Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hefur eignast lög sín eftir hálfrar aldar illindi og málaferli

  Forsagan er þessi:  Á sjöunda áratugnum haslaði bandarískur drengur,  Tom Fogerty,  sér völl sem söngvari.  Til undirleiks fékk hann "instrúmental" tríó yngri bróður síns,  Johns.  Samstarfið gekk svo vel að Tom og tríóið sameinuðust í nýrri hljómsveit sem hlaut nafnið Creedence Clearwater Revival. 

  Framan af spilaði hún gamla blússlagara í bland við frumsamin lög bræðranna.  Í ljós kom að John var betri lagahöfundur en stóri bróðir, betri söngvari og gítarleikari.  Að auki var hann með sterkar skoðanir á útsetningum og stjórnsamur.  Frábær söngvari og gítarleikari.  Frábær lagahöfundur.  Spilaði líka á hljómborð og saxafón.  

  Tom hrökklaðist úr því að vera aðalkall í að vera "aðeins" rythma gítarleikari á kantinum.  Ekki leið á löngu uns hann hætti í hljómsveitinni og hóf lítilfjörlegan sólóferil.  Á meðan dældi CCR út ofursmellum.  Að því kom að hryn-par (bassi, trommur) hennar bar sig aumlega undan ofurríki Johns og var með ólund.

  Hann bauð hryn-parinu að afgreiða sín eigin lög á næstu plötu CCR,  "Mardi Grass".  Það varð þeim til háðungar.  

  Í framhaldinu vildi John hefja sólóferil.  En hann var samningsbundinn plötufyrirtæki sem liðsmaður CCR.  Hann reyndi allra leiða til að rifta samningnum.  Án árangurs.  Hryn-parið og Tom stóðu þétt við bak plötufyrirtækisins.  Seint og síðar meir tókst John að öðlast frelsi með því að framselja til plötufyrirtækisins höfundarrétt vegna CCR katalógsins.  Þar með átti hann ekki lengur sín vinsælustu lög.  Allar götur síðan hefur hann barist fyrir því að eignast lögin sín.  Á dögunum upplýsti hann að loksins væri hann orðinn eigandi allra sinna laga eftir langar og strangar lagaflækjur.     

          


Aldrei aftur Olís

  Ég átti leið um Mjóddina.  Í hitamollunni langaði mig skyndilega - en ekki óvænt - í ískalt Malt og íspinna.  Til að komast í þær kræsingar renndi ég að bensínstöð Olís,  eins og svo oft áður í svipuðum erindagjörðum.  Um leið og ég sté inn um dyrnar ákvað ég að byrja á því að skjótast á salerni til að pissa - vitandi að Maltið rennur hratt í gegn.  Líka afgreiddur krabbameinssjúklingur í blöðruhálskirtli.  Það kallar á tíð þvaglát. 

  Ég bað afgreiðsludömuna um lykilinn að salerninu.  Hún svaraði með þjósti:  "Salernið er bara fyrir viðskiptavini.  Þú hefur ekki verslað neitt.  Þú ert ekki viðskiptavinur!"

  Hún strunsaði í burtu og fór að sinna einhverju verkefni;  svona eins og til að undirstrika að samskiptum okkar væri lokið.  Sem og var raunin.  Samskiptum mínum við Olís er lokið - til frambúðar. 

 

Uppfært 7.6.

  Fulltrúi Olís hringdi í mig áðan.  Hann baðst ítrekað afsökunar á móttökunum sem ég fékk.  Hann er búinn að funda með starfsfólkinu í Mjódd og útskýrði fyrir mér hvernig á þessum mistökum stóð.  Í stuttu máli var um einskonar misskilning að ræða;  eða réttara sagt þá oftúlkaði afgreiðsludaman fyrirmæli sem henni voru gefin skömmu áður en mig bar að garði.  Ég þáði afsökunarbeiðnina og hef tekið Olís í sátt.  

 

   


Geggjuð rúm

  Allflest rúm eru hvert öðru lík.  Þau eru íburðarlitlar ljósar ferkantaðar dýnur ofan á grind.  Þessi einfalda útfærsla hefur gefist vel í gegnum tíðina.  En eins og með svo margt annað þá sjá einhverjir ástæðu til að gera þetta öðruvísi.

  Hvað með líkamslaga dýnu?  Eða vera vel varinn í jarðskjálfta í svo háu rúmi að stíga þarf upp tröppur til að komast í það og klöngrast ofan í það umlukið traustum veggjum.

  Svo er það hreiðrið. Í það þarf marga púða til að herma eftir ungum og eggjum. 

  Bókaástríða er plássfrek.  En hún getur sparað kaup á rúmi.

  Sjómenn komnir á aldur geta upplifað góða tíma í bátsrúmi.

  Að sofa í líkkistu er varla þægilegt.  Samt er vel bókað í gistihús sem býður upp á Dracúla-þema.   

  Kóngafólki hættir stundum við að fara hamförum í prjáli.  Það fylgir stöðu þess. 

  Í Suðurríkjunum í USA taka margir ástfóstri við pallbílinn sinn.  Svo mjög að þeir breyta honum í rúm. 

  Vatnsrúm eru allavega. 

  Þegar barn hefur horft á kvikmyndina Jaws er freistandi að hræða það með því að hátta það í hákarlsrúm. 

   Smellið á mynd til að hún verði skýrari og stærri.

rúm arúm brúm crúm erúm hrúm irúm jrúm krúm lrúm m

  


Veitingaumsögn

 - Réttur:  Beikon ostborgari

 - Staður:  TGI Fridays í Smáralind

 - Verð:  2895 kr.

 - Einkunn:  ****

  TGI Fridays er fjölþjóðleg matsölukeðja með bar.  Fyrsti staðurinn var opnaður í New York á sjötta áratugnum.  Staðirnir eru mjög bandarískir,  hvort heldur sem eru innréttingar, veggskreytingar, matseðill eða matreiðsla.   

  Beikon ostborgarinn (World Famous Bacon Cheeseburger) er matmikill hlunkur.  Sjálfur borgarinn er 175 gr nautakjöt.  Ofan á hann er hlaðið stökku beikoni,  hálfbráðnum bragðgóðum bandarískum osti,  tómatsneiðum,  rauðlauk og  salatblaði.  Á kantinum eru franskar (úr alvöru kartöflum) og hunangs-sinnepssósa.  Sú er sælgæti.  

  Bæði borgarinn og frönskurnar eru frekar bragðmild.  Það var ekkert vandamál.  Á borðinu voru staukar með salti og pipar.  Ég bað um kartöflukrydd sem var auðsótt mál.

  Ég er ekki mikill hamborgarakall en get með ánægju mælt með þessum. 

fridays


Íslenskt hugvit vekur heimsathygli

  Í Danmörku er starfrækt ein fullkomnasta og afkastamesta vinyl-plötupressa heims, RPM Records.  Þar er meðal annars boðið upp á hágæða grafíska hönnun og tónlistarmyndbönd fyrir youtube.  Eigandinn er grafískur hönnuður að mennt og lærður kvikmyndagerðarmaður.  Hann kemur úr Svarfaðardal og heitir Guðmundur Örn Ísfeld. 

  Afurðir RPM Records hafa margar hverjar ratað í heimspressuna.  Núna síðast segir bandaríska tímaritið Rolling Stone frá nýjustu plötu kanadísku poppstjörnunnar Weeknd,  margfalds Grammy-verðlaunahafa auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.   

 

Rolling-Stone-logo

The Weeknd’s Newest Record Could Destroy Your Turntable — Or Your Extremities

“Out of Time” available as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

In a collaboration that could cost the Weeknd’s fans their fingers (and over $1,000), the singer has teamed with art collective MSCHF to release his latest single “Out of Time” as a vinyl record pressed into an actual, working saw blade.

The limited-to-25-copy pressing of the Vinyl Blade — up for blind auction now at the MSCHF site until April 8, with a low bid of $1,000 — allegedly works on both turntables and table saws, although MSCHF doesn’t recommend the latter.

“Attempting to use Vinyl Blade on a saw could result in serious injury or death,” the packaging states, while the Weeknd similarly warns, “Do not operate while heartbroken.”

“Vinyl Blade includes a turntable adaptor. Please note that the Vinyl Blade has sharp edges, is a non-standard diameter, and is significantly heavier than a standard vinyl record,” MSCHF added of the unique record. “All of these factors may affect playback on some turntables. Handle with care and only play at 33 RPM. Vinyl Blade’s grooves are copper-clad steel, which may wear your stylus down faster than a normal record.”


KSÍ í vanda

Mikill vandi og óvissa steðjar nú að KSÍ. Einkum varðandi fyrirhugaðan flutning vínbúðar úr Austurstræti í einhvern útkjálka sem kallar á akstur vélknúins ökutækis. Í herbúðum KSÍ er horft vonaraugum til staðsetningar í göngufæri við Laugardalshöllina. Kirkjusandur kemur sterklega til greina.


Ríkustu tónlistarmenn heims

  Margir vinsælir tónlistarmenn fengu að heyra það á unglingsárum að þeir þyrftu að læra eitthvað nytsamlegt.  Eitthvað sem opnaði þeim leið að vel launuðu starfi.  Þetta fengu þeir að heyra þegar hugur þeirra snérist allur um hljóðfæragutl.  "Tónlistin gefur ekkert í aðra hönd," fullyrtu vel meinandi foreldrar. 

  Samkvæmt Geoworld Magazine virðast ýmsir tónlistarmenn hafa komist í álnir.  Þar á meðal þessir (innan sviga er virði þeirra):

Paul McCartney ($ 1,28 milljarðar)

Andrew Lloyd Webber ($ 1,2 milljarðar)

  Þessir tveir eru Bretar.  Í næstu sex sætum eru Bandíkjamenn.

3  Jay Z ($ 1 milljarður)   

Herb Albert ($ 850 milljónir)

  Eitthvað af þessum aurum hefur Herb Albert fengið fyrir að spila og gefa út á plötu lagið "Garden Party" eftir Eyþór Gunnarsson (Mezzoforte).

Sean Combs - Diddy ($ 825 milljónir) 

Dr.Dre ($ 800 milljónir)

Madonna ($ 580 milljónir)

  Madonna er lang lang efnuðust tónlistarkvenna.  Sú eina sem er inn á topp 20.  

Emilio Estefan ($ 500 milljónir)

Elton John ($ 480 milljónir)

10 Coldplay (475 milljónir)

  Elton John og Coldplay eru breskir.  Jimmy Buffett er bandarískur, eins og Brúsi frændi.  Í sætum 12, 13 og 15 eru Bretar.  

11 Jimmy Buffett ($ 430 milljónir) 

12 Mick Jagger ($ 360 milljónir)

13 Ringo Starr ($ 350 milljónir)

14 Bruce Springsteen ($ 345 milljónir)

15 Keith Richards (340 milljónir)

16 Neil Sedaka ($ 300 milljónir)

17 Gene Simmons ($ 300 milljónir)

18 Jon Bon Jovi ($ 300 milljónir)

19 Sting ($ 300 milljónir)

20 L.A.Reid ($ 300 milljónir)

  Sting er breskur.  Hinir bandarískir.


Unga fólkið gerir mig hissa

  Eftir því sem ég eldist hærra upp ellilífeyrisaldurinn gengur mér verr að skilja hugsunarhátt ungs fólks.  Það er skrítið fólk.  Áðan verslaði ég smávegis í matvöruverslun.  Ung stelpa á kassanum stóð sig vel í að stimpla inn verðið á vörunum.  Að því búnu gaf hún mér fúslega upp heildarverð innkaupanna.  Ég greiddi með seðli sem nánast passaði við það.  Aðeins 2 krónur umfram.  Þá spurði stúlkan:  "Viltu afganginn?"  Ég varð eitt spurningarmerki:  "Af hverju ætti ég ekki að vilja afganginn?"  Hún svaraði:  "Þetta eru bara 2 krónur." 

 

 

   


Aðdáunarverður metnaður

  Á árum áður voru Prince Polo og kók þjóðarréttur Íslendinga - þá sjaldan er þeir gerðu sér dagamun.  Í dag er þjóðarrétturinn pylsa og Kristall með sítrónubragði. 

  Þangað til nýverið samanstóð pylsan af uppsópi af gólfi kjötiðnaðarmannsins.  Það eru breyttir tímar.  Nú til dags er eru meiri er meiri sérviska við framleiðsluna.

  Vinsælustu sölustaðir pylsunnar eru afgreiðslulúgur Bæjarins bestu.  Varast ber að rugla þeim saman við samnefnt héraðsfréttablað á norðanverðum Vestfjörðum.  Pylsan í Bæjarins bestu kostaði 430 kall uns verðið hækkaði í 480 á dögunum.  Nokkru síðar skreið það í 500 kall.  Núna er erlendir ferðamenn komu til landsins og hófu að hamstra pylsu var verðið snarlega hækkað í 550 kall.

  Þetta er alvöru bisness.  Fyrst að ferðamaðurinn er reiðubúinn að borga 550 kall með bros á vör þá um að gera að sæta lagi.  Hann hefur ekki hugmynd um að í bensínsjoppum á borð við Kvikk kostar pylsan 349 kall.  Verðmunurinn er 201 króna. 

pylsa 


Skammaður í búð

  Ég átti erindi í verslun.  Keypti fyrir 2000 kall.  Borgaði með hundraðköllum.  Pirraður afgreiðslumaður:  "Af hverju ferðu ekki í banka og færð seðla?"  Ég:   "Bankarnir eru lokaðir út af Covid-19"  Hann:  "Þá bíður þú með klinkið þangað til þeir opna."  Ég:  "Hvað er málið?"  Hann:  "Bara djöfulsins ruddaskapur að henda í mann hrúgu af 100 köllum."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband