Fćrsluflokkur: Sjónvarp
20.3.2024 | 08:44
Páskagaman
Páskarnir eru allskonar. Í huga margra eru ţeir forn frjósemishátíđ međ einkennandi frjósemistáknum á borđ viđ kanínur, egg, unga og páskalamb. Síđar blandađi kristna kirkjan sögunni af krossfestingu Jesú inn í páskana. Dagsetningin sveiflast til og frá eftir tunglstöđu.
Fyrir nokkrum árum var Hermann heitinn Gunnarsson međ páskaţátt í sjónvarpsseríunni "Á tali hjá Hemma Gunn". Hann rćddi viđ börn á leikskólaaldri. Međal annars spurđi hann dreng hvers vegna vćru páskar. Hann sagđi ţađ vera vegna ţess ađ Jesú hafi veriđ krossfestur.
"Hvers vegna var hann krossfestur?" spurđi Hemmi.
Stráksi svarađi ađ bragđi: "Menn voru orđnir leiđir á honum!"
Sjónvarp | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2024 | 08:39
Áfall!
Ég verđ seint sakađur um ađ horfa of mikiđ og of lengi á sjónvarp. Síst af öllu ađ horfa á línulaga dagskrá. Ţess í stađ fletti ég upp á dagskrá Rúv á heimasíđu ţess og hlera hvort ţar hafi veriđ sýnt eitthvađ áhugavert. Ég er ekki međ neina keypta áskrift.
Í gćr fletti ég upp á endursýndri spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Ţađ er fróđlegt og skemmtilegt sjónvarp. Í kjölfariđ birtist óvćnt Hemmi Gunn á skjánum. Mér var illa brugđiđ. Gleđipinninn féll frá fyrir 11 árum. Ţetta var áfall. Mér skilst ađ Sjónvarpiđ hafi hvorki varađ ćttingja hans né vini viđ. Ţetta var svakalegt.
Viđ nánari könnun kom í ljós ađ um var ađ rćđa endursýningu á gömlum skemmtiţćtti, Á tali hjá Hemma Gunn. Sem betur fer var tali sjónvarpsstjörnunnar ekki breytt međ gervigreind. Ţađ var lán í óláni.
Ég vara viđkvćma viđ ađ "skrolla" lengra niđur ţessa bloggsíđu. Fyrir neđan eru nefnilega myndir af Hemma.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
31.12.2023 | 12:09
Lán í óláni
Kunningi minn er á áttrćđisaldri. Hann á orđiđ erfitt međ gang. Ţess vegna fer hann sjaldan úr húsi. Nema ef frá er taliđ rölt í matvörubúđ. Hann býr viđ hliđina. Tilvera hans er fábrotin. Sjón hefur dofnađ. Hann les ekki lengur. Bćkur voru honum áđur besti félagsskapur.
Fyrr í ţessum mánuđi ákvađ hann ađ rjúfa einangrun sína. Hann fékk sér sjónvarp og sjónvarpspakka, internet, ráder, myndlykil, prentara, snjallsíma og allskonar. Hann kunni ekkert á ţetta. Hann fékk ungan mann til ađ tengja allt og kenna sér á helstu ađgerđir.
Ekki gekk ţjónustumađurinn vel um. Hann skildi eftir á gólfinu hrúgu af snúrum af ýmsu tagi. Á dögunum vaknađi gamlinginn utan viđ sig. Hann flćktist í snúrunum; sveif á hausinn og rotađist. Ţađ síđasta sem hann man var ađ horfa á eftir stóra flatskjánum skella á nćsta vegg.
Margar snúrur höfđu aftengst. Međ ađstođ 8007000 tókst honum ađ tengja ţćr upp á nýtt. Honum til undrunar stóđ flatskjárinn af sér höggiđ. Hann virkar. Ekki nóg međ ţađ; myndin á skjánum er ennţá skýrri og litir skarpari en áđur. Jafnframt örlar núna á ţrívídd.
Allra best ţykir honum ađ sjónvarpsdagskráin á skjánum er betri en fyrir óhappiđ.
Sjónvarp | Breytt 14.1.2024 kl. 16:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2021 | 06:38
Ofbeldi upphafiđ
Ég horfi stundum á sjónvarp. Í Sjónvarpi Símans hafa árum saman veriđ endursýndir bandarískir grínţćttir sem kallast The king of Queens. Sömu ţćttirnir sýndir aftur og aftur. Ţađ er í góđu lagi. Ein ađalstjarnan í ţáttunum er virkilega vel heppnuđ og fyndin. Ţar er um ađ rćđa geđillan og kjaftforan náunga sem kallast Arthur. Leikarinn heitir Jerry Stiller. Hann ku vera fađir íslandsvinarins Bens Stillers.
Arthur býr heima hjá dóttur sinni og tengdasyni. Eins og algengt er í svona gamanţáttum ţá er konan fögur, grönn og gáfuđ. Kall hennar er feitur, undirförull og heimskur. Allt er ţetta međ ágćtum ef frá er taliđ ađ ofbeldi er fegrađ sem brandarar. Hjónin eiga til ađ hrinda hvort öđru; konan snýr upp á geirvörtur kauđa og kýlir hann međ hnefa í bringuna. Ţetta er ekki til eftirbreytni og ber ađ fordćma.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
20.3.2019 | 08:08
Gettu betur
Ég var afskaplega sáttur međ sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur. Tek samt fram ađ ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagđi ađ velli. Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja. Nú brá svo viđ ađ sigurliđ Kvennaskólans var skipađ tveimur klárum stelpum og einum dreng.
Eitt olli mér undrun í keppninni: Stuđningsmenn Kvennóliđsins, samnemendur, sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferđamannastađi. Ég átta mig ekki á tengingunni. Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi ţess, John heitnum Denver. En flutningur skólasystkinanna á ţví kom eins og skratti úr sauđalegg.
Sjónvarp | Breytt 1.4.2019 kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
27.9.2018 | 10:01
Vilt ţú syngja á jólatónleikum?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2018 | 04:53
Hvetja til sniđgöngu
Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva, Evrusjón. Ţannig lagađ. Hugmyndin međ keppninni er góđra gjalda verđ: Ađ heila sundrađar Evrópuţjóđir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Fá ţćr til ađ hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri. Taka ţess í stađ höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvćmisleik. Kynnast léttri dćgurlagamúsík hvers annars.
Ţetta hefur ađ mestu gengiđ eftir. Mörgum ţykir gaman ađ léttpoppinu. Líka ađ fylgjast međ klćđnađi ţátttakenda, hárgreiđslu og sviđsframkomu. Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.
Nú bregđur svo viđ ađ fjöldi ţekktra tónlistarmanna og fyrrum ţátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til ţess ađ hún verđi sniđgengin á nćsta ári. Ég fylgist aldrei međ keppninni og ţekki ţví fá nöfn á listanum hér fyrir neđan. Ţar má sjá nöfn Íslendinga, Dađa Freys og Hildar Kristínar. Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálćgt keppninni komiđ, svo sem Roger Waters (Pink Floyd), Brian Eno, Leon Russelson, samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.
L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)
Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)
Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)
Blak Douglas, artist (Australia)
Nick Seymour, musician, producer (Australia)
DAAN, musician, songwriter (Belgium)
Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)
Marijke Pinoy, actor (Belgium)
Helmut Lotti, singer (Belgium)
Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)
Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)
Charles Ducal, poet, writer (Belgium)
Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)
Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)
Rachida Lamrabet, writer (Belgium)
Slongs Dievanongs, musician (Belgium)
Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)
Yann Martel, novelist (Canada)
Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)
Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)
Arne Würgler, musician (Denmark)
Jesper Christensen, actor (Denmark)
Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)
Anne Marie Helger, actor (Denmark)
Tina Enghoff, visual artist (Denmark)
Nassim Al Dogom, musician (Denmark)
Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)
Nils Vest, film director (Denmark)
Britta Lillesoe, actor (Denmark)
Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)
Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)
Kimmo Pohjonen, musician (Finland)
Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)
Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)
Tommi Korpela, actor (Finland)
Krista Kosonen, actor (Finland)
Martti Suosalo, actor, singer (Finland)
Virpi Suutari, film director (Finland)
Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)
Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)
Dominique Grange, singer (France)
Imhotep, DJ, producer (France)
Francesca Solleville, singer (France)
Elli Medeiros, singer, actor (France)
Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)
Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)
Eyal Sivan, film-maker (France)
Dominique Delahaye, novelist, musician (France)
Philippe Delaigue, author, theatre director (France)
Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)
Michčle Bernard, singer-songwriter (France)
Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)
Dađi Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)
Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)
Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)
Christy Moore, singer, musician (Ireland)
Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)
Mary Coughlan, singer (Ireland)
Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)
Aviad Albert, musician (Israel)
Michal Sapir, musician, writer (Israel)
Ohal Grietzer, musician (Israel)
Yonatan Shapira, musician (Israel)
Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)
Assalti Frontali, band (Italy)
Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)
Vauro, journalist, cartoonist (Italy)
Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)
Mari Boine, musician, composer (Norway)
Aslak Heika Hćtta Bjřrn, singer (Norway)
Nils Petter Molvćr, musician, composer (Norway)
Jřrn Simen Řverli, singer (Norway)
Nosizwe, musician, actor (Norway)
Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)
Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)
Trond Ingebretsen, musician (Norway)
José Mário Branco, musician, composer (Portugal)
Francisco Fanhais, singer (Portugal)
Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)
Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)
António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)
José Luis Peixoto, novelist (Portugal)
ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)
Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)
Marinah, singer (Spanish state)
Riot Propaganda, band (Spanish state)
Fermin Muguruza, musician (Spanish state)
Kase.O, musician (Spanish state)
Itaca Band, band (Spanish state)
Tremenda Jauría, band (Spanish state)
Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)
Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)
Nicky Triphook, singer (Spanish state)
Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)
Smoking Souls, band (Spanish state)
Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)
Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)
Dror Feiler, musician, composer (Sweden)
Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)
Carmen Callil, publisher, writer (UK)
Caryl Churchill, playwright (UK)
Brian Eno, composer, producer (UK)
Peter Kosminsky, writer, film director (UK)
Paul Laverty, scriptwriter (UK)
Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)
Alexei Sayle, writer, comedian (UK)
Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)
Leon Rosselson, songwriter (UK)
Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 05:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
4.12.2017 | 06:59
Söngvari Sex Pistols í Júrovisjón 2018
Enski söngvarinn Johnny Rotten er Íslendingum ađ góđu kunnur. Ekki ađeins sem söngvari Sex Pistols og ađ hafa túrađ um Bandaríkin međ Sykurmolunum - ţá í hljómsveitinni PIL (Public Image Limited). Líka fyrir ađ opna Pönksafniđ í Lćkjargötu. Hann skemmti sér vel hérna. Heimferđ dróst.
Nú upplýsir írska dagblađiđ Irish Sun ađ hinn írskćttađi Johnny muni keppa fyrir hönd Íra í Júrovisjón í vor. Laginu sem hann syngur er lýst sem cow-pönki. Ekki ósvipuđu og "Rise" međ PIL. Höfundurinn er Niall Mooney. Sá er kunnugt nafn í söngvakeppninni. Átti lagiđ "Et Cetera" í Júrovisjón 2009 og "It´s for you" 2010.
Einhver smávćgileg andstađa er gegn Johnny Rotten innan írsku Júrovisjón-nefndarinnar. Nefndarmenn eru mismiklir ađdáendur hans. Uppátćkiđ er vissulega bratt og óvćnt. ţegar (eđa ef) hún gefur grćnt ljós mun hann syngja lagiđ viđ undirleik PIL.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
21.10.2017 | 09:28
Sjónvarpsţátturinn Útsvar
Spurningakeppnin Útsvar hefur til fjölda ára veriđ einn vinsćlasti dagskrárliđur Sjónvarpsins. Ţar hefur margt hjálpast ađ: Skemmtilegar og fjölbreyttar spurningar, góđir spyrlar og ágćt sviđsmynd, svo fátt eitt sé nefnt.
"Ef ţađ er ekki bilađ ţá ţarf ekki ađ gera viđ ţađ," segir heilrćđiđ. Ţetta hefđu embćttismenn Sjónvarpsins mátt hafa í huga. Ţess í stađ réđust ţeir á haustmánuđum í ađ stokka rćkilega upp. Látum vera ađ skipt hafi veriđ um spyrla. Hugsanlega var ţađ ađ frumkvćđi fráfarandi spyrla, Sigmars og Ţóru. Ţau stóđu vaktina međ glćsibrag í áratug.
Verra er ađ sviđsmyndinni hefur veriđ kollvarpađ ásamt fleiru. Ekki endilega til hins verra. Kannski jafnvel til bóta. Vandamáliđ er ađ fastgróinn fjölskylduţáttur ţolir illa svona róttćka breytingu á einu bretti. Svoleiđis er margsannađ í útlöndum. Ekki ađeins í sjónvarpi. Líka í útvarpi og prentmiđlum. Fjölmiđlaneytendur eru afar íhaldssamir.
Gunna Dís og Sólmundur Hólm eru góđir og vaxandi spyrlar. Ţađ vantar ekki.
Tvennt má til betri vegar fćra. Annarsvegar ađ stundum eiga sumir keppendur til ađ muldra svar. Ţá er ástćđa til ađ skýrmćltir spyrlar endurtaki svariđ. Hitt er ađ í orđaruglinu er skjárinn af og til of stutt í nćrmynd. Ţađ er ekkert gaman ađ fylgjast međ keppendum horfa á skjáinn hjá sér. Ţetta verđur lagađ, ćtla ég.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2017 | 10:24
Er Game of Thrones ađ leita ađ ţér?
Innan skamms hefjast tökur á áttundu seríunni af sjónvarpsţáttunum Game of Thrones. Ţeir hafa notiđ gríđarmikilla vinsćlda. Ekki síđur hérlendis en út um allan heim. Nú stendur yfir leit ađ fólki í nokkur hlutverk. Íslendingar smellpassa í ţau. Međal annars vegna ţess ađ fólkiđ ţarf ađ vera norrćnt í útliti og háttum.
Ţetta eru hlutverkin:
- Norrćnn bóndi á aldrinum 25 - 35 ára. Hann vinnur viđ landbúnađ. Tökur á hlutverkinu verđa skotnar um miđjan nóv.
- Hortug en ađlađandi norrćn dama á aldrinum 18 - 25 ára. Ţarf ađ vera kynţokkafull. Upptökur fara fram í fyrrihluta nóv.
- Norrćnn varđmađur á aldrinum 18 - 25 ára. Tökur eru í desember.
Eitt hlutverk til viđbótar en kallar ekki á norrćnt útlit en passar mörgum Íslendingum:
- Málaliđi á aldrinum 35 - 50 ára. Ţarf ađ vera líkamlega stćltur (hermannalegt útlit) og kunna ađ sitja hest.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)