnsta tvćr rauđur vćru í egginu.  Viđ skođun kom í ljós ađ svo var.  Ekki nóg međ ţađ.  Heilt egg var innan í risaegginu.  

 Ţó ađ ótrúlegt sé ţá er ţetta ekki ţyngsta norska hćnueggiđ.  1993 vóg eitt 210 grömm!

Egg_04egg  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.