Færsluflokkur: Sjónvarp

Besta hljómsveit ársins, besta plata ársins, besta myndband ársins...

 

  Nú eru áramótauppgjör gagnrýnenda og lesenda hinna ýmsu tónlistartímarita farin að skila sér í hús.  Það er margt spennandi í þeim dæmum.  Meðal annars að Björk kemur víða við sögu í þessum áramótauppgjörum.  Ekki aðeins vegna einnar af bestu plötum ársins 2011 og eins af bestu plötuumslögum ársins heldur einnig fyrir eitt af bestu myndböndum ársins.

  Útbreiddasta tónlistarblað Danmerkur heitir Gaffa.  Það er vandað fríblað með litmyndum.  Í gær (8. des) stóð Gaffa fyrir veglegri verðlaunaafhendingu í Bremen leikhúsinu í Kaupmannahöfn.  Næstum 10 þúsund lesendur blaðsins greiddu atkvæði í áramótauppgjöri blaðsins.  Úrslitin eru þessi:

Besta myndband ársins

- Björk: "Crystalline" (Michel Gondry)

Besta plata ársins

- Adele: "21"

Besta hljómsveit ársins

- Coldplay

Besta danska rokkplata ársins
- Hatesphere: "The Great Bludgeoning"

Besta danska hljómsveit ársins
- Malk de Koijn

Besta danska poppplata ársins
- Malk de Koijn: "Toback To The Fromtime"


Guðrún Ebba er hetja! Karl getur ekki setið áfram sem biskup

  Sjónvarpsviðtal Þórhalls Gunnarssonar við Guðrúnu Ebbu var átakanlegt og áhrifamikið.  Þórhallur sýndi sínar bestu hliðar sem góður sjónvarpsmaður:  Ágengur en nærfærinn og hélt sig við kjarna málsins.  Guðrún Ebba er hetja.  Þetta er stórt skref sem hún hefur stigið með því að segja alþjóð frá því skrímsli sem faðir hennar var;  margkrossaður frímúrari og biskup.  Æðsti embættismaður íslensku ríkiskirkjunnar. 

  Guðrún Ebba útskýrði mjög vel í hvaða stöðu fórnarlamb barnaníðs og annars heimilisofbeldi er.  Viðtalið á erindi inn í skólastofur landsins.

  Verri er hlutur núverandi biskups,  Karls Sigurbjörnssonar.  Hann kaus að stinga undir stól erindi Guðrúnar Ebbu.  Hann sat á því í hálft annað ár.  Reyndi þöggun í þessu alvarlega glæpamáli.  Það var ekki fyrr en DV tók málið upp sem erindi Guðrúnar Ebbu var dregið undan stóli Karls.  Karl hélt áfram að reyna að humma málið af sér.  Og hlóð lofsorðum á barnaníðinginn í millitíðinni.

  Er Karli stætt á að sitja áfram sem biskup eins og ekkert hafi í skorist?  Er hann það sáttur við sína framgöngu?  Eða er hann maður til að sýna fórnarlömbum kynferðisglæpamannsins samstöðu og samúð með því að viðurkenna embættisafglöp sín og segja af sér?

KarlGeirOlafur

www.stigamot.is

www.aflidak.is

www.drekaslod.is

www.solstafir.is

 


Er Hussein Anti-Kristur?

  Ég hlustaði á spjall Egils Helgasonar við Noam Chomsky í Silfri Egils í sjónvarpinu í dag.  Það var áhugavert.  Þeir komu lítillega inn á þá merku staðreynd að fjórðungur bandarískra lýðveldissinna (republicana) telur fullvíst að forseti Bandaríkja Norður-Ameríku,  Barack Hussein Obama II, sé Anti-Kristur.  Með öðrum orðum að hann sé fulltrúi djöfulsins,  þess illgjarna og vonda skratta sem frá greinir skilmerkilega í mörg þúsund ára gömlum þjóðsögum gyðinga í Mið-Austurlöndum.  Anti-Kristur hefur eitthvað meiriháttar hlutverk í því að ferli að uppvakningurinn Jesú Kristur mæti enn einu sinni til jarðar og nú á okkar dögum heilögum. 

  Lýðveldissinnar eru um það bil helmingur Bandaríkjamanna.  Þannig að 25% þeirra er fjölmennur hópur.  Kannski hátt í 40 milljónir.  Getur verið að allur þessi fjöldi hafi rangt fyrir sér?  Það væri saga til næsta bæjar.  Þetta skiptir okkur jarðarbúa máli.  Bandaríkin eru í forystu í heiminum um þessar mundir. 

  Til gamans má geta að systir kallsins með húfuna,  Petes Seegers,  var kona Ewans McColls.  Dóttir hans sló í gegn á sínum tíma með lagi eftir Billy Bragg,  A New England:    

  Svo var henni drekkt - líkast til óviljandi - af auðmanni á spíttbáti úti fyrir Mexikó.  Áður sló breska leikkonan Tracy Ulaman í geng með lagi hennar  They Don´t Know.


mbl.is Turnarnir féllu „þægilega“ niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur bænarinnar

  Ég sá áðan út undan mér heimildarmynd í sjónvarpinu um flótta nokkurra fanga úr fangelsi í Texas.  Þetta voru harðsvíraðir glæpamenn sem sátu inni fyrir morð og alls konar hrottaskap,  eins og gerist og gengur þarna um slóðir.  Þeir skipulögðu og undirbjuggu flóttann af mikilli útsjónasemi.  Það sem mestu máli skipti var að kvöldið áður en þeir létu til skarar skríða þá komu þeir saman,  spenntu greipar og báðu heitt og innilega til Drottins um að flóttinn úr fangelsinu myndi takast.  

  Það var eins og við manninn mælt:  Þeim tókst léttilega að yfirbuga,  lemja,  afklæða og binda nokkra fangaverði.  Flóttamennirnir fóru í föt fangavarðanna,  komust yfir byssur og bíl.  Því næst náðu þeir að plata aðra fangaverði til að opna hliðið á fangelsisgirðingunni og hleypa sér út í frelsið.

  Það var eitthvað sætt og krúttlegt við þetta.   

krikja_1107187.jpg


Andri á flandri - lofar góðu

  Íslenskt efni í sjónvarpsdagskrá RÚV hefur sveiflast öfga á milli upp á síðkastið.  Það hefur einkennst af hæstu hæðum (Popppunktur og kvikmyndir Friðriks Þórs) og hörmung (Tríó).  Ég tek fram að síðara dæmið er ekki tiltekið sem árás á höfund Tríós heldur stjórnendur RÚV. 

  Vegna þess að ég var í útlöndum þá hef ég núna verið að fletta upp á síðustu helgarþáttum á RÚV á "vodinu".  Hér á landi á,  eins og skagastrandarskáldið sagði.  Fyrsti þáttur  Andra á flandri  lofar góðu.  Virkilega góðu.  Ég horfði á hann tvisvar í beit.  Og skemmti mér jafn vel í bæði skiptin. 

  Flestir kannast við Andra Frey Viðarsson sem hressan og skemmtilegan útvarpsmann.  Fyrst á X-inu og síðan á rás 2.  Lýsingarorðið hress hefur reyndar verið gengisfellt af dagskrárgerðarmönnum útvarpsstöðva heimska fólksins,  FM957 og Kanans,  og er orðið neikvætt.  Andri er öðru vísi hress.  Í hans tilfelli er orðið hress jákvætt. 

  Það er ekki sjálfgefið að góður útvarpsmaður sé einnig góður í sjónvarpi.  Andri er hinsvegar aldeilis frábær sjónvarpsmaður.  Hann tekur sig ekki hátíðlega.  Gerir grín að sjálfum sér og nær að laða fram það besta hjá viðmælendum.

  Miðillinn Hilmar Guðmundsson fór á kostum.  Hjá honum dúkkuðu upp draugar með algengustu íslenskum mannanöfnum:  Þórarinn,  Tóti,  Sigríður,  Sigurður,  Siggi,  Bjarni,  Margrét,  Jói,  Guðmundur,  Gunna,  "hefur þú verið í sveit?",  pönnukökur...  Það er verulega merkilegt að draugar með sjaldgæf nöfn kíkja aldrei í heimsókn til miðla.

  Andri á flandri  er topp sjónvarpsefni.  Ég hlakka til að fylgjast með næstu þáttum.

  Meðfylgjandi myndbönd eru ekki úr þættinum  Andri á flandri  heldur gamlar klippur úr Kastljósi.

  Í gamla daga var Andri Freyr gítarleikari hljómsveita á borð við Bisund (2. sæti í Músíktilraunum),  Botnleðju (1. sæti í Músíktilraunum) og Fidel.

  Birkir Fjalar bróðir hans var trommuleikari og söngvari hljómsveita á borð við Döðlurnar,  Stjörnukisa (1. sæti í Músíktilraunum),  I Adapt og Celestine. 

  Viðar faðir þeirra var trommuleikari hinnar margumtöluðu hljómsveitar Frostmarks og Jarla.  Undir lok ferils Frostmarks var þar söngvari að nafni Jón Rúnar Halldórsson,  faðir Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar.  Þeir eru að gera það gott þessa dagana.  Það voru einhver fleiri frægðarmenni í Frostmarki.  Galdrakallinn Villi Guðjóns hélt utan um það dæmi.  Gott ef ég kom ekki líka við sögu.


Björk með eitt af umdeildustu myndböndum rokksögunnar

Söluhæsta breska poppblaðið New Musical Express hefur tekið saman lista yfir umdeildustu myndbönd rokksögunnar.  Þessi listi er tekinn saman í tilefni af því að New Musical Express hefur hleypt á stokkum sérstakri músíkmyndbandanetsíðu.  Þannig er listinn yfir umdeildustu myndböndin (þau má finna á þútúpunni,  www.youtube.com)  Sum þessara myndbanda eru reyndar bönnuð á þútúbunni en kannski hægt að finna þau með því að skrá sig þar inn sem 18 ára eða eldri:

1.   Aphex Twin:  Come To Daddy
2.   Madonna:  Like A Prayer
3.   The Cribs:  Men's Needs
4.   Serge and Charlotte Gainsbourg:  Lemon Incest
5.   The Prodigy:  Smack My Bitch Up
6.   Erykah Badu:  Window Seat
7.   Neil Young:  This Note´s For You
  Njáll Ungi deilir skemmtilega á stéttarsystkini sín í músíkbransanum sem ganga erinda auglýsingaskrums.
8.   Nirvana:  Heart Shape Box
9.   George Michael:  I Want Your Sex
10.  MIA:  Born Free
11.  Smashing Pumpkins:  Try Try Try
12.  Nine Inch Nails:  Closer
13.  Simian Mobile Disco:  Hustler
14.  Nas:  Hate Me Now
15.  Korn:  A.D.I.D.A.S.
16.  Björk:  Pagan Poetry
  Rökin fyrir því að þetta myndband sé umdeilt eru kynlífsdæmið og húðgataflúrið.  Það er sagt vera ógnvekjandi.
  Það er ekki umdeilt að þetta er heiðið (ásatrúar) kvæði:

Pedalling through
The dark currents
I find
An accurate copy
A blueprint
Of the pleasure
In me

Swirling black lilies totally ripe
A secret code carved
Swirling black lilies totally ripe
A secret code carved

He offers
A handshake
Crooked
Five fingers
They form a pattern
Yet to be matched

On the surface simplicity
But the darkest pit in me
It's pagan poetry
Pagan poetry

Morsecoding signals (signals)
They pulsate (wake me up) and wake me up
(pulsate) from my hibernating

On the surface simplicity
Swirling black lilies totally ripe
But the darkest pit in me
It's pagan poetry
Swirling black lilies totally ripe
Pagan poetry

Swirling black lilies totally ripe

I love him, I love him
I love him, I love him
I love him, I love him
I love him, I love him
She loves him, she loves him

This time
She loves him, she loves him
I'm gonna keep it to myself
She loves him, she loves him
She loves him, she loves him
This time
I'm gonna keep me all to myself
She loves him, she loves him
And he makes me want to hand myself over
She loves him, she loves him
She loves him, she loves him
And he makes me want to hand myself over
.
  Til gamans má geta að hinn kanadíski Vestur-Íslendingur Njáll Ungi sem á 7.  umdeildasta myndbandið er einnig ásatrúar.  Hann fer aldrei í hljóðver nema þegar himintungl eru hagstæð.  Þá virkjar hann krafta Þórs og Óðins til að gera flotta músík.  Það samstarf virkar að öllu jöfnu hið besta.  Perlusultan er á svipuðu róli.  Nema að þar eru guðir Cherokee indíána með í leiknum.
  1995 sameinuðu Njáll Ungi og Perlusultan krafta þessara guða í plötunni "Mirror Ball".   Guðirnir náðu ekki alveg saman að öllu leyti.  Enda kannski ekki gruggið (grunge) þeirra deild.  En samt alveg ágæt plata.  Þannig lagað.  En ekki það besta á ferli Njáls eða Perlusultu.
.
 
17.  Pearl Jam:  Jeremy

mbl.is Sala á Bjarkartónleika hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt! Svona er heima hjá Ozzy Osbourne í dag

  Fyrir nokkrum árum naut mikilla vinsælda sjónvarpssería að nafni Osbournes.  Í henni var fylgst með breska þungarokkssöngvaranum Ozzy Osbourne,  Sharon konu hans og tveimur yngstu börnum þeirra.  Þetta var svokallað raunveruleikasjónvarp.  Fjölskyldan þótti frekar sérkennileg um margt.  Einkum Ozzy,  sem hefur skaðað sjálfan sig til frambúðar með óhóflegri áfengis- og dópneyslu.  Það er betra að nota svoleiðis í hófi.  Skemmtilegu hófi.

  Heimili fjölskyldunnar,  það er að segja húsgögn og annað innbú,  vakti ekki sérstaka athygli.  Það var ósköp venjulegt.  Að minnsta kosti í samanburði við íbúana.  Nú hefur heimilið verið tekið í gegn frá A-Ö.  Það er óþekkjanlegt frá því sem áður var.  Og stingur rækilega í stúf við ímynd djöfladaðrarans Ozzys,  prins myrkursins,  eins og hann er stundum kallaður.   

  Svona munum við eftir Osbourne-hjónunum heima hjá sér.  Allt voða "kósý",  hlýlegt,  notalegt og heimilislegt:

 ozzyíbaði

  Nú hefur allt verið útfært í köldum og óvistlegum litum;  húsgögn,  skraut og annað haft í hörðum og óþægilegum fyrri alda stíl.  Það var Sharon sem tók ákvörðun um þennan vonda stíl og naut liðsinnis fagmanna.  Ozzy skipti sér ekkert af þessu.  Hann veit sem er að það er ekki hlustað á hann undir svona kringumstæðum.

ozzyA

  Kalt,  hart,  gler,  járn,  hvítir veggir,  hvítar veggflísar,  hvítur spegilrammi og það allra versta:  Kristalljósakróna í baðherbergi!

ozzyD

  Hvítir veggir,  hvítir gluggalistar,  hvítir hurðarkarmar;  ber og ómálaður stál gufugleypir og stál eldavél.  Stólarnir eru harðir og óþægilegir.  Þeir eru þó haganlega hannaðir að því leyti að undir setunni er hirsla.  Þar er hægt að geyma sokkapör og fleira.

ozzyE

  Þarna fær ómálaður járnrammi um spegilinn að njóta sín.  Sá er heldur betur skrautlegur,  eins og útskorinn skenkurinn.  Þvílíkt flúr.  Og dauðar trjáhríslur í skrautlegum glervösum.

ozzyC

  Á þessu speglaborði standa verðlaunagripir Ozzys.  Gott ef ekki bæði Grammy og Emmy verðlaun.  Stállitur borðlampi.  Blómavasinn er hugsanlega silfurhúðaður.  Það sést glitta í bera stálarma á stólnum.

ozzyG

  Óþægilegur tréstóll prýðir stigaopið á efri hæðinni.  Það er eins og ljósakrónan sé gullslegin.

ozzyF

  Ég veit ekki hvaða tilgangi þessar gegnsæju glerflöskur þjóna með svona íburðarmiklum járntöppum.  Líkast til eru þær aðeins skraut og tapparnir einhvers konar afbrigði af hinum ýmsu krossum.

ozzyB

  Uppstillingarnar á dótinu á náttborðahlunkunum er þær sömu.  Þær mynda ekki einu sinni spegilmynd.  Fyrir bragðið þarf sá/sú sem sefur vinstra megin að fara fram úr til að slökkva á borðlampanum.  Þessi kaldi fjólublái ráðandi litur er afskaplega óaðlaðandi í svefnherbergi.  Sem og speglandi gráar gólfflísarnar og járnsöplarnir á rúminu.  Kuldalegir gráir og fjólubláir draumar.  Það er ekkert rokk í þessu.


Góð úrslit í Söngkeppni framhaldsskólanna

  Ég var svo heppinn að sjá fyrir tilviljun í Stöð 2 síðasta hluta Söngkeppni framhaldsskólanna.  Ég er ekki með áskrift að Stöð 2 og vissi ekki af keppninni.  Ennþá síður vissi ég að hún væri send út í opinni dagskrá.  Ég hef ekki lagt mig eftir að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna undanfarin ár.  Það er eins og mig minni að vinningslögin séu yfirleitt einhverjir væmnir vellusöngvar.  Kannski er það rangminni.  Hvort sem er þá er ég ánægður með vinningshafann í ár.  Sá heitir því flotta nafni Dagur Sigurðsson og keppti fyrir hönd Tækniskólans með uppáhalds Bítlalaginu mínu,  Helter Skelter.

  Samkvæmt reglum keppninnar eru einungis söngtextar á íslensku gjaldgengir.  Það er góð regla.  Hana mætti endilega taka upp í Músíktilraunum.  Íslenski textinn hans Dags kallast  Vitskert vera.  Með Degi er kominn fram á sjónarsvið þróttmikill rokksöngvari sem er til alls vís.  Hljómsveitin að baki honum var hinsvegar full session-leg.  En fín út af fyrir sig.  Vantaði bara smá greddu í rokkið hjá þeim. 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP3381


mbl.is Dagur vann Söngkeppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olli skelfingu

  Færeyingar fylgdust spenntir með sjónvarpsútsendingu á forkeppninni hérlendis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi.  Enda hinn vinsæli færeyski söngvari og söngvahöfundur,  Jógvan Hansen,  í fremstu víglínu.  Gallinn var sá að það hafði alveg gleymst að vara Færeyinga við laginu  Eldgosi.  Á fésbókar- og bloggsíðum hefur í dag mátt sjá fjölda einhæfra ljósmynda af viðbrögðum skelfingu lostinna færeyskra sjónvarpsáhorfenda þegar flutningurinn á  Eldgosi  hófst:

horft á Eldgos Hhorft á Eldgos Dhorft á Eldgos Ehorft á Eldgos Ahorft á Eldgos Ohorft á Eldgos Jhorft á Eldgos K 

  Sumir leituðu skjóls undir bók eða á bakvið húsgögn.

horft á Eldgos M

  Verst fór þetta með blessuð börnin.  Það fórst fyrir að setja aldurstakmörk á sýninguna.  Börnin urðu miður sín og áttu erfitt með svefn í nótt.  Voru tryllt af myrkfælni.  Þegar þeim loks kom dúr á auga undir morgun tóku martraðir við. 

horft á Eldgoshorft á Eldgos Ihorft á Eldgos Lhorft á Eldgos N

   Í dag þjást margir af slæmum eyrnaverk,  sem hefur varað alveg frá fyrstu tónum lagsins.  Þeir hafa ekki tekið hendur frá eyrum síðan.

horft á Eldgos P

  Á elliheimilum hefur verið reynt á slá á viðvarandi hræðslu með kvíðastillandi lyfjum.  Án árangurs.

horft á Eldgos R

   Einn hefur vakið athygli og aðdáun fyrir að láta sér hvergi bregða.  Það er Hansi heyrnalausi.  Sumir rekja stillingu hans til rauðvínskúta sem hann gerði góð skil fyrir og eftir útsendingu Söngvakeppninnar.   

horft á Eldgos gamall maðuir

  Um viðbrögð við sigurlaginu fara færri sögum.  Það er eins og athygli á því hafi farið framhjá fólki.  Sjálfur held ég að ég hafi ekki ennþá heyrt það.  En næsta víst er að það er hið vænsta lag. 


mbl.is „Aftur heim“ sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott sjónvarpsstöð

  Ég stend mig að því að stilla æ oftar á akureyrsku sjónvarpsstöðina N4.  Dagskrárgerð hennar er oftast virkilega vel heppnuð og iðulega áhugaverð.  Ég biðst velvirðingar á að kunna ekki ennþá nafn konunnar sem er helsti dagskrárgerðarmaður N4.  Hún og annað dagskrárgerðarfólk N4 er fundvíst á skemmtilega viðmælendur og skemmtileg viðfangsefni.  Viðtölin eru létt,  afslöppuð,  lífleg, hnitmiðuð og fræðandi.  Vinnsla þeirra er til fyrirmyndar í alla staði.  Til samanburðar höfum við kvótakóngastöðina ÍNN.  Sama "útvarpsviðtalið" við sömu viðmælendur er endurtekið út í það endalausa.  Ég er ekki að tala um endursýningar.  Viðtölin eru hrá og óunnin (ekki skreytt með innskotum eða öðru til að gera þau að sjónvarpsefni).  Bara tvær myndavélar.  Ein á spyrilinn og önnur á viðmælendur.  Toppurinn er þegar Ingvi Hrafn les pistilinn í "web-kameru".  Ingvi Hrafn getur verið skemmtilegur og fyndinn.  Oftast þegar það er ekki beinlínis ætlunin.   
  Bæði ÍNN og N4 ber að þakka fyrir ókeypis sjónvarpsefni.  Svo og Omega þar sem vaðið er á súðum í fjörmiklum galsagangi og sprelli.   
.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.