Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
25.11.2021 | 01:19
KSÍ í vanda
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.11.2021 | 04:54
Ríkustu tónlistarmenn heims
Margir vinsælir tónlistarmenn fengu að heyra það á unglingsárum að þeir þyrftu að læra eitthvað nytsamlegt. Eitthvað sem opnaði þeim leið að vel launuðu starfi. Þetta fengu þeir að heyra þegar hugur þeirra snérist allur um hljóðfæragutl. "Tónlistin gefur ekkert í aðra hönd," fullyrtu vel meinandi foreldrar.
Samkvæmt Geoworld Magazine virðast ýmsir tónlistarmenn hafa komist í álnir. Þar á meðal þessir (innan sviga er virði þeirra):
1 Paul McCartney ($ 1,28 milljarðar)
2 Andrew Lloyd Webber ($ 1,2 milljarðar)
Þessir tveir eru Bretar. Í næstu sex sætum eru Bandíkjamenn.
3 Jay Z ($ 1 milljarður)
4 Herb Albert ($ 850 milljónir)
Eitthvað af þessum aurum hefur Herb Albert fengið fyrir að spila og gefa út á plötu lagið "Garden Party" eftir Eyþór Gunnarsson (Mezzoforte).
5 Sean Combs - Diddy ($ 825 milljónir)
6 Dr.Dre ($ 800 milljónir)
7 Madonna ($ 580 milljónir)
Madonna er lang lang efnuðust tónlistarkvenna. Sú eina sem er inn á topp 20.
8 Emilio Estefan ($ 500 milljónir)
9 Elton John ($ 480 milljónir)
10 Coldplay (475 milljónir)
Elton John og Coldplay eru breskir. Jimmy Buffett er bandarískur, eins og Brúsi frændi. Í sætum 12, 13 og 15 eru Bretar.
11 Jimmy Buffett ($ 430 milljónir)
12 Mick Jagger ($ 360 milljónir)
13 Ringo Starr ($ 350 milljónir)
14 Bruce Springsteen ($ 345 milljónir)
15 Keith Richards (340 milljónir)
16 Neil Sedaka ($ 300 milljónir)
17 Gene Simmons ($ 300 milljónir)
18 Jon Bon Jovi ($ 300 milljónir)
19 Sting ($ 300 milljónir)
20 L.A.Reid ($ 300 milljónir)
Sting er breskur. Hinir bandarískir.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.8.2021 | 04:35
Unga fólkið gerir mig hissa
Eftir því sem ég eldist hærra upp ellilífeyrisaldurinn gengur mér verr að skilja hugsunarhátt ungs fólks. Það er skrítið fólk. Áðan verslaði ég smávegis í matvöruverslun. Ung stelpa á kassanum stóð sig vel í að stimpla inn verðið á vörunum. Að því búnu gaf hún mér fúslega upp heildarverð innkaupanna. Ég greiddi með seðli sem nánast passaði við það. Aðeins 2 krónur umfram. Þá spurði stúlkan: "Viltu afganginn?" Ég varð eitt spurningarmerki: "Af hverju ætti ég ekki að vilja afganginn?" Hún svaraði: "Þetta eru bara 2 krónur."
21.7.2021 | 00:03
Aðdáunarverður metnaður
Á árum áður voru Prince Polo og kók þjóðarréttur Íslendinga - þá sjaldan er þeir gerðu sér dagamun. Í dag er þjóðarrétturinn pylsa og Kristall með sítrónubragði.
Þangað til nýverið samanstóð pylsan af uppsópi af gólfi kjötiðnaðarmannsins. Það eru breyttir tímar. Nú til dags er eru meiri er meiri sérviska við framleiðsluna.
Vinsælustu sölustaðir pylsunnar eru afgreiðslulúgur Bæjarins bestu. Varast ber að rugla þeim saman við samnefnt héraðsfréttablað á norðanverðum Vestfjörðum. Pylsan í Bæjarins bestu kostaði 430 kall uns verðið hækkaði í 480 á dögunum. Nokkru síðar skreið það í 500 kall. Núna er erlendir ferðamenn komu til landsins og hófu að hamstra pylsu var verðið snarlega hækkað í 550 kall.
Þetta er alvöru bisness. Fyrst að ferðamaðurinn er reiðubúinn að borga 550 kall með bros á vör þá um að gera að sæta lagi. Hann hefur ekki hugmynd um að í bensínsjoppum á borð við Kvikk kostar pylsan 349 kall. Verðmunurinn er 201 króna.
14.4.2021 | 23:22
Skammaður í búð
11.4.2021 | 10:17
Samherjasvindlið
Eftir að ég tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokksins skipti ég um hest í miðri á; kúplaði mig út úr pólitískri umræðu. Hinsvegar brá svo við í gær að vinur minn bað mig um að snara fyrir sig yfir á íslensku yfirlýsingu frá Anfin Olsen, nánum samstarfsmanni Samherja í Færeyjum. Þetta á erindi í umræðuna: Reyndar treysti ég ekki minni lélegu færeysku til að þýða allt rétt. Þú skalt ekki heldur treysta henni. Ég á líka eftir að umorða þetta almennilega. Ég hef fengið flogakast af minna tilefni.
Hefst þá málsvörn Anfinns:
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.4.2021 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2021 | 00:34
Furðuhlutir
Fólk er alltaf að fá hugmyndir. Sérstaklega fá margir hugmyndir um allskonar hluti og matvæli. Stundum mætti uppfinningarfólkið hafa taumhald á sér í stað þess að hefja framleiðslu á uppfinningunni. Til að mynda er stundum ástæða til að ráðast í markaðskönnun. Hún gæti bjargað mörgum frá því að missa aleiguna í stóru gjaldþroti. Hér má sjá nokkur dæmi sem markaðurinn hafnaði.
Blátt sýróp var ekki að gera gott mót. Né heldur augnhár fyrir bíla. Hvað með gosdrykki með bragði á borð við beikon, hnetusmjör og buffaló-vængi? Svo var það snilldin að sameina buxur og strigaskó. Hárgreiða með tönnum og lautarferðarbuxur? Hvað var þessi að pæla sem ætlaði að slá í gegn með barnapúða sem veldur martröð? Eða sykurfrauð með pizza-bragði?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2021 | 23:08
Undarlegt samtal í banka
Ég var að bruðla með peninga í bankaútibúi. Það var tuttugu mínútna bið. Allt í góðu með það. Enginn var að flýta sér. Öldruð kona gekk hægum skrefum að gjaldkera. Hún tilkynnti gjaldkeranum undanbragðalaust hvert erindið var. "Ég ætla að kaupa peysu hjá þér," sagði hún. Gjaldkerinn svaraði: "Við seljum ekki peysur. Þetta er banki." Konan mælti áður en hún snérist á hæl og gekk burt: "Já, ég veit það. Ég hélt samt að þið selduð peysur."
Viðskipti og fjármál | Breytt 19.3.2021 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2021 | 00:10
Söluhrun - tekjutap
Sala á geisladiskum hefur hrunið, bæði hérlendis og erlendis. Sala á geisladiskum hérlendis var 2019 aðeins 3,5% af sölunni tíu árum áður. Sala á tónlist hefur þó ekki dalað. Hún hefur að stærstum hluta færst yfir á netið.
98% af streymdri músík á Íslandi kemur frá sænska netfyrirtækinu Spotify. Alveg merkilegt hvað litla fámenna 10 milljón manna þorp, Svíþjóð, er stórtækt á heimsmarkaði í tónlist.
Tæpur þriðjungur Íslendinga er með áskrift að Spotify. Þar fyrir utan er hægt að spila músík ókeypis á Spotify. Þá er hún í lélegri hljómgæðum. Jafnframt trufluð með auglýsingum.
Annar stór vettvangur til að spila ókeypis tónlist á netinu er youtube.com. Þar eru hljómgæði allavega.
Höfundargreiðslur til rétthafa eru rýrar. Það er ókostur. Þetta þarf að laga.
Ókeypis músík hefur lengst af verið stórt dæmi. Ég var í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal á sjöunda áratugnum (6-unni). Þar var líka Bændaskóli. Nemendur í honum áttu svokölluð real-to-real segulbandstæki. Einn keypti plötu og hinir kóperuðu hana yfir á segulbandið sitt.
Nokkru síðar komu á markað lítið kassettusegulbandstæki. Flest ungmenni eignuðust svoleiðis. Einn kosturinn við þau var að hægt var að hljóðrita ókeypis músík úr útvarpinu. Það gerðu ungmenni grimmt.
Með kassettunni varð til fyrirbærið "blandspólan". Ástríðufullir músíkunnendur skiptust á safnspólum. Þannig kynntu þeir fyrir hver öðrum nýja spennandi músík. Síðar tóku skrifaðir geisladiskar við því hlutverki.
Sumir rétthafar tónlistar skilgreina ókeypis tónlistarspilun sem tekjumissi. Það er rétt að sumu leyti. Ekki öllu. Þegar ég heyrði nemendur Bændaskólans á Hólum blasta Bítlaplötum þá blossaði upp löngun í Bítlaplötur. Sem ég síðar keypti. Allar. Fyrst á vinyl. Svo á geisla.
Ég veit ekki hvað litla kassettutækið sem hljóðritaði lög úr útvarpinu skilaði kaupum á mörgum plötum. Þær voru margar. Sem og blandspólurnar.
Stór hluti þeirra sem spilar músík á Spotify og youtube.com kynnist þar músík sem síðar leiðir til plötukaupa. Eða mætingu á hljómleika flytjenda. Á móti kemur að mörg lög sem menn spila á Spotify og youtube.com hefði hlustandinn aldrei keypt á plötu. Fólk tékkar á ótal lögum og flytjendum án þess að heillast af öllu. Þess vegna er rangt að reiknað tap á höfundargreiðslum sé alfarið vegna spilunar á öllum lögum.
Netveiturnar hafa ekki drepið tónlist í föstu formi. Vinyllinn er í stórsókn. Svo brattri að hérlendis hefur sala á honum átjánfaldast á níu árum. Sér þar hvergi lát á.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2021 | 19:10
Viðgerðarmaðurinn Albert
Hann er þúsundþjalasmiður. Sama hvað er bilað; hann lagar það. Engu skiptir hvort heimilistæki bili, húsgögn, pípulagnir, rafmagn, tölvur, bílar eða annað. Hann er snöggur að kippa hlutunum í lag. Hann smíðar, steypir, flísaleggur, grefur skurði, málar hvort sem er utan eða innan húss.
Um tíma bjuggum við á sama gistiheimili. Þar þurfti af og til að dytta að hinu og þessu. Þá var viðgerðarmaðurinn Albert í essinu sínu. Á gistiheimilinu bjuggu einnig hjón frá Kambódíu. Samkomulagið var gott. Ásamt öðrum íbúum vorum við eins og eins stór fjölskylda. Svo bar við að viðgerðarmaðurinn Albert og ég sátum í herbergi kambódísku hjónanna. Hjör á stórum fataskáp þeirra hafði gefið sig. Hurðin dinglaði kengskökk. Hjónin báru sig illa undan þessu.
Viðbrögð viðgerðarmannsins Alberts voru að sitja í sínum stól og líta í rólegheitum í kringum sig. Hann kom auga á járntappa af gosflösku. Teygði sig eftir honum. Um leið dró hann upp svissneskan hníf. Eða réttara sagt eftirlíkingu að svissneskum hníf. Með hnífnum hnoðaðist hann á tappanum án þess að skoða hjörina. Að skömmum tíma liðnum teygði hann sig í hana. Eftir smástund var hurðin komin í lag. Fataskápurinn var eins og nýr. Viðgerðarmaðurinn Albert stóð ekki upp af stól á meðan viðgerðarferlið stóð yfir.
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.5.2021 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)