Fćrsluflokkur: Dćgurmál
20.9.2008 | 23:49
Veitingahús - umsögn
Veitingastađur: Langbest, Hafnargötu 62, Keflavík
Réttur: Lambasteik
Verđ: 1750 kr.
Einkunn: ***1/2 (af 5)
Ég hafđi aldrei tekiđ eftir ţessum stađ fyrr en nú. Ţó hef ég oft átt erindi til Keflavíkur. Merkingar eru sem sagt ekki mjög áberandi. Stađurinn er víst um ţađ bil 15 til 20 ára. Ţessu komst ég ađ ţegar ég nefndi viđ innfćdda Keflvíkinga ađ ég hafi prófađ ađ borđa á nýjum stađ. Jafnframt fékk ég ađ vita hvernig nafn stađarins kom til: Ađstandendur hans voru ađ velja nafn úr fjölda tillagna. Einn sagđi ađ honum ţćtti tiltekiđ nafn langbest. Öđrum ţótti annađ nafn langbest. Ţeim ţriđja ţótti ţriđja nafniđ langbest. Ţegar ţeir tóku eftir ţví ađ allir notuđu orđiđ langbest er ţeir lýstu sinni skođun varđ ađ samkomulagi ađ kalla stađinn Langbest. Gott nafn.
Langbest er í milliflokki. Uppistađa á matseđli eru hamborgarar og flatbökur (pizzur). En einnig steikur, djúpsteiktur fiskur og gratínerađur fiskur. Ég pantađi lambasteik. Ţegar ég rétti afgreiđslumanninum kortiđ mitt sá ég ađ hann stimplađi inn 1945 kr. Ég gerđi athugasemd:
- Á matseđlinum stendur ađ lambiđ kosti 1750 kall.
- Ţađ er rétt.
- En ţú stimplar 1945 kall.
- Já, vegna ţess ađ gosiđ kostar 195 kall.
- Pantađi ég gos?
- Viltu ekki gos međ matnum?
- Getur veriđ ađ ég myndi panta gos ef ég vildi gos en ég myndi ekki panta gos ef ég vildi ekki gos?
- Ég get alveg mínusađ gosiđ ef ţú vilt ekki gos. Viltu sleppa gosinu?
- Hvađ heldur ţú?
- Ţú rćđur. Ef ţú vilt ekki gos ţá mínusa ég ţađ bara.
Og ţannig fóru leikar. Afgreiđslumađurinn mínusađi gosiđ sem ég hafđi ekki pantađ.
Međ lambagrillsteikinni fylgdu 2 stórar bakađar kartöflur. Sennilega voru ţćr forsođnar. Ţćr voru ţađ mjúkar og safaríkar. Kartöflur sem eru einungis bakađar eru yfirleitt ţurrari og mjölkenndar. Ţessar voru engu ađ síđur bragđgóđar. Međ ţeim fylgdi sitthvort smjörstykkiđ. Á borđ vantađi pipar. Ţar var bara salt og kartöflukrydd fyrir franskar. Kartöflukrydd passar ekki međ bökuđum kartöflum. Ţađ gera aftur á móti pipar og salt.
Vćnn skammtur af berneisósu fylgdi í sósuskál. Hún var mjög líklega upphituđ. Hún var ţađ ţunn og yfirborđiđ frauđkennt. Engu ađ síđur góđ sósa. Einnig fylgdi ferskt salat sem samanstóđ af iceberg, agúrkum og tómötum. Ágćtur skammtur.
Lambasteikin var alveg mátulega léttsteikt, meir og léttkrydduđ. Hún var steikt međ mjög ţunnt skornum sveppum. Ţannig eiga sveppir međ lambasteik ađ vera.
Innréttingar eru frekar "sjoppulegar" eđa skyndibitalegar. Bólstrađir dökkbláir bekkir minna meira á vinnustađamötuneyti en veitingastađ innréttađan samkvćmt góđri markađsfrćđi. Ţetta skiptir mig ţó engu máli. Meira máli skiptir ađ hálfur lítri af bjór er á 650 kall sem er ágćtt milliverđ.
Myndin er ekki frá Langbest.
Ađrar umsagnir um veitingahús:
- Icelandic Fish & Chips
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/643187
- American Style
Dćgurmál | Breytt 21.9.2008 kl. 15:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
13.9.2008 | 17:56
Veitingahús - umsögn
Veitingastađur: Hrói höttur, Hringbraut 119, Reykjavík
Réttur: Hádegisverđarhlađborđ
Verđ: 1290 kr.
Einkunn: *** (af 5)
Mér skilst ađ heitu réttirnir í hádegisverđarhlađborđi Hróa hattar á Hringbraut séu hinir fjölbreyttustu frá degi til dags. Ţegar ég mćtti á svćđiđ voru heitu réttirnir svínarifjasteik og kjötfarsbollur í brúnsósu međ blönduđu grćnmeti. Hvorugur rétturinn er í uppáhaldi hjá mér. En báđir voru í hinu besta lagi. Međ ţessum réttum var hćgt ađ fá sér franskar kartöflur. Ţađ ţykir mér vera versta útgáfa af kartöflum. Árangurslaust skimađi ég eftir sođnum kartöflum, pönnusteiktum eđa kartöflusalati. Einungis ţćr frönsku voru í bođi.
Ţrjár tegundir af nýlöguđum flatbökum (pizzum) voru líka á hlađborđinu. Allar međ sitthvoru álegginu. Um leiđ og ein bakan klárađist var nýrri bćtt viđ međ enn einu álegginu. Ég fć mér annađ en flatböku ef mögulegt er. Ţannig var ţađ einnig í ţessu tilfelli. Hinsvegar sá ég ađ yngra fólkiđ reif í sig flatbökurnar af áfergju. Enda auglýsir Hrói höttur: "Í pizzum erum viđ bestir!"
Vegna flatbakanna og frönsku kartaflanna segir mér svo hugur ađ hlađborđiđ höfđi betur til ungs fólks en gamalmenna.
Gott úrval af fersku grćnmeti (papriku, agúrkum, tómötum...), hrásalötum, köldum sósum og einni heitri var í bođi. Ég kastađi ekki tölu á allar ţćr skálar sem geymdu ţađ góđgćti. Líklega voru ţćr á bilinu 10 - 15. Ég saknađi einskis í ţví úrvali og var hinn kátasti.
Grćnmetissúpa og brauđ og kaffi fylgja hlađborđinu. Ég skipti mér ekkert af ţví.
Hálfur lítri af bjór kostar 750 kall. Ţađ er í dýrari kantinum. Í útvarpinu hljómuđu leiđinleg lög á Bylgjunni.
Innréttingarnar á Hróa hetti eru skemmtilega hráar. Ţćr eru úr dökkum kvistóttum viđ og mynda hálfgerđa útilegustemmningu. Dagblöđ liggja frammi. Ţađ er góđur kostur.
Ljósmyndin er ekki af Hróa hetti.
Fleiri veitingahúsaumsagnir:
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/630463
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2008 | 18:18
Sigurjón nćsti formađur Frjálslynda flokksins
Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirđi hefur sent frá sér tilkynningu ţar sem skorađ er á Sigurjón Ţórđarson ađ gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsţingi flokksins sem haldiđ verđur eftir fjóra mánuđi. Ţetta líst mér vel á og styđ eindregiđ. Sigurjón hefur alla burđi til ađ sameina flokksfélaga í ţeim knýjandi verkefnum sem framundan eru og rífa upp fylgi flokksins.
Sigurjón er vel kynntur á landsbyggđinni, sem og á höfuđborgarsvćđinu. Hann á auđvelt međ ađ vinna međ fólki og nýtur stuđnings grasrótarinnar.
Frjálslyndi flokkurinn á gott sóknarfćri og Sigurjón er best til ţess fallinn ađ leiđa flokkinn til stórsigurs í nćstu kosningum.
![]() |
Vilja ađ Sigurjón gefi kost á sér sem formađur Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
20.8.2008 | 14:23
Hvađ er ađ ţví ađ borgarstjóri djammi?
![]() |
Sakar Hönnu Birnu um ósannindi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 21.8.2008 kl. 12:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (26)
10.11.2007 | 22:48
Frábćrt framtak
Ţađ var gott uppátćki hjá Samtóni ađ veita viđurkenningargripinn Bjarkarlaufiđ á degi íslenskrar tónlistar. Samtónn eru samtök allra rétthafa tónlistar á Íslandi. Sömuleiđis var vel viđ hćfi ađ heiđra Árna Matthíasson međ Bjarkarlaufinu. Árni hefur veriđ manna ötulastur og áhugasamastur viđ ađ kynna og styđja viđ bakiđ á íslenskri tónlist.
Í meira en tvo áratugi hefur Árni skrifađ um íslenska tónlist í Morgunblađiđ. Líklega hefur hann álíka lengi fariđ fyrir dómnefnd Músíktilrauna Tónabćjar. Ţađ starf fer saman viđ áhuga hans á grasrótinni í músíksenunni. Jafnframt hefur Árni fylgst náiđ međ útrás íslenskra tónlistarmanna á heimsmarkađi og leyft lesendum Morgunblađsins ađ fylgjast međ. Til viđbótar skráđi Árni og gaf út í bókarformi sögu Sykurmolanna.
Ţađ er ánćgjulegt ađ Samtónn skuli á ţennan hátt sýna í verki ađ starf Árna sé metiđ ađ verđleikum.
![]() |
Árni Matthíasson hlaut Bjarkarlaufiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 02:04
Klaufaleg mistök
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
28.3.2007 | 19:22
Lóan stal senunni
Fyrsta frétt í ljósvakamiđlunum í allan gćr var um lóu. Hún er komin. Stórfrétt dagsins. Ţó ađ fćreyski herinn hefđi gert innrás í landiđ ţá hefđi ţađ ekki orđiđ stćrri frétt.
2 lóur sáust viđ Höfn og sitthver viđ Borgarfjörđ eystri, Kópavogi og Eyrarbakka í Reykjavík. Ađspurđur í útvarpinu í gćr hvort lóur sem sást til í Kópavogi og Reykjavík gćti veriđ ein og sama lóan svarađi fuglaáhugamađur: "Nei. Önnur var glađlegri og röddin skćrari. Ţannig ađ ţađ er útilokađ."
Ég var fljótur ađ gíra mig inn í stemmninguna og fór líka ađ leita ađ lóum. Náđi í símaskrána og fann ţar hátt í 30 Lóur.
Dćgurmál | Breytt 21.9.2007 kl. 20:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 12:27
Samkeppni um nöfn
Í fyrra efndi MS (Mjólkursamsalan) til samkeppni um nýtt og ferskt nafn á fyrirtćkiđ. Glćsileg verđlaun voru í bođi fyrir besta nafniđ.
Um svipađ leyti efndi VR (Verslunarmannafélag Reykjavíkur) til samskonar samkeppni. Félagsmenn jafnt sem ađrir voru hvattir til ađ finna nýstárlegt nafn á félagiđ. Nýja nafniđ átti ađ hljóma nútímalegt og spennandi.
Góđ ţátttaka var í báđum tilfellunum. Frumleg og nýtískuleg nöfn streymdu inn. Af mörgum góđum tillögum voru valin og verđlaunuđ ţessi nýju nöfn: MS og VR.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2007 | 19:00
Eggjasvindl
Heilsugeirinn er uppfullur af plat heilsuvörum. Allskonar vörur merktar sem lífrćnt rćktađar eru ţađ ekki. Allskonar húđvörur merktar sem alnáttúrulegar eru uppfullar af kemískum hráefnum. Ţađ kemur ekki á óvart ţegar rannsókn matvćlaeftirlits Bretlands hefur nú leitt í ljós ađ verulegt magn af eggjum sem seld eru sem afurđ hamingjusamra lífrćnt rćktađra hćnsna koma frá venjulegum hćnsnabúum.
Talandi um eggjasölu. Kaupmađur á Sauđárkróki, Bjarni Har, hefur í áratugi rekiđ blandađa verslun međ matvöru, fatnađ og fleira. Hinumegin viđ götuna, gengt honum, rak Kaupfélagiđ 2 myndarlegar verslanir. Annarsvegar vefnađarvöruverslun. Hinsvegar matvörubúđ.
Einn daginn auglýsti Kaupfélagiđ tilbođsverđ á eggjum. Bjarni hengdi samdćgurs upp í glugga hjá sér samskonar tilbođsverđ. Nokkrum dögum síđar bauđ Kaupfélagiđ ennţá betra eggjaverđ. Bjarni bauđ samstundis upp á sama verđ. Kaupfélagiđ vildi ekki láta litla kaupmanninn á horninu sprengja sig og lćkkađi eggjaverđiđ í 3ja sinn. Bjarni breytti strax verđinu hjá sér til samrćmis.
Ađ nokkrum dögum liđnum biđur Kaupfélagsstjórinn Bjarna ađ koma á sinn fund. Erindiđ var ađ semja um ađ ţeir myndu hćtta samtímis međ tilbođsverđ á eggjunum og selja ţau međ eđlilegri álagningu. Lauk hann máli sínu međ ţessum orđum: "Ţađ gengur ekki til lengdar ađ viđ séum ađ borga međ eggjunum."
Bjarni svarađi: "Mér er alveg sama. Ekki borga ég međ eggjunum. Ég lćt hana Helgu dóttir mína kaupa eggin í ykkar verslun og sel ţau á sléttu."
Í annađ sinn var Bjarni í blađaviđtali. Umrćđan snérist m.a. um ţađ ađ verslunin var stöđugt rekin međ tapi. Blađamanninum gekk illa ađ átta sig á hvernig hćgt var ađ reka litla verslun međ samfelldu tapi og spurđi: "Á hverju lifir ţú ţá?" Bjarni svarađi: "Veltunni."
![]() |
Umfangsmikiđ eggjasvindl afhjúpađ í Bretlandi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 22.3.2007 kl. 20:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2007 | 01:13
Lennon eđa McCartney
Ég hef aldrei hlustađ á Bítlana eđa sólóplötur Lennons og McCartneys međ ţví hugarfari hvor sé betri lagahöfundur, söngvari eđa tónlistarmađur. Hef nett dálćti á ţeim báđum. Án ţess ađ vera gagnrýnislaus á ţađ sem miđur hefur fariđ á ferli ţeirra.
Paul er raddsterkari og ađ sumu leyti fagurfrćđilega betri söngvari. "Töffaralegur" söngstíll Johns vegur fyrir minn smekk alveg jafn ţungt. Ég man ennţá ţegar ég, barn ađ aldri, heyrđi fyrst "Twist & Shout" međ Bítlunum. Ég var alveg sleginn af hrifningu yfir ţessum hömlulausa öskursöngstíl. Enn í dag get ég hlustađ á ţetta lag og dáđst ađ söngnum.
Mitt uppáhaldslag međ Bítlunum er "Helter Skelter". Ţađ er eftir Paul og hann öskrar ţađ dásamlega. Reyndar á ég erfitt međ ađ gera upp á milli fjölda annarra Bítlalaga, sem nćstum ţví standa jafnfćtis "Helter Skelter". Ţađ skiptir mig ekki máli hvor eđa hver ţeirra Bítla samdi hin ýmsu Bítlalög. Ég hlusta ekki á ţau út frá ţví hver er höfundurinn eđa söngvarinn. Öll lög eftir Harrison á Bítlaplötunum eru líka virkilega góđ. Ringó var/er skemmtilegur trommari en síđri lagahöfundur og söngvari.
Eitt af fáum lögum sem hafa framkallađ gćsahúđ á mér af vellíđan er "Happiness is a Warm Gun". Ţađ var í kaflanum ţegar John öskrar yfir samsönginn í lok lagsins.
Paul er frábćr bassaleikari. Einn sá besti í rokkinu. Tćknilega flinkur og flottur. John var ekki tćknilega snjall gítarleikari (og ömurlegur bassaleikari, sbr. "Long and Winding Road"). Ađ vísu lunkinn kassagítarpikkari, eins og heyrist í "Julia". En hafđi flottan stíl, bćđi sem rythmagítarleikari og sum gítarsóló hans eru "töff".
Fyrsta sólóplata Lennons, "Plastic Ono Band", hefur elst einstaklega vel og er í hópi bestu platna rokksögunnar (en fékk vonda dóma ţegar hún kom út. Ţótti óţćgilega hrá og einföld á "progressive" árum hipparokksins. Hljómađi á ţeim árum eins og "demo". En fékk uppreist ćru eftir endurmat pönk- og nýbylgjunnar nokkrum árum síđar). Nćsta sólóplata, "Imagine", er líka mjög góđ. Eftir ţađ urđu honum mislagđari hendur. M.a. vegna hraustlegrar áfengisdrykkju og dópneyslu. Sólóferill Pauls er jafnari.
Um líkt leyti gerđu John og Paul sitthvora rokk & ról plötuna. Ţar "coveruđu" ţeir gamla rokkslagara. Ţrátt fyrir ađ John vćri blindfullur og ruglađur ţá hafđi hann vinninginn í ţeim samanburđi. Síđar trompađi Paul báđar plöturnar á "Run Devel Run".
Ţó ađ ég geri ekki upp á milli Pauls og Johns ţá leikur mér forvitni á ađ vita afstöđu bloggverja til ţeirra tveggja. Ţess vegna hef ég sett hér á síđuna, neđst til vinstri, skođanakönnun. Hvet ég sem flesta til ađ taka ţátt til ađ fá marktćka niđurstöđu.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)