Fćrsluflokkur: Spaugilegt

Níđst á varnarlausum

hrekktur - á herđatré

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hóflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta hóflega.  Gróflega drukkiđ vín gleđur mannsins hjarta gróflega.  Ofurgróflega drukkiđ vín getur valdiđ ţví ađ vínsmakkarinn lognist út af;  sofni ölvunarsvefni.  Í ţví ástandi er hann eins og rotađur.  Getur hvorki hreyft legg né liđ.  Veit ekki af sér.  

  Ţađ er upplagt í einrúmi eđa innan um traust og hrekklaust fólk.  Verra er ţegar drykkjufélagarnir eru ósvífin hrekkjusvín.  Ţá er tćkifćriđ nýtt:  Búinn til hrekkur og fórnarlambiđ ljósmyndađ.  

  Á myndinni fyrir ofan hefur ölvađur drengur veriđ hengdur upp til ţerris.  Efsta myndin fyrir neđan er ósköp saklaus.  Ónotuđum túrtappa er stungiđ upp í drenginn.  Ósmekklegra hefđi veriđ ađ rauđmála tappann.

  Á nćstu mynd hafa kanínueyru veriđ sett á höfuđ, raksápuhnođri settur fyrir munn og klámblađi stillt upp.  Gćti veriđ ágćt auglýsing fyrir Playboy.

  Ţriđja myndin sýnir heilsufćđisútfćrslu.  Grćnmeti og ávextir leika ađal hlutverk.  

hrekktur bhrekkur ahrekktur e


Tvífarar af sitthvorum kynţćtti

  Hver kannast ekki viđ ađ vera staddur í erlendri borg - eđa ţorpi - og rekast á kunnuglegt andlit?  Ganga ađ viđkomandi og heilsa međ tilţrifum.  Viđ undrunarsvipinn á manneskjunni - og allt ađ ţví óttasvip - uppgötvast ađ ţetta er ekki sá eđa sú sem ţú hélst.  Viđ nánari skođun er viđkomandi ekki einu sinni af sama kynţćtti.  

  Frćga fólkiđ á líka svona tvífara.  Hér eru nokkur skemmtileg dćmi af George Clooney, Hussein Obama, Nicolas Cage, Schwarzenegger og Rihanna.

tvífarar - George Clooneytvífarar - obamatvífarar - Nicolas Cagetvífarar - Schwarzeneggertvífarar - Rihanna 


Hleypt í brýnnar - kjánalegar augabrúnir

  Augabrúnir eru til gagns og gaman.  Ţćr vernda augun.  Koma í veg fyrir ađ sviti leki frá enni ofan í augu.  Skerpa á andlitsdráttum.  Hýsa orma sem bora sig ofan í húđina á augabrúnasvćđinu.  Ţeir halda varnarkerfi líkamans í ćfingu.  Engir sleppa viđ ţessa orma.  Ţađ er kostur.

  Margt fólk - ađallega konur - litar augabrúnir svartar.  Eins og međ fleiri fegrunarađgerđir verđur ţetta fíkn hjá sumum. Fólk hefur tilhneigingu til ađ ganga lengra og lengra í áranna rás.  Ţá er oft gripiđ til ţess ráđs ađ láta húđflúra augabrúnir á sig.  Varanleg lausn og góđ út af fyrir sig.  Verra er ađ ekki er öllum gefiđ ađ hafa hemil á sér ţegar út í ţađ er fariđ.  Margir sćkja í alltof langar augabrúnir eđa alltof sverar.  Hérlendis eru blessunarlega húđflúrstofur mannađar fagfólki.  Í útlöndum er ţađ ekki alltaf tilfelliđ.  Í Suđurríkjum Bandaríkja Norđur-Ameríku er kallinn sem reddar hlutunum stórtćkur í húđflúri.  Hann er sjaldan smámunasamur ţegar kemur ađ ţví ađ hafa augabrúnirnar nákvćmlega samhverfar.

  Kannski segir eitthvađ ađ hlutfallslega margir sem skarta bjánalegum húđflúruđum augabrúnum hafa setiđ í fangelsi. 

