Skemmtilegt tvist

  Ég hlustaði á útvarpið.  Hef svo sem gert það áður.  Þess vegna ber það ekki til tíðinda.  Hitt sem mér þótti umhugsunarverðara var að útvarpsmaðurinn hneykslaðist á og fordæmdi að fyrirtæki væru að auglýsa "Black Friday".  Þótti honum þar illa vegið að íslenskri tungu.

  Þessu næst bauð hann hlustendum til þátttöku í spurningaleiknum "pizza & shake". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er náttúrlega alveg kreisí!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.11.2017 kl. 10:37

2 identicon

Því miður hefur íslenskukunnáttu farið aftur. Málvitund er lítil og virðing fyrir íslenskri tungu farinn veg veraldar. Því miður. Íslenskan er svo skemmtilegt mál og það sem gerir okkur sérstök. Eftir að hafa búið erlendis í vel á annan áratug og eiga unglinga sem eiga frönsku sem móðurmál líka þá er oft erfitt að útskýra fyrir þeim íslenskuna. 

Við eigum þó ekki að gefast heldur benda stöðugt á málið og leiðbeina þeim sem fara illa með. Því miður er auglýsenda heimurinn steingeldur. Í þá gömlu góðu daga þá neituðu þulirnir að lesa auglýsingar sem að voru ekki á íslensku.

Mummi (IP-tala skráð) 25.11.2017 kl. 13:21

3 identicon

Jens minn. Það er eins og fólk viti eiginlega ekki í hverra móður/föður-máls-fótspor einstaklingar sundrungar-hjarðar heimsins eiga að stíga? Enginn getur lært neitt rétt, ef ekki má spyrja og ekki má leiðrétta og kenna.

Ég starfaði með flóttamanni frá Serbíu í Noregi uppúr síðustu aldamótum. Eitt sinn vorum við að ræða tilgang tungumála. Ég var þá svo mikill fáfræðikjáni að halda að tungumál væri eiginlega bara eintóm þjóðremba, sem leysa mætti með ensku eða spænsku á heimsmælikvarða.

Þá fékk ég lærdómsríkan og þakkarverðan fræðslupistil frá þessum ágæta vinnufélaga frá Serbíu stríðshrjáða ríkinu. Hann fræddi mig um það að tungumál hverrar þjóðar væri í raun grunnur hverrar þjóðar. Við ræddum þetta mjög vandlega í rúmlega heilan kaffitíma í vinnunni.

Ég skammaðist mín fyrir að hafa vanmetið tungumál þjóðríkja, eftir þessa heiðarlegu fræðslu frá mínum góða stríðsflótta-vinnufélaga frá Serbíu. Við vorum samverkafólk frá ólíkum ríkjum, í Noregi upp úr síðustu aldamótum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2017 kl. 00:37

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  nemliga (eins og Færeyingar orða það).

Jens Guð, 26.11.2017 kl. 13:42

5 Smámynd: Jens Guð

Mummi,  ég tek undir hvert orð.

Jens Guð, 26.11.2017 kl. 13:42

6 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  þetta er áhugavert sjónarmið.

Jens Guð, 26.11.2017 kl. 13:45

7 identicon

,, Þáttinum hafa borist nokkur bréf " sagði útvarpsmaðurinn og reyndi að vanda málfarið, sem bara getur komið öfugt út.

Stefán (IP-tala skráð) 26.11.2017 kl. 15:25

8 identicon

Hehe, gott atriði. Þetta mundi ég flokka sem þróun á íslensku þ.e. ungdómnum finnst íslenskan ekki nógu svöl. Því grípa þau í svalasta tungumálið og útbreyddasta. Þau munu stoppa þar við á yngri árum en eftir sem aldur færist yfir þá fá þau sem búa enn hér líklega meiri áhuga fyrir okkar frábæra máli.

Held að þetta sé, í flestum tilfellum, fjallabaksleið sem skilar okkur tvítyngdu og bráðgáfuðu fóki til framtíðar.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.11.2017 kl. 20:01

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán, í beinni útsendingu vefst mönnum stundum tunga um fót.

Jens Guð, 28.11.2017 kl. 09:23

10 Smámynd: Jens Guð

Sigþór, við skulum vona að þú sért sannspár!

Jens Guð, 28.11.2017 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.