Fćrsluflokkur: Lífstíll
6.1.2014 | 00:06
Vasaţjófar og fjör í Barselona
Ég fagnađi sólrisu, sólstöđuhátíđinni og áramótum međ ţví ađ taka snúning á London, Barselona og Kaupmannahöfn. Ţetta var fyrsta heimsókn mín til Spánar. Ţess vegna staldrađi ég lengst viđ ţar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2013 | 22:23
Og HJARTA ÁRSINS er...
Sćunn Guđmundsdóttir! Ţađ er niđurstađa áhorfenda og dómnefndar sjónvarpsstöđvarinnar flottu, N4. Ţetta fólk hefur ekki rangt fyrir sér. Ég votta ţađ.
Ţađ var skemmtilegt uppátćki hjá N4 og Miđbćjarsamtökum Akureyrar ađ efna til leitar ađ hjartahlýjustu manneskjunni. Sćunn er alltaf á fullu í ţví ađ hjálpa öllum og gleđja ađra.
Hún kann ekkert á peninga. Ţegar hún kemur auga á bók eđa plötu í búđ ţá er hennar fyrsta hugsun hvern bókin eđa platan geti glatt. Ţađ hvarflar ekki ađ henni hvort ađ hún hafi efni á kaupa enn eina gjöfina til ađ gleđja. Hún hefur ekkert efni á ţví. En löngun til ađ gleđja ađra víkur fyrir öllu.
Ţrátt fyrir ýmsa erfiđleika ţá slćr hún aldrei af viđ ađ sprella og grínast. Gefur frekar í en hitt viđ hverja raun. Hún og fjölskylda hennar hafa fengiđ stćrri skammt af veikindum en hollt telst. Mađur hennar er ađ glíma viđ eftirstöđvar heilablóđfalls. Er í endurhćfingu. Sjálf hefur Sćunn strítt viđ heilsuleysi af ýmsu tagi alveg frá barnsaldri og er móđir 2ja langveikra barna. Samtals eru börn hennar fjögur. Ég kann ekki upptalningu á veikindum Sćunnar. Hún er áhugasamari ađ tala um flest annađ en nýrnabilun, vefjagigt og hvađ ţetta heitir.
Sćunn er ein af stofnendum Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norđurlandi. Hún er ennţá ađ vinna allan sólarhring fyrir Afliđ.
Svo skemmtilega vill til ađ sama dag og Sćunn var útnefnd Hjarta ársins ţá varđ hún amma í annađ sinn. Á myndinni hér fyrir ofan er hún međ hinu ömmugullinu. Sćunn er til hćgri á myndinni.
Til hamingju međ daginn, kćra systir!
Lífstíll | Breytt 6.1.2014 kl. 01:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
13.12.2013 | 22:46
Útvarp Saga međ pálmann í höndunum
Svo snemma sem 2006 var byrjađ ađ gagnrýna á Útvarpi Sögu ţenslu bankanna og allt sukkiđ á ţessum árum. Til ađ mynda afmćli Ólafs Ólafssonar og fleiri ţar sem keppst var viđ ađ bjóđa upp á skemmtiatriđi međ heimsfrćgum og rándýrum poppstjörnum. Menn ferđuđust í ţyrlum til ađ fá sér pylsu međ öllu. Menn snćddu gull.
Um ţetta var fjallađ á gagnrýninn hátt í ýmsum ţáttum á Útvarpi Sögu. Međal annars í símatímum. Fyrir ţetta var Útvarp Saga atyrt, stöđin sökuđ um neikvćđni, öfund, róg og annađ slíkt. Innhringendur líka. Spurt var hvers vegna ţetta fólk gćti ekki samglađst velgengni auđmanna, ćvintýralegum og rándýrum lúxuslífstíl ţeirra, margföldun umsvifa bankanna, útrásinni, útrásarvíkingunum, íslenska efnahagsundrinu og svo framvegis.
Útvarp Saga varađi viđ á međan ađrir hengdu orđur á krimmana og hrópuđu ţrefalt húrra fyrir ţeim. Nýfelldir dómar yfir krimmunum stađfesta ađ viđvaranir Útvarps Sögu áttu rétt á sér.
Útvarp Saga varađi viđ Icesave samningunum og REI. Bara svo ađ tvö dćmi af mörgum séu tiltekin ţar sem Útvarp Saga stóđ vaktina og varđi hagsmuni Reykvíkinga og íslensku ţjóđarinnar á međan ađrir fjölmiđlar sátu hjá. Útvarp Saga er samviska ţjóđarsálarinnar.
![]() |
Vitna í gamalt bréf frá Sigurđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 14.12.2013 kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
12.12.2013 | 21:26
Ljósmyndataka rćnir ljósmyndarann minni
Margir taka ljósmyndir. Sumir jafnvel flottar ljósmyndir. Ţegar eitthvađ er um ađ vera má iđulega sjá margar myndavélar á lofti. Ţetta á viđ um áhorfendur og ţátttakendur á skemmtunum, einnig í afmćlum, fermingarveislum og brúđkaupum. Nú hefur rannsókn stađfest ţađ sem margir hafa lengi haldiđ: Ljósmyndarinn skerđir minni sitt viđ hverja myndatöku. Ekki nóg međ ţađ. Ljósmyndatakan brenglar jafnframt skynjun ljósmyndarans á framvindu atburđarins.
Vegna ţessa hafa tónlistarmenn á borđ viđ Björk og Prince bannađ ljósmyndatöku á hljómleikum sínum.
Á áttunda áratugnum var ljósmyndaönn hluti af námi mínu í Myndlista- og handíđaskóla Íslands. Í heilan mánuđ var fátt annađ gert en ljósmynda (og framkalla). Í einhvern tíma á eftir dró ég stundum (rándýra) ljósmyndavélina fram og smellti af. En ég fann ađ ţetta fór illa međ minniđ og lagđi myndavélinni. Ég hafđi grun um ađ ţađ vćri eitthvađ efni í myndavélinni sem brenglađi minniđ. Ég hef ennţá sterkan grun um ţađ.
Ţeir sem stýrđu rannsókninni um ţetta í háskólanum í Connecticut í Bandaríkjunum vilja meina ađ ţađ sé sjálf athöfnin, ljósmyndatakan, sem snúi upp á minniđ. Augnablikin fyrir, á og eftir ađ mynd er smellt af stelur athyglinni. Annađ sem gerist á međan eđa utan ţessara augnablika fer meira og minna framhjá ljósmyndaranum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2013 | 00:46
Alger uppstokkun í bloggsamfélaginu
Fyrir nokkrum árum var Moggabloggiđ allsráđandi í bloggi á Íslandi. Ţađ var langbesta bloggumhverfiđ. Bauđ upp á persónulegt umhverfi (margir kostir í bođi) og marga góđa möguleika. Ţađ var hćgt ađ tengja bloggfćrslu viđ frétt á mbl.is. Ţađ var hćgt ađ setja inn á plötuspilara uppáhaldslög. Ţađ var hćgt ađ efna til skođanakannanna. Ţađ var hćgt ađ velja letur, leturstćrđ, lit á letri. Ţađ var hćgt ađ pósta inn myndböndum. Ţađ var hćgt ađ ráđa stćrđ ljósmynda.
Bloggumhverfi Moggabloggsins var frábćrlega vel útfćrt á heimsmćlikvarđa. Tugţúsundir hófu ađ blogga á Moggablogginu. Vinsćlustu bloggarar fengu 5 - 10 ţúsund innlit á dag. Ţeir sem nćstir komu fengu 2 - 5 ţúsund innlit á dag. Dagblöđin: Mogginn, Fréttablađiđ, Blađiđ og DV, birtu daglega einskonar "best of" bloggfćrslur frá deginum áđur. Ljósvakamiđlar voru sömuleiđis duglegir viđ ađ vitna i bloggfćrslur. Til varđ frasinn "bloggheimar loga" ţegar mikiđ gekk á.
Svo breyttist allt á einni nóttu. Ţađ var ţegar Doddsson varđ ritstjóri Morgunblađsins. Blogginu var sparkađ niđur í kjallara. Í forystugrein í Mogganum lýsti Doddsson ţví yfir ađ bloggarar vćri ómarktćkur skríll. Bara ég og örfáir ađrir vćru á hlustandi. Allir ađrir bloggarar vćru fábjánar.
Nánast allir vinsćlustu bloggarar Moggabloggsins fćrđu sig međ ţađ sama yfir á önnur bloggsvćđi. 10 ţúsund dagleg innlit á Moggabloggiđ hrundu niđur í 500.
Moggabloggshruniđ skaut styrkum stođum undir blogg á eyjunni, dv, pressunni og fleiri bloggsvćđum. Bloggsvćđi 365 miđla, bloggcentral og blogg.visir.is, blómstruđu. Samt voru stöđug vandrćđi međ ţessi bloggsvćđi 365 miđla. Ţar var allt í klessu. Innlitsteljari virkađi nánast aldrei. Ţađ var ekkert hćgt ađ stjórna leturstćrđ, ljósmyndastćrđ né litum eđa öđru. Ţađ var klúđur aldarinnar ađ 365 miđlar nýttu sér á engan hátt hrun Moggabloggsins. Ţvert á móti ţá hefur vísisbloggiđ alla tíđ verđ hornreka og meira og minna hálf bćklađ fyrirbćri.
Ţrátt fyrir allt var alla tíđ góđ traffík á bloggsvćđi 365. Nú hefur ţeim veriđ lokađ. 365 miđlar hafa stimplađ sig út úr bloggheimum.
Spurningin er hvađa áhrif ţetta hefur á bloggheim. Mér segir svo hugur ađ fćstir fćri sig yfir á Moggabloggiđ. Flestir fćra sig vćntanlega yfir á Fésbók. Ţađ er spurning međ DV bloggiđ og Eyjuna. Ţau blogsvćđi standa ekki öllum opin. Ađeins útvöldum er hleypt ađ.
Ţá er eftir "kommentakerfi" DV og visir.is. Ţangađ munu einhverjir fćra sig. Eftir stendur ađ tveir af helstu bloggvettvöngum Íslands hafa skellt í lás, bloggcentral.is og blogg.visir.is. Ţar er skarđ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (29)
6.12.2013 | 00:05
Barnaníđingar
Ţađ má alveg vera rétt ađ opinberar upplýsingar um barnaníđinga forherđi ţessa fárveiku menn. Á móti vegur ađ eftir ţví sem betri upplýsingar um ţá liggja fyrir ţá er auđveldar ađ verjast ódćđum ţeirra. Ţess vegna er best ađ upplýsingar um ţessa veiku menn séu ađgengilegar fyrir foreldra ungra barna.
Hátt hlutfall manneskjunnar situr uppi međ brenglađar hugmyndir um tilveruna. Um fjórđungur Íslendinga glímir viđ geđveiki einhvern tíma á ćvinni. Í flestum tilfellum er dćmiđ frekar léttvćgt og tímabundiđ.
![]() |
Níđingar reiđast nafnbirtingu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (31)
4.12.2013 | 23:49
Nýja íslenska jólalagiđ sem er ađ slá rćkilega í gegn
Í gćrkvöldi setti Ţórđur Bogason inn á youtube splunkunýtt frumsamiđ jólalag, "Biđin eftir ađfangadegi". Ţađ var eins og kveikt á flugeldi. Lagiđ rauk af stađ í einskonar jó-jó ţvers og kruss um Fésbók. Ég hef aldrei séđ annađ eins flug á ţeim vettvangi. Í "commentakerfi" Fésbókar var laginu fagnađ og ţađ hlađiđ lofiđ í bak og fyrir. Margir lýsa ţví sem flottasta íslenska jólalagi síđustu ára. Sumir nota tćkifćriđ og hćđa 2ja stjörnu (skv. mbl.is) jólaplötu "Ekki háttvirts" um leiđ og ţetta lag er rómađ sem hinn fullkomni jólasöngur. Ég hef ekkert heyrt af jólaplötu "Ekki háttvirts" (hlusta ekki á Bylgjuna) og tek ţví ekki ţátt í ţeirri umrćđu.
Fyrir minn smekk er jólalag Ţórđar Bogasonar virkilega grípandi og gott jólalag. Ţađ hefur alla eiginleika til ađ verđa sívinsćlt jólalag. Eitt útspiliđ er hvernig lagiđ er brotiđ upp međ örstuttu ágengu rokkgítarsólói. Til viđbótar viđ hvađ laglínan er sterk bćđi í versi og viđlagi. Trompin eru lögđ á borđiđ á fćribandi.
Hljómsveitin Foringjarnir er skráđ fyrir laginu. Mér virđist ţó sem ađ ţetta sé sólóverkefni Ţórđar Bogasonar, söngvara, lagahöfundar, textahöfundar og gítarleikara. En skiptir ekki máli. Jólalagiđ í ár og nćstu ára. Ţegar ég smellti á lagiđ á youtube í gćrkvöldi hafđi ţađ veriđ spilađ 5 sinnum. Í dag ţegar ég sá hversu mjög rösklega ţví hafđi veriđ deilt á Fésbók sá ég ađ ţađ hafđi veriđ spilađ 500 sinnum á innan viđ sólarhring. Ég man ekki eftir jafn rosalegum viđbrögđum.
Ţetta er nýja íslenska jólalagIĐ (međ ákveđnum greini). Toppurinn í nýjum jólalögum 2013. Dreifiđ laginu og leyfiđ öđrum ađ komast í rétta jólagírinn.
Lífstíll | Breytt 5.12.2013 kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
3.12.2013 | 21:38
Eru allir ađ verđa geggjađir?
Á rúnti um netheima rekst mađur víđa á ljósmyndir af fólki. Sumt af ţessu fólk hagar sér ţannig ađ vandasamt er ađ átta sig á ţví hvađ liđinu gengur til. En kannski er bara gott ađ allir séu ekki steyptir í sama mót. Ţá er hćgt ađ brosa eđa skella upp úr ţegar ţađ allra skrítnasta ber fyrir augu.
Ég veit ekki hvort ţessi dama er ađ dansa eđa hvađ. Hvort sem er ţá átta ég mig ekki á ţví hvers vegna hún hefur trođiđ hendinni á sér alveg ofan í kok.
Sumir hafa hring í eyranu. Ađrir hafa hring í nefinu. Ég hef ekki áđur séđ neinn međ skćri í nefinu. Ţetta gćti orđiđ tískubylgja ef til ađ mynda Justin Bieber tćki upp á ţessu.
Skemmtileg fjölskyldumynd af mislítiđ sólbrúnu fólki. En hvađ er ţetta međ öxina? Fađirinn hefur skorđađ blađiđ á bakviđ brjóstiđ á stúlkubarninu.
Amma er fótalúin en vill ólm vera međ í búđarrápinu. Ţá er bara ađ skorđa hana ofan í innkaupakerrunni og hlađa ofan á kellu kókflöskum, kexkökum, pylsupökkum, mjólk og öllu hinu. Sumar vörurnar kćla hana notalega í hitamollunni.
Bleika slímiđ er ţađ kallađ. Ţađ er einskonar kjötfars úr uppsópi af gólfum kjötvinnslunnar. Ţađ er ţvegiđ upp úr ammoníaki og fínhakkađ í leđju eđa slím. Slímiđ er notađ til ađ drýgja hamborgara og fleiri kjötrétti. Ţarna er ţađ hinsvegar notađ í stađ lambhúshettu. Bleika slímiđ er einkum notađ í Bandaríkjunum. En einnig í Bretlandi. Notkun ţess er ţó ýmsum skorđum sett. Ţađ má til ađ mynda ekki nota ţađ í skólamáltíđir í Bretlandi.
Lífstíll | Breytt 4.12.2013 kl. 00:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2013 | 22:30
Forvitnilegir fróđleiksmolar um ţakkargjörđardaginn
![]() |
Kalkúnninn sprakk í loft upp |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 1.12.2013 kl. 14:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2013 | 23:12
Ţegar Lulla frćnka fór til útlanda
Lulla frćnka hélt ađ hún vćri altalandi á dönsku og ensku. Ţađ var misskilningur. Ađ vísu kunni hún nokkur orđ í ţessum tungumálum. En hún var ekki međ réttan skilning á ţeim öllum. Til ađ mynda hélt hún ađ "spiser du dansk?" ţýddi "talar ţú dönsku?" (í stađ "borđar ţú dönsku?"). Ţetta kom ekki ađ sök. Útlendingar urđu lítiđ sem ekkert á vegi Lullu frćnku. Ţangađ til eitt áriđ ađ hún fór í utanlandsreisu međ skipi. Ţađ var til Englands og Hollands.
Í Hollandi keypti Lulla helling af litlum styttum af vindmillum. Ţćr fengu ćttingjar í jólagjöf nćstu ár. Fallegar og vel ţegnar litlar skrautstyttur. Í Englandi keypti Lulla fátt. Ástćđan var tungumálaörđugleikar. Lulla sagđi ţannig frá:
"Ţađ kom mér á óvart hvađ Englendingar eru lélegir í ensku. Ţađ var ekki hćgt ađ rćđa viđ ţá. Ţeir skilja ekki ensku. Ég reyndi ađ versla af ţeim. Ţađ gekk ekki neitt. Hollendingar eru skárri í ensku. Samt eru ţeir líka óttalega lélegir í ensku. En mér tókst ađ versla af ţeim međ ţví ađ tala hćgt og benda á hluti."
----------------------
Fleiri sögur af Lullu frćnku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1330749/
Lífstíll | Breytt 30.11.2013 kl. 18:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)