Færsluflokkur: Bækur
18.11.2008 | 13:45
Anna á Hesteyri - þegar hún fór í bakarí
Hulda Elma Guðmundsdóttir segir á bloggsíðu sinni frá fyrstu kynnum af Önnu á Hesteyri. Ég tek mér það bessaleyfi að hnupla sögunni og birta hér örlítið stytta:
"Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég átti fyrst orðaskipti við Önnu. Þá var ég 14 ára gömul og vann í bakaríinu hjá Línu og Sigga.
Þær mæðgur komu í bakaríið, ekki man ég hvað þær keyptu, en Lára fór út á undan Önnu, þurfti að skreppa yfir götuna í SÚN og Anna varð eftir. Hún leit yfir sæta brauðið sem var útstillt á borði bak við afgreiðsluborðið og sagði svo: "Ég ætla að fá eitt loðið".
Ég hváði og hún endurtók með niðurbældum hlátri: "Ég ætla að fá svona, eitt loðið". Ég man að mér var ekki alveg sama, það var ekkert loðið að fá í bakaríinu, svo ég sagði við hana: "Komdu bara hérna inn fyrir og sýndu mér hvað þú ætlar að fá".
Anna kom inn fyrir afgreiðsluborðið, það kraumaði í henni hláturinn, hún gekk að borðinu með sætabrauðinu og benti á kókos kúlurnar og sagði: Ég ætla að fá eitt svona. Hún hafði aldrei séð kókos kúlur fyrr og var furða þótt henni hafi fundist þetta vera eitthvað loðið."
Hulda Elma tók nýverið viðtal við Önnu á Hesteyri. Það birtist í héraðsblaðinu Austurglugganum á fimmtudaginn. Blogg Huldar Elmu er á www.heg.blog.is. Gaman væri að heyra fleiri sögur af Önnu.
.
Hér eru fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:
Bækur | Breytt 16.9.2009 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 16:35
Skemmtilegir upplestrar úr bókinni um Önnu á Hesteyri
Bókin um Önnu á Hesteyri, Ég hef nú sjaldan verið algild, hefur fengið góðar viðtökur; selst vel og lesendur skemmta sér konunglega. Ekki síður skemmtir fólk sér frábærlega vel undir upplestri Rannveigar Þórhallsdóttur úr bókinni. Hér er upptalning á þeim upplestrum sem þegar hafa verið bókaðir. Látið ekki góða skemmtun framhjá ykkur fara. Þeim ykkar sem eiga heima fjarri Austfjörðum er bent á að bensínlítrinn lækkaði um 13 krónur í síðustu viku. Sömuleiðis er hægt að panta flug á www.flugfelag.is. En það er einnig kynning á bókinni í Gerðubergi í Reykjavík.
Miðvikud. 19. nóvember
Kl. 9:45. Shell sjoppan á Seyðisfirði. Upplestur fyrir Öldunarráð Seyðisfjarðar.
Kl. 14:45. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Upplestur í hjúkrunardeild fyrir dvalarfólki á spítalanum.
Kl. 15:15. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Upplestur með Önnu í matsal fyrir starfsfólks og gesti.
Kl. 16:00. Upplestur fyrir eldri borgara á Nesgötu 5 í Neskaupstað.
Kl. 17:00. Tónspil, Neskaupstað. Upplestur og áritun. (óstaðfest)
Sunnud. 23. nóvember
Gerðuberg, höfuðborgarsvæðið, kynning á bókinni á milli kl. 13:00-17:00.
Mánud. 24. nóvember
Café Nielsen, Egilsstöðum, kl. 20:00. Upplestur með fleiri rithöfundum.
Fimmtud. 27. nóvember
Skriðuklaustur, Fljótsdal, kl. 20:00. Upplestur.
Föstud. 28. nóvember
Vopnafjörður, Kaupvangur, kl. 17:00. Upplestur.
Laugard. 29. nóvember
Skaftfell, Seyðisfirði, kl. 20:00. Upplestur.
Mánud. 8. desember
Bókasafni Seyðisfjarðar, kl 18:00. Upplestur ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni.
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2008 | 23:19
Áhugaverð bók á sértilboði fyrir lesendur þessa bloggs
Vilhjálmur frændi minn Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði var að senda frá sér bókina Gullstokkur gamlingjans. Það er hans 19. bók og kappinn kominn á 95. aldursár. En ern eins og unglingur. Á árum áður, á meðan ég var í auglýsingabransanum, hannaði ég bókakápur fyrir bækur hans og sá um markaðssetningu á þeim. Að sjálfsögðu urðu þær bækur vinsælar. Enda Villi lipur penni sem segir skemmtilega frá í léttum dúr og fróður með afbrigðum. Í einni bókinni, Mjófirðingasögur, gerði Villi honum Jens Kristjáni Ísfeld, afa mínum, og hans fólki, mömmu, Fjólu Ísfeld og fleirum góð skil.
Margir kannast við Villa frá því að hann var menntamálaráðherra. Vinsæll og vel liðinn af öllum hvar í flokk sem menn stóðu.
Bókin kostar 4780 krónur en Bókaútgáfan Hólar býður ættingjum mínum og lesendum þessa bloggs hana á 3600 krónur.
Í bókinni rifjar Vilhjálmur á sinn einstæða hátt upp bernsku- og uppvaxtarár í Mjóafirði og bregður upp skemmtilegri mynd af samferðafólki. Slyngum sláttumönnum og hressum kaupakonum. Fólki sem talaði tæpitungulaust.
Pantanir berist með tölvupósti á netfang mitt annaeiriks@simnet.is
Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru eftirfarandi.
NAFN
HEIMILISFANG
KENNITALA
KORTANÚMER OG GILDISTÍMI
Þeir sem ekki nota kreditkort geta greitt fyrir bókina með gíróseðli. Einnig er hægt að hringja í Önnu eftir klukkan 18.00 í síma 695-4983.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2008 | 14:11
Bókin um Önnu á Hesteyri komin út!
Bókin um Önnu á Hesteyri kom sjóðandi heit úr prentun í gær. Bókin heitir Ég hef nú sjaldan verið algild. Hún á að vera komin í allar bókabúðir í dag. Ég er ekki kominn með bókina í hendur en það sem ég hef lesið úr henni er bráðskemmtilegt. Enda er Anna svo frábær og merkileg persóna að ævisaga hennar getur ekki verið annað en bara skemmtileg. Í baksíðutexta á bókarkápu segir:
Anna á Hesteyri er alveg einstaklega skemmtilegur og hrífandi persónuleiki.
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna?
Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt?
Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera?
Hvernig lék hún á dýralækninn?
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu?
Bráðskemmtileg saga og spennandi - sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
Það er Rannveig Þórhallsdóttir, bókmenntafræðingur, sem skráir bókina. Búðarverð á bókinni er 4980 krónur. Bókaútgáfan Hólar býður hinsvegar lesendum þessarar bloggsíðu bókina á 3780 krónur. Sendingarkostnaður er innifalinn í því verði.
Það eina sem þú þarft að gera er að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið annaeiriks@simnet.is:
NAFN - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ.
Greiðslukortaþjónusta er í boði og hægt að tvískipta greiðslu án aukakostnaðar. Kortanúmer - alls 16 tölustafir - og gildistími korts þurfa þá að fylgja pöntun.
Póstkrafa er annað greiðsluform og þá er greitt fyrir bókina á pósthúsi.
Eftir klukkan 18.00 er hægt að hringja í Önnu Eiríksdóttur og ganga frá pöntun í síma 695 4983.
Þeir sem ekki kannast við Önnu á Hesteyri (og líka þeir sem kannast við hana) geta lesið hér nokkrar sögur af henni:
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 20:47
Umhugsunarverð smásaga
Eftirfarandi sögu fékk ég senda frá útlöndum. Henni er ætlað að vera innlegg í umræðuna um íslenska hryðjuverkaríkið og íslenska þjóðargjaldþrotið. Mig rennir í grun um að þetta sé lygasaga. En hún á jafn mikið erindi í umræðuna fyrir því. Aðdragandinn að þjóðargjaldþrotinu byggði hvort sem er á lygum, svikum og allra handa sjónhverfingum og brellum.
Páfinn átti í viðræðum við Guð og sagði: "Guð minn góður, mig langar að vita hver munur er á himnaríki og helvíti." Guð brást vel við og leiddi páfann að tvennum dyrum. Hann opnaði aðra þeirra og sýndi páfa inn. Þar blasti við stór salur. Í miðju hans var stórt hringlaga borð. Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo afskaplega vel að páfi fór að slefa. Svo mikið langaði hann að smakka góðmetið.
Fólkið sem sat umhverfis borðið var grindhorað og veiklulegt. Það þjáðist greinilega af hungri. Hendur fólksins voru bundnar við stólana en þó þannig að fólkið gat haldið á skeiðum með löngu handfangi og veitt mat upp úr pottinum með þeim. Vandamálið var að handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra. Þess vegna gat fólkið ekki komið matnum upp í sig.
Páfa var brugðið vegna bjargleysis fólksins, eymd þess og þjáningu. Guð lokaði dyrunum og sagði: "Þannig er komið fyrir því vesalings fólki sem fer til helvítis." Því næst leiddi hann páfa að hinum dyrunum og opnaði þær. Þar var alveg nákvæmlega eins salur með samskonar hringlaga borði, ilmandi pottrétti og fólki umhverfis borðið í sömu aðstöðu með bundnar hendur og skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hinsvegar sá að þetta fólk var vel haldið í góðum holdum, kátt og hresst, reitti af sér brandara og skemmti sér hið besta.
Páfinn spurði hverju sætti þessi munur á fólki sem fer til helvítis og fólki sem fer til himnaríkis. Guð svaraði: "Fólkið sem fer til himnaríkis hefur einn eiginleika umfram fólk sem fer til helvítis. Fólkið sem fer til himnaríkis matar hvert annað en hinir, þeir sem geta bara hugsað um sjálfan sig, fara til helvítis."
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt 18.3.2010 kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.11.2008 | 23:40
Bókin um Önnu á Hesteyri - Allt annað: Burt með spillingarliðið!
Bókin um Önnu á Hesteyri kemur út 15. nóvember. Hún heitir Ég hef nú sjaldan verið algild. Það sem ég hef lesið úr bókinni er bráðskemmtilegt. Enda er Anna svo frábær og merkileg persóna að ævisaga hennar getur ekki annað en bergmálað það. Í baksíðutexta á bókarkápu segir:
Anna á Hesteyri er alveg einstaklega skemmtilegur og hrífandi persónuleiki.
Brosandi, tannlaus fegurðardís í sóleyjarskrúða? Ruslasafnari á hjara veraldar? Hetja? Verndari utangarðs- og glæpamanna?
Til hvaða ráða grípur Anna á Hesteyri þegar til hennar kemur óboðinn gestur um nótt?
Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera?
Hvernig lék hún á dýralækninn?
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu?
Bráðskemmtileg saga og spennandi - sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
Það er Rannveig Þórhallsdóttir, bókmenntafræðingur, sem skráir bókina. Búðarverð á bókinni er 4980 krónur. Bókaútgáfan Hólar býður hinsvegar lesendum þessarar bloggsíðu bókina á 3780 krónur. Sendingarkostnaður er innifalinn í því verði.
Það eina sem þú þarft að gera er að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið annaeiriks@simnet.is:
NAFN - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ.
Greiðslukortaþjónusta er í boði og hægt að tvískipta greiðslu án aukakostnaðar. Kortanúmer - alls 16 tölustafir - og gildistími korts þurfa þá að fylgja pöntun.
Póstkrafa er annað greiðsluform og þá er greitt fyrir bókina á pósthúsi.
Eftir klukkan 18.00 er hægt að hringja í Önnu Eiríksdóttur og ganga frá pöntun í síma 695 4983.
Þeir sem ekki kannast við Önnu á Hesteyri (og líka þeir sem kannast við hana) geta lesið hér nokkrar sögur af henni:
Bækur | Breytt 10.11.2008 kl. 04:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.10.2008 | 23:15
Umræðan um "Stál og hníf"
Nýverið var haft eftir mér í Lesbók Morgunblaðsins að textinn "Stál og hnífur" sé illa ortur. Þetta voru af minni hálfu sakleysisleg ummæli. Ég var spurður að því hvaða íslenskar plötur væru ofmetnar af þeim sem jafnan tróna efst á listum yfir bestu plötur íslensku rokksögunnar.
Margir hrukku illa við ummæli mín og hafa sent mér kaldar kveðjur á blogginu. Telja mig hafa ráðist að ósekju á höfundinn, Bubba. Jafnframt hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að lagið sé gott. Með ágætum árangri.
Gæði eða vankantar textans hafa lítið með ágæti lagsins að gera. Lagið er vissulega magnað. Auðlært til söngs og undirleiks. Vinsæll rútubílasöngur og hvar sem brestur á með fjöldasöng. Allir aldurshópar virðast kunna lagið og textann. Samt efast ég um að margir skilji textann.
Þegar "Stál og hnífur" kom út á plötu 1980 var það hluti af íslensku pönkbyltingunni sem ýmist var og hefur verið kennd við Bubba eða "Rokk í Reykjavík". Hugmyndafræðin var að kýla á hlutina. Það var ekki verið að leggja upp með listræn fullkomin verk gerð af meistara höndum. Pönkið var að hluta uppreisn gegn flóknu og þunglamalegu framsæknu (progressive) rokki, fingrafimum hljófæraleikurum, yfirlegu og "heavy pælingum". Einnig gegn metnaðarlausu krákuðu poppi með bulltextum. Í samanburði við "Diggy Liggy Ló" hljómaði "Stál og hnífur" jarðbundinn texti um raunveruleika íslensks farandverkafólks. Hrár texti af þessu tagi 1980 og næstu ár féll vel að stemmningunni. Pönkið og nýbylgjan hljómuðu að stóru leyti sem "demó" í flesta staði. Það var bara flott.
Engu að síður er "Stál og hnífur" ruglingslegur texti og hefur elst illa. Öfugt við lagið sem er og verður sígilt. Það á ekki að þurfa að kryfja textann línu fyrir línu til að sýna fram á það. Nægilegt er að benda á rímið í síðasta erindinu þar sem orðið manna rímar á móti manna.
Skoðun mín á textanum "Stál og hnífur" lýsir engri andúð á Bubba eða hans músík. Eftir hann liggja 500 textar - eða svo - á plötum. 499 þeirra eru betri en "Stál og hnífur". Ég hef alltaf verið jákvæður í skrifum út í Bubba og hans músík. Ég á tugi platna með honum og hlusta oft á þær mér til skemmtunar. Ólíklegt er að margir poppskríbentar hafi hlaðið Bubba jafn miklu lofi og ég þegar allt er saman tekið. Þetta dreg ég fram til að það sé á hreinu að skoðun mín á textanum "Stál og hnífur" ræðst ekki af neikvæðri afstöðu til Bubba. Alls ekki. Ég hef jákvæða afstöðu til Bubba. Kannski þess vegna tel ég mig vera í þeirri aðstöðu að viðra skoðun um það sem miður vel hefur tekist hjá hjá honum. Líka vegna þess að ég veit að Bubbi þolir það án þess að taka því illa.
Á einu bloggi sá ég spurt hæðnislega hvort ég hafi ort texta. Það kemur málinu ekkert við. "Stál og hnífur" verður hvorki betri né verri texti hvort sem ég hef ort texta eða ekki. Né heldur hvort ég hef ort lélegan eða góðan texta. Þó það komi málinu ekki við þá hef ég ort marga texta. Alla lélega.
Stál og hnífur
AmollÞegar ég vaknaði um Dmollmorguninn
er þú Ekomst inn til Amollmín.
Hörund þitt eins og Dmollsilki
andlitiðE eins og Amollpostulín.
Við bryggjuna bátur vaggar Dmollhljótt,
í nóttE mun ég Amolldeyja.
Mig dreymdi dauðinn segði Dmollkomdu fljótt
það er svo Emargt sem ég ætla þér að Amollsegja.
FEf ég drukkna, Cdrukkna í nótt,
Eef þeir mig Amollfinna.
Þú Fgetur komið Cog mig sótt
þá Evil ég á það Amollminna.
Stál og hnífur er Dmollmerki mitt
merki EfarandverkaAmollmanna.
Þitt var mitt og Dmollmitt var þitt
meðan ég Ebjó á meðal Amollmanna.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2008 | 23:22
Siggi segir sögur
Píanósnillingurinn knái og fingrafimi, Siggi Lee Lewis, er mikill og góður sögumaður. Hvenær sem maður hittir drenginn renna upp úr kappanum ævintýralegar sögur af kunningjunum eða öðrum. Nú hefur þessi ungi drengur brugðið á leik á bloggi sínu og er farinn að segja skemmtisögur þar. Slóðin er www.siggileelewis.blog.is. Reyndar vantar inn í bloggfærslur Sigga að hann er góður leikari og eftirherma. Hann getur brugðið sér í hlutverk söguhetjunnar þannig að hún stendur manni ljóslifandi fyrir sjónum.
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2008 | 21:38
Að gefnu tilefni...
Skúbbið mitt í gærmorgun um væntanlega upprisu tímaritsins Birtu vakti mikla athygli og ekki síður taugatitring í fjölmiðlaheiminum. Á www.visir.is, www.dv.is og útvarpsstöðvum var skúbbið hent á lofti og fréttir unnar úr því er leið á daginn. Jafnframt fór í gang ófrægingarherferð gegn Birtu. Því var slegið upp að nafni og "konsepti" blaðsins væri stolið frá útgáfufélaginu 365, rétthafa þess. Jafnframt að útgefendur Fréttablaðsins kannist ekki við að dreifingarfélag þess, Pósthúsið, muni sjá um dreifingu Birtu.
Vegna fréttaflutningsins er mér ljúft og skylt að upplýsa eftirfarandi:
Fyrsta tölublað Birtu hefur þegar verið prentað. Því verður dreift inn á heimili landsins samviskusamlega að morgni komandi föstudags. Öll útgáfuréttindi Birtu hafa verið þingfest og skráð, þar með talið nafn blaðsins. Það eru engir óleystir endar sem eiga eftir að dúkka upp og hindra að nýstofnað útgáfufélag Birtu muni bjóða upp á sjóðandi heitt og ferskt nýtt tölublað af Birtu á hverjum föstudegi um ókomna framtíð.
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/631641
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2008 | 23:32
Örstutt og snaggaralegt leikrit
Bækur | Breytt 5.8.2008 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)