Færsluflokkur: Matur og drykkur
15.1.2014 | 21:50
Maturinn í tómu rugli
Kona var í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum. Viðtalið snérist að einhverju leyti um lífstíl konunnar sem grænmetisætu. Vegna dýraverndunarsjónarmiða neytti konan hvorki kjöts né fisks eða annarra dýraafurða. Mjólkurvörur og egg fóru ekki inn fyrir hennar varir né heldur eggjanúðlur. Að því kom að konan var spurð um uppáhaldsmat. Hún svaraði því til að hún elskaði kjúklingasalatið á tilteknum veitingastað í Kópavogi.
Svona er Ísland í dag. Ekkert nautakjöt í nautakjötsbökum. Enginn hvítlaukur í hvítlauksbökum. Nautakjöt drýgt með hrossakjöti. Innfluttir kjúklingar og svínakjöt seld sem hágæða íslensk framleiðsla (eitthvað annað en útlenski óþverrinn sem er stútfullur af sterum og fúkkalyfjum). Kjúklingur skilgreindur sem grænmeti. Eins og pizzan í Bandaríkjunum. Það er allt í rugli allsstaðar.
Í Ástralíu er asíuættað matvælafyrirtæki, Lamyong. Það hefur sett á markað grænmetisskinku með kjúklingabragði. Þetta er snúið. Skinka er reykt og soðið svínslæri. Það getur ekkert annað hráefni verið svínslæri. Síst af öllu er hægt að kalla grænmeti svínslæri. Hvað þá grænmetisbúðing sem bragðast eins og kjúklingur.
Lengsta hungurverkfall á Íslandi varð frétt fyrir fjórum dögum. Fréttaefnið var að Höskuldur H. Ólafsson fékk í fyrsta skipti mat frá bankahruninu 2008. Vandamálið er að hvorki Höskuldur né aðrir muna lengur hvers vegna hann hóf hungurverkfallið fyrir hálfu sjötta ári. Það var Gerður Kristný rithöfundur sem kom auga á þessa frétt.
Ég kom hinsvegar sjálfur auga á skemmtilega útlenda Fésbókarfærslu sem vinsælt er að deila á þeim vettvangi. Þar segir af konu sem var að hefja matreiðslu á kvöldverði heimilisins. Eiginmaðurinn kom inn í eldhús og spurði hvort hann gæti hjálpað til. Konan jánkaði því. Sagði honum að taka kartöflupokann, skræla helminginn og sjóða í potti. Nokkru síðar blasti þessi sjón við konunni:
Matur og drykkur | Breytt 16.1.2014 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2014 | 22:16
Gagnlegur fróðleikur um Evrópusambandið
Utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, veit margt - þó að hann viti ekki hvað sum lönd heiti. Hann veit bara eitthvað annað í staðinn. Gott dæmi um það er þessi fullyrðing sem hann slengdi óvænt fram í Kastljósi í kvöld: "Evrópusambandið eyðir meiri peningum í kynningar á sér en Kóka-kóla." Þetta er merkilegur og áhugaverður fróðleiksmoli. Takk fyrir það. Eftir stendur spurningin: Hvað eyðir Evrópusambandið miklum peningum í Kóka-kóla? Kannski miklum peningum. Ýmislegt bendir til þess. Til að mynda að starfsmenn Evrópusambandsins eru pestagemlingar. Veikindadagar þeirra eru þrefalt fleiri en í nágrannalöndum okkar.
Starfsmenn Evrópusambandsins halda sig heimavið fárveikir, skjálfandi eins strá í vindi vegna þynnku, með dúndrandi hausverk um 15 virka daga á ári að meðaltali. Þá er ótalið hvernig þetta lið liggur afvelta heima um helgar og á öðrum frídögum. Til að mynda í sumarfríinu. Það er svakalegt.
Einn af hverjum sjö starfsmönnum Evrópusambandsins drífur ekki í vinnuna vegna veikinda yfir 20 sinnum á ári. Þetta er ekki vegna þess að þeir séu undir miklu álagi í vinnunni. Né heldur vegna þess að vinnan sé þeim hættuleg og harðneskjuleg. Þeir reyna ekkert á sig. Hvorki líkamlega né andlega. Vinnan gengur aðallega út að það að finna sér eitthvað til að dunda við. Menn eru mest í því að rétta hver öðrum pappír.
Fyrir dundið eru þeir á hærri launum en almennur launamaður. Sjötti hver er með 16 - 20 milljónir í árslaun nánast beint í vasann. Þeir njóta verulegra skattfríðinda og ótal annarra fríðinda.
Til samanburðar er skrifstofumaður í Bretlandi að meðaltali frá vinnu vegna veikinda 5 daga á ári. Vinnuálag þeirra er mikið vegna þess að fyrirtæki og stofnanir eru undirmannaðar.
Það dugir að hlusta á fyrstu hálfu mín.
Matur og drykkur | Breytt 14.1.2014 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hungrið sækir að. Þú átt ekkert í ísskápnum. Vonsku veður úti og þú nennir ekki í búð. Þú sest við tölvuna og prentar í þrívídd út máltíð. Það þarf aðeins að hita hana í örstutta stund í örbylgjuofni. Þá er hún tilbúin og þú getur byrjað að snæða.
Þetta er ekki fjarlægur framtíðardraumur. Þessi prentari kemur á almennan markað núna í vor.
Þegar ég var í Barselona yfir jól og áramót var mikið um þetta rætt. Það er spænskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Barselona sem stendur fyrir þessari skemmtilegu nýjung (að ég held í samvinnu við tölvufyrirtæki í fleiri löndum). Ég sá fréttir af þessu. Að vísu kann ég ekki spænsku. En ég sá myndir af ferlinu.
Við vitum að nú þegar eru fullkomlega nothæf skotvopn prentuð út í þrívídd. Einnig varahlutir í bíla og fleiri tæki.
Síðasta byltingarkennda nýjung í eldhúsi er örbylgjuofn. Hátt í þrír áratugir eru síðan hann kom á almennan markað. Þrívíddarprentarinn er stærri bylting. Það þarf ekki að draga fram allskonar potta og pönnur, skera niður lauk, hræra í sósum, hveiti og allskonar út um allt. Núna sest þú fyrir framan tölvuna og velur máltíð. Smellir á myndina og þrívíddarprentarinn hefst handa.
Þetta býður upp á fleiri möguleika. Ef börn fúlsa við spínati eða öðru hollu grænmeti er minnsta mál í heimi að breyta lögun þess. Láta það líta út eins og blóm eða flugvél eða annað spennandi.
Hvernig virkar þetta? Prentarinn er á stærð við nettan örbylgjuofn. Í stað blekhylkja í litaprentara eru tiltekin hráefni og krydd í hylkjum prentarans. Prentarinn byrjar á því að prenta örþunna flögu. Síðan hleður hann hverri örþunnu flögunni ofan á aðra til samræmis við myndina af matnum á skjánum.
Fyrsta kynslóð af prentaranum ræður ekki við hvaða mat sem er. Hann getur prentað franskar kartöflur og kartöflumús en ekki venjulegar kartöflur. Hann prentar hamborgara, pizzur, lasagna og eitthvað svoleiðis. Hann prentar allskonar kökur. Alveg frá súkkulaðibitakökum til ostatertna.
Matarprentarinn kostar um 150 þúsund ísl. kr. Líklegast er að veitingastaðir prentaravæðist á undan heimilum. Handan við hornið - strax í vor - eru veitingastaðir sem afgreiða einungis prentaðan mat.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.1.2014 | 17:32
Embættismenn skemmta sér og skrattanum
Íslenskum embættismönnum þykir fátt skemmtilegra en setja reglur. Ekki síst embættismönnum ÁTVR. Þeir skríkja í kæti þegar þeim tekst að banna hitt og þetta. Eitt sinn bönnuðu þeir sölu á cider-drykk. Forsendan var sú að dósin var og er skreytt smáu blómamynstri. Innan um blómin mátti - með aðstoð stækkunarglers - koma auga á teikningu af nöktum fótlegg.
- Viðurstyggð! Stórskaðlegt og gróft klám, hrópuðu embættismenn ÁTVR.
Heildsali cider-drykksins áfríaði ákvörðun ÁTVR til dómsstóls. Þar voru embættismenn ÁTVR rassskelltir. Klám fannst ekki á umbúðunum. ÁTVR var skikkuð til að taka cider-drykkinn í sölu. Síðan hefur hann selst vel - án þess að leiða til ótímabærs kynsvalls og óhóflegrar fjölgunar kynlífsfíkla.
Í annað skipti komu embættismenn auga á smátt letur á bjórnum Black Death. Þar stóð: Drink in Peace.
- Grófur áróður fyrir neyslu áfengs drykkjar og getur leitt til ölvunar, hrópuðu embættismenn ÁTVR.
Í enn eitt skiptið bönnuðu embættismenn ÁTVR bjórinn Motorhead.
- Þeir sem drekka Motorhead eru í mikilli hættu á að byrja umsvifalaust að hlusta á enska hljómsveit með sama nafni. Þá er stutt í heróínneyslu og krakkreykingar.
Þetta var sameiginleg niðurstaða embættismanna ÁTVR.
Fyrir örfáum árum bönnuðu embættismenn ÁTVR íslenskan páskabjór.
- Það er teikning af svipljótum hænuunga á dósinni. Veruleg hætta á að börn hamstri þennan bjór, var útskýring embættismanna ÁTVR.
Nú er bjórframleiðendum gert að farga öllum jólabjór. Jólin eru búin.
Af hverju samt að farga hollum og neysluvænum drykkjum þó að jólin séu að baki?
- Þetta eru reglur. Við verðum einfaldlega að framfylgja reglum, segja embættismenn ÁTVR.
Hver setti þessar reglur?
- Við, er svar þessara sömu embættismanna.
![]() |
Farga óseldum jólabjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.1.2014 | 22:05
Tapas á Spáni og Íslandi
Þetta er framhald á bloggfærslunni frá í gær.
Eitt af því sem gerir utanlandsferðir skemmtilegar er að kynnast framandi matarmenningu. Að vísu er það ekki alveg jafn spennandi eftir að hérlendis spruttu upp kínverskir veitingastaðir, tælenskir, víetnamskir, ítalskir, tyrkneskir, bandarískir... Samt. Í útlandi má alltaf finna eitthvað nýtt og framandi að narta í.
Í Barselona er af nógu að taka í þeim efnum. Þar á meðal eru það smáréttir sem kallast tapas. Upphaflega var tapas brauðsneið eða parmaskinkusneið lögð ofan á vínglas á milli sopa. Hlutverk tapas var að koma í veg fyrir að fluga kæmist í vínið. Enginn vill eiga það á samviskunni að fluga verði ölvuð og rati ekki heim til sín.
Þegar annað vínglas var pantað lét barþjónninn nýja skinkusneið eða brauðsneið fylgja því. Eða þá að á barnum lá frammi brauð og skinka. Gestir máttu fá sér eins og þeir vildu. Bæði til að hylja vínglasið og einnig til að maula sem snarl. Brauðið og skinkan eru sölt og skerpa á vínþorsta viðskiptavina. Það varð góður bisness að halda snarlinu að gestum. Þróunin varð sú að bæta söltu áleggi eða salati ofan á brauðbitana. Það er enginn endir á nýjum útfærslum af tapas. Í dag eru barir og krár á Spáni undirlagðar tapas. Viðskiptavinurinn getur valið úr mörgum tugum smárétta.
Nafnið tapas vísar til upprunans; sem tappi eða lok. Spænska orðið tapa þýðir að hylja. Mér skilst að víðast á Spáni sé tapas ókeypis snarl með víninu. Í Barselona er hver smáréttur seldur á 200 - 300 ísl. kr. Það er líka hægt að fá bitastæðari smárétti á hærra verði. Spánverjar skilgreina tapas alfarið sem snarl á milli mála. Þeir líta ekki á tapas sem máltíð. Það geri ég hinsvegar. Það er góð og fjölbreytt máltíð að fá sér 3 - 4 smárétti með bjórnum. Á sumum börum er hægt að kaupa á tilboðsverði 6 - 7 valda smárétti saman á 1000 - 1200 ísl. kr. Þá er blandað saman dýrum og ódýrum réttum. Þetta er of stór skammtur fyrir máltíð. En ágætur pakki fyrir þá sem sitja lengi að drykkju.
Verðlag á veitingum á Spáni er nokkuð áþekkt verðlagi á Íslandi. Ef íslensku bankaræningjarnir hefðu ekki slátrað íslensku krónunni 2008 værum við í dag að tala um verðlag á Spáni helmingi lægra en á Íslandi.
Það er önnur saga. Hérlendis eru veitingastaðir sem kenna sig við tapas. Það skrítna er að þeir eru rándýrir. Einn réttur kannski á 2000 - 3000 kall. Nokkrir smáréttir saman á 7000 kall eða eitthvað.
Ég gagnrýni þetta ekki. Þvert á móti dáist ég að þessum stöðum fyrir að komast upp með svona háa verðlagningu. Þetta er bisness eins og margt annað. Það er ekkert nema gaman að til sé hellingur af fólki sem hefur efni á að halda íslenskum tapas-stöðum á floti.
Meira á morgun.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.1.2014 | 00:06
Vasaþjófar og fjör í Barselona
Ég fagnaði sólrisu, sólstöðuhátíðinni og áramótum með því að taka snúning á London, Barselona og Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta heimsókn mín til Spánar. Þess vegna staldraði ég lengst við þar.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2013 | 22:30
Forvitnilegir fróðleiksmolar um þakkargjörðardaginn
![]() |
Kalkúnninn sprakk í loft upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 1.12.2013 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2013 | 00:52
Það þarf stöðugt að hafa vit fyrir heimska fólkinu
Morgunblaðrið verður ekki oft á vegi mínum. Hugsanlega er það vegna þess að ég er ekki áskrifandi. En þegar ég rekst á blaðið þá les ég það mér til gagns og gaman. Í dag fór ég á matsölustað. Þar rakst ég á rifrildi úr tölublaði frá síðustu viku. Örfáar blaðsíður. Og las þær í bak og fyrir. Á einni síðu voru tvær aðsendar greinar. Önnur var frá tveimur konum. Önnur er prófessor og hin næringarfræðingur. Þær færðu í löngu máli rök fyrir því að gosdrykki og aðra svaladrykki eigi umsvifalaust að fjarlægja úr almennum matvöruverslunum og sjoppum Þessir drykkir eru óhollir. Svo sannarlega. Bölvaður óþverri. Litað sykurvatn með bragðefnum. Það er mesta furða að fólk kaupi og drekki þennan viðbjóð.
Konurnar eru með lausn á vandamálinu. Hún er sú að bannað verði að selja sykraða drykki annars staðar en í ríkisreknum vínbúðum. Þar með verði sala á sykruðum drykkjum til yngri en 20 ára stranglega bönnuð að viðlögðum háum fjársektum og vist í skammarkrók. Þeir einir sem náð hafa 20 ára aldri og geti sannað það með framvisun vegabréfs fái að kaupa þessa óhollu drykki.
Fólk er fífl. Þess vegna þarf að passa það og vakta og skammta ofan í það óhollustu. Annars endar þetta með óhófi. Það þarf að festa í lög og fylgja þeim rækilega eftir að fólk gæti hófs í þambi á sykruðum drykkjum. Eitt kókglas á sunnudögum með mat er hámarkið. Hálft aukaglas á hátíðisdögum á borð við jól og sumardaginn fyrsta.
Ríkislögreglustjóri og hans embætti verður að halda utan um að lögum og reglum um þetta sé fylgt í hvívetna. Kæruleysi leiðir til upplausnar.
Á sömu blaðsíðu og prófessorinn og næringarfræðingurinn settu fram sína kröfu var grein eftir kaupmann í Reykjavík. Hann vill flugvöll burt úr Vatnsmýri. Hann vill ná umræðunni niður á jörðina í stað þess að gapa upp í loft á eftir flugvélum. Til að ná umræðunni niður á jörðina skipti hann flugvellinum út fyrir fjós í Vatnsmýri. Stillti upp dæmi um lítið sveitakot með fjósi. Hver vill ríghalda í og varðveita fjós á svæði þar sem annars er hægt að byggja þétta byggð blokkaríbúða? Ég náði ekki að lesa alla rökfærsluna til enda. Mig sundlaði eftir að hafa lesið innganginn. Grínarar hringstigans eru víðar en þeir gera sér grein fyrir.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
23.11.2013 | 23:05
Íslenska þakkagjörðarhátíðin
Elsta heimild um íslensku þakkargjörðarhátíðina, slægju, er í sögu af Ólafi Noregskonungi digra (hann var assgoti búttaður og þrútinn). Ólafur (konungur 1015 - 1028) spurði Íslending hvort að satt sé að bændur gefi húskörlum sínum hrút til slátrunar á haustin. Íslendingurinn kannaðist við það. Þannig var heyskaparlokum fagnað og fé komið af fjalli. Noregskonungur mælti þegar í stað fyrir um að Íslendingar í hans liði skuli fá hrút til slátrunar. Reyndist þar vera um óvin Ólafs digra að ræða, Hrút að nafni. Íslendingarnir létu ekki segja sér það tvisvar. Þeir slátruðu Hrúti þegar í stað og öllum hans mönnum.
Matur og drykkur | Breytt 24.11.2013 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.11.2013 | 22:32
Lulla frænka - II
Um daginn kynnti ég til sögunnar á þessum vettvangi Lullu, föðursystur mína. Áður en lengra er haldið ráðlegg ég þér að fletta upp á þeirri færslu svo ég þurfi ekki að endurskrifa þá kynningu: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1301441/
Lulla átti það til að hafa allt á hornum sér gagnvart tilteknum manneskjum. Það þurfti lítið sem ekkert til. Þá málaði Lulla upp sterka og neikvæða mynd af viðkomandi og ýkti verulega allt sem að þeim snéri. Þetta átti einungis við um fólk sem var Lullu alls óskylt og ótengt fjölskylduböndum.
Í gegnum svilkonu sína kynntist Lulla systrum sem bjuggu saman. Lulla tók upp á því að heimsækja þær af og til. Ekki mjög oft. Kannski 3 - 4 sinnum á ári. Systurnar voru afskaplega gestrisnar og lögðu á borð fyrir gesti veglega veislu. Þær vissu að Lulla eldaði sjaldan eða aldrei heitan mat fyrir sig eina heima fyrir. Þess vegna lögðu þær sig fram um að tína til og útbúa heitan mat handa Lullu - þrátt fyrir að hún kæmi ætíð í heimsókn utan matmálstíma.
Eitt sinn kom Lulla í heimsókn til svilkonu sinnar. Það var ólund í Lullu. Hún hóf upptalningu á öllu því sem henni datt í hug systrunum til vansa. Svilkonan brást til varnar og sagði hvasst: "Að þú skulir leyfa þér að tala illa um systurnar. Þær hafa aldrei sýnt þér annað en vinsemd. Þú ert ekki fyrr komin inn úr dyrum hjá þeim en þær eru farnar að tína til allt það besta matarkyns sem þær eiga og útbúa veislumáltíð fyrir þig."
Það hnussaði í Lullu af vandlætingu og hún sagði: "Þær nota mig nú bara fyrir ruslafötu. Henda í mig leifunum!"
Matur og drykkur | Breytt 11.11.2013 kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)