Fćrsluflokkur: Trúmál
26.11.2012 | 22:07
Skemmtilega frumleg kapella
Í Norđur-Karólínu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku ţykir mörgum gott ađ fá sér hjartastyrkjandi brjóstbirtu. En alls ekki öllum, vel ađ merkja. Ţeir sem sćkja í hjartastyrkjandi heilsudrykkinn koma sér gjarnan fyrir á bekkjum í tilteknum almenningsgörđum. Ţar sötra menn drykkinn og láta sólina kyssa sig. Eđa einhverja ađra.
Ţegar rökkva tekur rölta menn heim á leiđ, án ţess ađ taka tómu flöskurnar međ sér.
Í Norđur-Karólínu er fólk trúrćkiđ og sćkir sína kirkju undanbragđalaust. Ţessi tvö áhugamál, sötriđ og trúrćknin, eru sameinuđ á skemmtilegan máta í kapellu í Norđur-Karólínu. Og vísar um leiđ á söguna af kappanum sem breytti vatni í vín. Íslendingar gera einmitt mikiđ af ţví núna á tímum samfelldra verđhćkkana. Myndin af kapellunni á erindi til okkar.
Trúmál | Breytt 27.11.2012 kl. 18:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
20.7.2012 | 22:19
Er djöfullinn í Krossinum?
Trúmál | Breytt 21.7.2012 kl. 14:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (43)
9.2.2012 | 20:53
Er sendibođinn sá seki?
Kynlíf er međ vandmeđfarnara lífi ađ lifa. Ef ýtrustu varúđar er ekki gćtt og vandlega fariđ eftir leiđbeiningum ţeirra sem betur vita getur illa fariđ. Fólk getur lent í synd. Syndin er banvćn. Á Íslandi höfum viđ ríkistrú og ríkispresta sem geta leiđbeint fáfróđum í ţessum efnum og öđrum. Í ríkistrúarbókinni eru ýmsar útlistanir á ţessu öllu, ásamt leiđbeiningum um ţađ hvernig ţrćlar eigi ađ haga sér; hvernig hirta eigi börn; ađ höfuđ heiđingja skuli moluđ og sitthvađ fleira. Hjónaskilnađur er viđurstyggđ. Fráskilin kona sem á kynferđislegt samneyti viđ annan mann er hórkona.
Ýmsir ríkiskirkjuprestar hafa áráttu til ađ milda fyrirmćli ţess sem sagđur er vera höfundur ríkistrúarbókarinnar. Ţeir vilja nútímavćđa túlkun á textanum.
Ţá koma til sögunnar svokallađir bókstafstrúarmenn og árétta texta bókarinnar. Ţađ kallast eđa getur kallast hatursáróđur. Gćti jafnvel varđađ viđ lög. Bókstafstrúarmenn eru sendibođinn. Illi sendibođinn. Ţeir benda á ţađ sem stendur í ríkistrúarbókinni.
Ţađ hefur bjargađ margri manneskjunni frá glötun. Ég hef heyrt ţví fleygt.
Svo er ţađ forstjóri ÁTVR. Embćttismađur ríkisins. Hann hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ neysla rauđvíns međ nafni ensku rokkhljómsveitina Motörhead (Spítthaus) leiđi til óábyrgs kynlífs. Ţetta smellpassar viđ kenningu Snorra, kenndan (en ţó allsgáđan) viđ Betel, um ađ rokkmúsík sé músík djöfulsins. Á ţetta bentu margir strax á sjötta áratugnum í Bandarikjum Norđur-Ameríku. Forstjóri ÁTVR hefur bannađ sölu á rauđvíninu Motörhead.
Ţeir leiđast hönd í hönd, Snorri og forstjóri ÁTVR. Ţeir leggja sig fram um ađ standa vörđ um ađ Íslendingar fari ekki út af sporinu ţegar kemur ađ kynlífi. Ţeir eru kynlífspostular. Kynlífsverđir. Annar ríkisrekinn í ţví embćtti. Hinn hefur ekki (enn) veriđ rekinn - ţó ađ sumir telji hann ekki vera ţann uppfrćđara barna sem kennir umburđarlyndi, ást og kćrleika heldur bođbera haturs og fordóma.
Reyndar held ég ađ fólk á Íslandi, svona almennt, sé ekkert ađ velta fyrir sér kynlífi annarra. ţađ er töluvert "pervískt" ađ hafa áhuga á kynlífi annarra. Sá sem hugsar ekki um kynlíf annarra er í hlutleysisgír. Sá sem er upptekinn og áhugasamur um kynlíf annarra er í "pervískum" gír. Af hverju er hann ađ velta sér upp úr hugmyndum um kynlíf sem er frábrugđiđ hans rétttrúnađar trúbođsstellingu? Hvađ fćr hann út úr ţví? Af hverju er hann upptekinn af vangaveltum um ţađ? Hvađa hvatir liggja ţar ađ baki? Ef fólk er sátt viđ sitt kynlíf ţarf ţađ ekki ađ "fantasía" um kynlíf annars fólks.
Músík djöfulsins. Varast ber ađ setja ţetta myndband í gang. Ţađ getur leitt til óábyrgs kynlífs, hernađarhyggju og amfetamínneyslu, ađ mati embćttismanns Áfengis- og tóbakssölu ríkisins.
Ćfir vegna skrifa um samkynhneigđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2012 | 20:13
Smásaga um baráttu góđs og ills
Ţađ er stóri dagurinn í Litla-Koti. Dagurinn er kallađur stóri dagurinn ţegar kúnum er hleypt út úr fjósi í fyrsta sinn ađ vori. Bóndinn er taugaveiklađur og áhyggjufullur vegna ţessa. Börnin sjö rađa sér í kringum morgunverđarborđiđ. Bóndinn sest viđ innri enda borđsins. Frúin er á ţönum á milli borđs og ísskáps, borđs og eldavélar, borđs og brauđskúffu.
Trúmál | Breytt 24.3.2013 kl. 16:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2011 | 21:17
Óhuggandi sértrúarsöfnuđur
Íslendingar hafa löngum undrast tíđ grátköst ţátttakenda í bandarískum raunveruleikasjónvarpsţáttum. Táraflóđiđ í ţeim ţáttum kemst ţó hvergi međ tćr ţar sem n-kóreskir grátkórar hafa hćla ţessa dagana. Viđ fráfall Kims Jong-il, leiđtoga landsins, hefur gripiđ um sig óhemjuleg móđursýki. Ţegnarnir hágráta örvilnađir.
Vegna einangrunar frá umheiminum, stöđugrar innrćtingar (heilaţvottur), ofurstrangrar ritskođunar og allskonar bulls eru íbúar N-Kóreu 20 milljón manna sértrúarsöfnuđur. Öfgafullur sértrúarsöfnuđur ţar sem guđirnir eru Kim-feđgarnir. Söfnuđurinn trúir ţví ađ ţegar Kim Jong-il fćddist ţá hafi 2 eđa 3 regnbogar myndast yfir heilögu fjalli, allir fuglar heims tekiđ upp á ţví ađ syngja á kóresku; skćr leiđarstjarna hafi birst á himni. Hún leiddi 3 vitfirringa úr austri ađ hrörlegum bjálkakofa. Ţar lá í einskonar jötu nýfćddur Kim Jong-il. Vitfirringarnir fćrđu honum reykelsi, myrru og bull ađ gjöf.
Skömmu síđar og fram á dauđadag gerđi Kim Jong-il fátt annađ en drekka koníak og stríplast. Ţess á milli horfđi hann á hluti. Ţađ eru til heilu ljósmyndasöfnin sem sýna myndir af honum horfa á hluti. Allt frá skóm til sólgleraugna. Á hátíđisdögum horfđi hann á kvikmyndir um Rambó. Ţannig ađ ekki var kvikmyndasmekkurinn góđur. Hinsvegar samdi hann flestar eđa allar bestu óperur heimssögunnar. Fyrir örfáum árum fann hann upp spennandi skyndibita. Rétturinn er svo einfaldur ađ allir geta matreitt hann: Fyrst er hamborgarakjöt steikt beggja vegna. Síđan er ţađ lagt á hamborgarabrauđ. Hamborgarasósu er sprautađ yfir og efri sneiđ hamborgarabrauđsins lögđ ofan á. Kosturinn viđ ţennan byltingarkennda skyndibita er sá ađ hvorki ţarf ađ brúka hníf né gaffal. Ţađ sparar uppvask.
Kim fann einnig upp hátíđarútgáfu af ţessum nýja rétti. Hún er ekki fyrir almenning. Ađeins fyrir útvalda sem komast yfir ferskt grćnmeti og fleira. Í hátíđarútgáfunni er einnig tómatsósa, sinnep, tómatar, hrár laukur, steiktir sveppir, paprika og salatblađ. Hér er opinbera ljósmyndin af hátíđarréttinum:
Alţýđurétturinn er ekki síđur girnilegur. Galdurinn felst í ţví ađ bruđla ekki međ hamborgarasósuna og fara sparlega međ kjötiđ.
Ţví hefur veriđ spáđ í n-koreskum fjölmiđlum ađ ţessi frumlegi skyndibiti Kims eigi eftir ađ njóta vinsćlda utan N-Kóreu.
Um daginn kynntist ég í Noregi s-kóreskum fyrrverandi hermanni. Hann stóđ á sínum tíma vakt á landamćrum kóresku ríkjanna. 10 metrar skilja landamćravörsluna ađ. Hann kynntist ágćtlega n-kóresku hermönnunum og átti vinsamleg samskipti viđ ţá. Ţó eru nú einhver átök ţarna á milli án ţess ađ umrćddur flćktist inn í ţađ. Hann kynntist ađeins glađvćru hliđ á varđstöđunni. Hermenn beggja liđa göntuđust og grínuđust í léttum nótum og varđ vel til vina. Enda áttu sumir ćttingja hinu megin víglínunnar.
Ţessi kunningi minn fór međal annars í fjallaferđ međ n-kóreskum hermönnum ţarna viđ landamćrin. Ţetta var skemmtiferđ á sama tíma og knattspyrnuliđ ţeirra öttu kappi á, ja, gott ef ekki Ólympíuleikum eđa heimsmeistarakeppni eđa eitthvađ svoleiđis. N-kóreska liđiđ koltapađi. N-kóresku hermennirnir brustu í grát. Ţeir hágrétu. S-kóresku hermennirnir reyndu ađ útskýra fyrir ţeim ađ ţarna vćri ađeins um léttan samkvćmisleik ađ rćđa. Skemmtunin gengi út á ađ vera međ og hafa gaman af. Úrslitin vćru aukaatriđi. Huggunarorđin náđu ekki í gegn. Ţeir n-kóresku voru óhuggandi. Ţađ var ofar ţeirra skilningi ađ margblessađ knattspyrnuliđ ţeirra gćti fariđ halloka í fótboltaleik.
Annađ: Kóreski drengurinn keđjureykti Kent sígarettur. Á fílter sígarettnanna er táknmynd af lykli. Til ađ hćgt sé ađ reykja sígaretturnar ţarf ađ bíta fast í lykilinn. Ţá heyrist smellur. Án ţess ađ rjúfa lćsinguna er ekki hćgt ađ reykja sígarettuna. Ţetta er til ţess ađ ungir óvitar geti ekki reykt sígaretturnar. Sinn er siđur í hverju landi.
Til gamans má geta ađ kóreski kunningi minn hefur veriđ ólatur viđ ađ senda mér í tölvupósti ljómandi skemmtilegt kóreskt pönkrokk og dauđarokk.
Fiskurinn var svooona stór!
.
Kim Jong-il látinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál | Breytt 20.12.2011 kl. 23:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
9.10.2011 | 23:24
Guđrún Ebba er hetja! Karl getur ekki setiđ áfram sem biskup
Sjónvarpsviđtal Ţórhalls Gunnarssonar viđ Guđrúnu Ebbu var átakanlegt og áhrifamikiđ. Ţórhallur sýndi sínar bestu hliđar sem góđur sjónvarpsmađur: Ágengur en nćrfćrinn og hélt sig viđ kjarna málsins. Guđrún Ebba er hetja. Ţetta er stórt skref sem hún hefur stigiđ međ ţví ađ segja alţjóđ frá ţví skrímsli sem fađir hennar var; margkrossađur frímúrari og biskup. Ćđsti embćttismađur íslensku ríkiskirkjunnar.
Guđrún Ebba útskýrđi mjög vel í hvađa stöđu fórnarlamb barnaníđs og annars heimilisofbeldi er. Viđtaliđ á erindi inn í skólastofur landsins.
Verri er hlutur núverandi biskups, Karls Sigurbjörnssonar. Hann kaus ađ stinga undir stól erindi Guđrúnar Ebbu. Hann sat á ţví í hálft annađ ár. Reyndi ţöggun í ţessu alvarlega glćpamáli. Ţađ var ekki fyrr en DV tók máliđ upp sem erindi Guđrúnar Ebbu var dregiđ undan stóli Karls. Karl hélt áfram ađ reyna ađ humma máliđ af sér. Og hlóđ lofsorđum á barnaníđinginn í millitíđinni.
Er Karli stćtt á ađ sitja áfram sem biskup eins og ekkert hafi í skorist? Er hann ţađ sáttur viđ sína framgöngu? Eđa er hann mađur til ađ sýna fórnarlömbum kynferđisglćpamannsins samstöđu og samúđ međ ţví ađ viđurkenna embćttisafglöp sín og segja af sér?
www.solstafir.is
Trúmál | Breytt 10.10.2011 kl. 22:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (49)
20.9.2011 | 21:12
Hljómsveit sendir kirkju hommahatara tóninn
Í frétt mbl.is af íslenskum tökustjóra bandarísku gruggsveitarinnar Nirvana er hann sagđur heita Ágúst Bjarnason. Ég hef sterkan grun um ađ ţessi sonur Húnvetningsins Kobba sé Jakobsson. Ég veit ekki hvađa Bjarna er ţarna blandađ inn í dćmiđ. Ég ţarf ađ spyrja Kobba vin minn út í ţađ. Ég er ekki viss um ađ hann viti af ţessu međ Bjarna. Ágúst hefur unniđ međ mörgum fleiri súperstjörnum en Nirvana og Guns ´N´ Roses. Hann gerđi til ađ mynda myndbandiđ frćga og flotta viđ ballöđuna Hollywood međ Hebba Guđmunds.
Seattle-hljómsveitin Nirvana var međal annars ţekkt fyrir hćđni í garđ hommafćlinna. Framvörđur hljómsveitarinnar, Kurt Cobain, var eitt sinn handtekinn fyrir ađ mála međ úđabrúsa "God is gay" á vegg. Í annađ skipti fóru hann og bassaleikarinn í sleik í sjónvarpsútsendingu.
Trommari Nirvana, Íslandsvinurinn Dave Grohl, heldur uppteknum hćtti. Núna fer hann fyrir hljómsveitinni Foo Fighters. Á dögunum brugđu liđsmenn Foo Fighters sér í gervi rauđhálsa Suđurríkjanna (rednecks) og sprelluđu í hommahöturum Westboro Baptist Church. Sá söfnuđur hatar einnig Barack Hussein Obama, forseta Bandaríkjanna, og telur hann vera Anti-Krist (eins og 40 milljónir landa sinna). Ţá er ađeins fátt upp taliđ af ţví sem kirkja ţessi hatar. Mannréttindaráđ Reykjavíkur myndi ekki leggja blessun sína yfir fjáraustur úr borgarsjóđi í ţessa kirkju.
Í međfylgjandi myndbandi kastar Dave Grohl kveđju á haturssöfnuđinn. Í millikafla leggur Dave út af bandaríska ţjóđsöngnum og segist síđan ekki fara í manngreinaálit eftir húđlit fólks, eđa hvort ţađ sé Pennsylvaníar (les: Frá Pennsylvaniu) eđa Transylvaníar (les: Fengiđ kynleiđréttingu), Lady Gaga eđa Lady Antebellum; konur elski konur eđa kallar elski kalla.
Vegna ofurvinsćlda Foo Fighters hafa fjörleg samskipti hljómsveitarinnar viđ haturskirkjuna vakiđ mikla athygli.
Íslendingur tökustjóri hjá Nirvana | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
30.8.2011 | 01:28
Máttur bćnarinnar
Ég sá áđan út undan mér heimildarmynd í sjónvarpinu um flótta nokkurra fanga úr fangelsi í Texas. Ţetta voru harđsvírađir glćpamenn sem sátu inni fyrir morđ og alls konar hrottaskap, eins og gerist og gengur ţarna um slóđir. Ţeir skipulögđu og undirbjuggu flóttann af mikilli útsjónasemi. Ţađ sem mestu máli skipti var ađ kvöldiđ áđur en ţeir létu til skarar skríđa ţá komu ţeir saman, spenntu greipar og báđu heitt og innilega til Drottins um ađ flóttinn úr fangelsinu myndi takast.
Ţađ var eins og viđ manninn mćlt: Ţeim tókst léttilega ađ yfirbuga, lemja, afklćđa og binda nokkra fangaverđi. Flóttamennirnir fóru í föt fangavarđanna, komust yfir byssur og bíl. Ţví nćst náđu ţeir ađ plata ađra fangaverđi til ađ opna hliđiđ á fangelsisgirđingunni og hleypa sér út í frelsiđ.
Ţađ var eitthvađ sćtt og krúttlegt viđ ţetta.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
Í Fréttatímanum sem kemur út á morgun (föstudag) er sagt frá stórfelldu og grófu barnaníđi innan kaţólsku kirkjunnar á Íslandi. Ţar koma viđ sögu bćđi karlkyns gerendur og kona. Einhverra hluta vegna kemur ţetta ekki á óvart. Hvađ er ţetta međ kaţólsku kirkjuna og barnaníđ? Og íslensku ríkiskirkjuna og kynferđisofbeldi? Öll ţessi kristnu barnaheimili og barnaníđ? Og kristna söfnuđi og kynferđisofbeldi?
Sumir hafa nefnt ađ krafan um skírlífi kaţólskra presta sé hluti af skýringu á barnaníđi kaţólskra presta. Hvernig getur skírlífi samrýmst barnaníđi? Í bandaríska fréttaskýringaţćttinum 60 Minutes var fullyrt ađ meirihluti barnaníđinga kaţólsku kirkjunnar séu prestar í hjónabandi.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (36)
1.6.2011 | 21:48
Kráka = cover song
Poppkóngurinn Óli Palli á rás 2 tók í dag snúning á vandrćđalegri ţýđingu okkar Íslendinga á ensku orđunum "cover song". Ţví miđur hefur ekki fundist neitt gott íslenskt orđ yfir fyrirbćriđ. Menn hafa veriđ ađ vandrćđast međ orđ eins og tökulög, ábreiđur, mottur, yfirhafnir, kápur og svo framvegis.
Fyrir 2 árum stakk Steini Briem upp á orđinu krákur. Eins og Óli Palli hallast ég helst ađ ţví orđi. Samt er ţađ ekki algott. Rökin međ kráku eru ţessi:
- Ţađ hljómar líkt enska orđinu "cover".
- Ţađ er 2ja atkvćđa og ţar međ töluvert ţjálla en "ábreiđulag" eđa "tökulag".
- Ţađ gefur til kynna ađ um eftirhermu sé ađ rćđa án ţess ađ innihalda forskeytiđ "hermu". En býđur jafnframt upp á ađ talađ sé um "hermikráku" ţegar um nákvćma stćlingu er ađ rćđa.
- Hćgt er ađ tala um kráku (cover) án ţess ađ tala um krákulag (cover song).
Ef ţiđ hafiđ betri tillögu ţá endilega leggiđ í púkk.
Annađ: Hvađ segiđ ţiđ um kráku Perfect Circle á Imagine? Ţarna er söngvari Tool ásamt bandarískum gruggurum ađ kráka lagiđ međ öđrum hljómagangi og öđrum hrynjanda fyrir unga rokkunnendur. Frumútgáfa Lennons á laginu er yfirleitt í efstu sćtum yfir bestu lög poppsögunnar. Útfćrsla Perfect Circle er töluvert frábrugđin. Og ţar međ ekki hermikráka heldur kráka.
Trúmál | Breytt 2.6.2011 kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)