Færsluflokkur: Matur og drykkur

Færeysku fjölskyldudagarnir á Stokkseyri

  Hátíðin Færeyskir fjölskyldudagar var haldin á Stokkseyri dagana 1. - 5. ágúst.  Hún tókst í flesta staði afskaplega vel.  Veðrið lék við gesti og gangandi.  Glampandi sól,  hlýtt og þurrt.  Undantekningin var að um miðbik hátíðarinnar blésu veðurguðirnir óvænt.  Flestum þótti það bara hressandi.  Svo datt allt í dúnalogn aftur.

  Í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar.   Hún er ekki tæmandi.  Nokkur skemmtileg dagskráratriði bættust við.  Ber þar hæst heimsókn kanadísku hljómsveitarinnar Horizon.  Sú hljómsveit sérhæfir sig í lögum úr smiðju Pink Floyd,  Guns N´ Roses og fleiri slíkra.  Þetta eru afskaplega flinkir fagmenn,  hvort heldur sem er í hljóðfæraleik eða söng.

  Liðsmenn Horizon fréttu í Dubai af Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri.  Ótrélegt en satt.  Svo heppilega vildi til að hljómsveitin var stödd í Reykjavíkurhöfn í útlendu skemmtiferðaskipi um verslunarmannahelgina.  Það lá því beinast við að skjótast til Stokkseyrar.  Þar skemmti hljómsveitin sér konunglega.  Hún kvittaði fyrir sig með því að troða í tvígang upp á dansleik Bee on Ice á laugardagskvöldinu,  undrandi gestum til óvæntrar ánægju.  Fagmennskan var slík að það var eins og Pink Floyd væri mætt á svæðið. 

  Fyrr á laugardeginum mætti á svæðið einn góður gestur til,  píanósnillingurinn Siggi Lee Lewis.  

siggileelewis1.jpg   Hann brá sér í tvígang upp á svið í hátíðarsal Lista- og menningarverstöðvarinnar og gaf gestum vænt sýnishorn af fjörlegri búgívúgísveiflu og blús.

  Af öðrum hápunktum Færeyskra fjölskyldudaga má nefna smakk á færeyskra þjóðarréttinum skerpikjöti.  Það er þurrkað og verkað lambalæri af ársgömlum sauð.  Bragðsterkt með rífandi eftirbragði,  skolað niður með færeysku Eldvatni (einskonar færeysku brennivíni,  þríeimuðu).  

  Skerpikjötið á það sameiginlegt með kæsta hákarlinum að annað hvort verða menn sólgnir í það sem algjört sælgæti eða þá að bæði lykt og bragð vefjast fyrir óvönum.  Mun fleiri falla gjörsamlega fyrir sælgætinu en þeir síðarnefndu.

  Nafnið skerpikjöt vísar til þess að bragðið sé skarpt.  Það er búið að skerpa á því.  

  Á laugardeginum og sunnudeginum voru þrjú væn skerpikjötslæri skorin niður í smakkbita og borðuð upp til agna.  Margir gerðu sér langa ferð til að komast í smakkið.  Sumir til að forvitnast um kjötið og spurðu margs.  Aðrir vegna þess að þeir þekktu sælgætið og voru friðlausir að komast í bitann.

  Hér eru Færeyingarnir Gunnar og Tóti að skera skerpikjötið niður.  Ég stend ábúðafullur hjá,  gæti þess að allt sé "undir kontról" og er tilbúinn að svara fyrirspurnum þegar gestir hópast að og deila út namminu.  Við Gunnar erum með færeysku þjóðarhúfuna: 

skerpikjot-skori.jpg

    skerpikj_t_1210734.jpg

       

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

  

 

 

  Skerpikjöt er svo girnilegt og spennandi að meira segja grænmetisætur,  eins og Harpa Karlsdóttir,  létu freistast til að smakka: 

skerpikjot-harpa.jpg


Fjörið og góða veðrið um verslunarmannahelgina

  Eins og glöggt má lesa um í meðfylgjandi frétt,  "Besta veðrið suðvestantil",  þá verður besta veðrið á suðvesturhorninu yfir alla verslunarmannahelgina.  Góða veðrið skellur á af fullum krafti strax á fimmtudaginn.  Það er einmitt þá sem svo skemmtilega vill til að á Stokkseyri hefjast Færeyskir fjölskyldudagar.  Þetta er svo heppilegt vegna þess að besta veðrið verður nákvæmlega á Stokkseyri.  Gargandi sól, hiti, fjör og gaman.  

  Í besta veðrinu um verslunarmannahelgina verður eftirfarandi um að vera á Færeysku fjölskyldudögunum.  Ég tók þetta af Fésbókarsíðu Færeyskra fjölskyldudaga:



.
  Dagana 1.- 5. ágúst næstkomandi verður haldin færeysk stórhátíð á Stokkseyri.

  Margt verður í boði frá fimmtudegi til mánudags:  Söfn verða opin alla helgina,  svo og sýningar, þjónusta og fjölbreytt afþreying. Ýmis tilboð verða í gangi og aðgangur er ókeypis á fjölda viðburða.

  Boðið verður upp á skem
mtun með fjölbreyttri færeyskri tónlist, kynningu á Færeyjum, sagðar gamlar og nýjar sögur frá Færeyjum, kynning á skerpikjöti og gefið smakk. Þetta er margþætt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

  Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum, segir sögur þaðan og verður með okkur alla helgina, kynnir færeyskan mat og gefur smakk af færeysku skerpikjöti.
  Jens Guð sér um fjörið á Draugabarnum á föstudagskvöldið og fram á nótt.
  Bee on ice sjá um fjörið á laugardagskvöldið á Draugabarnum og fram á nótt.
  Jógvan Hansen og Vignir Snær sjá um að skemmta á sunnudagskvöldið og fram á nótt á Draugabarnum.

  Alla helgina verður hægt að fara á kajak og kanna vatnasvæðið í grennd við Stokkseyri.  Einnig er boðið upp á námskeið fyrir börn um helgina.
  Fjöruborðið er einn af betri veitingastöðum á landinu og þótt víða væri leitað, þar verður hægt að fá mat alla helgina.
  Tjaldsvæðið er mjög gott á Stokkseyri og bíður upp á góða þjónustu, þar gildir Útilegukortið.
  Skálinn (Shell) bíður upp á fjölbreytta þjónustu:  Bensín, olíur, gos, veglegan matseðil, verslun og fleira.
  Hægt er að veiða í Hraunsá alla helgina og á bryggjunni.
  Fjaran er engu lík við Stokkseyri, margir pollar sem iða af lífi, krabbar, síli, fiskar, skeljar, kuðungar og fleira.  Krakkar (og fullorðnir) upplifa eftirminnalegt ævintýri við að kynnast dýralífinu í pollunum.
  Góður fótboltavöllur og sparkvöllur er á Stokkseyri.

Fimmtudagur 01.ágúst 2013


10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið ”Við Fjöruborðið” opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð
13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið „Brennið þið vitar“ kynnt og sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis

Föstudagur 02.ágúst 2013


10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið ”Við Fjöruborðið” opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð.
13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni: Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið „Brennið þið vitar“ sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa“ GUSSA“ málara verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis

23.00 Dansleikur á Draugabarnum Jens Guð spilar færeyska tónlist og fjöruga popptónlist og allt í bland. Aðgangur ókeypis

Laugardagur 03.ágúst 2013


10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum´´.
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10.00 – 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Rjómabúið við Stokkseyri opinn fyrir alla. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið ”Við Fjöruborðið” opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
14.00 - 17:00 Kajak kennsla fyrir börn. Aðgangur ókeypis
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni. Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14. 00 – 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni Smakk á Skerpikjöti meðan birgðir endast. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið „Brennið þið vitar“ sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa“ GUSSA“ málara verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis

23:00 Dansleikur á Draugabarnum ”Bee on ice” halda uppi stuðinnum, ballið hefst kl 23.00 og stendu fram á nótt. Aðgangur 1000.- kr

Sunnudagur 04.ágúst 2013


10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum".
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Menningarverstöðinni 3.hæð.
12:00 - 22.00 Veitingahúsið ”Við Fjöruborðið” opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Rjómabúið við Stokkseyri opinn fyrir alla. Aðgangur ókeypis
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin.
14.00 - 17:00 Kajak kennsla fyrir börn. Aðgangur ókeypis
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Menningarverstöðinni. Jens Gud sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14. 00 – 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Menningarverstöðinni. Smakk á Skerpikjöti, meðan birgðir endast. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið „Brennið þið vitar“ sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa“ GUSSA“ málara verður opin . í Menningarverstöðinni Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis

23:00 Dansleikur á Draugabarnum. Jögvan Hansen og Vignir Snær sjá svo um að halda uppi stuðinu á sunnudagskvöldið og fram á nótt. Aðgangur 2000 kr.

Mánudagur 05.ágúst 2013


09:00 - 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó ”kannið vatnasvæðið á eigin vegum”.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
12:00 - 22:00 Veitingahúsið ”Við Fjöruborðið” opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 20:30 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið „Brennið þið vitar“ sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis


ATH.
Tjaldsvæðið á Stokkseyri er flott og til fyrirmyndar.
Útilegukortið gildir á tjaldsvæðinu Stokkseyri.
Allir hjartanlega velkomnir
Sjá nánar á: www.stokkseyri.is

Upplifið færeyska stemmingu um verslunarmannahelgina.

Nokkur símnúmer sem gott er að vita af:
Neyðarlínan. einn,einn,tveir 112
Lögreglan Selfossi. 480-1010
Fjöruborðið Veitingastaður Humar/Humarsúpa/Lamb. 483-1550.
Kæjaka leiga/kensla. 896-5716.
Skálinn Veitingahús,Verslun,Sjoppa,Bensínst. 483-1485.
Sundlaug Stokkseyrar. 480-3260
Tjaldsvæðið Stokkseyri. 896-2144
Lista og Menningaverstöðinn. 483-1600
Draugasafnið. 483-1202 / 895-0020
Draugabarinn. 483-1202 / 899-0020
Álfa Trölla og Norðurljósasafnið. 483-1600 / 895-0020
Art Kaffi .483-1600 / 842-2610
Icelandic Wonders. ehf 483-1600 / 895-0020
Aurora Experience. ehf 483-1600


mbl.is Besta veðrið suðvestantil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld og örugg aðferð við að skræla egg

egga.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Hungrið sverfur að.  Undir þannig kringumstæðum kemur sér vel að hafa hrært í túnfiskssalat.  Já, eða rækjusalat.  Þá er ráð að skella slettu af því ofan á flatkökusneið og fá sér bita.  Skyndilega verður hart undir tönn.  Það er eggjaskurn í salatinu.  Matarlystin hverfur eins og dögg fyrir sólu.  Eggjaskurn er ólystug.  Nema fyrir hænur.  Þær kunna vel að meta skurn.

  Vandamálið við að skræla egg liggur í því að hvít skurn og egg eru samlit.  Þess vegna er veruleg hætta á að bútar af skurn verði eftir á egginu.  Það er til gott ráð við þessu.  Þannig er aðferðin:

  Þú hellir Coca Cola í skál.  Því næst er harðsoðnum eggjum komið fyrir í kókinu.  Skálin er sett inn í ísskáp.  Á nokkrum vikum eyðir kókið allri skurn utan af eggjunum.  Algjörlega.  Vel og snyrtilega.  En lætur sjálft eggið í friði.  Að öðru leyti en því að það fær sætt bragð yst.  Það kallast veislukeimur.  

 


Eitraður brandari

  Ég rakst á þessa skemmtilegu mynd á netinu.  Ég sprakk úr hlátri og ætlaði seint að hætta að hlæja.  Ég veit ekki hvers vegna.  Það er bara eitthvað óbærilega fyndið við þessa mynd.  Til að sitja ekki einn að þessum hláturvaka smellti ég myndinni inn á Fésbók.  Á örfáum mínútum var hálft þriðja hundrað manns búið að deila henni yfir á sínar síður.  Myndin kitlaði greinilega hláturtaugar fleiri.  Því er mér ljúft og skylt að setja hana líka hér inn:

 husseinobama

  Já,  holtin og veggirnir hafa eyru eins og flugan.

veggirnir hafa eyru


mbl.is Bandaríkjamenn festa Snowden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissir þú ekki!

  Geitur eru merkilegri skepnur en margur heldur í fljótu bragði.  Til að mynda hafa í aldir geitaspörð verið notuð til að lina þjáningar gigtveikra.  Það þarf aðeins að taka inn fimm geitaspörð á fastandi maga í átta daga.  Spörðunum er skolað niður með hvítu víni.  Við magakveisu hefur öldum saman gefist vel að þamba geitahland.  Það slær einnig á eyrnaverk.  Geitalifur heldur draugum og öðrum framliðnum ófreskjum í skefjum.  Ekki má gleyma því að þurrkað og mulið geitareista (af hafri) tekið inn með nægu vínmagni er kröftugasta meðal sem til er gegn ófrjósemi kvenna.

  Þessi lyf og þessar aðferðir eru mörg hundruð árum eldri en nútímakukl lækna sem dæla í sjúklinga hættulegum pillum framleiddum af fégráðugum og glæpsamlegum auðhringum.  Nútímalækningar eru svo ungar að þær eru í raun óhefðbundnar á meðan aldagamlar aðferðir með geitaafurðir eru hefðbundnar lækningar.  

  Geitur éta allt.  Þær éta gaddavír,  girðingastaura,  niðursuðudósir,  smásteina og hvað sem er.  Þær vilja ekki vera skilgreindar grænmetisætur og vera þar með settar í flokk með Hitler.  Geitur éta grasamat aðeins eins og meðlæti.  Á sama hátt og annað fólk en Hitler nartar í grænmeti með kjöti, fiski og þess háttar.  

  Geitur eru húmoristar.  Þeim þykir fátt skemmtilegra en að hræða fólk og hrella.  Þá hlæja geiturnar inn í sér.   


Fólki sem er fífl hjálpað að fóta sig í tilverunni

  Fólk er fífl.  Það vita allir.  Nema fólkið sjálft.  Það þarf leiðbeiningar um hvert skref.  Annars fer allt í rugl.  Þess vegna er brýn þörf á sem flestum umferðarmerkjum.  Fjöldi embættismanna á launaskrá ríkisins vinnur að því hörðum höndum að hanna og koma fyrir sem víðast merkingum til að leiðbeina fólki sem er fífl.  Í dag bættust 17 ný umferðarmerki í hóp þeirra tuga umferðarmerkja sem þegar eru út um allt. 

  Það er gott til þess að vita að ríkisstarfsmenn geri fleira en naga blýanta allan daginn alla daga.  Þeir leggja sig líka fram um að leiðbeina kjánum.  Einmitt núna þegar sól hefur verið minni í sumar (hún á kannski eftir að stækka) en elstu menn muna hefur innanríkisráðherra boðað að í nálægð við allar ísbúðir landsins verði komið upp skilti sem sýnir gamaldags (klassískan) rjómaís úr vél.  Án þessa skiltis er veruleg hætta á að fólk sem er fífl kaupi sér í óvitaskap ís úr frystikistum stórmarkaða.  Lítill fugl hvíslaði að mér að þetta væri gert að ósk Sigmundar Davíðs.  Hann ku vera sólginn í rjómaís beint úr vél. 

umferðarmerki - ís

  Áður en þetta skilti er fest upp sannreyna embættismenn Vegagerðarinnar og Framkvæmdastofnunar samgöngumála að ísinn sé afgreiddur í brauðformi og að það sé rjómabragð af honum. 

  Eitt af mörgu góðu við að fjölga umferðarskiltum á Íslandi er að það er atvinnuskapandi.  Ekki endilega þannig að það fjölgi störfum heldur þannig að embættismenn innanríkisráðuneytisins (og stofnana sem heyra undir það) hafi eitthvað fyrir stafni.  Það gerir engum gott að slæpast í vinnunni og hanga á fésbók.  Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er ríkur vilji hjá Framkvæmdastofnun samgöngumála að setja í næsta átaki upp skilti sem gefur til kynna hvar megi nálgast rammíslenska pylsu með öllu og hvar sé mögulegt að kaupa kalda mysu. 

  Gríðarlega mikil stemmning er fyrir því að setja upp við allar götur nálægt vínveitingastöðum skilti sem upplýsir að hætta sé á að þar fari ölvuð manneskja til síns heima (eða út í buskann).  Aðgát skal höfð í nærveru drukkinna. 

umferðarskilti - ölvaðir á ferliumferðarskilti - nautgripir detta ofan á bíla

  Þetta bráðnauðsynlega skilti sýnir hættu á að nautgripir detti ofan á bíla.  Eina vandamálið er að bílstjóri getur á engan hátt komið í veg fyrir það.  En þegar nautgripur dettur ofan á bíl getur bílstjórinn verið nokkuð viss um að það var nautgripur sem datt ofan á bílinn (en ekki geimskip eða loftsteinn).  Það veitir öryggiskennd að vera ekki í vafa. 

  Hvar er hægt að fóðra krókódíla með fötluðum?

umferðarskilti - krókódílar fóðraðir með fötluðum

  Sumt fólk er "mannýgt".  Það stangar bíla.  Erlendis hefur gefist vel að setja upp skilti nálægt bílum með hvatningu um að mannýgir stangi spegla á bílunum frekar en sjálft "boddýið".  Þannig má komast hjá því að dælda bílana.    

umfer_arskilti_-_haetta_a_a_mjog_havaxnir_rekist_i_spegil_a_rutum.jpg


mbl.is 17 ný umferðarmerki taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðskemmtileg og holl aðferð við að matreiða eggjahræru

  Mörgum vex í augum að matreiða eggjaköku (ommilettu).  Enda er það töluvert stúss.  Það er fráhrindandi.  Fólk þarf helst að hafa skál og þeytara eða písk við höndina.  Það eiga bara ekki allir skál og þeytara eða písk.  Þá er gott að kunna hina aðferðina.  Hún er þannig:  Þú tekur hrátt egg og vefur því innan í handklæði.  Því næst vefur þú snæri þétt utan um handklæðið sitthvoru megin við eggið og hnýtir rembihnút á.  Eggið þarf að sitja pikkfast innan í handklæðinu og vera vel dúðað. 

  Þessu næst bindur þú snærisspotta í sitthvorn enda handklæðisins.   Snærisspottarnir þurfa að vera nógu langir til að þeir ásamt handklæðinu myndi sippuband.  Svo er bara að vippa sér út á mitt gólf og sippa 20 sinnum.  Gæta skal þess vandlega að sá hluti handklæðisins sem er vafinn utan um eggið lendi ekki í gólfinu.  Að minnsta kosti ekki mjög harkalega.  Enginn skal efast um hollustu þess að sippa.  Betri líkamsrækt er vandfundin ef frá eru taldir göngutúrar,  sund,  hjólreiðar,  skokk...  

  Að þessu loknu er sömu aðferð beitt við næsta egg.  Og þar næsta.  Og öll þau egg sem fjölskyldan ætlar að snæða þann daginn.  Þar á eftir eru eggin soðin í vatni alveg eins og venja er.  Þegar skurnin er fjarlægð af soðnum eggjunum kemur þessi fínasta ommiletta í ljós.    

egg.jpg


Byltingarkennd aðferð við kartöflurækt

 

  Um þessar mundir eru margir Íslendingar að setja niður kartöflur;  gróðursetja þær í von um væna uppskeru síðsumars.  Gallinn er sá að vinnubrögð eru ekki eins og best er á kosið.  Það er einkennilegt að ekki hafi borist til Íslands almennileg vinnubrögð við kartöflurækt.  Þó þarf ekki að sækja þá þekkingu lengra en til Færeyja.  Þar fær maður bestu kartöflur í heimi.

  Í Færeyjum er jarðvegur afskaplega grunnur.  Þar er varla svigrúm til að grafa þokkalega holu sem kartöflunni er troðið niður í.  Þess í stað er móðurkartöflum raðað ofan á jörðina með stuttu millibili.  Síðan eru þunnar torfþökur lagðar ofan á.  Grasið snýr niður.  Moldarhliðin snýr upp.  

  Snilldin við þetta er að nýju kartöflurnar spretta upp úr torfþökunum.   Það þarf ekkert að grafa þær upp.  Auðveldast er að raka þeim bara saman og setja í poka.  Það þarf ekki einu sinni að þvo af þeim mold eða neitt.  Þær eru tilbúnar beint í pottinn.

  Til gamans má geta að í Færeyjum heita kartöflur epli.  Á veitingastað í Þórshöfn var um tíma boðið upp á rétt sem var bökuð kartafla og túnfiskssalat.  Hann hét á matseðlinum "Epli í túni".  Mér varð það á að upplýsa starfsfólk um það hvernig nafn réttarins hljómaði í íslensk eyru.  Mönnum var brugðið og rétturinn tekinn af matseðlinum.  Færeyingar vilja ekki að matseðlar virki broslegir þegar Íslendingar renna í gegnum þá.  Það er metnaður í gangi.

  Kartöflurækt heitir á færeysku að "velta epli".  Fyrstu kynni Íslendinga af eplum voru með þeim hætti að hingað komu kartöflur frá Færeyjum.  Íslendingar héldu að þær væru epli og snæddu kartöflurnar hráar.  Það þótti heilmikið sport þó að engum þættu "eplin" bragðgóð.  Síðar bárust til Íslands alvöru epli.  Þau voru auglýst sem "epli er bragðast eins og perur."  Þau epli þóttu bragðbetri. 

kartöflur í færeyjum

  Fróðleiksmoli:  Höfundur sönglagsins um kartöflugarðana heima,  Leadbelly,  hafði þann vonda kæk að drepa menn.  Hann lenti í fangelsi eins og fleiri sem hafa sungið þetta lag.


Einfaldasta og hraðvirkasta aðferð við að skræla kartöflur

kartaflaAkartaflaC 

  Íslendingar borða kartöflur á hverjum degi.  Hverjum einasta degi.  Ekki einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar á hverjum degi.  Jafnvel oftar þegar best lætur.  Samt er það svo einkennilegt að fæstir kunna einföldustu og hraðvirkustu aðferðina við að skræla kartöflurnar.  Fólk hangir í þeirri seinlegu og klaufalegu aðferð að dunda sér við að skræla heitar kartöflurnar með hníf.  Mörg handtök fara í að skræla hverja kartöflu með þeirri aðferð. 

  Aðrir setja kartöflurnar hráar í skrælivél.  Þar þeytast kartöflurnar um í langan tíma undir ægilegum hávaða frá vélinni.  Að því loknu eru kartöflurnar soðnar án hýðis.  Þær verða vatnskenndar, bragðlausar og næringarlausar.  Verra er að langur tími fer í að þrífa skrælivélina eftir hverja notkun. I raun fer meiri tími í þrifin heldur en að skræla soðnar kartöflur með gamla tímafreka laginu. 

  Einfalda og hraðvirka aðferðin er þessi:  Nýsoðin kartafla er sett í ískalt vatn og höfð þar í 5 sek.  Við það losnar skrælið.  Það þarf aðeins að kippa því laflausu af með einu handtaki.  Auðveldast er að vinda það af kartöflunni.

kartaflaD


Áríðandi að vita

sturtaBsturtaA

  Á eða við sturtu er að öllu jafna lítil hilla eða bakki.  Vandamálið er að fæstir vita til hvers sá búnaður er.  Sumir hengja fötin sín á þetta á meðan þeir skola af sér.  Þá rennblotna fötin.  Það er ekki gott.  Aðrir koma þarna fyrir logandi kerti.  Þeir ætla að hafa það kósý á meðan þeir sturta sig.  Vatnið úr sturtunni er eldsnöggt að slökkva á kertinu.  Þá er ekkert gaman lengur.  Enn aðrir troða þarna allskonar sápum, sjampói, hárnæringu, Aloe Vera geli, rakáhöldum, hárlakki, tannbursta og allskonar.  Þetta er ekki staður til að fylla með svoleiðis dóti.

  Eini tilgangurinn með litlu hillunni er sá að þar er hægt að leggja frá sér bjórdósina á milli sopa.

sturta mynd Brynjar Smári Alfreðsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband