Færsluflokkur: Samgöngur

Aldrei flugvöllur í Hvassahrauni

  Á árum áður kvörtuðu ferðamenn hástöfum undan gríðarlegu og stöðugu hvassviðri í hrauninu á milli Voga á Vatnsleysuströnd og Hafnarfjarðar. Alla tíð síðan hefur hraunið gengið undir nafninu Hvassahraun. Það er í dag formlegt heiti hraunsins.  

 Nú ber svo til að rokrassgatið í hrauninu hefur ratað í fréttir dagsins.  Svokallaður stýrihópur,  einnig kallaður Rögnunefnd,  ber ábyrgð á því.  Í stýrihópnum er enginn flugmaður.  Enginn flugkennari.  Enginn læknir af bráðamóttöku.  Enginn fulltrúi landsbyggðarinnar.  Enginn notandi innanlandsflugs.  Enginn rokkari.  

   Hópurinn telur nokkra ágæta andstæðinga Reykjavíkurflugvallar.  Ljúfa embættismenn sem aldrei eiga erindi með flugvél út fyrir 101 Reykjavík.  En troðast fremstir í flokki þegar utanlandsferðir eru í boði.  Þeim fylgja feitir dagpeningar í útlöndum.

  Rögnunefnd amatöranna hefur boðað að vænlegasti kostur sé að flytja Reykjavíkurflugvöll til Hvassahrauns.  Rökin eru rýr,  illa útfærð og eiginlega út í hött.  

  Inn í dæmið vantar að Reykvíkingar hafa ekkert með Hvassahraun að gera.  Það er bratt að ráðstafa Reykjavíkurflugvelli til niðursetningar í önnur sveitarfélög að þeim forspurðum.  Íbúar og ráðamenn í Vogum á Vatnsleysuströnd eru ekkert á þeim buxum að leggja hraunið undir flugvöll fyrir Reykvíkinga.  Þeir vilja frekar fá álver.  Það hefur ólyginn Vogabúi sagt mér.

  Þar fyrir utan:  Allur kostnaður við flutning Reykjavíkurflugvallar til Hvassahrauns er vanreifaður.  Flutningurinn myndi kosta gríðarleg útgjöld við gatnamál til og frá Reykjavík.  Innanlandsflug myndi að mestu leggjast af.  Það færi allt í klessu. Reynsla er af beinu flugi á milli Keflavíkur og Akureyrar.  Þegar sú staða er uppi kjósa flestir fremur að keyra á milli.  Með tilheyrandi sliti og álagi á þjóðvegi.  Allt eftir því.  Sem skiptir svo sem engu máli.  Það verður aldrei lagður flugvöllur í Hvassahrauni.  Hvað kostaði Röggunefndin?  Af hverju er himinninn blár?  


Einföld aðferð til að verjast leigubílasvindli í útlöndum

  Víða um heim er varasamt að taka leigubíl.  Einkum er það varasamt fyrir útlendinga.  Ennþá varasamara er það þegar útlendingurinn er staddur við flugvöll.  Svo ekki sé talað um það þegar hann starir ruglaður í allar áttir;  er auðsjánlega ringlaður og með magabólgur.  

  Allir leigubílstjórar með sjálfsbjargarviðleitni gera viðkomandi umsvifalaust að fórnarlambi.  Þeir svindla á honum.  Þeir aka krókaleiðir og stilla mælinn á hæsta taxta.  Reyna að lenda á rauðu ljósi og í umferðarteppu.  

  Þegar seint og síðar meir áfangastað er náð þá er túrinn farinn að slaga í 30 þúsundkall.  

  Til er auðveld aðferð til að verjast óheiðarlegum leigubílstjórum og komast hratt,  örugglega og stystu leið á áfangastað.  Hún felst í því að taka á flugvellinum bíl með GSP tæki á leigu.  Svokallaðan bílaleigubíl.  Þá getur þú að auki ráðið því á hvaða útvarpsstöð er stillt í bílnum.  Það skiptir máli. 


mbl.is Varar við leigubílum við Oslóar-flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkasamtök undirbúa hlaup á Færeyjar

Sea-Shepherd-societyssjnypx

  Bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherd hafa boðað komu til Færeyja 14. júní næstkomandi.  Opinberi tilgangurinn er að hindra hvalveiðar Færeyinga.  Óopinberi tilgangurinn - í bland við opinbera tilganginn - er að safna peningum frá fræga ríka fólkinu,  svo sem heimsfrægum kvikmyndastjörnum,  poppstjörnum og fyrirsætum.  Fólki sem hefur enga þekkingu á raunveruleika veiðimannaþjóðfélaga - en miklar ranghugmyndir.

  Hryðjuverkasamtökin ætla að standa vaktina í Færeyjum fram í október.

  Í fyrra mættu samtökin til Færeyja strax í júníbyrjun. Fátt bar til tíðinda allt sumarið.  Engu að síður lugu SS því blákalt á heimasíðu sinni og víðar að samtökin hafi bjargað lífi á annað þúsund hvala í Færeyjum.   

  Dvöl SS-liða í Færeyjum í fyrra varð besta ferðamálakynning sem Færeyjar hafa fengið.  500 SS-liðar skrifuðu daglega statusa á Fésbók um daglegt líf sitt í Færeyjum,  blogguðu dagbókarfærslur,  tístu á Twitter o.s.frv.  Þeir birtu ljósmyndir af fegurð eyjanna,  sögðu frá elskulegri framkomu Færeyinga við gesti,  sögðu frá færeyskum mat,  list og fleiru.  

pamelapamela_anderson

 Heimspressan mætti hvað eftir annað á blaðamannafundi SS í Færeyjum.  Leikkonan Pamela Anderson mætti líka og hélt blaðamannafund.  Einnig frægur leikari úr sjónvarpsþáttaröðinni Beverly Hills.  Og einhverjir fleiri.  Pamela kolféll fyrir færeyskum neðansjávarljósmyndum.  Kátínu vakti meðal heimamanna er Pamela hélt fram þeirri dellu að fjölskyldan sé hornsteinn hvalasamfélagsins.  Þegar hvalur sé drepinn þá séu hans nánustu harmi slegnir.  Það megi jafnvel sjá tár á hvarmi fjarskyldra ættingja.

  Heimsbyggðin vissi ekki af Færeyjum fyrr en í fyrra.  Í áramótauppgjöri margra stærstu fjölmiðla heimspressunnar voru Færeyjar útnefndar sem staður til að heimsækja 2015.  Það er ferðamannasprengja í Færeyjum.  Eina vandamálið er að framboð á farseðlum með flugi eða Norrænu er ekki nægilegt.  Sömuleiðis er skortur á gistirými.  Færeyingar eru ekki búnir undir þennan nýtilkomna áhuga heimsbyggðarinnar á eyjunum fögru.

  Danska drottningin kemur í opinbera heimsókn til Færeyja á sama tíma og SS.  Líklega er það markaðsbragð hjá SS að mæta á sama tíma,  vitandi að fjölmiðlar fylgja drottningunni hvert fótspor.   

  Einn af þeim sem hrifist hefur af mögnuðu landslagi Færeyja er kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg (þekktur fyrir m.a. "Jaws",  "Jurassic Park",  "Indiana Jones" og "Schindler´s List").  Hann ætlar að skjóta kvikmynd í Færeyjum í sumar.  Myndin heitir "A big friendly giant".  Það sér því hvergi fyrir enda á heimsfrægð Færeyja.

steven_spielberg 


Hvort kynið er betri bílstjóri? Óvænt niðurstaða

 

 

  Í dag eru leigðir bílar iðulega búnir tölvu sem geymir allar upplýsingar um aksturinn.  Breska fyrirtækið In-car Cleverness skoðaði tölvubúnað tíu þúsund leigðra bíla;  skrásett og flokkað yfir sex mánaða tímabil.

  Í ljós kom að konur aka að meðaltali hraðar en karlar.  Þær aka 17,5% hraðar en karlarnir.  Það kemur á óvart.  Í fljótu bragði ætla flestir að karlar séu glannarnir.  Þeir stígi fastar á bensínpedalann.  

  Þar fyrir utan lenda karlar frekar í óhöppum - þrátt fyrir að aka hægar.  Það eru fimm sinnum meiri líkur á að þeir valdi einhverskonar tjóni á bíl. Allt frá smádældum til stærri tjóna.  Það er ekkert smá munur.  Kannski eru karlar áhættusæknari?  Eða meiri klaufar?    

 


Bráðskemmtilegar myndir úr umferðinni

  Umferð í Japan getur verið afar ruglingsleg.  Fyrir ókunnuga líkist hún helst flókinni gestaþraut.  Fyrir ferðamenn er heppilegra að taka leigubíl en fara sjálfir undir stýri á leigðum bíl. Þessi mynd sýnir gatnamót.  Allir bílarnir eru á góðri ferð. 

umferð - japan

 

 

 

 

 

 

 

  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku njóta vinsælda "aktu taktu" matsölustaðir sem kallast Drive-thru.  Bein þýðing getur verið "ekið í gegn".  Ótrúlega margir taka þetta bókstaflega og reyna að aka í gegnum matsölustaðinn.

umferð - drive tru

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Þessi mynd er úr bílastæðahúsi verslunarmiðstöðvar.  Öll bílastæði voru upptekin.  Einhvernvegin tókst ökumanni að leysa vandamálið með því að troða bíl sínum ofan á annan bíl. 

umferð - úr bílastæðishúsi verslunarmiðstöðvar þegar öll stæði voru upptekin

 

 

 

 

 

 

 

 

  Þetta er jafn undarlegt og þau ótal dæmi af ökumönnum sem tekst að leggja bíl sínum þversum í rými þar sem slíkt á ekki að vera mögulegt.  Þau dæmi eiga það sameiginlegt að ökumaðurinn skilur allra manna síst hvernig þetta gerðist.  Hann var að reyna að snúa bílnum þegar hann var allt í einu fastur.  Komst hvorki aftur á bak né áfram. 

umferð - lagt þversumumferð - lagt þversum a

 

 

 

 

 

 

umferð - hvernig komst bíllinn bak við

  Hvorki lögregla né ökumaður skilja upp né niður í því hvernig þessi bíll komst á bak við gulu steyptu staurana. Húdd bílsins dældaðist þegar ökumaðurinn reyndi að koma sér og bílnum úr þessari klemmu.  

umferð - eiginmaðurinn gaf konunni nýja eldavél í jólagjöf.  Viðbrögð hennar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eiginmaðurinn gaf konunni nýja eldavél í jólagjöf.  Hann er dáldið gamaldags í hugsun.  Telur stöðu konunnar vera á bak við eldavélina.  Myndin sýnir viðbrögð konunnar. 

 

umferð - maður fastur 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Atburðarrásinni lauk ekki þarna heldur þurfti með mikilli lagni og fyrirhöfn að losa kallinn úr leiktæki í bakgarði heimilisins.

umferð - bíl hent í ruslið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sonur hjónanna fékk bíl í jólagjöf.  Hann er ekki með bílpróf.  En tók samt rúnt á bílnum.  Svo varð bíllinn bensínlaus.  Þá fauk í stráksa og hann henti bílnum í ruslið. Hann hélt að bensínlaus bíll væri ónýtur. 


Einföld og ódýr leið til að leysa malbikunarvandamálið

  Í símatímum útvarpsstöðva er kvartað sáran undan holóttu malbiki.  Einkum í Reykjavík.  Ökumenn annarra sveitafélaga hafa meira umburðarlyndi gagnvart holunum.  Skiptir þá engu þó að holur í malbiki þar séu alveg jafn skemmtilegar.

  Kínverjar hugsa í öldum.  Íslendingar hugsa í ársfjórðungum.  Það var ekki þannig.  Á síðustu öld hugsuðu Íslendingar í árum.  Þá notuðu menn endingardrjúg efni við malbikun.  Efni sem dugðu í 16 - 20 ár.  

  Nú er öldin önnur.  Aðeins notuð bráðabirgðaefni.  Endingin er eftir því. Allt í hættulegum holum snemma vetrar.  

  Þetta vandamál er auðvelt að leysa snöfurlega.  Það eina sem þarf að gera er að fella niður alla tolla,  gjöld og virðisaukaskatt á flugbílum.  Einnig að gera kaupverð þeirra frádráttarbært frá skatti.

  Á skammri stundu leiðir þetta til þess að hvorki þarf að malbika götur né halda þeim við.  Við erum að tala um risakostnað sem hverfur eins og dögg fyrir sólu.

           


mbl.is Dekk sprungu á 7 bílum í sömu holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girnilegasti áfangastaðurinn 2015

færeyjar

 

 

 

 

 

 

  Ég var að kanna með hótelgistingu í Þórshöfn í Færeyjum.  Ætlaði að kíkja þangað seinni partinn í apríl.  Í ljós kom að allt gistirými í Þórshöfn er uppbókað.  Við nánari athugun reyndist allt gistirými í Færeyjum vera uppbókað.  6000 gistirými!  

  Hugsanlega má rekja þetta til þess að fjöldi stærstu fjölmiðla heims valdi um áramótin Færeyjar girnilegasta eða einn girnilegasta áfangastaðinn 2015.  Þ.á.m. New York Times,  The Gardian,  CNN,  CBS og National Geographic.  

  Einnig má ætla að inn í þetta spili glæsilegur sólmyrkvi í Færeyjum 20. mars.  Það skiptir samt ekki öllu máli.  Ég athugaði einnig með hótelgistingu í Þórshöfn í lok júlí.  Allt gistirými er uppbókað líka þá.  Þvílíkur ferðamannastraumur til Færeyja í ár!

sólmyrkviSólarmyrking

   

   

  


mbl.is Völdu Ísland áfangastað ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimspressan heldur áfram að mæla með Færeyjum

 

  Í nóvember upplýsti ég undanbragðalaust á þessum vettvangi að lesendur stórblaðsins National Geographic hafi valið Færeyjar sem mest spennandi áfangastað ársins 2015.  Um það má lesa hér .

  Mánuði síðar sagði ég frá því bandaríska sjónvarpsstöðin CNN valdi Færeyjar sem einn af 10 girnilegustu áfangastöðum ársins 2015.  Um það má lesa hér .

  Í millitíðinni greindi ég frá nýútkominni bók,  The White Guide Nordic.  Hún inniheldur vel rökstuddan lista yfir bestu veitingastaði á Norðurlöndunum.  Þar ofarlega trónir færeyski veitingastaðurinn Koks.  Nokkru neðar er annar færeyskur veitingastaður,  Barbara.  Um þetta má lesa hér .

  Nú var bandaríska stórblaðið New York Times að bætast í hóp þeirra sem mæra Færeyjar.  Þar eru Færeyjar númer 9 yfir helstu áfangastaði ársins 2015.  Einmitt vegna framúrskarandi veitingastaða.  Fyrir utan Koks og Barböru tiltekur New York Times Áarstovuna (franska línan úr færeysku hráefni) og Etika (sushi),  ásamt færeyskum bjór.  

  Þannig er topp 10 listi New York Times:

1  Mílan á Ítalíu

2  Kúba

3  Fíladelfía

4  Yellowstone National Park

5  Elqui Valley í Chile

6  Singapore

7  Durban í Suður-Afríku

8  Bólivía

9  Færeyjar

10 Makedónía

  Til viðbótar þessu hefur ólyginn sagt mér að bæði breska dagblaðið The Gardian og bandaríska sjónvarpsstöðin CBS séu búin að mæla með Færeyjum sem áfangastað 2015. 


Girnilegasti áfangastaðurinn 2015

  Fyrir mánuði síðan skýrði ég samviskusamlega á þessum vettvangi frá niðurstöðu tímaritsins National Geographic yfir mest spennandi áfangastaði ferðamanna næsta árs,  2015.  Ritið er gefið út á 40 tungumálum í næstum 7 milljónum eintaka.  Í stuttu máli er niðurstaða sú National Geographic að Færeyjar séu mest spennandi áfangastaðurinn 2015.  Nánar má lesa um þetta HÉR .  Það er alveg klárt að þetta skilar ferðamannasprengju til Færeyja á komandi ári.

  Nú var bandaríska sjónvarpsstöðin CNN að birta lista sinn yfir 10 girnilegustu áfangastaði 2015. Einn af þeim er Færeyjar.  Meðal þess sem CNN færir máli sínu til rökstuðnings er að 20. mars verði fullkominn sólarmyrkvi í Færeyjum.  

  Það er ekkert smá auglýsing fyrir Færeyjar að fá þessi meðmæli í þessum þungavigtarfjölmiðlum á heimsvísu.  Í fyrra vissi heimsbyggðin varla af tilvist Færeyja.  Svo dró misheppnað áróðursátak bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd,  Grindstop 2014,  athygli heimsbyggðarinnar að Færeyjum.  Með þessum árangri. Nú eru Færeyjar heldur betur í sviðsljósi alþjóðasamfélagsins.    

     


Mest spennandi áfangastaðurinn 2015

  faroe-islands

 
 Túristar í ár vita alveg upp á hár hvert skal næst halda.  Þess vegna efndi útlend tímarit til könnunar á því hvert eigi að ferðast 2015.  Ritið er gefið út á 40 tungumálum í samtals 6,8 milljón eintökum.  Til viðbótar eru netsíður tímaritsins lesnar spjaldanna á milli.

  Ritið heitir National Geographic. Lesendur sammæltust um að Færeyjar verði áfangastaðurinn 2015.

  Hvað veldur því að útlendingar hafa uppgötvað ævintýraeyjurnar Færeyjar?  Fyrir nokkrum árum vissu útlendingar ekki af tilvist eyjanna. Ekki einu sinni Íslendingar vildu neitt af Færeyjum vita.  

  Síðan hefur tvennt gerst:  Annarsvegar hefur færeyskt tónlistarfólk farið í víking um heiminn með glæsilegum árangri:  Eivör,  Týr,  Teitur,  Högni Lisberg,  200,  Hamferð,  Lena Andersen,  Evi Tausen og fleiri hafa farið mikinn á útlendum vinsældalistum og rakað til sín tónlistarverðlaunum og öðrum viðurkenningu.  Þessum árangri hefur fylgt mikil og góð landkynning í ótal fjölmiðlum.

  Hinsvegar reyndist barátta bandarísku hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd gegn hvalveiðum Færeyinga í sumar vera öflugur hvalreki fyrir færeyskan ferðamannaiðnað.  Samtals stóðu 500 SS-liðar vaktina í Færeyjum í 4 mánuði í sumar. Þeir komu frá ýmsum löndum og voru duglegir við að lýsa á samskiptamiðlum (Facebook, twitter...) daglegu lífi sínu í Færeyjum með tilheyrandi ljósmyndum af vettvangi. Sumt af þessu fólki er heimsfrægt,  svo sem Pamela Anderson.  Myndir af Færeyjum birtust í helstu fjölmiðlum heims.  Að auki fylgdust milljónir manna með heimasíðum SS.  Þar voru stöðugt birtar nýjar fréttir af Færeyjum. 99% af útlendingum sem fréttu af Færeyjum í gegnum SS vissi ekki af tilvist Færeyja áður.  

 Það var ekki ætlun SS með átakinu Grindstop 2014 að stimpla Færeyjar inn sem heitasta áfangastað ársins 2015.  En sú hefur orðið raunin. Heldur betur.  Það er skollin á sprengja í túrisma til Færeyja.     

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband