Eru allir að verða geggjaðir?

  Á rúnti um netheima rekst maður víða á ljósmyndir af fólki.  Sumt af þessu fólk hagar sér þannig að vandasamt er að átta sig á því hvað liðinu gengur til.  En kannski er bara gott að allir séu ekki steyptir í sama mót.  Þá er hægt að brosa eða skella upp úr þegar það allra skrítnasta ber fyrir augu.

eru allir orðnir geggjaðir - a

Ég veit ekki hvort þessi dama er að dansa eða hvað.  Hvort sem er þá átta ég mig ekki á því hvers vegna hún hefur troðið hendinni á sér alveg ofan í kok.  

eru allir orðnir geggjaðir - aa

Sumir hafa hring í eyranu.  Aðrir hafa hring í nefinu.  Ég hef ekki áður séð neinn með skæri í nefinu.  Þetta gæti orðið tískubylgja ef til að mynda Justin Bieber tæki upp á þessu.   

eru allir orðnir geggjaðir - b

 Skemmtileg fjölskyldumynd af mislítið sólbrúnu fólki.  En hvað er þetta með öxina?  Faðirinn hefur skorðað blaðið á bakvið brjóstið á stúlkubarninu. 

eru allir orðnir geggjaðir - bb

  Amma er fótalúin en vill ólm vera með í búðarrápinu.  Þá er bara að skorða hana ofan í innkaupakerrunni og hlaða ofan á kellu kókflöskum, kexkökum, pylsupökkum, mjólk og öllu hinu.  Sumar vörurnar kæla hana notalega í hitamollunni.

eru allir orðnir geggjaðir - c

 Bleika slímið er það kallað.  Það er einskonar kjötfars úr uppsópi af gólfum kjötvinnslunnar.  Það er þvegið upp úr ammoníaki og fínhakkað í leðju eða slím.  Slímið er notað til að drýgja hamborgara og fleiri kjötrétti.  Þarna er það hinsvegar notað í stað lambhúshettu.  Bleika slímið er einkum notað í Bandaríkjunum.  En einnig í Bretlandi.  Notkun þess er þó ýmsum skorðum sett.  Það má til að mynda ekki nota það í skólamáltíðir í Bretlandi.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að viðurkenna veikleikana, til að efla styrkleikana? Og jafnvel halda áfram á brautinni óruddu og torfæru? (jafnvel þyrnum stráðu brautinni?).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2013 kl. 00:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oj Jens ertu að segja satt með þetta bleika slím, vona sannarlega að það sé ekki á boðstólum hérlendis???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 17:35

3 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  vel mælt. 

Jens Guð, 4.12.2013 kl. 17:46

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  hér eru stuttar upplýsingar um þetta:  http://www.youtube.com/watch?v=dCqKl4Q3hW4. 

  Þarna er því haldið fram að bleika slímið sé ekki notað í Kanada og Evrópu.  Á móti hafa talsmenn í höfuðstöðvum McDonalds haldið því fram að allar vörur McDonalds séu eins hvar sem er í heiminum.  Það séu sömu staðlar og sömu hráefni notuð.  Þess vegna heiti staðirnir allsstaðar sama nafni.  Til að mynda mátti McDonalds á Íslandi ekki láta vinna vöruna hérlendis.  Þeir urðu að flytja það allt inn frá sérstakri McDonalds verksmiðju í útlöndum.  

Jens Guð, 4.12.2013 kl. 17:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk! ekkert McDonalds hjá mér aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 18:02

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þumalputtaregla er að sniðganga skyndibitastaði í útlöndum.  Sjá:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1313545/

  Um daginn las ég grein um það hvernig best er fyrir evrópska túrista að haga sér í Asíu.  Nr. 1 er að sniðganga alþjóðlega skyndibitastaði.  Það eru 8 sinnum meiri líkur á að fá matareitrun á þeim en á veitingastöðum sem bjóða upp á þjóðlega rétti.  Þetta var útskýrt en það er of langt mál að rekja það hér.

Jens Guð, 4.12.2013 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband