Fćrsluflokkur: Trúmál

Galdurinn viđ ađ tala viđ engla

  Ţađ er mikil kúnst ađ tala viđ engla.  Englar eru mjög viđkvćmar verur.  Ţađ má ekki ávarpa ţá höstuglega.  Ţá fara ţeir ađ gráta.  Ţađ ţarf ađ ávarpa ţá blíđlegri og nćstum hvíslandi röddu.  Ef vel er ađ ţeim fariđ er hćgt ađ virkja ţá til ađ hjálpa sér viđ eitt og annađ.  Ţeir eru allir af vilja gerđir.  Afskaplega hjálplegir í alla stađi.
  Ţetta las ég um í auglýsingabćklingi fyrir námskeiđ í kúnstinni viđ ađ tala viđ engla og virkja ţá til ađ ađstođa sig í amstri dagsins.  Eini gallinn viđ ţetta er ađ námskeiđin eru í Bandaríkjunum.  Góđu fréttirnar eru ađ ţađ hlýtur ađ koma ađ ţví ađ bođiđ verđi upp á svona námskeiđ hérlendis.  Ekki veitir af.   

Broslegt úr fermingarfrćđslu

  Núna stendur fermingarundirbúningur barna sem hćst.  Liđur í honum er svokölluđ fermingarfrćđsla.  Á dögunum var einn tími fermingarfrćđslunnar lagđur undir fyrirlestur um skađsemi áfengis og ólöglegra vímuefna.  Foreldri eins fermingarbarnsins beiđ frammi á međan en lagđi jafnframt viđ hlustir.  Fyrirlesturinn var nefnilega áhugaverđur.  Fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar fór skipulega og ítarlega yfir skađsemi og hćttur hvers vímuefnis fyrir sig.  Börnin hlustuđu hljóđ á. 

  Er fyrirlestrinum lauk sté presturinn fram og spurđi börnin:  "Náđuđ ţiđ ţessu öllu?  Spyrjiđ endilega ef eitthvađ er óljóst."

  Einu viđbrögđin voru ađ drengjarödd í mútum heyrđist kalla:  "Ţađ er nú ekki eins og ţetta séu einhver geimvísindi!" 


Dagur elskenda og konudagurinn

  Í Fréttatímanum segir svo:  "Raunar fylgir konudagurinn í kjölfar svokallađs Valentínusardags,  eđa dags elskenda,  sem var á mánudaginn síđasta,  14.  febrúar.  Sá mun vera innfluttur frá Bandaríkjunum af kunnri útvarpskonu."

  Ţetta er útbreiddur misskilningur.  Mađur gengur undir manns hönd á hverju ári til ađ leiđrétta ţetta.  Fólk gleymir leiđréttingunum jafn óđum og heldur áfram ađ hampa rangfćrslunum.

dagur elskenda

  Rétt er ađ konudagurinn fylgir í kjölfar dags elskenda.  Hinsvegar er dagur elskenda hvorki bandarískur ađ uppruna né innfluttur af kunnri útvarpskonu.  Dagur elskenda er kominn úr heiđni.  Dagurinn markađi upphaf vors og frjósemishátíđar í Róm.  Hátíđin var helguđ frjósemisguđinum Lupercalia (Lupercus) og dagurinn helgađur guđi landbúnađar, Faunus. 

  Á kvöldi elskenda settu ólofađar dömur miđa međ nafni sínu á í stóran leirpott.  Drengir drógu miđa og völdu ţannig fylgdardömu á hátíđina.  Á ţessum tíma voru öll ástarvellulög dćgurlagaheimsins ósungin.  Leikurinn međ miđana gegndi hlutverki einskonar hjónabandsmiđlunar.  Enginn gekk samt til leiksins skuldbundinn af reglum hans.  Ţrátt fyrir ţađ urđu flest pörin hjón.    

  Vinsćldir dags elskenda leiddu til ţess ađ kristna kirkjan ágirntist hann,  eins og ađra heiđna hátíđisdaga (jól,  páska o.s.frv.).  Kristna kirkjan tók daginn inn í sitt dagatal og kenndi viđ Valentínus (3 slíka ţegar mest lét).  Ţess ber ađ geta ađ 1969 var dagurinn fjarlćgđur úr dagatali kaţólsku kirkjunnar.  Sögurnar af ţessum Valentínusum voru skilgreindar sem skröksögur.  Víđa um heim andar köldu ađ degi elskenda.  Hann er talinn stuđla ađ lauslćti og kynlífi fyrir hjónaband.

  Til Bandaríkjanna barst dagur elskenda sennilega frá Bretlandi og / eđa Frakklandi.  Eđa kannski frá Hollandi.  Dagurinn hefur notiđ vinsćlda í ţessum löndum. 

  Íslenskar konur kynntust yrst degi elskenda af samskiptum viđ bandaríska hermenn.  Fyrir bragđiđ héldu ţćr ađ um sérstakan bandarískan hátíđisdag vćri ađ rćđa.  Vissulega gerir Kaninn mikiđ úr deginum.  Jafnvel í fyrstu bekkjum grunnskóla í Bandaríkjunum ţekkist ađ nemendur skiptist á Valentínusarkortum og fleiru slíku. 

DAGUR ELSKENDA a

  Eini ekta (orginal) bandaríski hátíđisdagurinn sem skotiđ hefur rótum hérlendis er Ţakkargjörđarhátíđin.  Hún spannar reyndar rösklega heila helgi.  Hún er ađ uppruna ekki alfariđ bundin viđ Bandaríkin heldur einnig Kanada.  Ţar er hún ađ vísu haldin nokkrum dögum fyrr.   

  Íslenskir blómasalar sáu snemma viđskiptatćkifćri í degi elskenda.  Á sjötta áratugnum (og kannski fyrr) buđu ţeir upp á Valentínusarblómvendi.  Síđan hefur ţessi dagur sótt í sig veđriđ hérlendis.  Innspýting í ţá ţróun kom frá útvarpskonunni Valdísi Gunnarsdóttur.  Hún rak árum saman áróđur fyrir honum,  ađ mig minnir á Bylgjunni (og / eđa á rás 2).  En hún innleiddi hann ekki hérlendis.  Hann var ţegar kominn til sögunnar og naut vaxandi vinsćlda.      


Prestur dćmdur fyrir barnaníđ

jesú-kirkja

  Enn einn presturinn.  Enn eitt fórnarlambiđ.  Enn eitt barnaníđiđ.  Ćtlar ţetta engan endi ađ taka?  Ţetta er ekki bundiđ viđ kaţólsku kirkjuna - ţó dćmin ţađan séu farin ađ skipta hundruđum.  Né heldur er ţetta bundiđ viđ Ólaf Skúlason,  Gunnar Björnsson,  Guđmund í Byrginu,  Ágúst Magnússon eđa Gunnar í Krossinum. 

  Nú eru Fćreyingar felmtri slegnir.  Ekki er langt síđan ađ upp komst ađ ţingmađurinn og forstöđumađur trúfélags,  Jenis av Rana,  beitti ţöggun í barnaníđsmáli innan trúfélagsins.  Fćreyska dagblađiđ Dimmalćtting (dimmu léttir = árblik) hefur grafiđ upp ađ prestur í Norđur-Hálogalandi í Noregi var í vor ákćrđur og sektađur fyrir barnaníđ gagnvart dóttir sinni.  Presturinn er fćreyskur.  Hann var áđur prestur í Klaksvík í Fćreyjum. 

  Presturinn var sektađur um 10.000 norskar krónur (um 200 ţúsund íslenskar krónur).  Ástćđan fyrir ţví ađ máliđ barst til Fćreyja er sú ađ presturinn hefur ekki stađiđ skil á sektinni heldur fariđ í felur.  Ţađ er taliđ ađ hann sé jafnvel í felum í Fćreyjum.

  Međal gagna í málinu eru sms (síma-smá-skilabođ) og tölvupóstur.  Presturinn er fjögurra barna fađir.  Ţađ var upplýst og sannađ ađ hann beitti börn sín ofbeldi.  Ţar á međal dóttir undir 16 ára aldri kynferđislegu áreiti. 


Er presturinn ţinn alvöru prestur?

krikja 

  Er presturinn ţinn alvöru prestur?  Eđa er hann gerviprestur?  Eđa geimvera?  Hvernig veistu hvort presturinn ţinn hefur lokiđ námi í guđfrćđi?  Eđa hvort hann hefur veriđ formlega vígđur til prests eftir kúnstarinnar reglum og óreglum?  Ţessum spurningum óska nú margir eftir ađ hafa spurt sig og fleiri ađ.  Einkum 60 ţúsund íbúar ítalska bćjarins Fane í útjađri Verona. 

  20 undanfarin sumur mćtti á svćđiđ "prestur" sem kynnti sig undir nafninu Fađir Tómatsósa (padre Tommaso).  Hann birtist ćtíđ á sama tíma í Fane og lóan birtist á Íslandi á vorin.  Allt sumariđ og fram á haust sinnti hann starfi prests af ákafa og alúđ á móti fastráđnum presti stađarins.  Fađir Tómatsósa leysti fastráđna prestinn eiginlega meira og minna af ţessi sumur.  Enda veitti ţeim fastráđna ekki af ađ teygja úr sér og viđra sig ađeins eftir hark vetrarins.

  Í fyrra var nýr og ungur prestur fastráđinn í bransann í Fane.  Ţađ kom í hans hlut á dögunum ađ láta nánustu ćttingja Tómatsósu vita af ţví ađ gamli mađurinn vćri kominn á sjúkrahús.  Fađir Tómatsósa er orđinn 84.  ára og heilsan farin.  Á sjúkrahúsinu er veriđ ađ lappa upp á hann ţannig ađ hann geti kannski skrölt um í hjólastól.

  Ţegar nýi presturinn hóf leit ađ ćttingjum gamla mannsins uppgötvađist ađ kallinn heitir ekki Tómatsósa heldur Italo G.  Viđ nánari forvitni nýja prestsins kom í ljós ađ kallinn er ekki og hefur aldrei veriđ alvöru prestur.  Ţađ var allt lygi og fals.  Einhverskonar sprell í gamla manninum til ađ gera sér eitthvađ til dundurs eftir ađ hann varđ löggilt gamalmenni og farinn af vinnumarkađi.

  Íbúar Fane eru felmtri slegnir vegna tíđindanna.  Ţeir eru niđurbrotnir yfir ađ hafa í 20 ár sagt óvígđum manni í skriftarstól frá öllum sínum syndum.  Útlistađ fyrir honum í smáatriđum frásagnir af tíđu framhjáhaldi og öđru kynlífi utan hjónabands.  Bćjarstjórinn er í áfalli eftir ađ hafa löngum stundum tíundađ fyrir gerviprestinum samskipti viđ vćndiskonur,  móttökur á mútufé og ţess háttar.

  Áhyggjur bćjarstjórans og annarra bćjarbúa snúa fyrst og fremst ađ ţví hvort gervipresturinn hafi gefiđ ţeim upp rangan fjölda af Maríubćnum sem ţarf ađ fara međ til ađ verđa syndlaus.  Ţađ er hrikalegt fyrir ţetta fólk ef ţađ situr ennţá uppi međ syndir vegna ţess eins ađ hafa í einhverjum tilfellum fariđ međ of fáar Maríubćnir.

  Góđu fréttirnar eru ţćr ađ Italo G virđist ekki hafa gengiđ ţađ langt í prestshlutverkinu ađ gerast barnaníđingur.        


Lykillinn fundinn ađ skilningi á listum og bókmenntum

  Ég hef lengi velt fyrir mér hvar lykilinn sé ađ finna ađ skilningi á listum og bókmenntum heimsins.  Einkum hafa ţessar vangaveltur sótt ađ mér eftir ađ ţingmađurinn arđgreiđsluglađi,  Ásbjörn Ólafsson,  lýsti yfir í pontu viđbjóđi sínum á listum.  Nú hefur biskupinn yfir Íslandi og Vestmannaeyjum svipt hulunni af leyndarmálinu.  Ţađ er Nýja testamentiđ "sem er lykillinn ađ skilningi á listum og bókmenntum heimsins". 

  Ţetta einfaldar mjög kennslu í listum og bókmenntum.  Ţađ ţarf ađeins ađ láta nemendur lesa Nýja testamentiđ.  Ţá öđlast ţeir skilning á hljómfrćđi,  mynduppbyggingu,  litafrćđi,  leiklist og hvađ skilur ađ góđar og vondar bókmenntir. 

  Ţjóđir heims sem lesa ekki Nýja testamentiđ eru hér eftir ađhlátursefni.  Ţćr hafa engan skilning á listum og bókmenntum.  Ţađ er ţeim ćgileg háđung.   

  Sá sem hefur ekki lesiđ Nýja testamentiđ er algjörlega skilningslaus gagnvart  Tunglskinssónötunni.  Í hans eyrum er ţetta ađeins sundurlaus hávađi.


mbl.is Vegiđ ađ rótum trúarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný mynd af Jesú

  Ţađ hafa ekki margar myndir náđst af Jesú frá Arabíu,  söguhetju Nýja testamentisins.  Sumar af ţekktustu myndum af kappanum eru sannanlega falsađar.  Jafnvel ţó ađrir telji manninn á myndunum vera sláandi líkan fyrirmyndinni.  Á föstudaginn langa gerđust ţau undur og stórmerki í Bretlandi ađ nákvćm andlitsmynd af Jesú ţessum birtist í tyggjóklessu:

jesú-tyggjó-klessa

  Fyrir óvana er ráđ ađ píra augu ţangađ til rétt glittir í tyggjóklessuna.  Síđan skal bakka aftur á bak ţangađ til andlitsfalliđ í klessunni er fariđ ađ líkjast Jesú.   

  Til samanburđar er hér fyrir neđan mynd sem frćđimenn telja gefa betri vísbendingu um útlit Jesú en tyggjóklessan.  Fjölskyldusvipurinn leynir sér ekki.  

jesú-orginal


Hannes grét

  Eftirfarandi er tekiđ af bloggi Valgerđar Bjarnadóttur á Eyjunni.  Ţetta er frásögn Hreins Loftssonar,  fyrrum formanns einkavinavćđingarnefndar Davíđs Oddssonar á bönkum ţjóđarinnar.  Frásögnin er lítillega stytt af mér (einkennd međ ţrípunktum).  Hún gefur skarpa mynd af stemmningunni:

  "...ţegar Falun Gong kom til landsins... til ađ vekja athygli á harđneskju kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum í Kína í tilefni af opinberri heimsókn kínverska forsetans, Jiangs Zemin, til Íslands... Davíđ Oddsson var forsćtisráđherra...

Hannes H. Gissurarson... vildi setja nafn sitt á auglýsingu til ađ mótmćla framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong. ...ţeir fengu ekki ađ koma til landsins og voru... settir í einhvers konar búđir í Njarđvík, áđur en ţeim var snúiđ til baka, ţeim, sem á annađ borđ komust til landsins. Mótmćli Falun Gong felast í ákveđnum ćfingum og eru án ofbeldis.

Hannes hringdi í mig vegna ţess ađ hann óttađist um sinn hag. Ef hann myndi setja nafn sitt á auglýsinguna myndi hann falla í ónáđ hjá leiđtoga sínum, Davíđ Oddssyni. Ég sagđi honum, ađ Davíđ gćti ekki og mćtti ekki hafa ţau áhrif á hann, ţennan mikla andstćđing kommúnisma og fasisma, lćrisvein Hayeks, ađ hann ţyrđi ekki ađ standa međ sannfćringu sinni gegn ofríki kommúnismans. Okkur bćri skylda til ađ taka stöđu međ andófsmönnum kommúnismans. Davíđ hlyti ađ skilja ţetta. Hannes vćri einn helsti hugmyndafrćđingur íslenskrar frjálshyggju... Ég hvatti hann eindregiđ til ađ setja nafn sitt á auglýsinguna. Hannes gerđi ţađ líka...

Nokkrum dögum síđar hringdi Hannes grátandi, ég meina ekki kjökrandi heldur háskćlandi í mig vegna ţess, ađ hann nćđi engu sambandi viđ Davíđ... Davíđ svarađi ekki skilabođum, tćki ekki símann og virti hann ekki viđlits. Mér brá. Var ţetta virkilega Hannes H. Gissurarson, vinur minn og félagi í baráttunni gegn hinum alţjóđlega kommúnisma? Mađurinn, sem ég hafđi litiđ upp til öll ţessi ár? Var ţetta ţá styrkurinn, sannfćringin? Grátandi af ótta viđ ađ missa stöđu hjá leiđtoga sínum?

Ég sagđi Hannesi ţá skođun mína, ađ hann yrđi ađ herđa upp hugann og standa á sannfćringu sinni. Ef Davíđ... vćri ekki stćrri mađur en ţetta, ef hann skyldi ekki stöđu Hannesar gagnvart svona einföldu máli, ţá yrđi hann ađ una ţví. Davíđ vćri ţá einfaldlega ekki stuđnings okkar virđi.

Ég heyrđi ekki frá Hannesi í nokkra daga eftir ţetta símtal... Ţađ er erfitt ađ hlusta á fullorđinn mann gráta. Örfáum dögum síđar hringdi Hannes aftur og ţá lá vel á honum. Hann sagđi, ađ hann hefđi loksins náđ sambandi viđ Davíđ, sem hefđi skammađ sig hraustlega fyrir ađ taka stöđu međ andstćđingum sínum međ ţví ađ mótmćla međferđinni á Falun Gong. Ţađ skyldi hann ekki gera aftur. Hann hefđi hlaupiđ á sig. Ađ sjálfsögđu hefđi veriđ nauđsynlegt ađ taka hart á ţessu fólki... Íslensk stjórnvöld gćtu ekki međ öđrum hćtti tekiđ á svona mótmćlendum... Hannes(i)... leiđ... vel, ađ vera kominn í náđina á nýjan leik..."


mbl.is Svar komiđ vegna Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Angurvćr og hátíđlegur jólasálmur

  Nú ţegar liđiđ er á jólasteikina hellist andagiftin yfir.  Áđur en ég vissi af var skáldagyđjan búin ađ fćra mér upp í hendur án fyrirhafnar ţennan hátíđlega jólasálm.  Hann verđur tekinn upp í kirkjum landsins ţegar Gunnar Ţórđarson og Atli Heimir verđa búnir ađ semja lag viđ hann.  Í allra síđustu línunni er bein tilvísun í kveđju jólasveinsins.

  Heims um ból halda menn jól;

heiđingjar,  kristnir og Tjallar.

  Uppi á stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar:

  Tra-la-la-la-la,

tra-la-la-la-ló.

  Tra-la-la-la-la,

tra-la-la-hó-hó!

jólasveinn


mbl.is Steikinni brennt í rćktinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fallegasta útgáfan af Heims um ból

  Fólk má alveg leyfa sér ađ vera töluvert vćmiđ á jólunum.  Leggjast til ađ mynda yfir hátíđlegan flutning á ţvćldustu jólasálmunum.  Jólin eru ekki komin fyrir alvöru fyrr en guđspjallasveitin ljúfa Testament fer í sinn fínasta skrúđa og afgreiđir notalega útgáfu af  Heims um ból.  Ţetta rifjar upp fyrir mér ćskuárin í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal.  Ţar sat ég hverja einustu messu og heyrđi alltaf fyrir mér sálmana flutta á nákvćmlega ţennan hátt.  Ađ vísu hefđi ég viljađ heyra eitt bjölluslag úr Hólaturninum annađ hvort í upphafi eđa enda lagsins.  Ţađ vandamál leysi ég sjálfur međ ţví ađ slá hnífsblađi léttilega utan í bjórglasiđ mitt.  Bćđi í upphafi og enda lagsins.  

  Fegurđin í ţessum flutningi Testament birtist best ef hljóđstyrkur hátalaranna er ţaninn í botn.  Ţá umvefur fegurđin hlustandann í kćrleik og jólagleđi.

 

 


mbl.is Jólasveinninn í önnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband