Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
3.9.2023 | 12:42
Það getur bjargað lífi ykkar og limum að vita þetta
Við lifum á spennandi tímum. Því miður í neikvæðri merkingu. Við vitum ekkert hvernig mál eru að þróast. Er Úkraínuher að rúlla rússneska hernum upp? Eða eru Rússar með yfirhöndina? Vopnaframleiðsla heimsbyggðarinnar er á flugi. Vopnasala hefur sjaldan blómstrað meir. Eru klasasprengjur komnar í gagnið? Verður kjarnorkuvopnum beitt? Í hafinu umhverfis Ísland er að verða krökkt af kafbátum.
Hvað með loftlagsvána? Skógarelda? hryðjuverk? Flóð? Hnífaburð ungmenna?
Hvar er öruggur staður til að vera á? Ég veit það. Hann er á Bíldshöfða 6. Þar er bílasala. Í auglýsingu frá henni segir: "Brimborg, öruggur staður til að vera á".
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.9.2023 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2022 | 06:38
Hryllingur
Ég mæli ekki með dvöl í rússnesku fangelsi. Það er ekkert gaman þar. Fangaverðir og stjórnendur fangelsanna eru ekkert að dekra við fangana. Það geta úkraínskir stríðsfangar staðfest.
Á dögunum skiptust Rússar og Úkraínumenn á stríðsföngum. 215 úkraínskir fangar fengu frelsi og 55 rússneskir. Hér eru ljósmyndir af einum úkraínskum. Hann var tekinn til fanga í Maríupól ftrir nihhrun vikun,. Þannig leit hann þá út. Á hægri myndinni sést hvernig fangelsisdvölin fór með hann.
Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2020 | 00:00
Hrikaleg bók
Haustið 1970 brotlenti íslensk flugvél í Færeyjum. Af 34 um borð létust átta. Aðstæður voru afar erfiðar. Nú er komin út stór og mikil bók um slysið. Hún heitir Martröð í Mykinesi. Undirtitill er Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970. Höfundar eru Magnús Þór Hafsteinsson og Grækaris Djurhuus Magnussen.
Ég er nýkominn með bókina í hendur. Á eftir að lesa hana. En er byrjaður að glugga í hana. Hún er svakaleg. Ég geri betur grein fyrir henni þegar ég hef lesið hana. Það verður ekki gert á einum degi. Letur er frekar smátt og textinn spannar yfir á fimmta hundrað blaðsíðna.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2019 | 00:02
Danir óttast áhrif Pútins í Færeyjum
Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, er nú í Færeyjum. Erindið er að vara Færeyinga við nánari kynnum af Pútin. Ástæðan er sú að danskir fjölmiðlar hafa sagt frá þreifingum um fríverslunarsamning á milli Færeyinga og Rússa. Rússar kaupa mikið af færeyskum sjávarafurðum.
Ótti danskra stjórnmálamanna við fríverslunarsamninginn snýr að því að þar með verði Pútin komninn inn í danska sambandsríkið. Hann sé lúmskur, slægur og kænn. Hætta sé á að Færeyingar verði háðir vaxandi útflutningi til Rússlands. Rússar gætu misnotað þá stöðu. Heppilegra væri að dönsku sambandsríkin þjappi sér betur saman og hafi nánara samráð um svona viðkvæm mál.
Þetta er snúið þar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Færeyingar og Grænlendingar ekki.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.3.2019 | 01:51
Haugalygi um Færeyjar
Breska dagblaðið The Guardian sló á dögunum upp frétt af því að Færeyjar yrðu lokaðar erlendum ferðamönnum síðustu helgina í apríl. Þetta er ekki alveg rétt. Töluvert ýkt. Hvorki leggst flug niður né að hótel loki. Hinsvegar verða helstu ferðamannastaðir lokaðir túristum þessa helgi. Ástæðan er sú að tímabært er að taka þá í gegn; bæta merkingar, laga gönguleiðir, laga til eftir of mikinn átroðning og hreinsa eyjarnar af rusli, svo sem plasti sem rekið hefur í land.
Fjöldi fjölmiðla endurbirti frétt The Guardian. Þar á meðal Rúv og fjölmiðlar 365. 100 erlendum ferðamönnum er boðið að taka þátt í tiltektarátakinu. Þeir fá frítt fæði og húsnæði en sjá sjálfir um ferðir til og frá eyjunum. Þegar hafa 3500 manns sótt um þátttöku.
Í frétt The Guardian segir að 60 þúsund erlendir ferðamenn heimsæki Færeyjar árlega. Bæði íslensku fjölmiðlarnir og þeir útlensku éta þetta upp eftir The Guardian. Fréttin er haugalygi. Í fyrra, 2018, sóttu 120.000 erlendir ferðamenn Færeyjar. Það er að segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.
Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyþjóð sem telur 51 þúsund manns. Mig grunar að The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferðaskipum. Gleymst hafi að kanna hvað margir heimsækja Færeyjar í flugi.
Íslensku fjölmiðlarnir hefðu gert rétt í því að hringja í mig til að fá réttar upplýsingar. En klúðruðu því. Fyrir bragðið birtu þeir kolrangar upplýsingar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.3.2019 kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.1.2019 | 00:02
Gleðilegt nýtt ár!
Ég var í útlandinu. Eins og jafnan áður þá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum. Að þessu sinni hélt ég upp á hátíð ljóss og friðar í Toronto í Kanada. Toronto er alvöru stórborg, sú fjórða fjölmennasta í Norður-Ameríku. Telur 6 milljónir íbúa. Nokkuð vænn hópur. Íbúar Kanada eru 37 milljónir.
Toronto er friðsamasta og öruggasta borg í Ameríku. Sem er merkilegt vegna þess að hún liggur upp við New York. Þar kalla menn ekki allt ömmu sína þegar kemur að glæpatíðni.
Þetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað bresk áhrif eru mikil þarna. Munar þar einhverju um að æðsti þjóðhöfðingi Kanada er breska drottningin. Mynd af henni "prýðir" 20 dollara seðilinn. Fleiri Breta má finna á öðrum dollaraseðlum.
26 desember er stór dagur í Bretlandi. Hann heitir "Boxing Day". Þá ganga Bretar af göflunum. Breskar verslanir losa sig við afgangslager; kýla niður verð til að geta byrjað með hreint borð á nýju ári. Viðskiptavinir slást um girnilegustu kaup. Þaðan dregur dagurinn nafn sitt.
Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day". Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi. Í og með vegna þess að fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week". Lagerhreinsunin varir til og með 1. janúar.
Margir veitingastaðir bjóða upp á enskan morgunverð. Það er svo sem ekki bundið við Kanada. Hérlendis og víða erlendis má finna veitingastaði sem bjóða upp á enskan morgunverð. En það er bresk stemmning að snæða í Kanada enskan morgunverð og fletta í leiðinni dagblaðinu Toronto Sun. Það er ómerkilegt dagblað sem tekur mið af ennþá ómerkilegra dagblaði, breska The Sun. Þetta eru óvönduð falsfrétta slúðurblöð. Kanadíska Sun reynir pínulítið að fela stælinguna á breska Sun. Breska Sun er þekkt fyrir "blaðsíðu 3". Þar er ljósmynd og kynning á léttklæddum stelpum. Oft bara á G-streng einum fata. Í Toronto Sun er léttklædda stelpan kynnt í öftustu opnu.
Meira og mjög áhugavert varðandi kanadísk dagblöð í bloggi helgarinnar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.10.2018 | 05:48
Færeyska velferðarríkið blómstrar
Færeyjar eru mesta velferðarríki heims. Færeyingar mælast hamingjusamasta þjóð heims. Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi meiri í Evrópu, 82%. Þar af flestar í hlutastarfi. Þær vilja vera fjárhagslega sjálfsstæðar. Til samanburðar er atvinnuþátttaka Dana, karla og kvenna, 75%.
Færeyskar konur eru þær frjósömustu í Evrópu. Færeysk kona eignast 2,5 börn. Íslensk kona eignast 1,7 barn.
Til áratuga voru Færeyingar um 48 þúsund. Í ársbyrjun urðu þeir 50 þúsund. Á Ólavsvöku 29. júlí urðu þeir 51 þúsund. Ætla má að í eða um næstu áramót verði þeir 52 þúsund.
Aldrei áður hafa jafn fáir Færeyingar flutt frá Færeyjum og nú. Aldrei áður hafa jafn margir brottfluttir Færeyingar flutt aftur til Færeyja. Ástæðan er sú að hvergi er betra að búa.
Framan af öldinni heimsóttu 40 - 80 þúsund erlendir ferðamenn Færeyjar á ári. 2015 og 2016 brá svo við að sitthvort sumarið stóðu 500 Sea Shepherd-liðar misheppnaða vakt í Færeyjum. Reyndu - án árangurs - að afstýra hvalveiðum. Þess í stað auglýstu þeir í ógáti Færeyjar sem ævintýralega fagrar eyjar og óvenju gott og kærleiksríkt samfélag.
Áróður SS-liða gegn færeyskum hvalveiðum snérist í andhverfu. Færeyjar urðu spennandi. Í fyrra komu 160.000 ferðamenn til Færeyja. Miðað við bókanir næstu ára má ætla að erlendir ferðamenn í Færeyjum verði 200 þúsund 1920.
Vandamálið er að gistirými í Færeyjum svarar ekki eftirspurn. Í Færeyjum er ekki til neitt sem heitir eignaskattur. Þess vegna er algengt að Færeyingar eigi 2 - 3 hús til að lána vinum og vandamönnum í heimsókn. 38,9% gistinátta í fyrra voru í Airb&b. Í skoðanakönnun Gallup upplýstu gestir að ekki hafi verið um aðra gistimöguleika að ræða. Allt uppbókað.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.2.2018 | 19:55
Grænlendingum fækkar
Íslendingum fjölgar sem aldrei fyrr. Veitir ekki af. Einhverjir þurfa að standa undir klaufalegum fjárfestingum lífeyrissjóða. Líka ofurlaunum stjórnarmanna lífeyrissjóða og fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Tröllvaxinn ferðamannaiðnaður kallar á vinnandi hendur. Rótgrónir Íslendingar vilja ekki vinna í fiski, við þrif eða við ummönnun. Þá koma útlendingar til góða sem gerast íslenskir ríkisborgarar.
Á síðasta áratug - 2007-2017 - fjölgaði Íslendingum svo um munar. Ekki vegna frjósemi heldur vegna innflytjenda. 2007 voru Íslendingar 307 þús. Í dag erum við nálægt 350 þús.
Færeyingar eru frjósamastir norrænna þjóða. Þeir eru iðnir við kolann. Enda fegurstir og kynþokkafyllstir. 2007 voru þeir 48 þús. Í dag eru þeir yfir 50 þús.
Norðmönnum fjölgaði um 12,3%. Þökk sé innflytjendum. Meðal annars Íslendingum í þúsundatali. Flestir með meirapróf. Íbúar Noregs, Finnlands og Danmörku eru hver um sig vel á sjöttu milljón. Svíar eru 10 milljónir. Samanlagt erum við norrænu þjóðirnar um 30 milljónir. Fjölgar árlega.
Verra er að Grænlendingum fækkar. Undanfarin ár hafa þeir ýmist staðið í stað eða fækkað. 2007 voru þeir næstum 57 þúsund. Í fyrra voru þeir innan við 56 þúsund. Ekki gott. Á móti vegur að íslenskt fyrirtæki hefur tryggt sér rétt til gullgrafar á Grænlandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.2.2018 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2018 | 04:50
Ísland í ensku pressunni
Á fyrri hluta níunda áratugarins vissi almenningur í heiminum ekkert um Ísland. Erlendir ferðamenn voru sjaldgæf sjón á Íslandi. 50-60 þúsund á ári og sáust bara yfir hásumrið.
Svo slógu Sykurmolarnir og Björk í gegn.
Á þessu ári verða erlendir ferðamenn á Íslandi hátt í 3 milljónir. Ísland er í tísku. Íslenskar poppstjörnur hljóma í útvarpstækjum um allan heim. Íslenskar kvikmyndir njóta vinsælda á heimsmakaði. Íslenskar bækur mokseljast í útlöndum.
Ég skrapp til Manchester á Englandi um jólin. Fyrsta götublaðið sem ég keypti var Daily Express. Þar gargaði á mig blaðagrein sem spannaði vel á aðra blaðsíðu. Fyrirsögnin var: "Iceland is totally chilled" (Ísland er alsvalt). Greinin var skreytt ljósmyndum af Goðafossi í klakaböndum, norðurljósum, Akureyri og Hótel KEA.
Greinarhöfundur segir frá heimsókn sinni til Akueyrar og nágrennis - yfir sig hamingjusamur með ævintýralega upplifun. Greinin er á við milljóna króna auglýsingu.
Næst varð mér á að glugga í fríblaðið Loud and Quiet. Það er hliðstæða við íslenska tímaritið Grapevine. Þar glennti sig grein um Iceland Airwaves. Hrósi hlaðið á íslensk tónlistarnöfn: Þar á meðal Ólaf Arnalds, Reykjavíkurdætur, Ham, Kríu, Aron Can, Godchilla og Rökkva.
Í stórmarkaði heyrði ég lag með Gus Gus. Í útvarpinu hljómaði um hálftímalöng dagskrá með John Grant. Ég heyrði ekki upphaf dagskrárinnar en það sem ég heyrði var án kynningar.
Á heimleið frá Manchester gluggaði ég í bækling EasyJets í sætisvasa. Þar var grein undir fyrirsögnini "Icelanders break balls, not bread". Hún sagði frá Þorra og íslenskum þorramat. Á öðrum stað í bæklingnum er næstum því heilsíðugrein undir fyrirsögninni "4 places for free yoga in Reykjavik".
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2017 | 09:30
Verða Grænlendingar sviptir sjálfræði?
Staðan innan danska sambandsríkisins er misjöfn eftir löndum. Færeyingar eru á fullu við að skerpa á sjálfræði sínu. Þeir eru að semja nýja stjórnarskrá sem fjarlægir þá frá þeirri dönsku. Á sama tíma er rætt um að svipta Grænlendinga sjálfræði. Umræðan er brött, hávær og eibhliða. Danski Flokkur fólksins talar fyrir þessu sjónarmiði.
Talsmaður flokksins segir við altinget.dk í morgun að Danir verði að taka við stjórn á Grænlandi á ný. Reynslan sýni að Grænlendingar ráði ekki við verkefnið. Danir beri ábyrgð á ástandinu og verði að grípa í taumana. Í gær skrifaði fyrrverandi rektor grænlenska Lærða-háskóla grein á sömu nótum.
Ekki nóg með það. Í grein í danska dagblaðinu Politiken heldur sagnfræðingurinn Thorkild Kjærgaard sömu skoðun á lofti.
Mig grunar að þessi áhugi Dana á að taka á ný við öllum stjórnartaumum á Grænlandi tengist verðmætum málmum sem hafa verið að finnast þar að undanförnu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)