Fćrsluflokkur: Menning og listir

Skattabreyting hefur ţveröfug áhrif

  Fyrir tveimur árum var virđisaukaskattur á bćkur hćkkađur;  úr snautlegum 7% upp í virđuleg 11%.  Bók sem áđur kostađi 4999 kr. kostar nú 5199 kr.  Skattahćkkunin var liđur í átaki til ađ efla bóklestur.  Ekki síst bóklestur ungs fólks.  Ţetta átti ađ vera kröftug vítamínssprauta inn í íslenskar bókmenntir.  Bóksala myndi glćđast sem aldrei fyrr.  

  Taliđ var fullvíst ađ fólki ţćtti óţćgilegt ađ borga rćfilslegt verđ fyrir veglega bók.  Fólk hafi metnađ til ađ greiđa međ reisn ríflega fyrir hana.  Einkum vegna ţess ađ bókin hefur veriđ ein vinsćlasta gjafavara á Íslandi til áratuga.  Gefandi vill láta spyrjast út ađ hann borgi smáaura fyrir bókagjöf.  

  Einhver skekkja er í dćminu.  Í fyrra hrundi bóksala um 11%.  Í ár er samdrátturinn ađ nálgast 8%.  Áköfustu talsmenn skattahćkkunarinnar kenna komu Costco um.  Ţeim er bent á ađ einungis röskir 2 mánuđir séu síđan ţađ ágćta kaupfélag var opnađ í Garđahreppi.  Ţví er svarađ međ ţjósti ađ vćntanleg koma Costco hafi fariđ ađ spyrjast út í fyrra.  Einmitt um svipađ leyti og bóksalan tók ţessa rokna dýfu sem hvergi sér fyrir enda á.  Ađ minnsta kosti ekki á međan Costco varir.

  Er ţetta ekki svipađur samdráttur og hjá íslenskum tómatrćktendum, jarđaberjasölum og klósettpappírsframleiđendum? spyrja ţeir drjúgir og bćta viđ:  Ţetta er allt á sömu bókina lćrt.  Helst allt í hendur.

  Ég ţekki manneskju sem var vön ađ kaupa árlega um 10 bćkur til jólagjafa.  Ađrar 10 til afmćlisgjafa.  Líka 5 handa sjálfri sér.  Pakkinn kostađi um 125 ţúsund kall.  Eftir skattahćkkunina kostar sami pakki 130 ţúsund.  Eldri borgara munar um 5000 kr.  Ríkissjóđi munar einnig um skattpeninginn sem hann tapar á lestrarátakinu.  Samdrátturinn er mun meiri en skattahćkkunin.  Tap ríkissjóđs á ţví er nćstum fimmfalt.  Í stađ ţess ađ skila stórauknum tekjum - eins og ćtlađ var, vel ađ merkja.

  Ráđamenn - gapandi af undrun - hafa tilkynnt ađ sett verđi saman (hálauna elítu)nefnd.  Hennar hlutverk verđur ađ komast ađ ţví hvers vegna lestrarátakiđ mistókst svona hrapalega.  Ţađ ţarf marga fundi, mikiđ kaffi og gott međlćti til ađ finna orsökina.   

         


mbl.is Algert hrun í bóksölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Poppmúsík ţessarar aldar verri en áđur

  Allt var betra í gamla daga.  Eđa ţannig.  Ađ minnsta kosti er poppmúsík ţessarar aldar ekki svipur hjá sjón (ef svo má segja um músík) í samanburđi viđ eldri poppmúsík.  Einhver gćti sagt ađ fullyrđinguna megi rekja til fortíđarţráar og fordóma í bland.  Ţađ má vera.  Ég hef reyndar alltaf haft bullandi fordóma gagnvart poppmúsík.  Ţađ er ađ segja eftir ađ ćskuárum sleppti.  Er ţó á síđustu árum orđinn víđsýnni og umburđarlyndari.  

  Hitt er annađ mál ađ kalt mat,  beinn samanburđur á vinsćlustu dćgurlögum sjöunda áratugarins annarsvegar og hinsvegar vinsćlustu lögum ţessarar aldar leiđir í ljós mikinn mun.  Nýju popplögin eru snöggtum einsleitari og flatari.  Munur á hćstu og lćgstu hljóđum er lítill.  Hljóđfćraleikur er fábrotinn tölvuhljómborđsheimur og trommuheili.  Autotune geldir sönginn.  Laglínur einhćfar.  Orđaforđi í textum er naumur;  bćđi í hverju lagi út af fyrir sig sem og í öllum lögunum til samans.  Rámir söngvarar á borđ viđ Janis Joplin og Joe Cocker eiga ekki séns.  Ţví síđur nett falskir söngvarar á borđ viđ Ian Dury eđa Vilhjálm Vilhjálmsson.  Hvađ ţá sérstćđir söngvarar eins og Bob Dylan og Megas.  Nýju söngvararnir á vinsćldalistunum hljóma allir eins.   

  Ein skýringin er sú ađ ţađ eru sömu mennirnir sem semja og framleiđa lungann af vinsćlustu dćgurlögunum í dag.  Sá stórtćkasti er sćnskur.  Hann heitir Max Martin.  Á ţriđja tug laga hans hafa veriđ ţaulsetin í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans (og vinsćldalista um allan heim).  Einungis Paul McCartney og John Lennon eiga fleiri 1. sćtis lög.  Alls hafa um 200 lög eftir Max veriđ á vinsćldalistunum.  Hann á um 1000 lög á plötum stórstjarna.  Flytjendur eru allt frá Britney Spears og Justin Bieber til Adelu og Pink ásamt tugum annarra.

  Hlýđum á lag af vinsćlustu plötu heims fyrir sléttri hálfri öld.  Ţetta er gjörólíkt verksmiđjupoppi ţessarar aldar.  Ţarna er fjölbreytni í texta, lagi, söng, hljóđfćraleik og líflegri útsetningu.  Blástur og strengjastrok spilađ af alvöru fólki en ekki plasthljómborđi.  Lennon hefur ekki einu sinni fyrir ţví ađ rćskja sig áđur en söngurinn er hljóđritađur.

   


Ný og spennandi plata frá Mosa frćnda

  Á fögrum vordögum 2009 ýtti ég úr vör merkilegri skođanakönnun - á ţessum vettvangi - um bestu íslensku smáskífuna.  Vel, gegnsćtt og lýđrćđislega var ađ verki stađiđ.  Minn smekkur réđi engu.  Lesendur fengu - undir nafni - alfariđ ađ nefna til sögunnar sínar uppáhalds smáskífur.  Síđan var kosiđ á milli ţeirra sem flestar tilnefningar fengu.

  Strax í forkönnuninni blasti viđ ađ "Katla kalda" međ Mosa frćnda var sigurstrangleg.  Svo fór ađ af nálćgt 700 atkvćđum fékk hún tćpan ţriđjung og sigrađi međ yfirburđum.  

  Fátt er betra á ferilsskrá hljómsveitar en eiga bestu íslensku smáskífuna.  Sú kom út á níunda áratugnum.  Seldist vel og fékk grimma spilun í útvarpi og á diskótekum.  Klassík alla tíđ síđan.  

  Hljómsveitin Mosi frćndi hefur aldrei (alveg) hćtt fremur en Sham 69 og the Stranglers.  Ekki nóg međ ţađ:  Vćntanleg er á markađ ný plata.  Ţar kemur ŢÚ til sögunnar.  Útgáfan er fjármögnuđ í gegnum Karolina Fund.  Ţađ má auđveldlega sannreyna međ ţví ađ smella HÉR.

  Wikipedia

        


Splunkunýr hressandi rokkslagari

  Rokktríóiđ Nýríki Nonni er mćtt til leiks međ ţrumuskćđan slagara,  "Svíkja undan skatti".  Ţađ hefur veriđ starfandi frá 2016 og vakiđ athygli fyrir sterk frumsamin lög, beitta texta og ţéttan kröftugan flutning.  Svo skemmtilega vill til ađ enginn Nonni er í tríóinu.  Ţví síđur Nýríkur Nonni.  Ţess í stađ eru liđsmenn:  Guđlaugur Hjaltason (söngur, gítar),  Logi Már Einarsson (bassagítar) og Óskar Torfi Ţorvaldsson (trommur).  

  12. ágúst á ţessu ári heldur Nýríki Nonni útgáfuhljómleika á Íslenska barnum í Hafnarfirđi.  Ókeypis.


Svölustu hljómsveitamyndirnar?

  Tískan er harđur húsbóndi.  Ţađ sem á einum tímapunkti ţykir töff og svalast getur síđar ţótt hallćrislegast af öllu og sprenghlćgilegt.  Hljómsveitir eru sérlega viđkvćmar fyrir tískusveiflum.  Ţćr vilja ađ tónlist sín falli í kramiđ og sé í takt viđ tíđarandann.  Ţeim hćttir til ađ undirstrika ţađ međ ţví ađ ganga langt í nýjustu tísku hvađ varđar hárgreiđslu og klćđaburđ.

  Skođum nokkur dćmi:

  Á efstu myndinni eru unglingsrokkarar undir sterkum áhrifum frá ABBA.  Eflaust voru ţessar ađskornu glansbuxur flottar á sviđi á sínum tíma.  

  Á nćstu mynd eru sćnsku stuđboltarnir í Nils-Eriks.  Snyrtimennskan í fyrirrúmi en samt "wild".

  Ţriđja myndin sýnir gott dćmi af glysrokkurum (glam) fyrri hluta áttunda áratugarins.  Máluđ andlit, skćrlitađ hár, ćpandi kćđnađur.  David Bowie fór nokkuđ vel međ sína útfćrslu á dćminu.  T. Rex og Sweet kannski ekki eins vel.  Hugsanlega slapp Slade fyrir horn.  En alls ekki barnaníđingurinn Gary Glitter.  Né heldur glysrokkararnir hér fyrir neđan.

  Á níunda áratugarins geisađi tískufyrirbćriđ "hair metal". Blásiđ hár var máliđ.  Ýmist litađ ljóst eđa međ strípum.  Ég ćtla ađ guttarnir á nćst neđstu myndinni séu ekki stoltir af ţessu í dag.  Ég er sannfćrđur um ađ ţeir séu búnir ađ skipta um hárgreiđslu.

  Neđsta myndin er af Jesú-lofandi kventríói í Norđur-Karólínu í Bandaríkjunum.  Á fyrri hluta sjöunda áratugarins voru svona heysátur í tísku.  Hár kvenna túberađ í hćstu hćđir.  Mér skilst ađ ţetta sé ennţá máliđ í kirkjum í Norđur-Karólínu.       

flottustu hljómsveitamyndirnar - a - Abbalegir rokkararflottustu hljómsveitamyndirnar - b - norrćnir stuđboltarflottustu hljómsveitamyndrinar - c - svalir glysrokkararflottustu hljómsveitamyndirnar d - sítt ađ aftanflottustu hljómsveitamyndirnar - e - túperađ hár xxxl

   


Ringó skerpir á Íslandsástríđunni

 

ringo međ íslenskt Glacial vatn

icelandic glacial 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Breski Bítillinn Ringo Starr er frćgasti trommuleikari heims.  Flottur trommuleikari sem á stóran ţátt í ţví hvađ mörg Bítlalög eru glćsileg.  Eins og fleira fólk tengt Bítlunum er hann virkur Íslandsvinur.  Er til ađ mynda iđulega viđstaddur ţegar kveikt er á Friđarsúlunni í Viđey.  Syngur ţá gjarnan međ Plastic Ono Band í Háskólabíói í kjölfariđ.  Hann er mun betri trommari og leikari en söngvari.

  Ringo á afmćli núna 7. júlí.  Verđur 77 ára.  Hann er ákafur talsmađur friđar og kćrleika.  Stríđsbrölt og illindi eru eitur í hans beinum.  Mikilvćgt hlutverk hans í Bítlunum var ađ stilla til friđar.  John Lennon var skapofsamađur sem tók köst.  Paul McCartney var og er ofvirkur og stjórnsamur úr hófi.  Ósjaldan tćklađi Ringó skapofsaköst Lennons og ráđríki Pauls međ spaugilegum útúrsnúningi sem sló öll vopn úr höndum ţeirra og allir veltust um úr hlátri.  Međ galsafenginni framkomu átti hann stóran ţátt í ţví hvađ blađamannafundir Bítlanna voru fjörlegir og fyndnir.  

  Ringo sést oft á ljósmyndum međ íslenskt vatn,  Ícelandic Glacial, í höndum.  Hann hefur ástríđu fyrir ţví.  

  Í tilefni afmćlisins hefur hann sent frá sér myndband međ hvatningu um friđ og kćrleika.  Ef vel er ađ gáđ ţá er hann klćddur í skyrtubol međ ljósmynd af Björk.  Í seinni hluta myndbandsins er hann kominn í annan bol.  Sá er merktur "Sshh" og tilheyrir laginu "Oh, its so quite" međ Björk.  


Óvćntur glađningur hamingjusamasta Fćreyings í heimi

  Fjöldi Íslendinga hélt í pílagrímsferđ til Danmerkur í vikunni.  Skyldan kallađi á ađ sjá og hlýđa á Guns N´ Roses á hljómleikum.  Ţađ var sćlustund.  Fréttaritari RÚV,  Andri Freyr Viđarsson,  gaf hljómleikunum einkunnina 15 á skalanum 0-10.  Slík var hamingjan međ ţá.

  Einn áhorfenda fór heim hamingjusamari en ađrir.  Sá er fćreyskur tónlistarmađur,  Uni Debess.  Hann kom sér fyrir fremst viđ sviđiđ.  Dáđist ţar ađ rándýrum hágćđa hljóđnema sem söngvarinn, Axl Rose, brúkađi.  Hann eiginlega öfundađi kappann af gripnum.  

  Undir lok hljómleikanna náđu ţeir augnsambandi.  Ţá var eins og Axl lćsi huga hans.  Um leiđ og hljómleikunum lauk ţá teygđi hann sig fram og skutlađi hljóđnemanum í fangiđ á honum og yfirgaf sviđiđ.

  Axl er ólíkindatól.  Stríđir viđ tvo geđrćna sjúkdóma, óţol gagnvart tilteknum nauđsynlegum lyfjum og drekkur áfengi ofan í ţau.  Iđulega hefur hann veriđ til vandrćđa innan og utan sviđs.  Allskonar pirringur, frekjuköst og duttlungar.  Oft hefjast hljómleikar ekki fyrr en klukkutímum of seint.  Tíđ hlaup af sviđi yfir í búningsherbergi.  Slagsmál á hótelum.  Ţetta uppátćki - ađ gefa fćreyskum söngvara sem hann ţekkir ekki neitt rándýran hljóđnema - er ný og óvćnt hliđ á Axl.

  Fćreyingar mćldust nýveriđ hamingjusamasta ţjóđ í heimi.  Ţessa dagana er Uni Debess hamingjusamastur ţeirra allra.

axelrose_f9c773d577axl hljóđneminnuni debess

 


Kćrkomin og kröftug endurkoma

  Á síđari hluta níunda áratugarins fór rokksveitin Foringjarnir mikinn.  Afgreiddi sveitaballamarkađinn međ ţróttmiklu "80s" ţungarokki.  Svar Íslands viđ sćnsku ofurgrúppunni Europe í bland viđ Bon Jovi.  Hápunkti náđu Foringjarnir á vinsćldalistum međ laginu "Komdu í partý".  Eftirspurn var svo mikil ađ iđulega voru ţrír og fjórir dansleikir afgreiddir á viku.  Ţá hituđu ţeir upp í Laugardalshöll fyrir erlendar stórstjörnur á borđ viđ Kiss og Bonnie Tyler.  Ţeir voru í miklu uppáhaldi hjá bandarísku dátunum í herstöđinni á Miđnesheiđi.  Voru til ađ mynda fastráđnir sem húshljómsveit í offíseraklúbbnum í heilan vetur.  

  Forsprakkinn, söngvarinn og söngvaskáldiđ Ţórđur Bogason hefur bćđi fyrr og síđar látiđ til sín taka í tónlist.  Sem rótari Péturs Kristjánssonar (Pelican, Paradís, Póker, Picasso, Start...).  Svo stofnađi hann sjálfur ţungarokkshljómsveitina Ţrek.  Ţví nćst rokksveitir á borđ viđ F, Ţrym, Ţukl, Warning, Skytturnar, Rickshaw, Rokkhljómsveit Íslands...

  Hljótt var um Foringjana á tíunda áratugnum.  Hljómsveitin var ţó hvergi hćtt.  2013 mćtti hún sterk til leiks međ virkilega flott jólalag,  "Biđin eftir ađfangadegi". Besta íslenska jólalag ţessarar aldar.  Á ţútúpunni hefur ţađ veriđ spilađ 3200 sinnum.  Fyrir ţá sem vilja komast snemma í jólaskap skal smella HÉR.

  Á dögunum sendu Foringjarnir frá sér 3ja laga plötuna "Nótt", samnefnda upphafslaginu.  Hressilegt og sterkt ţungarokkslag.  Ţar er hljómsveitin skipuđ eftirfarandi: Ţórđur (söngur), Jósep Sigurđsson (hljómborđ), Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur), Ţráinn Árni Baldvinsson (gítar) og Jakob Smári Magnússon (bassi).  Oddur og Jakob (Das Kapital, SSSól, Grafík) voru í Tappa Tíkarrassi.  Ţráinn er í Skálmöld.  Jósep var m.a. í Galíleó, SOS og Kraftaverki. 

  "Nótt" er ađ fá heitar viđtökur.  Frá 18. júní hefur hún veriđ spiluđ yfir 600 sinnum á youtube.   

  Hin lögin á plötunni eru "Leyndarmál" og "Ţú".  Ţau getur ađ heyra međ ţví ađ smella HÉR og HÉR.  Platan er til sölu hjá liđsmönnum og í gegnum Fésbókarsíđuna HÉR.

 

  


Nýtt og stórfenglegt ţjóđhátíđarlag

  Ólafur F. Magnússon,  lćknir og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur,  hefur sent frá sér nýtt lag og myndband.  Ţađ heitir Bláhvíti fáninn.  Sannkallađ og stórglćsilegt ţjóđhátíđarlag,  samiđ til heiđurs Einari Ben. og Hvítbláanum.  Ljóđiđ er fallegt og tígulegt.  

  Vilhjálmur Guđjónsson hefur útsett lagiđ í ţróttmikla hátíđarútgáfu.  Elmar Gilbersson syngir af myndugleika.  Allt eins og best verđur á kosiđ.  Fullkomiđ ţjóđhátíđarlag.  Ţađ mun um alla framtíđ hljóma í útvarpsstöđvum, sjónvarpi og á netsíđum á 17. júní,  1. des. og oftar.  

  Ólafur var í skemmtilegu og fróđlegu viđtali hjá Arnţrúđi Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í gćr.  Ástćđa er til ađ hlusta á ţađ međ ţví ađ smella HÉR

  Í fyrra sendi Ólafur frá sér plötuna Ég elska lífiđ.  Umsögn um hana má lesa međ ţví ađ smella HÉR  

olafur_f_1208757

   


Vinsćlustu sígrćnu lögin

  Fyrir sléttu ári setti ég upp á Fésbók grúpuna Classic Rock.  Ţangađ inn hlóđ ég fjölda myndbanda.  Ţau spanna uppistöđuna af ţví sem almennt fellur undir skilgreininguna "classic rock".  Upphafsreitur sígrćna rokksins er "You Really Got Me" međ the Kinks (kom út 1964).  Ţađ er reglan hjá útvarpsstöđvum, tímaritum og sjónvarpsţáttum sem afmarka sig viđ "clsssic rock".  Meira á reiki er hvađ hugtakiđ nćr langt inn í nútímann.  Sumir binda ţađ viđ 1977 (ţungrokk og prog fram ađ pönki).  Ađrir til 1985 (til ađ hafa pönk- og nýbylgjuna međ).

  Enn ađrir fram til 2000 (aldamóta) eđa 2007 (10 ára og eldri).  Minn rammi um sígrćnt rokk nćr yfir öll ţessi ár.  Lögin sem ég ţekki vel sem helstu klassísku rokklög.  Ég er alveg međ ágćta sýn yfir ţau helstu.  Til vara kíkti ég á "play-lista" helstu "classic rock" útvarpsstöđva og umfjöllun í "classic rock" tímaritum.  Ţađ breytti engu.  Ég var međ ţetta allt á hreinu.  Hugtakiđ "classic rock" vísar mest til ţeirra sem mótuđu upphaf ţungarokks (og prog rokks).  Í víđara samhengi er pönkrokk og nýbylgja međ í pakkanum.  Allar "classic rock" útvarpsstöđvar brjóta flćđi harkalegs rokks upp međ mýkri sívinsćlum lögum sem standa ţeim nćr en léttasta vinsćldalistapopp (main stream).  Ţađ ţarf ađ vera smá gredda međ í dćminu.   

  Classic Rock síđan á Fésbók er öllum opin.  Skráđir áskrifendur/"lćkarar" eru 372.  Vinsćlustu lög eru spiluđ af mun fleirum.  Listinn yfir oftast spiluđ lög á síđunni er ekki alveg fyrirsjáanegur.  En ţeim mun áhugaverđari.  Margt kemur á óvart.  Ađ óreyndu hefđi ég ekki giskađ rétt á ţessi 5 mest spiluđu lög.  

  Listinn er svona:

1.  Stealers Wheel - Stuck in the Middle with You - 588 spilanir.

2.  Týr - Ormurin langi - 419 spilanir

3.  Deep Purple - Smoke on the Water - 237 spilanir.

4.  Fleetwood Mac - Black Magic Woman - 190 spilanir. 

5.  Tom Robinson Band - 2-4-6-8 Motorway - 186 spilanir.     

6.  Status Quo - Rockin' All Over the World - 180 spilanir

7.  Bob Marley - Stir it Up - 164 spilanir 

8.  Sykurmolarnir - Motorcycle Mama - 162 spilanir 

9.  Creedence Clearwater Revival - I Put a Spell on You - 160 spilanir

= 10.  Janis Joplin - Move Over - 148 spilanir

= 10.  Shocking Blue - Venus - 148 spilanir

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband