Færsluflokkur: Samgöngur
9.2.2014 | 00:08
Lulla frænka og bíllinn hennar í vonsku veðri
Fundu mannlausan bíl í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2014 | 22:25
Blindraflug í bókstaflegri merkingu
Þessi saga er ekki léttúðlegt rangsannindagrín. Í áætlunarflugi frá borginni Seattle í Washington í Bandaríkjum Norður-Ameríku til borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í sama landi þurfti óvænt að millilenda í höfuðborg Kaliforníu, Sacramentó. Í hátalarakerfi flugvélarinnar var farþegum tilkynnt um 50 mín. stopp. Þeim var boðið og ráðlagt að nota tækifærið og teygja úr fótunum inni í flugstöðinni. Flugstjórinn gekk frá borði á eftir farþegunum. Aðeins ein blind eldri kona sat áfram í flugvélinni ásamt blindrahundinum sínum.
Flugstjórinn þekkti konuna. Hann hvatti hana til að fara inn í flugstöðina og teygja úr sér. Nei, sú blinda vildi bara halda kyrru fyrir í flugvélinni. Hinsvegar taldi hún að blindrahundurinn hefði gott af því að fá að rölta um. Hún bað flugmanninn um að viðra hann fyrir sig. Sem var sjálfsagt mál af hans hálfu.
Þegar flugstjórinn kom inn í farþegasal flugstöðvarinnar leiddur af auðkenndum blindrahundinum greip um sig múgæsingur meðal farþega. Eflaust hafði sitt að segja að flugstjórinn var með sín dökku flugstjóragleraugu sem eru svipuð þeim er margir blindir nota.
Farþegar þyrptust að miðasölunni og létu breyta flugmiðanum sínum í annað flug. Margir létu sér það ekki nægja heldur keyptu nýjan flugmiða hjá öðru flugfélagi.
------------------------------
Hljótt hefur farið að hljómsveitin Of Monsters and Men gaf á dögunum Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna. Eina spurningin sem uppátækið hefur vakið er hvers vegna þetta fólk getur ekki fengið sér vinnu eins og annað fólk.
Samgöngur | Breytt 6.2.2014 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2014 | 20:02
Mannað geimfar lenti á sólinni
Í gærmorgun var sautján ára drengur, Hung Il Gong, á leið heim til sín - eftir nætursvall - í Norður-Kóreu. Að venju slagaði hann framhjá geimferðarstofnun landsins. Við honum blasti nett geimflaug og dyrnar voru ekki alveg lokaðar. Forvitni vaknaði, Hung Il Gong skreið inn í flaugina og litaðist um. Hann sá að allir takkar, handföng, mælar og annað var vel merkt og auðskiljanlegt.
Hung þótti ekki ástæða til að bíða með neitt. Hann ræsti flaugina, skaut henni á loft og setti stefnuna á sólina.
Svo heppilega vildi til að ferðalagið var eftir sólsetur og fyrir sólarupprás. Hung ferðaðist þess vegna í myrkri þangað til hann kom að sólinni. Þá stýrði hann flauginni lipurlega að bakhlið sólarinnar, sem er ekki eins heit og framhliðin, og lenti þar.
Frásögn af lendingunni á sólinni var aðalfréttin í n-kóreska sjónvarpinu. Þar sagði meðal annars að Norður-Kórea hafi skotið öllum þjóðum heims ref fyrir rass með geimferðinni til sólarinnar. Hvatt var til þess að Hung Il Gong yrði fagnað sem hetju við heimkomuna. Ferðin til sólarinnar væri stærsta afrek í sögu mannkyns frá upphafi.
Hung Il Gong er náfrændi Kim Jong-un, leiðtoga þjóðarinnar. Hung fyllti alla vasa af sjóðheitu sólargrjóti sem hann ætlar að færa Kim frænda að gjöf. N-kóreskir fjölmiðlar þreytast ekki á að halda því fram að Kim Jong-un sé kynþokkafyllsti maður í heimi. Jafnframt hamra n-kóreskir fjölmiðlar á því að Kim Jong-un hafi fundið upp herraklippingu sem farið hefur sigurför um heiminn. Þess á milli rifja þeir upp að faðir Kim Jong-un hafi fundið upp hamborgarann.
Kim Jong-un hefur tekið upp sið föður síns að drekka sig blindfullan af koníaki á kvöldin. Enda engin ástæða til annars. Kim Jong-un hefur þó ekki apað upp sið pabbans að sitja allsnakinn við drykkjuna. Kim Jong-un er svo kynþokkafullur að hann þarf ekki klæðaleysi til að flagga því.
Hung ráðleggur næstu sólarförum að hafa sólgleraugu með. Það er dáldið bjart á sólinni.
Samgöngur | Breytt 25.1.2014 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2013 | 22:28
Hræðilegar niðurstöður um ökumenn
Almennt eru Bretar betri, þægilegri, kurteisari og tillitssamari bílstjórar en Íslendingar. Bretarnir þekkja bílinn sinn betur og vita til hvers hin ýmsu tæki og takkar í honum eru. Þar munar mestu um stefnuljósið. Flestir Bretar vita af því og meirihlutinn kann að nota það. Rannsókn á hegðun breskra ökumanna er tæplega hægt að yfirfæra á íslenska ökumenn. Samt er fróðlegt og merkilegt að skoða niðurstöðuna. Rannsóknin náði til 2000 breskra ökumanna:
Fjórðungur skilgreinir sig lélegan bílstjóra. Algengasta klúðrið er að nota ekki stefnuljós, hvorki á hringtorgum né þegar beygt er við gatnamót.
60% telja að þeir myndu ekki standast ökupróf ef þeim væri skellt í það í dag.
70% viðurkenna að aka reglulega yfir leyfilegum ökuhraða. Jafnvel stunda hraðakstur.
Fjórðungur játar á sig ölvunarakstur.
Jafn margir hafa dottað undir stýri. Kannski er samhengi þar á milli.
Þriðjungur hefur keyrt utan í aðra bíla við að leggja í stæði eða aka úr stæði.
Það tók þennan bílstjóra innan við fimm mínútur að aka út úr bílastæði og út af bílaplaninu. Það sem skipti mestu máli: Hann rakst ekki utan í neinn bíl.
Samgöngur | Breytt 19.10.2013 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2013 | 23:37
Flugbíll á göturnar og í loftið eftir rúmt ár
Þú ferð út í bíl að morgni. Bíllinn reynist vera innikróaður. Öðrum bílum hefur verið lagt of nálægt framan við og aftan við. Jafnframt hefur snjóruðningstæki rammað bílinn inn með myndarlegum snjógarði. Þarna kæmi sér vel að geta hafið bílinn á loft eins og þyrlu og flogið á áfangastað. Þetta er ekki neitt sem þarf að bíða eftir fram á næstu öld.
Eftir aðeins rúmt ár kemur svona flugbíll á almennan markað.
Til að byrja með verður hægt að velja á milli tveggja tegunda. Minni tegundin sem almenningur kemur til með að kaupa heitir TF-X. Hún er tveggja manna, kostar svipað og er álíka rúmfrek í bílskúr og algengustu jeppar.
Þegar bíllinn hefur sig lóðrétt á loft þá liggja vængirnir þétt með hliðum hans. Alveg eins og þegar fugl hefur slíðrað vængi sína. Yst á vængjum bílsins eru súlur með svörtum spöðum (sjá mynd). Súlurnar fara í lóðrétta stöðu, snúast á ógnarhraða, spaðarnir spennast út og mynda hreyfil (eins og þyrluspaðar).
Eftir að bíllinn er kominn í æskilega flughæð eru vængirnir réttir af og súlurnar á endunum leggjast láréttar niður. Bíllinn svífur eins og fugl. Aftan á bílnum er hreyfill sem hjálpar til við flugið.
Bílnum er lagt á sama hátt og við flugtak. Reyndar er líka hægt að taka hann á loft og lenda honum á sama hátt og flugvél. En það kallar á gott rými fyrir útspennta vængina.
Bílarnir verða með sjálfstýringu eins og flugvélar.
Ætla má að ýmsar spurningar kvikni þegar bíllinn kemur á markað 2015. Dugir hefðbundið ökuskírteini til að stjórna flugbíl? Kallar þetta á einhverskonar blöndu af flug- og ökuskírteini?
Þegar bíllinn er á lofti eiga þá umferðarreglur ökutækja að gilda eða þarf nýjar reglur? Á lofti eru bílarnir ekki einskorðaðir við vinstri og hægri heldur þarf einnig að taka tillit til bíla fyrir ofan og neðan.
Samfélagslegir ávinningar af flugbílavæðingu eru margir. Mestu munar um að flugbílar létta á umferðarþunga og draga stórlega úr sliti á malbiki.
Það verður heldur betur gaman hjá nefndarfíknum embættismönnum að sitja fundi um breyttar reglur vegna flugbílanna.
Naut ásta með þúsund bifreiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 15.10.2013 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.10.2013 | 22:08
Dularfullt mál upplýst
Gríðarlega undarleg sjón blasti við gestum og gangandi í færeyska bænum Klakksvík í gær. Klakksvík er einskonar Akureyri þeirra Færeyinga; höfuðborg norðureyjanna. Íbúar eru á fimmta þúsund. Það sem vakti undrun Klakksvíkinga í gær - og enn í dag - er að einn af bílum stofnunar sem heitir Nærverk ók um götur bæjarins án númeraplatna. Þetta er nýlegur og flottur silfurlitaður Renault fólksbíll (sjá mynd. Ég er ekki alveg viss en mig minnir að Nærverk sé einhverskonar félagsmálastofnun).
Múgur og margmenni þusti að bílstjóranum hvar sem hann lagði bílnum. Alla þyrsti í að vita hvers vegna engar númerplötur væru á bílnum. Bílstjórinn svaraði því til að hann hefði ekki hugmynd um það. Númerplöturnar væru horfnar af bílnum og það væri ekkert sem hann gæti gert í því.
Rannsóknarblaðamenn gengu í málið. Út úr rannsóknarblaðamennskunni kom að Nærverk skuldaði bifreiðagjöld (á færeysku kölluð vegaskattur). Lögreglan hefði þess vegna klippt númeraplöturnar af bílnum. Þær færu ekki á bílinn aftur fyrr en bifreiðagjöld væru í skilum.
Svo virðist vera sem gíróseðill vegna bifreiðagjaldsins hafi ekki skilað sér til Nærverks. Nærverk getur ekki borgað gíróseðil sem ekki skilar sér. Málið er í vandræðalegum hnút. Á meðan er bíllinn kjánalegur með engar númeraplötur.
Samgöngur | Breytt 4.10.2013 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.9.2013 | 21:54
Kleppur er víða
Íslendingar hafa löngum hlegið að heimsku bræðranna á Bakka í Svarfaðardal, þeim Gísla, Eiríks og Helga. Heimildir herma að þeir hafi verið svo illa gefnir að einföldustu verk þvældust fyrir þeim og enduðu iðulega í klúðri. Áreiðanlegustu heimildir herma að þannig hafi það verið en þekktustu sögurnar af Bakkabræðrum eru þó innfluttar frá Bretlandi. Það eru flökkusögur sem margir kannast einnig við sem sögur af dönsku Molbúum.
Við þurfum ekki lengur innfluttar sögur af vitleysisgangi. Af nógu er að taka hér á höfuðborgarsvæðinu. Gott dæmi: Þessa dagana skiptist starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs á við lögregluna um að koma fyrir og fjarlægja litríkar gangbrautir í Laugardal.
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs kemur gangbrautunum niður og lögreglan rífur þær upp jafn óðum. Þannig hefur það gengið fyrir sig í dag. Líklegt er talið að þetta haldi áfram fram eftir helgi. Enda fátt annað að gera á þessum tíma árs. Lögreglustjórinn útskýrði framgöngu lögreglunnar með þeim orðum að enginn hafi gefið lögreglunni fyrirmæli um að fjarlægja EKKI litríku gangbrautirnar.
Verktakar sem breyttu Hofsvallagötunni í hjólreiðavæna götu á dögunum lentu í svipuðu atviki. Þeir höfðu ekki undan að merkja hjólreiðastíga í skærum litum. Starfsmenn Reykjavíkurborgar spúluðu merkingarnar jafn harðan í burtu. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar komust í málið sem lát varð á þráteflinu.
Á Seltjarnarnesi stóð lengi á stalli glæsilegur skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson. Þegar World Class byggði æfingastöð á Nesinu átti að færa skúlptúrinn. Það tókst ekki betur til en svo að honum var fyrst komið fyrir í geymslu og síðar hent þaðan út með "öðru" rusli. Að lokum fannst hann í reiðuleysi og allur í klessu úti á túni innanum drasl.
Mynd tekin af www.eirikurjonsson.is
Samgöngur | Breytt 28.9.2013 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2013 | 23:58
Breskt dagblað hvetur til Íslandsferða
Breska fríblaðið Metro státar sig af því að vera stærsta og útbreiddasta dagblað heims. Ég hef ekki forsendur til að rengja það. Á tímabili var íslenskt fríblað í Danmörku, Nyheds-eitthvað, toppurinn. Á sama tíma íslenskt dagblað gefið út í Boston. Það hét Boston News eða eitthvað álíka. Núna er ekkert íslenskt dagblað gefið út utan Íslands. Satt en ótrúlegt.
Í fimmtudagsblaði Metro er mælt með því að þeir sem eigi eftir að taka út haustfrí velji sér einhvern af eftirtöldum 5 áfangastöðum: Ísland, Kúpu, Ítalíu, Sri Lanka eða Oman. Þunginn í meðmælunum með Íslandi er sá að norðurljósin sem sjást á Íslandi verði sérlega áberandi og fjörug þetta haustið. Vísað er til fullyrðinga geimvísindastofnunar, Nasa, í því sambandi. Heildarkostnaður við 7 nátta ferð til Íslands er aðeins um 170 þúsund kall: Flug, gisting og morgunverður. Góður og ódýr kostur fyrir Breta. Einn af 5 bestu kostum. Til samanburðar kostar ræfilsleg 5 daga ferð til Ítalíu Bretann hátt á þriðja hundrað þúsund. Valið er auðvelt.
Samgöngur | Breytt 22.9.2013 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 00:10
Ævintýri í leigubíl
Það er oft gaman að taka leigubíl. Í dag hringdi ég á leigubíl. Ég bý við einstefnuakstursgötu. Þegar mig fór að lengja eftir bílnum rölti ég upp götuna til að leigubíllinn þyrfti ekki að keyra niður einstefnuna. Þar sem ég stóð við enda götunnar sá ég allt í einu að leigubíllinn kom akandi upp götuna á móti einstefnu. Ég settist inn í bílinn og sagði: "Þú kemur brunandi hér upp gegn einstefnu." Bílstjórinn svaraði: "Já, ég kom frá hliðargötu og misreiknaði mig. Ég ætlaði að bakka upp götuna en eitthvað fór úrskeiðis."
Svo tók hann dálítinn krók í vitlausa átt. Það var reiðulaust af minni hálfu. Því næst ók hann að gatnamótum með götuljósum. Þar loguðu rauð ljós. Bílstjórinn lét það ekki trufla sig heldur ók rakleiðis yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi. Sem betur fer var umferð hæg og aðrir bílstjórar negldu niður til, náðu þannig að forða árekstri og flautuðu ákaft. Mér varð að orði: "Hvað er þetta? Er allt í rugli með ljósin?" Bílstjórinn var hinn rólegasti og svaraði: "Já, þau bara blikka. Þetta er eitthvað rugl."
Mér varð litið yfir gatnamótin. Þar var pallbíll staddur með vinnumönnum og blikkandi gulu ljósi. Leigubílstjórinn hafði tekið meira mark á þeim ljósum en umferðarljósunum á gatnamótunum. Bílstjórinn bætti við: "Það er allt í rugli í gatnagerð á þessum árstíma. Maður er alveg ringlaður út af þessari dellu. Það væri nær að sinna gatnagerð yfir hásumarið þegar allir eru í sumarfríi og engin umferð."
Eftir þetta gekk allt vel fyrir sig.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2013 | 23:34
Plötuumslög í sínu rétta umhverfi
Þegar rölt er um New York borg ber margt fyrir auga sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. New York borg er vettvangur margra kvikmynda, sjónvarpsþátta og tónlistar. Demókratar eru ráðandi. Íbúar eru um 8 milljónir. Daglegir túristar í New York eru jafn margir: 8 milljónir.
New York er suðupottur fjölmenningar í tónlist og ýmsu öðru, með sitt Kínahverfi, litlu Ítalíu, fátækrahverfi svertingja (Harlem) og svo framvegis. New York er heimsálfa ólíkra hverfa, ólíkra menningarsvæða...
Mörg af frægustu plötuumslögum rokksögunnar hafa verið ljósmynduð í NY. Það er þess vegna sem gestkomandi í New York borg kannast við umhverfið.
Plötuumslag bresku mod-hljómsveitarinnar The Who "The Kids are Allright", byggir á ljósmynd í New York.
Umslag plötunnar "Too Long in Exile" með írska söngvaranum Van Morrison.
"After The Gold Rus" með kanadíska tónlistarmanninum Neil Young skartar ljósmynd frá NY.
Umslag plötunnar "Live at Max´s Kansas City" með NY sveitinni Velvet Underground.
Hljómsveitin New York Dolls og umslag samnefndrar plötu.
Ramones, enn ein NY sveitin og umslag plötunnar "Rocket to Russia".
Steely Dan brugðu sér í Central Park garðinn í NY til að sitja fyrir á mynd á umslag plötunnar "Pretzel Logic".
Söngleikjaplatan "West Side Story".
Bob Dylan bjó í NY og þurfti ekki að sækja myndefni langt.
Dylan fór samt til London til að filma myndband við lagið "Subterranean Homesick Blues".
Samgöngur | Breytt 18.9.2013 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)