Fćrsluflokkur: Menning og listir
30.4.2021 | 06:52
Uppáhalds tónlistarstílar
Fyrir nokkru efndi ég á ţessum vettvangi - minni bloggsíđu - til skođanakönnunar um uppáhalds tónlistarstíla lesenda. Ţetta er ekki skođanakönnun sem mćlir músíksmekk almennings - vel ađ merkja. Einungis músíksmekk lesenda bloggsíđunnar. Niđurstađan speglar ađ lesendur séu komnir af léttasta skeiđi eđa ţar í grennd. Ţađ gerir könnunina áhugaverđari fyrir minn smekk. Mér kemur ekkert viđ hvađa músík börn og unglingar ađhyllast.
Nú hafa 1000 atkvćđi skilađ sér í hús. Stöđuna má sjá hér til vinstri á síđunni. Niđurstađan kemur ađ mörgu leyti á óvart. Og ţó. Hún er ţessi:
1. Ţungarokk 16.1%
2. Djass 15.5%
3. Pönk/nýbylgja 15%
4. Reggae (world music) 13,2%
5. Ţjóđlagatónlist (órafmögnuđ) 10,8%
6. Blús 7,6%
7 Rapp/hipp-hopp 6,2%
8 Skallapopp/píkupopp 6,1%
9 Sítt ađ aftan/80´s 5,8%
10 Kántrý 3,8%
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2021 | 19:06
Reglur eru reglur
Stundum á ég erindi í pósthús. Oftast vegna ţess ađ ég er ađ senda eitthvađ áhugavert út á land. Landsbyggđin ţarf á mörgu ađ halda. Ég styđ ţjónustu viđ hana. Enda er ég dreifbýlistútta úr Skagafirđi. Margt ţykir mér skrýtiđ, svo skilningssljór sem ég er. Ekki síst ţegar eitthvađ hefur međ tölvur ađ gera.
Ţegar pakki er sendur út á land ţarf ađ fylla út í tölvu fylgibréf. Ţar ţarf í tvígang ađ skrá inn póstnúmer sendanda og póstnúmer viđtakanda. Ţegar allt hefur veriđ skráđ samviskusamlega ţarf ađ prenta ţađ út á pappír, klippa hann niđur og líma yfir međ ţykku límbandi. Ódýrara og handhćgara vćri ađ prenta ţađ út á límmiđa.
Á dögunum var ég ađ senda vörur til verslunarkeđju út á landi. Ég kann kennitölu ţess utanbókar. En í ţetta sinn komu elliglöp í veg fyrir ađ ég myndi kennitöluna. Ég bađ afgreiđslumann um ađ fletta kennitölunni upp fyrir mig. Hann neitađi. Sagđi sér vera óheimilt ađ gefa upp kennitölur. Ţađ vćri brot á persónuvernd.
Viđ hliđ hans var tölva sem ég hafđi ađgang ađ til ađ fylla út fylgibréf. Sem ég og gerđi. Ţetta var spurning um hálfa mínútu eđa svo. Ég spurđi hver vćri munurinn á ţví ađ ég fletti upp fyrir framan hann kennitölu eđa hann gerđi ţađ. Svariđ var: Ţú ert í rétti til ţess en ekki ég.
Já, reglur eru reglur.
Menning og listir | Breytt 31.3.2021 kl. 09:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
11.3.2021 | 19:09
Hártískan
Tískan er harđur húsbóndi. Ekki síst hártískan. Oft veldur lítil ţúfa ţungu hlassi. Eins og ţegar fjórir guttar í Liverpool tóku upp á ţví ađ greiđa háriđ fram á enni og láta ţađ vaxa yfir eyrun á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni). Ţetta kallađist bítlahár. Ţađ fór eins og eldur um sinu um heimsbyggđina. Svo leyfđu ţeir hárinu ađ síkka. Síđa háriđ varđ einkenni ungra manna. Svo sítt ađ ţađ óx niđur á bak og var skipt í miđju.
Löngu síđar komu til sögunnar ađrar hártískur. Svo sem pönkara hanakambur og ţar á eftir "sítt ađ aftan".
Margt af ţví sem um hríđ ţótti flottast í hártísku hefur elst mis vel. Skođum nokkur dćmi:
Menning og listir | Breytt 13.3.2021 kl. 16:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
5.3.2021 | 00:10
Söluhrun - tekjutap
Sala á geisladiskum hefur hruniđ, bćđi hérlendis og erlendis. Sala á geisladiskum hérlendis var 2019 ađeins 3,5% af sölunni tíu árum áđur. Sala á tónlist hefur ţó ekki dalađ. Hún hefur ađ stćrstum hluta fćrst yfir á netiđ.
98% af streymdri músík á Íslandi kemur frá sćnska netfyrirtćkinu Spotify. Alveg merkilegt hvađ litla fámenna 10 milljón manna ţorp, Svíţjóđ, er stórtćkt á heimsmarkađi í tónlist.
Tćpur ţriđjungur Íslendinga er međ áskrift ađ Spotify. Ţar fyrir utan er hćgt ađ spila músík ókeypis á Spotify. Ţá er hún í lélegri hljómgćđum. Jafnframt trufluđ međ auglýsingum.
Annar stór vettvangur til ađ spila ókeypis tónlist á netinu er youtube.com. Ţar eru hljómgćđi allavega.
Höfundargreiđslur til rétthafa eru rýrar. Ţađ er ókostur. Ţetta ţarf ađ laga.
Ókeypis músík hefur lengst af veriđ stórt dćmi. Ég var í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal á sjöunda áratugnum (6-unni). Ţar var líka Bćndaskóli. Nemendur í honum áttu svokölluđ real-to-real segulbandstćki. Einn keypti plötu og hinir kóperuđu hana yfir á segulbandiđ sitt.
Nokkru síđar komu á markađ lítiđ kassettusegulbandstćki. Flest ungmenni eignuđust svoleiđis. Einn kosturinn viđ ţau var ađ hćgt var ađ hljóđrita ókeypis músík úr útvarpinu. Ţađ gerđu ungmenni grimmt.
Međ kassettunni varđ til fyrirbćriđ "blandspólan". Ástríđufullir músíkunnendur skiptust á safnspólum. Ţannig kynntu ţeir fyrir hver öđrum nýja spennandi músík. Síđar tóku skrifađir geisladiskar viđ ţví hlutverki.
Sumir rétthafar tónlistar skilgreina ókeypis tónlistarspilun sem tekjumissi. Ţađ er rétt ađ sumu leyti. Ekki öllu. Ţegar ég heyrđi nemendur Bćndaskólans á Hólum blasta Bítlaplötum ţá blossađi upp löngun í Bítlaplötur. Sem ég síđar keypti. Allar. Fyrst á vinyl. Svo á geisla.
Ég veit ekki hvađ litla kassettutćkiđ sem hljóđritađi lög úr útvarpinu skilađi kaupum á mörgum plötum. Ţćr voru margar. Sem og blandspólurnar.
Stór hluti ţeirra sem spilar músík á Spotify og youtube.com kynnist ţar músík sem síđar leiđir til plötukaupa. Eđa mćtingu á hljómleika flytjenda. Á móti kemur ađ mörg lög sem menn spila á Spotify og youtube.com hefđi hlustandinn aldrei keypt á plötu. Fólk tékkar á ótal lögum og flytjendum án ţess ađ heillast af öllu. Ţess vegna er rangt ađ reiknađ tap á höfundargreiđslum sé alfariđ vegna spilunar á öllum lögum.
Netveiturnar hafa ekki drepiđ tónlist í föstu formi. Vinyllinn er í stórsókn. Svo brattri ađ hérlendis hefur sala á honum átjánfaldast á níu árum. Sér ţar hvergi lát á.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2021 | 03:52
Verđa einhverntíma til nýir Bítlar?
Bresku Bítlarnir, The Beatles, komu eins og stormsveipur, fellibylur og 10 stiga jarđskjálfti inn á markađinn á fyrri hluta sjöunda áratugarins (6-unni). Ţeir breyttu öllu. Ekki bara tónlistinni. Líka hugsunarhćtti, hártísku, fatatísku... Ţeir opnuđu bandaríkjamarkađ upp á gátt fyrir breskri tónlist. Reyndar allan heimsmarkađinn. Rúlluđu honum upp. Slógu hvert metiđ á fćtur öđru. Met sem mörg standa enn í dag.
Um miđjan sjötta áratuginn var umbođsmađur ţeirra í blađaviđtali. Hann fullyrti ađ Bítlarnir vćru svo öflugir ađ ungt fólk myndi hlusta á tónlist ţeirra áriđ 2000. Hann hefđi alveg eins getađ nefnt áriđ 2021. Hvergi sér fyrir enda á vinsćldum ţeirra og áhrifum.
Eitt sinn var John Lennon spurđur hvor hljómsveitin vćri betri, The Rolling Stones eđa Bítlarnir. Hann svarađi eitthvađ á ţessa leiđ: The Rolling Stones eru tćknilega betri. Ţeir eru fagmenn. Viđ erum amatörar. Enginn okkar hefur fariđ í tónlistarnám. Viđ höfum bara fikrađ okkur áfram sjálfir. Engu ađ síđur standast plötur okkar samanburđ viđ hvađa plötur sem er.
Enn í dag eru Bítlaplötur í efstu sćtum á listum yfir bestu plötur allra tíma.
Fyrsta Bítlaplatan kom út 1963. Síđasta platan sem ţeir hljóđrituđu kom út 1969. Ferillinn spannađi ađeins 6 ár. Sterk stađa ţeirra allar götur síđan er ţeim mun merkilegri. Til ţessa hefur engin hljómsveit komist međ tćr ţar sem Bítlarnir hafa hćla. Hverjar eru líkur á ađ fram komi hljómsveit sem jafnast á viđ Bítlana? ENGAR!
Í Bítlunum hittust og sameinuđust tveir af bestu og frjóustu lagahöfundum sögunnar, John Lennon og Paul McCartney. John jafnframt einn albesti textahöfundurinn. Paul á líka góđa spretti. Ţeir tveir eru auk ţess í hópi bestu söngvara rokksins. Sömuleiđis flottir hljóđfćraleikarar. Sérstaklega bassaleikarinn Paul.
Til liđs viđ ţá komu frábćr trommuleikari, Ringo Starr, og ljómandi góđur og öruggur gítarleikari, George Harrison. Hann var fínn í ađ radda međ ţeim. Ţegar leiđ á ferilinn varđ hann mjög góđur lagahöfundur. Svo mjög ađ á síđustu plötunni, Abbey Road, taldi John - og margir fleiri - hann eiga bestu lögin.
Ţetta allt skipti sköpum. Ofan á bćttist rík löngun Bítlanna til ađ fara nýjar leiđir. Tilraunagleđi ţeirra gekk mjög langt. Umfram margar ađrar hljómsveitir réđu ţeir glćsilega vel viđ ţau dćmi. Ennfremur vó ţungt - afar ţungt - ađ mikill kćrleikur ríkti á milli ţeirra. Ţeir voru áköfuđustu ađdáendur hvers annars. Ţeir voru sálufélagar og háđir hver öđrum. Ţađ hafđi mikiđ ađ gera međ erfiđa lífsreynslu; ótímabćrt fráfall mćđra og allskonar. Bítlarnir voru á unglingsaldri ţegar ţeir kynntust og ólu hvern annan upp út ferilinn. Fyrri eiginkona Johns, Cynthia, sagđi ađ John og Paul hafi veriđ eins ástfangnir hvor af öđrum og tveir gagnkynhneigđir menn geta veriđ.
Margt fleira mćtti nefna sem tromp Bítlanna. Til ađ mynda háa greindarvísitölu ţeirra allra, leiftrandi kímnigáfu og fjölhćfni. Allir spiluđu ţeir á fjölda hljóđfćra. Ţar af Paul á um 40 og ţeir hinir á um 20. Á Bítlaárunum var sólógítarleikarinn George Harrison ágćtur söngvari. Trommarinn Ringo söng líka en söngrödd hans féll ekki ađ röddun hinna. Rolling Stonsarinn Keith Richard hélt ţví fram í símtali viđ Paul ađ skiliđ hafi á milli hljómsveitanna ađ Bítlarnir skörtuđu 4 söngvurum en Stónsarar ađeins Mick Jagger. Ágćtt komment. En margt fleira ađgreindi ţessar hljómsveitir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
12.2.2021 | 21:33
Veitingaumsögn
- Réttur: International Basic Burger
- Veitingastađur: Junkyard, Skeifunni 13A í Reykjavík
- Verđ: 1500 kr.
- Einkunn: ** (af 5)
Hamborgarinn er vegan en ekki úr nautakjöti. Samt bragđast hann eiginlega eins og grillađur nautakjötsborgari. Alveg ljómandi. Á matseđlinum segir ađ hann sé reiddur fram međ tómatssósu, sinnepi, lauk og súrsuđum gúrkum. Ég sá ekki né fann bragđ af sinnepi. Né heldur lauk. Ég hefđi gjarnan vilja verđa var viđ sinnep og lauk. Hinsvegar voru gúrkusneiđarnar ađ minnsta kosti tvćr.
Borgaranum fylgdu franskar kartöflur og kokteilsósa. Á matseđlinum segir ađ sósa sé ađ eigin vali. Mér var ekki bođiđ upp á ţađ. Kokteilsósa er allt í lagi. Verra er ađ hún var skorin viđ nögl. Dugđi međ helmingnum af frönskunum. Fór ég ţó afar sparlega međ hana. Á móti vegur ađ frönskuskammturinn var ríflegur.
Junkyard er lúgusjoppa viđ hliđina á Rúmfatalagernum. Á góđviđrisdegi er ađstađa fyrir fólk ađ setjast niđur fyrir utan og snćđa í ró og nćđi.
Á matseđlinum er mynd af hamborgara sem er mjög ólíkur raunverulegum International Basic Burger. Viđ gćtum veriđ ađ tala um vörusvik. Auglýsingaborgarinn er til ađ mynda međ osti og bólginn af međlćti.
Menning og listir | Breytt 13.2.2021 kl. 19:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
18.1.2021 | 19:43
Glćsilegur pakki
Út er komin ljóđabókin "Staldrađu viđ". Hún inniheldur 156 kvćđi; hvert öđru betra. Höfundur er Ólafur F. Magnússon. Ţetta er hans önnur ljóđabók. Hin fyrri, "Ástkćra landiđ", kom út síđsumars í fyrra.
Ólafur yrkir á hefđbundinn hátt međ stuđlum, höfuđstöfum og endarími. Ljóđin eru innhaldsrík og yrkisefniđ fjölbreytt. Ţau lýsa ást höfundar á náttúru Íslands, lífinu og trú á hiđ góđa, vináttu og hamingjuna, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg fjalla um nafngreinda einstaklinga, bćđi lífs og liđna. Jákvćđur andi svífur yfir bókinni - ţó einnig sé minnt á dekkri hliđar tilverunnar. Töluvert er um uppbyggjandi heilrćđisvísur.
Bókinni fylgir veglegur 12 laga geisladiskur. Ţar af eru níu áđur óútgefin. Upphafslagiđ er samnefnt bókinni, "Staldrađu viđ". Ţađ er afar grípandi blús-smellur. Ef hann er spilađur ađ morgni ţá sönglar hann í hausnum á manni ţađ sem eftir lifir dags. Önnur lög eru ólík honum. Ţau eru hátíđleg og bera keim af klassískri tónlist, ţjóđlegum tónum og í sumum tilfellum sálmum. Lög Ólafs hafa frá upphafi veriđ góđ og falleg og eru stöđugt betri.
Sama má segja um söng Ólafs. Hann hefur alltaf veriđ ágćtur söngvari. Á síđustu árum hefur hann vaxiđ mjög sem söngvari. Hann syngur af miklu öryggi, yfirvegun, einlćgni og innlifun. Annar söngvari á plö0tunni er Guđlaug Dröfn Ólafsdóttir. Hún syngur líka á báđum fyrri diskum Ólafs. Hún er lćrđ í klassískum söng. Á plötunum syngur hún - blessunarlega - ekki í óperustíl. Hún hefur snotra söngrödd. Raddir ţeirra Ólafs liggja mjög vel saman, hvort heldur sem ţau syngja raddađ saman eđa skiptast á ađ syngja kafla og kafla.
Hćgri hönd Ólafs í tónlistinni er Vilhjálmur Guđjónsson. Hann útsetur lögin - sum ásamt Gunnari Ţórđarsyni. Hann spilar á öll hljóđfćri (um 20) ef frá er talinn gítarleikur Gunnars í sumum lögum. Einnig radda ţeir félagarnir. Allt er ţetta afgreitt snyrtilega af smekkvísi. Útsetningarnar klćđa lögin afskaplega vel. Allt leggst á eitt međ ađ ljóđabókin og platan eru glćsileggur pakki. Virkilega flottur pakki.
Menning og listir | Breytt 19.1.2021 kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2020 | 03:02
Staldrađu viđ
Á dögunum kom út verkiđ Staldrađu viđ eftir Ólaf Friđrik Magnússon. Um er ađ rćđa pakka međ ljóđabók og hljómdiski. Hvorutveggja bókin og diskurinn eru gleđigjafar. Svo skemmtilega vill til ađ framarlega í bókinni rakst ég á flott kvćđi sem heitir Jens Guđ. Ţađ er ţannig:
Guđinn velur lögin vel
öđlingsmađur víst ég tel
ađ hann sé frá toppi í tá
tóna fagra greina má.
Höfđingi er hann í lund,
hýr og glađur hverja stund.
Vel af gćsku veitir hann
veit ég ei margan betri mann.
Gaman ađ ţessu. Ţegar ég hef oftar hlustađ á diskinn og lesiđ ljóđabókina mun ég gera betri grein fyrir pakkanum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
27.11.2020 | 20:30
Augnlćknir Johns Lennons
Nú logar friđarsúla Johns Lennons skćrt í Viđey. Sendir góđa strauma og jákvćđar kveđjur út um allan heim. Bođskapurinn er: "Gefum friđnum tćkifćri!" og "Allt sem ţarf er kćrleikur!"
Unglingurinn John Lennon fylgdi ekki bođskap eldri Lennons. Unglingurinn var árásargjarn og ofbeldishneigđur. Ţađ rjátlađist af honum.
Á áttunda áratugnum flutti John frá ćskustöđvum sínum á Englandi til Bandaríkjanna - nokkru eftir ađ hann leysti upp frćgustu hljómsveit allra tíma, Bítlana.
Ég hef lesiđ ótal bćkur um John Lennon. Lengst af hefur vantađ bók eftir augnlćkni hans. Sá rak gleraugnaverslun í New York, steinsnar frá heimili Lennons.
Einn góđan veđurdag 1975 límdust tvö andlit viđ búđargluggann án ţess ađ hann veitti ţví eftirtekt. Blómasali í nćsta húsi upplýsti undanbragđalaust ađ ţar hafi John og Yoko veriđ á ferđ. Ţađ var svo gott sem stađfest nćsta dag. Um ţađ bil sem versluninni var lokađ laumuđust John og Yoko inn í hana.
Afgreiđsludaman var frá Gana. Hún vissi ekkert hvađa fólk ţetta var. Hún vissi heldur ekki í hvađa heimsálfu hún var stödd. Hún vissi ekki einu sinni ađ til vćru heimsálfur. Hún gaf ţeim tíma. Hann - sjónfrćđingurinn - fór hinsvegar á taugum. Óttađist ađ klúđra öllu og lenda í fyrirsögnum slúđurblađa um augnlćkni sem greindi blindan Bítil ranglega.
Allt gekk vel og John valdi nokkrar keimlíkar umgjarđir. Allar í "ömmugleraugnastíl". Er sjónglerjafrćđingurinn bađ um símanúmer til ađ láta vita ţegar gleraugun vćru tilbúin fór John í baklás. En tók gleđi sína á ný er hann bauđ John ađ skrifa númeriđ í kóđa viđ pöntunina.
Nćstu ár kom John af og til í verslunina. Ýmist til ađ uppfćra gleraugun eđa láta laga umgjörđ ţeirra. Ţegar Yoko var međ í för var kappinn slakur. Hún hafđi róandi áhrif á hann. Margir fleiri hafa vottađ ţađ. Hún stóđ alltaf í bakgrunni, hljóđlát og kurteis. Ţađ var sláttur á kauđa er hann var einn á ferđ.
Dag einn kom John međ Julian son sinn í búđina. Hann vildi ađ strákurinn fengi ömmugleraugu. Sá var ekki til í ţađ. Hann valdi hermannagleraugu.
Öđru sinni kom John međ Sean son sinn í bakpoka.
Augnlćknirinn spurđi John aldrei út í Bítlana. Honum lćrđist snemma ađ John vćri af verkalýđsstétt og kynni ţví vel viđ stéttlausa New York. Sem ađ vísu var rangt. John var af millistétt en, jú, skilgreindi sig alltaf til verkalýđsstéttar. Fósturmamma hans hamrađi á ţví viđ hann alla ćvi ađ hann vćri af millistétt. Hann var hinsvegar svo svo harđur á ţví ađ vera í verkalýđsstétt ađ hann samdi um ţađ lagiđ "Working Class Hero". Í Bretlandi skiptir stéttskipting risamiklu áli. Ţađ eiginlega gerist ekki ađ einhver felli sig niđur um stétt. Ţess í stađ rembast margir viđ ađ hćkka sig um stétt ţegar munur er lítill á efri verkalýđsstétt eđa neđri miđstétt.
Eitt sinn lét sjónfrćđingurinn liggja frammi bókina "A Spanian in Work" eftir John, vonandi ađ hann myndi bjóđast til ađ árita hana. John brást glađur viđ en bauđst aldrei til ađ árita hana. Í annađ sinn var John í heimsókn og spurđi upprifinn: "Er ţetta Paul?" Sjónfrćđingurinn hafđi ekki veitt ţví athygli ađ í útvarpinu hljómađi lag međ Paul. Í annađ sinn gaf Lennon viđskiptavini ráđ viđ val á gleraugum. Ţóttist vera augnlćknir.
Svo var hann myrtur 1980, nánast í hlađvarpa gleraugnabúđarinnar.
Menning og listir | Breytt 4.12.2020 kl. 18:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
21.11.2020 | 07:22
Afi og Trúbrot
Á ćskuheimili mínu, Hrafnhóli í Hjaltadal, var hefđ fyrir jólabođum. Skipst var á jólabođum viđ nćstu bći. Ţađ var gaman. Veislukaffi og veislumatur. Fullorđna fólkiđ spilađi bridge fram á nótt. Yngri börn léku sér saman. Ţau sem voru nćr unglingsaldri eđa komin á unglingsaldur glugguđu í bćkur eđa hlustuđu á músík.
Í einu slíku jólabođi 1969 bar svo viđ ađ í hús var komin splunkuný plata međ hljómsveitinni Trúbroti. Ţetta var fyrsta plata hljómsveitarinnar. Dúndur góđ og spennandi plata. Lokalagiđ á henni heitir Afgangar (nafniđ hljómar ekki vel á fćreysku. Eđa ţannig. Á fćreysku ţýđir orđiđ brundur). Ţar er bróđir minn ávarpađur međ nafni - ásamt öllum hans nöfnum. "Ţarna ertu Stebbi minn / sanni og góđi drengurinn. / Ţú ert eins og afi ţinn / vćnsti kall, já, og besta skinn."
Viđ brćđur - ég 13 ára - lugum í afa ađ lagiđ vćri um Stebba bróđur og afa. Afi - alltaf hrekklaus - trúđi ţví. Hann fékk mikiđ dálćti á laginu og allri plötunni. Ţó ađ hann ţyrfti ađ staulast kengboginn međ erfiđismunum á milli hćđa ţá lét hann sig ekki muna um ţađ til ađ hlusta enn einu sinni á "lagiđ um okkur".
Í jólabođinu safnađist unga fólkiđ saman til ađ hlýđa á Trúbrot. Grćjurnar voru ţandar í botn. Bóndinn af nćsta bć hrópađi: "Ţvílíkur andskotans hávađi. Í guđanna bćnum lćkkiđ í ţessu gargi!"
Afi kallađi á móti: "Nei, ţetta er sko aldeilis ljómandi fínt. Ţetta er Trúbrot!"
Menning og listir | Breytt 23.11.2020 kl. 08:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)