  Algeng útfćrsla er ađ augabrúnir séu húđflúrađar fyrir ofan augabrúnasvćđiđ.  Ţađ á ađ túlka glađvćran persónuleika.  Oftar er raunveruleikinn sá ađ ţetta túlkar kjánalegan persónuleika.  Sumt sem virkar tímabundiđ töff á "flippuđu" ungmenni verđur hrćđilega aulalegt á miđaldra eđa eldri manneskju.        

augabrúnir gaugabrúnir faugabrúnir eaugabrúnir daugabrúnir caugabrúnir baugabrúnir a

 


Íslensk gćlunöfn útlendra heimilisvina

 

  Íslendingar hafa löngum íslenskađ nöfn útlendinga.  Ekki allra útlendinga.  Alls ekki.  Eiginlega bara ţeirra útlendinga sem okkur líkar virkilega vel viđ.  Ţeirra sem viđ lítum á sem einskonar heimilisvini.  Dćmi um ţađ eru Prince Charles sem viđ köllum Kalla Bretaprins.  Annađ dćmi er Juan Carlos sem var lengst af kallađur Jóhann Karl Spánarkonungur.  

  Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen er iđulega kallađur Brúsi frćndi.  Í Bandaríkjunum er hann kallađur the Boss.  Kántrý-boltinn Johnny Cash er Jón Reiđufé.  Breska hljómsveitin the Beatles er Bítlarnir.  The Rolling Stones eru Rollingarnir.  John Lennon er Hinn eini sanni Jón.  Kántrý-söngonan Emmylou Harris er Emma frćnka.

  Bandaríski kvikmyndleikarinn John Wayne var ýmist kallađur Jón Vćni eđa Jón Vein.  Leikkonan Catherine Zeta Jones er kölluđ Kata Sćta-Jóns.  

  Nú höfum viđ eignast nýjan heimilisvin.  Hann er sá ljúfi og litríki forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Donald Trump.  Beinast liggur viđ ađ kalla gleđigjafann - á vinarlegum nótum - Dóna Trump.  Ekki Dóna Prump.              

donald  

            


mbl.is Einangrađur og finnst ađ sér ţrengt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gáfađasti forsetinn

  Heimsbyggđin hefur á undanförnum mánuđum kynnst mćta vel ljúfmenninu Dóna Trump.  Hann er eins og vinalegur og velkominn heimilisvinur.  Mćtir daglega í heimsókn í öllum fréttatímum,  hvort heldur sem er í útvarpsfréttum eđa á sjónvarpsskjá inni í stofu eđa á forsíđum dagblađa sem og á samfélagsmiđlum,  til ađ mynda á Fésbók, Twitter og bloggi.  

  Ţađ er gaman ađ fylgjast međ ţessum litríka náunga.  Litríka í bókstaflegri merkingu.  Nú er hann orđinn fyrsti appelsínuguli forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Jafnframt sá gáfađasti í ţví embćtti.  Hann er bráđgáfađur.  Yfirburđargáfađur.  Hann hefur sjálfur sagt ţađ.  Margoft.


mbl.is Íslendingar gćtu veriđ í vanda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forrćđishyggjan á góđu flugi

  Fjölmiđlar deila fréttum af átaki franskra yfirvalda gegn ört vaxandi yfirţyngd vesturlandabúa.  Ţeir láta eins og ţađ sé neikvćtt.  Á sama tíma eru birtar í fagtímaritum lćkna niđurstöđur úr rannsóknum sem stađfesta grun margra:  Börn kvenna međ stóran rass eru gáfađri en önnur börn - sem stćrđinni nemur.  Aukakíló karla tryggja langlífi.  Hvert aukakíló lengir ćvina um ár.  

  Um međaltal er ađ rćđa.  Ađrir ţćttir spila inn í og brengla dćmiđ.   

  Í Frakklandi er veitingastöđum nú bannađ ađ bjóđa upp á ókeypis áfyllingu á lituđu sykurvatni međ kolsýru.  Reyndar ótrúlegt en satt ađ bjálfar skuli drekka svoleiđis óţverra.  En hvađ međ ţađ ađ ţegar aularnir snúa heim frá veitingastađnum og mega óheftir ţamba viđbjóđinn?  

  Minna hefur fariđ fyrir fréttum af ţví ađ í fyrra skáru frönsk yfirvöld upp herör gegn "sćlustund" (happy Hour) á veitingastöđum.  Hún gengur út á ţađ ađ áfengir drykkir eru seldir á hálfvirđi í tiltekinn klukkutíma eđa tvo.

  Frönsku lögin eru ţannig ađ veitingastöđum sem bjóđa upp á "sćlustund" er gert skylt ađ bjóđa samtímis upp á óáfenga drykki á hálfvirđi.  Ţađ dregur vćntalega úr áfengisdrykkju kunningjahópsins ađ ökumađur hans drekki appelsínusafa á hálfvirđi.

  Ţessu skylt:  Íslenskir forrćđishyggjustrumpar láta sitt ekki eftir liggja.  Ţeir leggja til fjölbreytta skatta á allar matvörur og allt sćlgćti sem inniheldur sykur.  Međ nýjum og helst mjög háum sköttum á ađ stýra neyslu skrílsins.  Reynslan hefur ekki veriđ ţessari uppskrift jákvćđ.  Ný hugsun:  Kannski má prófa ađ lćkka tolla og álögur á hollustuvöru í stađ ţess ađ hćkka álögur á meinta óhollustu.

        


Uppátćki ađgerđarsinna stokkar upp í kerfinu

  Um miđjan ţennan mánuđ skýrđi ég undanbragđalaust frá athyglisverđu uppátćki ungrar fćreyskrar grćnmetisćtu (vegaterían),  Sigriđar Guđjónsson.  Henni varđ um og ó er á vegi hennar urđu lifandi humrar í fiskborđi stórmarkađarins Miklagarđs í fćreysku Kringlunni,  SMS í Ţórshöfn.  Hún gerđi sér lítiđ fyrir:  Keypti alla humrana,  burđađist međ ţá niđur ađ höfn og sleppti ţeim út í sjó.   

  Um ţetta má lesa H É R 

  Sagan endar ekki ţarna.  Nú hefur Heilbrigđisstofnun Fćreyja gripiđ í taumana.  Héđan í frá er verslunum eins og Miklagarđi stranglega bannađ ađ selja lifandi humar.  Ástćđan er sú ađ humarinn er ađ stórum hluta innfluttur.  Heilbrigđisstofnunin óttast ađ Sigriđ muni endurtaka leikinn ef hún á aftur leiđ um Miklagarđ.  Sölubanninu er ćtlađ ađ hindra ađ kynblöndun fćreyska humarstofnsins og allrahanda útlenskra humra međ ófyrirsjáanlegum afleiđingum.  

  Veitingastöđum er áfram heimilt ađ kaupa lifandi humar en mega einungis selja hann steindauđan.

sigriđhummari   


Vandrćđaleg mistök

  Tilvera aldrađrar brasilískrar konu hefur alla tíđ snúist ađ miklu leyti um bćnahald.  Mörgum sinnum á dag leggst hún á bćn og brúkar talnaband.  Til ađ skerpa á mćtti bćnarinnar hefur hún notast viđ litla styttu af heilögum Anthony.  Hann er eitt af stćrstu númerum kaţólskra dýrlinga og mjög kröftugur.  Ađ ţví er mér skilst.  

  Konunni áskotnađist styttan fyrir nokkrum árum.  Eftir ađ styttan fékk lykilhlutverk í bćnahaldinu ţá var eins og ótal dyr opnuđust.  Konan varđ bćnheit.  Bćnir hennar hrifu sem aldrei fyrr.  Hún fór reyndar aldrei fram á mikiđ.  Var hvorki hégómleg í ákallinu né ósanngjörn.

  Nýveriđ uppgötvađi ömmustelpa hennar ađ styttan vćri ekki af heilögum Anthony heldur plastleikfang úr Hringadróttinssögu.  Hringadróttinssaga byggir á norrćnu gođafrćđinni.  Gandalf er Óđinn og fígúran sem gamla konan á kallast Elrond.   

  Ţrátt fyrir ţessa uppgötvun getur gamla konan ekki hugsađ sér ađ biđja án ţátttöku leikfangsins.  Reynslan af ţví er svo góđ.  

elrond


Mergjađar myndir. Hvernig gat ţetta gerst?

Međ slagbrand í framrúđu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Rauđi bíllinn vakti óhemju mikla athygli.  Ekki vegna skćrrauđa litarins heldur vegna slagbrands sem stendur út úr miđri framrúđu.  Bílstjórinn hafđi ekkert tekiđ eftir ţví sjálfur.  Enda liturinn í smekklegum stíl viđ ökutćkiđ.  Hann hefur ekki hugmynd um hvernig slagbrandurinn endađi ţarna.

skógarvörđur fann bíl uppi í einu trénu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Skógarvörđurinn var í sinni reglubundnu daglegu eftirlitsferđ um skóginn.  Ţá rakst hann á bíl uppi í einu trénu.  Engin ummerki fundust um ţađ hvernig bíllinn komst ţangađ.  Né heldur hver á gripinn.  Helst dettur mönnum í hug ađ bíllinn hafi falliđ úr vöruflutningaflugvél. 

á hárréttu augnabliki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Mánudagur leggst illa í suma.

menn sleppa ekki sunnudagsrúnti fjölskyldunnar ţó bíllinn sé smá dćldađur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Góđir feđur sleppa ekki sunnudagsrúnti fjölskyldunnar ţó ađ bíllinn sé međ smá dćld aftast á ţakinu.

einkennilega lagt á milli handriđs og rafmagnslínu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ţegar skortur er á bílastćđum leggja útsjónasamir bíl sínum á ótrúlegustu stöđum.


Frćđandi skaup

 

  Áramótaskaupiđ í sjónvarpinu á gamlársdag var ekki ađeins skemmtilegt.  Ţađ var ekki síđur frćđandi.  Indriđi fór á kostum.  Gott hjá honum ađ frćđa forsetann um ýliđ í bađherbergisglugganum.  Bílastćđaverđirnir gáfu honum lítiđ eftir.  "Nei, nú hringi ég í Jens!"  Einnig sá sem klúđrađi víkingaklappinu.  Sem og margir fleiri.

  Bitastćđastur var fróđleiksmolinn um skyriđ.  Svo skemmtilega vill til ađ breska dagblađiđ Daily Mail komst ađ sömu niđurstöđu í árslok.  

  Í nćstum ţví heilsíđugrein er fjallađ um kosti og galla jógúrts.  Fyrirsögnin er "Jógúrt-tegundirnar sem gera ţér gott".  Í inngangi er vísađ til Heilbrigđisráđs Englands.  Ţađ varar stranglega viđ óhóflegu sykurmagni í sumum jógúrt-tegundum.  Nćringarfrćđingur Daily Mail kafar í máliđ og bendir međ góđum rökum á fimm ákjósanlegustu tegundirnar.  

  Fyrst er nefnt Íslenskt vanillu-skyr.  Ţađ ber höfuđ og herđar yfir ađrar jógúrt-tegundir.  170 gr dolla kostar 1,25 pund (175 ísl kr.).  Hitaeiningar í ţessu magni eru 95,  fita 0,17 gr,  sykur 5,6 gr og prótein 16,6 gr.

  Ţađ er framleitt úr undanrennu.  Samt er ţađ ţykkt og kremkennt.  Halda mćtti ađ óreyndu ađ ţađ sé framleitt úr rjóma.  

  Prótein-magniđ er ţrefalt í samanburđi viđ ađrar jógúrt-tegundir. Ţađ jafngildir próteini ţriggja brúneggja.  Fyrir bragđiđ er neytandinn pakksaddur í langan tíma eftir ađ hafa gúffađ ţví í sig.  Fullkominn morgunverđur.  Líka heppilegur millibiti.  Leyndarmáliđ liggur í hárnákvćmri blöndu af náttúrulegum mjólkursykri og gervisćtuefnum.  Sykurinn rúmast lipurlega í sléttfullri teskeiđ.

skyr   


mbl.is Landsmenn tísta um skaupiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband