Færsluflokkur: Fjölmiðlar
18.12.2013 | 00:15
Bestu plötur ársins 2013
Það er svoooo gaman að skoða lista yfir bestu plötur ársins 2013 í áramótauppgjöri fjölmiðla. Hér er niðurstaða 3ja breskra tímarita. Fyrsta röðin er listi Uncut. Fremri sviginn vísar í lista Mojo. Aftari sviginn vísar í lista Q.
3. (9) (-) Nick Cave & the Bad Seeds Push the Sky Away
4. (5) (9) John Grant Pale Green Ghosts
5. (19) (18) Laura Marling Once I Was An Eagle
7. (1) (27) Bill Callahan Dream River
8. (-) (36) Kurt Vile Wakin On a Pretty Daze
9. (4) (1) Artic Monkeys AM
10. (-) (25) Boards of Canada Tomorrows Harvest
12. (12) (34) Prefab Sprout Crimson/Red
13. (2) (4) Daft Punk Random Access Memories
14. (-) (37) The National Trouble Will Find Me
15 (47) (-) Julie Holter Loud City Song
16. (-) (-) Thee Oh Sees Floating Coffin
17. (38) (26) Kanye West Yeezus
18. (-) (-) Parquet Courts Light Up Gold
19. (-) (-) Endless Boogie Long Island
20. (7) (2) Vampire weekend Modern Vampires of the City
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.12.2013 | 00:56
Flott bókargagnrýni
Árni Helgason skrifar góða, vandaða, ítarlega og vel rökstudda gagnrýni í nýjasta tölublað vikublaðsins Reykjavík um bókina "Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist".
Gagnrýnin spannar næstum hálfa blaðsíðu (dagblaðsbrot). Ég endurskrifa hér aðeins brot af gagnrýninni. Um leið kvitta ég undir aðfinnslur Árna. Þær eru réttmætar.
Fyrirsögnin er "Ég syng alltaf berfætt".
Í meginmálstexta segir m.a.: "Fyrir þá sem áhuga hafa á færeyskri tónlist á síðasta hluta 20. aldar og fyrstu árum hinnar 21. er fengur að þessari bók. Aðdáendur Eivarar fá einnig gott yfirlit yfir þátttöku hennar í tónlist og afrek hennar um víða veröld sem eru umtalsverð eftir því sem frá greinir í bókinni."
Líka segir: "Þessi bók er ekki ævisaga Eivarar í hefðbundnum skilningi og ekki er mikið fjallað um hana sjálfa nema að því er að tónlistinni lýtur en sú saga virðist tíunduð mjög nákvæmlega. Fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna sem hún hefur unnið með er nefndur og margir leggja bókinni til umsagnir sínar sem eru undantekningalaust jákvæðar."
Síðan: "Í lok bókar tekur höfundur saman mjög ítarlegt yfirlit yfir hljómplötur og mynddiska sem Eivör hefur gefið út eða verið þátttakandi í. Er fengur að þeirri skrá sem og einni opnu sem höfundur kallar færeysk-íslenska orðabók en ég hygg að Íslendingar hafi gaman af því að sjá sum orðin og hugtökin svo sem að vera hundasjúkur sem getur hent eftir að menn hafa verið bakbundnir. Innskotskaflar um Færeyjar eru einnig mjög fræðandi og kemur margt fram sem líklega er ekki á allra vitorði hér á landi."
Svo: "Umfjöllunin er að nokkru leyti í tímaröð en þar sem sumir kaflarnir eru laustengdir Eivöru þá er farið nokkuð fram og aftur í tíma. Almennt er bókin lipurlega skrifuð... Fjöldi skemmtilegra mynda prýðir bókina.
Í heildina tekið er hér um fróðlega - og oft nokkuð hnyttna - bók um tónlistarmanninn Eivöru og tónlist í Færeyjum að ræða auk almenns fróðleiks um frændur okkar Færeyinga."
Fjölmiðlar | Breytt 16.12.2013 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2013 | 22:46
Útvarp Saga með pálmann í höndunum
Svo snemma sem 2006 var byrjað að gagnrýna á Útvarpi Sögu þenslu bankanna og allt sukkið á þessum árum. Til að mynda afmæli Ólafs Ólafssonar og fleiri þar sem keppst var við að bjóða upp á skemmtiatriði með heimsfrægum og rándýrum poppstjörnum. Menn ferðuðust í þyrlum til að fá sér pylsu með öllu. Menn snæddu gull.
Um þetta var fjallað á gagnrýninn hátt í ýmsum þáttum á Útvarpi Sögu. Meðal annars í símatímum. Fyrir þetta var Útvarp Saga atyrt, stöðin sökuð um neikvæðni, öfund, róg og annað slíkt. Innhringendur líka. Spurt var hvers vegna þetta fólk gæti ekki samglaðst velgengni auðmanna, ævintýralegum og rándýrum lúxuslífstíl þeirra, margföldun umsvifa bankanna, útrásinni, útrásarvíkingunum, íslenska efnahagsundrinu og svo framvegis.
Útvarp Saga varaði við á meðan aðrir hengdu orður á krimmana og hrópuðu þrefalt húrra fyrir þeim. Nýfelldir dómar yfir krimmunum staðfesta að viðvaranir Útvarps Sögu áttu rétt á sér.
Útvarp Saga varaði við Icesave samningunum og REI. Bara svo að tvö dæmi af mörgum séu tiltekin þar sem Útvarp Saga stóð vaktina og varði hagsmuni Reykvíkinga og íslensku þjóðarinnar á meðan aðrir fjölmiðlar sátu hjá. Útvarp Saga er samviska þjóðarsálarinnar.
![]() |
Vitna í gamalt bréf frá Sigurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 14.12.2013 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.12.2013 | 01:04
Íslensk tónlist gerir það gott í áramótauppgjöri erlendra fjölmiðla
Ísland er svokallað örríki. Við erum 0, eitthvað % af rösklega 7 milljörðum jarðarbúa. Fyrir aldarfjórðungi sótti kunningi minn brúðkaupsveislu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar hitti hann Indverja. Sá hafði setið við hlið Dana í flugvél vestur um haf. Indverjinn henti gaman af því að Daninn kom frá 6 milljón manna landi. Indverjinn hló. Hann sagði: "Að hugsa sér að hægt sé að kalla það þjóð sem er aðeins 6 milljón manna þorp."
Íslendingurinn ákvað að upplýsa ekki að hann væri frá 300 þúsund manna þjóð.
Í áramótauppgjöri útlendra fjölmiðla eru íslenskar plötur áberandi. Dæmi: Breski netmiðillinn OMH (musicomh.com) birti í gær áramótauppgjör sitt. Niðurstaðan er þessi:
1. John Grant: Pale Green Ghosts
29. Sigur Rós: Kveikur
74. Ólöf Arnalds: Sudden Elevations
Í áramótauppgjöri Íslendinga hafa sumir spurt hvort að plata Johns Grants sé íslensk eða útlensk. Svarið er: Hún er íslensk. John Grant er búsettur á Íslandi. Hann gerir sína músík út frá Íslandi. Meðspilarar hans eru Íslendingar. Hans starfsvettvangur er íslenskur. Upptökustjórar og aðrir sem koma að upptökum á hans tónlist eru Íslendingar. Sjálfur upplifir hann sig sem þátttakanda að einu og öllu í íslensku tónlistarlífi.
Þetta er alveg eins og með færeysku söngkonuna Eivöru. Hún var búsett á Íslandi í nokkur ár. Hér samdi hún sína músík. Hér var hún í hljómsveit með íslenskum hljóðfæraleikurum. Hér upplifði hún sig sem fullgildan þátttakanda í íslensku tónlistarsenunni.
Eivör var á þessu tímabili margútnefnd og verðlaunuð með íslenskum tónlistarverðlaunum og leikhúsverðlaunum. Um þetta má lesa í bókinni Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.
Það kemur kannski einhverjum á óvart að plata með Ólöfu Arnalds rati inn í áramótauppgjör erlendra tónlistarmiðla. Staðreyndin er sú að Ólöf Arnalds er nokkuð hátt skrifuð í Bretlandi (einkum Skotlandi) og Þýskalandi. Í skoskum plötubúðum hef ég séð plötum hennar stillt upp á áberandi hátt og undir yfirskrift "Mælt með". Ég hef séð svipað í aðal plötubúð Berlínar í Þýskalandi.
Ólöf Arnalds er mun stærra dæmi erlendis en við hér á Íslandi gerum okkur grein fyrir. Í skoskri plötubúð var mér sagt að Ep-plata með henni væri vinsæl. Bæði söluhá og lög af henni spiluð í skosku útvarpi.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2013 | 23:13
Aðal fréttin í Færeyjum
Það er gaman að fylgjast með færeyskum fjölmiðlum. Hlusta á færeyskar útvarpsstöðvar, horfa á færeyska sjónvarpið, lesa færeyska dagblaðið Sosialin og lesa færeysku vefritin. Það er svo gaman að hlusta á eða lesa útlent tungumál sem svipar svo mjög til íslensku að auðvelt er að skilja það.
Þessi frétt er til að mynda dáldið skemmtileg:
Dagfinn Olsen 06.12.2013 (00:15)
Bók útkomin um Eivør
Íslendski føroyavinurin, tónleikaserfrøðingurin, bloggarin, og nú eisini rithøvundurin, Jens Guð, hevur givið út bók um Eivør, ið er sera kend í Íslandi.
Bókin er tó ikki bert um Eivør Pálsdóttir, men sum heitið á bókini sipar til, so fevnir bókin eisini eitt sindur meira víðfevnt um Føroyar og føroyskan tónleik.
Bókin hevur heitið Gata, Austurey, Færeyjar, EIVØR og færeysk tónlist.
Á føroyskum: Gøta, Eysturoy, Føroyar, Eivør og føroysk tónlist.
Jens Guð hevur verið nógv í Føroyum og hevur fylgt sera væl við seinnu árini í tí, sum er fyrfarist á føroyska tónleikapallinum.
Hann hevur eisini lagt til rættis savnsfløgur fyri Tutl.
Í Íslandi er hann m.a. kendur sum ummælari, bloggari, plátuvendari, tónleikari og lærari í fagurskrift.
Jens Guð sigur, at hann í hesum døgum hevur úr at gera. Hann var ikki meira enn liðugur at tosa um bókina á íslendsku Rás 2, og at signera bøkur har, fyrr enn Útvarpið Søgu vildi hava fatur á honum til upplestur úr nýggju bókini.
Bókin er á íslendskum, men áhugað hava møguleika at ogna sær bókina í handlinum hjá Tutl, har nøkur eintøk av bókini vera á hillini í næstum.
---------------------------------
Fréttina má sjá á in.fo með því að smella á þennan hlekk: http://www.in.fo/news-detail/news/bok-utkomin-um-eivoer/?fb_action_ids=10201907433479210&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582
---------------------------------
Þessu alveg óviðkomandi. Ég sá á Fésbók Sæunnar systur minnar þessa áhugaverðu spurningu: Ef róni hrósar manni er það þá alkahól?
Fjölmiðlar | Breytt 9.12.2013 kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2.12.2013 | 23:53
Bestu plötur ársins 2013
Nokkrir fjölmiðlar hafa þjófstartað og birt áramótauppgjör, lista yfir bestu plötur ársins 2013. Það er gaman að skoða niðurstöðuna. Málið er að taka þetta ekki of hátíðlega. Þetta er aðeins léttur og saklaus samkvæmisleikur. Hér er niðurstaða nokkurra miðla. Fyrst er það listi netmiðilsins Pitchfork.
Fremsti sviginn sýnir niðurstöðu breska vikublaðsins NME. Næsti svigi er útkoman hjá bresku netsíðunni Aoty. Þriðji sviginn er sóttur í smiðju netsíðunnar Best ever albums. Fjórði sviginn er listi bandaríska tímaritsins Spin. Aftasti sviginn er niðurstaðan hjá Rolling Stone.
Fjölmiðlar | Breytt 3.12.2013 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.11.2013 | 00:36
Rás 2 er frábært útvarp
Öll fyrirtæki hafa gott af því að ganga í gegnum allsherjar endurskoðun. Þess vegna - meðal annars - ber að fagna kreppu og grófum samdrætti. Þumalputtaregla er að fyrirtæki stofnað í aðdraganda kreppu eða eftir að kreppa er skollin á verði langlífari og blómstri betur en fyrirtæki sett á laggir í góðæri.
Kreppa og samdráttur kalla á hagræði.
Fyrstu viðbrögð eru jafnan að segja upp þeim sem skúrar og þrífur klósettin. Æðstu stjórnendur með margföld laun þess sem skúrar slá skjaldborg um sín 16 milljón króna árslaun, jeppa, síma og það allt. Hjá Rúv eru 11 æðstu stjórnendur með hátt á annað hundrað milljón króna launakostnað. Þegar aðrir yfirstjórnendur eru meðtaldir er talan - að mig minnir - um 260 milljónir króna.
Þetta er svo sem ekki há tala. Ríkiskirkjan er með 4000 milljónir. Domino´s var verðlaunað sem markaðsfyrirtæki ársins 2013 eftir 2000 milljón króna afskriftir (eða voru þær bara 1000 milljónir?). Morgunblaðrið: 4000 milljónir,
Ég kann ekki nöfnin á öllum þeim Björgúlfum sem hafa fengið afskrifaðar svo margar milljónir að ég get ekki talið núllin án þess að ruglast í talningunni.
Víkur þá sögu að Rúv og Rás 2. Rás 2 hefur gegnt stóru hlutverki í íslenskri tónlist. Rás 2 er ábyrg fyrir þeirri sterku stöðu sem íslensk tónlist gegnir innanlands og ekki síður erlendis. Með tilheyrandi gjaldeyristekjum íslenska ríkisins (sameiginlegum sjóði landsmanna) - ef menn vilja meta dæmið út frá krónutölu. Sem er þó ekki eftirsóknarverðasti þáttur í menningu og listum. Að næra sálina er nauðsynlegra en að telja aura.
Rás 2 og Rúv hafa sinnt sínu hlutverki frábærlega vel. Hljómsveitin Kukl varð til í útvarpsþætti á Rúv. Kukl var þúfan sem velti stórum steini. Kukl varð Sykurmolarnir. Sykurmolarnir urðu heimsfræg hljómsveit. Söngkona Sykurmolanna, Björk, varð frægasti Íslendingur sögunnar. Heimsfrægð Bjarkar lagði grunn að því að útlendum ferðamönnum til Íslands fjölgaði úr 80.000 í 600.000. Þegar á leið með fulltingi Sigur Rósar, Of Monster and Men og fleiri.
Hvar og hvenær sem eitthvað er um að vera í íslenskri tónlist þar er Rás 2. Hvort heldur sem eru Músíktilraunir, Airwaves, Menningarnótt, 17. júní eða annað. Ferill Of Monster and Men hófst með sigri í Músíktilraunum og fór á flug á Airwaves.
Rás 2 býr að þeirri gæfu að þar hefur safnast saman hugsjónafólk sem leggur sig fram um að styðja íslenska tónlist. Dagskrárgerðarmenn sem hafa metnað, elju, ástríðu og ákafa í að sinna þessu hlutverki: Óli Palli, Andrea Jóns, Guðni Már, Matti Matt, Doddi litli, Andri Freyr og Gunna Dís, Ásgeir Eyþórs, Þossi, Valli Dordingull og fleiri. Ég er að gleyma svoooo mörgum.
Í áranna rás hef ég af og til stússað í kringum tónlist með íslenskum og útlendum tónlistarmönnum. Flestar - nánast allar - músíkútvarpsstöðvar eru lok, lok og læs. Nema Rás 2. Meira að segja þegar "Ormurin langi" með færeysku hljómsveitinni Tý seldist í 4000 eintökum á Íslandi var hann einungis spilaður á Rás 2. Sama var þegar Eivör seldi 10 þúsund eintök af Krákunni. Hún var aðeins spiluð á Rás 2. Þannig mætti áfram telja.
Rás 2 stendur öllum tónlistarstílum opin. Engu er hafnað á þeirri forsendu að það falli ekki að lagalista stöðvarinnar.
![]() |
Adolf Inga sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.11.2013 | 00:13
Útvarp Saga er þjóðarútvarp
Ég kann vel að meta Útvarp Sögu. Útvarp Saga er þjóðarútvarp. Þjóðin talar og þjóðin hlustar. Frá klukkan 09 að morgni til hádegis fær almenningur að hringja inn og tjá sig í beinni útsendingu. Ranglega fullyrða sumir að örfáir innhringendur séu ráðandi í þessum símatímum. Athugun hefur hrakið það. Jú, jú, inn á milli ná einhverjir inn sem áður hafa látið í sér heyra. Er eitthvað að því? Umræðuefnið er af ýmsu tagi. Þeir sem ná inn og eru alveg jafn góður þverskurður af íslenskum almenningi og þeir sem daglega taka þátt í "lofi og lasti" á Bylgjunni.
Símatímar Útvarps Sögu spegla umræðuna á Íslandi dag hvern. Þar fyrir utan er margt annað áhugavert dagskrá Útvarps Sögu utan þessara 3ja klukkutíma símatíma. Til að mynda skemmtilegur og fjölbreyttur morgunþáttur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Núna er Jóhann að auki með bókmenntaþátt. Rúnar Þór er með forvitnilega og fróðlega viðtalsþætti. Þar rekur hann garnir úr þekktum tónlistarmönnum. Torfi Geirmundsson og Guðný í Heilsubúðinni eru með þátt um hár og heilsu. Annar heilsuþáttur heitir Heilsan heim. Magnús Magnússon spilar gamlar dægurlagaperlum, talar við tónlistarmenn og gefur hlustendum tertur, bílabón og fleira. Arnþrúður er með þátt um mat og matreiðslu. Pétur Gunnlaugsson og Erlingur Már eru með síðdegisþátt. Þangað fá þeir iðulega góða gesti í spjall. Margt fleira áhugavert er á dagskrá Útvarps Sögu.
Nýlega var hleypt af stokkum nýrri útvarpsstöð, Jóla-Sögu: 89 á fm. Nafnið segir sína sögu.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.11.2013 | 13:59
Fegurstu fossar í heimi
Netsíðan mobilelikez.com hefur tekið saman og birt myndir og lista yfir fegurstu fossa heims. Það er gaman að sjá myndir af þessum fallegu fossum. Listinn er jafnframt áhugaverður. Ekki síst fyrir okkur sem búum á þessu landi tilkomumikilla fossa, elds og ísa. Fegursti foss heims að mati mobilelikez.com er Suðurlandsfoss á Nýja-Sjálandi.
Hann virðist ekki vera neitt merkilegur þessi Suðurlandsfoss. Það vantar nefnilega eitthvað á myndina sem sýnir stærð fossins. Hann er næstum hálfur kílómetri að lengd og fellur í þrennu lagi. Efsti hlutinn er 229 m, miðbunan er 248 m og neðsta gusan er 103 m.
Fossinn er sagður fegurstur séður úr lofti. Einkum séður úr þyrlu í frosti.
Næst fegursti fossinn er Dettifoss í Jökulsárgljúfri á Íslandi. Til samanburðar við þann ný-sjálenska er Dettifoss ekki nema 45 m hár (innan við 1/10).
Á móti vegur að Dettifoss er 100 m breiður og straumharður.
Ljósmyndin sem mobilelikez.com birtir og ég endurbirti hér er ekki af Dettifossi heldur Goðafossi.
Númer 3 er Gullfoss í Haukadal á Íslandi.
Fegurð Gullfoss er sögð liggja í því hvernig vatnið ferðast niður fossinn í þremur þrepum.
Númer 4 er foss sem kallast Kaieteur og er í Guyana.
Hæð hans er 229 m.
Númer 5 er Yosemite í Kaliforníu. Könunum hefur ekki tekist að finna út hæð hans í metrum talið. Þeir átta sig ekki á því hvernig metrakerfið virkar. Þess í stað hafa þeir mælt hæðina í fetum. Hún er 2425 fet. Þau geta samsvarað 739 m.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.11.2013 | 22:56
Breyttar áherslur
Fyrir mörgum árum ók ég í rólegheitum niður Njálsgötu í átt að Snorrabraut. Skyndilega bakkaði út úr stæði rétt fyrir framan mig bíll. Þetta var svo óvænt að litlu munaði að árekstur yrði. Ég flautaði til að gera vart við mig og afstýra að bíllinn bakkaði á minn bíl. Ég hafði varla látið af flautinu fyrr en bílstjóri hins bílsins stökk út úr bílnum sínum. Hann rauk að mínum bíl, reif sig úr skyrtubol (mig minnir að hann hafi hent bolnum á götuna. Kannski henti hann honum á húddið á sínum bíl?), reif upp bílhurðina hjá mér og öskraði: "Hvað er í gangi? Hvert er vandamálið?" Hann titraði og skalf og var kófsveittur.
Ég bjó mig ósjálfrátt undir áflog, velti snöggt fyrir mér hvernig best væri að standa að þeim en svaraði rólega: "Ég óttaðist að þú værir við það að bakka á bílinn minn. Flautið var til að afstýra því."
Náunginn andaði ótt og títt eins og hann væri að koma úr líkamsrækt. Róleg rödd mín hafði sefandi áhrif á manninn. Hann slakaði á og virtist róast. Hann tók nokkur skref aftur á bak, benti á mig og sagði: "Ekki ögra mér, félagi."
Samskiptin urðu ekki meiri. Gaurinn tók upp skyrtubolinn og settist upp í sinn bíl. Ók á brott og ég líka.
Glæpum á Íslandi fækkar ár frá ári. Einungis er aukning í kærum á kynferðisglæpum. Ekki vegna fjölgunar kynferðisglæpamanna heldur vegna þess að fórnarlömb kynferðisglæpa leita réttar síns í meira mæli en áður.
Þjóðfélag í kreppu, hnípin þjóð í vanda, hefur ekki efni á fyrirhuguðu nýju lúxusfangelsi á Hólmsheiði. Hver fangaklefi þar er lúxsusíbúð með einkabaðherbergi, nuddpotti og öllum stöðlum 5 stjörnu hótels. Þetta er rugl. Þegar er dekstrið við fanga um of. Þeir eru mataðir á Stöð 2, Skjá 1 og veislumat í hvert mál. Bara svo fátt eitt sé upp talið.
Í nágrannalöndum, eins og í Svíþjóð, er vandræðastaða komin upp vegna fækkandi glæpa. Þar er verið að loka fjórum fangelsum vegna skorts á glæpamönnum. Til viðbótar er búið að loka þar gæsluvarðhaldsfangelsi. Skortur á föngum er til vandræða. Er ekki lag að semja við Svía um að fangelsa glæpamenn dæmda á Íslandi? Vistun fanga á Íslandi kostar 100 þúsund kall sólarhringurinn eða eitthvað álíka. Hættum við þetta lúxusfangelsi á Hólmsheiði og virkjum norræna samvinnu.
![]() |
Reiddist mjög þegar svínað var á hann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 20.11.2013 kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)