Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
15.5.2022 | 04:02
Geggjuð rúm
Allflest rúm eru hvert öðru lík. Þau eru íburðarlitlar ljósar ferkantaðar dýnur ofan á grind. Þessi einfalda útfærsla hefur gefist vel í gegnum tíðina. En eins og með svo margt annað þá sjá einhverjir ástæðu til að gera þetta öðruvísi.
Hvað með líkamslaga dýnu? Eða vera vel varinn í jarðskjálfta í svo háu rúmi að stíga þarf upp tröppur til að komast í það og klöngrast ofan í það umlukið traustum veggjum.
Svo er það hreiðrið. Í það þarf marga púða til að herma eftir ungum og eggjum.
Bókaástríða er plássfrek. En hún getur sparað kaup á rúmi.
Sjómenn komnir á aldur geta upplifað góða tíma í bátsrúmi.
Að sofa í líkkistu er varla þægilegt. Samt er vel bókað í gistihús sem býður upp á Dracúla-þema.
Kóngafólki hættir stundum við að fara hamförum í prjáli. Það fylgir stöðu þess.
Í Suðurríkjunum í USA taka margir ástfóstri við pallbílinn sinn. Svo mjög að þeir breyta honum í rúm.
Vatnsrúm eru allavega.
Þegar barn hefur horft á kvikmyndina Jaws er freistandi að hræða það með því að hátta það í hákarlsrúm.
Smellið á mynd til að hún verði skýrari og stærri.
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.5.2022 kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2022 | 02:12
Veitingaumsögn
- Réttur: Beikon ostborgari
- Staður: TGI Fridays í Smáralind
- Verð: 2895 kr.
- Einkunn: ****
TGI Fridays er fjölþjóðleg matsölukeðja með bar. Fyrsti staðurinn var opnaður í New York á sjötta áratugnum. Staðirnir eru mjög bandarískir, hvort heldur sem eru innréttingar, veggskreytingar, matseðill eða matreiðsla.
Beikon ostborgarinn (World Famous Bacon Cheeseburger) er matmikill hlunkur. Sjálfur borgarinn er 175 gr nautakjöt. Ofan á hann er hlaðið stökku beikoni, hálfbráðnum bragðgóðum bandarískum osti, tómatsneiðum, rauðlauk og salatblaði. Á kantinum eru franskar (úr alvöru kartöflum) og hunangs-sinnepssósa. Sú er sælgæti.
Bæði borgarinn og frönskurnar eru frekar bragðmild. Það var ekkert vandamál. Á borðinu voru staukar með salti og pipar. Ég bað um kartöflukrydd sem var auðsótt mál.
Ég er ekki mikill hamborgarakall en get með ánægju mælt með þessum.
9.4.2022 | 03:51
Íslenskt hugvit vekur heimsathygli
Í Danmörku er starfrækt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records. Þar er meðal annars boðið upp á hágæða grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube. Eigandinn er grafískur hönnuður að mennt og lærður kvikmyndagerðarmaður. Hann kemur úr Svarfaðardal og heitir Guðmundur Örn Ísfeld.
Afurðir RPM Records hafa margar hverjar ratað í heimspressuna. Núna síðast segir bandaríska tímaritið Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd, margfalds Grammy-verðlaunahafa auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.
The Weeknds Newest Record Could Destroy Your Turntable Or Your Extremities
Out of Time available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.11.2021 | 01:19
KSÍ í vanda
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.11.2021 | 04:54
Ríkustu tónlistarmenn heims
Margir vinsælir tónlistarmenn fengu að heyra það á unglingsárum að þeir þyrftu að læra eitthvað nytsamlegt. Eitthvað sem opnaði þeim leið að vel launuðu starfi. Þetta fengu þeir að heyra þegar hugur þeirra snérist allur um hljóðfæragutl. "Tónlistin gefur ekkert í aðra hönd," fullyrtu vel meinandi foreldrar.
Samkvæmt Geoworld Magazine virðast ýmsir tónlistarmenn hafa komist í álnir. Þar á meðal þessir (innan sviga er virði þeirra):
1 Paul McCartney ($ 1,28 milljarðar)
2 Andrew Lloyd Webber ($ 1,2 milljarðar)
Þessir tveir eru Bretar. Í næstu sex sætum eru Bandíkjamenn.
3 Jay Z ($ 1 milljarður)
4 Herb Albert ($ 850 milljónir)
Eitthvað af þessum aurum hefur Herb Albert fengið fyrir að spila og gefa út á plötu lagið "Garden Party" eftir Eyþór Gunnarsson (Mezzoforte).
5 Sean Combs - Diddy ($ 825 milljónir)
6 Dr.Dre ($ 800 milljónir)
7 Madonna ($ 580 milljónir)
Madonna er lang lang efnuðust tónlistarkvenna. Sú eina sem er inn á topp 20.
8 Emilio Estefan ($ 500 milljónir)
9 Elton John ($ 480 milljónir)
10 Coldplay (475 milljónir)
Elton John og Coldplay eru breskir. Jimmy Buffett er bandarískur, eins og Brúsi frændi. Í sætum 12, 13 og 15 eru Bretar.
11 Jimmy Buffett ($ 430 milljónir)
12 Mick Jagger ($ 360 milljónir)
13 Ringo Starr ($ 350 milljónir)
14 Bruce Springsteen ($ 345 milljónir)
15 Keith Richards (340 milljónir)
16 Neil Sedaka ($ 300 milljónir)
17 Gene Simmons ($ 300 milljónir)
18 Jon Bon Jovi ($ 300 milljónir)
19 Sting ($ 300 milljónir)
20 L.A.Reid ($ 300 milljónir)
Sting er breskur. Hinir bandarískir.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.8.2021 | 04:35
Unga fólkið gerir mig hissa
Eftir því sem ég eldist hærra upp ellilífeyrisaldurinn gengur mér verr að skilja hugsunarhátt ungs fólks. Það er skrítið fólk. Áðan verslaði ég smávegis í matvöruverslun. Ung stelpa á kassanum stóð sig vel í að stimpla inn verðið á vörunum. Að því búnu gaf hún mér fúslega upp heildarverð innkaupanna. Ég greiddi með seðli sem nánast passaði við það. Aðeins 2 krónur umfram. Þá spurði stúlkan: "Viltu afganginn?" Ég varð eitt spurningarmerki: "Af hverju ætti ég ekki að vilja afganginn?" Hún svaraði: "Þetta eru bara 2 krónur."
21.7.2021 | 00:03
Aðdáunarverður metnaður
Á árum áður voru Prince Polo og kók þjóðarréttur Íslendinga - þá sjaldan er þeir gerðu sér dagamun. Í dag er þjóðarrétturinn pylsa og Kristall með sítrónubragði.
Þangað til nýverið samanstóð pylsan af uppsópi af gólfi kjötiðnaðarmannsins. Það eru breyttir tímar. Nú til dags er eru meiri er meiri sérviska við framleiðsluna.
Vinsælustu sölustaðir pylsunnar eru afgreiðslulúgur Bæjarins bestu. Varast ber að rugla þeim saman við samnefnt héraðsfréttablað á norðanverðum Vestfjörðum. Pylsan í Bæjarins bestu kostaði 430 kall uns verðið hækkaði í 480 á dögunum. Nokkru síðar skreið það í 500 kall. Núna er erlendir ferðamenn komu til landsins og hófu að hamstra pylsu var verðið snarlega hækkað í 550 kall.
Þetta er alvöru bisness. Fyrst að ferðamaðurinn er reiðubúinn að borga 550 kall með bros á vör þá um að gera að sæta lagi. Hann hefur ekki hugmynd um að í bensínsjoppum á borð við Kvikk kostar pylsan 349 kall. Verðmunurinn er 201 króna.
14.4.2021 | 23:22
Skammaður í búð
11.4.2021 | 10:17
Samherjasvindlið
Eftir að ég tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokksins skipti ég um hest í miðri á; kúplaði mig út úr pólitískri umræðu. Hinsvegar brá svo við í gær að vinur minn bað mig um að snara fyrir sig yfir á íslensku yfirlýsingu frá Anfin Olsen, nánum samstarfsmanni Samherja í Færeyjum. Þetta á erindi í umræðuna: Reyndar treysti ég ekki minni lélegu færeysku til að þýða allt rétt. Þú skalt ekki heldur treysta henni. Ég á líka eftir að umorða þetta almennilega. Ég hef fengið flogakast af minna tilefni.
Hefst þá málsvörn Anfinns:
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.4.2021 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2021 | 00:34
Furðuhlutir
Fólk er alltaf að fá hugmyndir. Sérstaklega fá margir hugmyndir um allskonar hluti og matvæli. Stundum mætti uppfinningarfólkið hafa taumhald á sér í stað þess að hefja framleiðslu á uppfinningunni. Til að mynda er stundum ástæða til að ráðast í markaðskönnun. Hún gæti bjargað mörgum frá því að missa aleiguna í stóru gjaldþroti. Hér má sjá nokkur dæmi sem markaðurinn hafnaði.
Blátt sýróp var ekki að gera gott mót. Né heldur augnhár fyrir bíla. Hvað með gosdrykki með bragði á borð við beikon, hnetusmjör og buffaló-vængi? Svo var það snilldin að sameina buxur og strigaskó. Hárgreiða með tönnum og lautarferðarbuxur? Hvað var þessi að pæla sem ætlaði að slá í gegn með barnapúða sem veldur martröð? Eða sykurfrauð með pizza-bragði?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)