Fćrsluflokkur: Fjármál
22.6.2017 | 19:12
Snillingarnir toppa hvern annan
Stundum er sagt um suma ráđamenn ađ ţeir sitji í fílabeinsturni. Ţá er átt viđ ađ ţeir séu úr tengslum viđ almúgann. Ţeir lifi í sýndarveruleika. Ţeir rađa í kringum sig já-mönnum. Loka eyrunum fyrir gagnrýnum röddum.
Á tíunda áratugnum hratt ţáverandi heilbrigđisráđherra úr vör verkefninu "Ísland án eiturlyfja 2002". Ég man ekki hver ţađ var en einhver Framsóknarmađur. Peningum var sturtađ í verkefniđ og gćđingum rađađ á jötuna; ótal nefndir og ráđ međ tilheyrandi fundarhöldum og veisluföngum.
Um síđustu aldamót vakti dómsráđherra, Sólveig Pétursdóttir, athygli fyrir ađ deila ekki salerni međ öđrum starfsmönnum ráđuneytisins. Ţess í stađ lét hann innrétta splunkunýtt einkaklósett sem kostađi milljónir króna. Gékk undir gćlunafninu gullklósettiđ. Enda var ekki vitađ um jafn dýrt og glćsilegt klósett hérlendis.
Ráđherrans er ekki síđur minnst fyrir skelegg viđbrögđ viđ kröfu um fjölgun lögregluţjóna. Hann lét fjöldaframleiđa pappalöggur! Ţeim var plantađ á ljósastaura viđ Reykjanesbraut. Pappalöggurnar útrýmdu ekki hrađakstri og öđrum afbrotum á Suđ-Vestur horni landsins. Fjarri ţví. Ţess í stađ var pappalöggunum stoliđ og vöktu kátínu í partýum út um allt.
Nokkru síđar fóru utanríkisráđherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og forsćtisráđherrann Geir Haaarde á flug viđ ađ koma Íslandi í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna. Tilgangurinn var enginn nema ađ spila sig stóra/n í útlöndum. Allir međ lágmarksţekkingu á heimsmálum vissu ađ ţetta var meira en út í hött; meira en óraunhćft. Dćmigert heilkenni íbúa fílabeinsturnsins.
Ţetta var brandari. Dýr brandari. Yfir 1000 milljónum króna var sturtađ út um gluggann. Ísland átti aldrei raunhćfa möguleika á inngöngu í Öryggisráđiđ. Ţví síđur erindi.
Nú reynir fjármálaráđherrann, Benedikt, ađ toppa Sólveigu Pétursdóttur, Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haaarde. Hann bođar upprćtingu svartrar atvinnustarfsemi međ ţví ađ taka 10.000 kallinn og 5000 kallinn úr umferđ. Ţjóđinni og 2,5 milljónum túrista árlega verđi skylt ađ borga fjölskyldufyrirtćkjum Engeyinga, Borgun og Valitor, "kommisjón" af öllum viđskiptum.
Rökin eru snilld: Ţeir sem stunda svarta atvinnustarfsemi eru svo vitlausir ađ ef ţeir geta ekki borgađ međ 5000 kalli ţá fatta ţeir ekki ađ ţađ er hćgt ađ borga međ 5 ţúsund köllum.
![]() |
10.000 króna seđillinn úr umferđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 23.6.2017 kl. 10:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
18.6.2017 | 13:00
Bensínsvindliđ
Margir kaupa eldsneyti á bílinn sinn hjá Kaupfélagi Garđahrepps - heildverslun. Bensínlítrinn ţar er ađ minnsta kosti 11 kr. lćgri en á nćst ódýrustu bensínstöđvum. Dćlt á tóman 35 lítra tank er sparnađurinn 385 kr. Munar um minna. Annađ hefur vakiđ athygli margra: Bensíniđ er ekki einungis ódýrast heldur miklu kröftugra og endingarbetra.
Fjöldinn hefur upplýst og skipst á reynslusögum á Fésbók, tísti og víđar. Gamlar kraftlitlar druslur breytast í tryllitćki sem reykspóla af minnsta tilefni. Rólegheitabílstjórar sem voru vanir ađ dóla á 80 kílómetra hrađa á ţjóđvegum eiga nú í basli međ ađ halda hrađanum undir 100 km.
Einn sem átti erindi úr Reykjavík til Sauđárkróks var vanur ađ komast á einum tanki norđur. Ţađ smellpassađi svo snyrtilega ađ hann renndi ćtíđ á síđasta lítranum upp ađ bensíndćlu Ábćjar. Ţar keypti hann pylsu af Gunnari Braga. Nú brá svo viđ ađ međ bensín frá KG á tanknum var nóg eftir ţegar hann nálgađist Varmahlíđ. Hann beygđi ţví til hćgri og linnti ekki látum fyrr en viđ Glerártorg á Akureyri. Samt gutlađi enn í tanknum.
Hvernig má ţetta vera? KG kaupir bensíniđ frá Skeljungi.
Skýringin liggur í ţví ađ Skeljungur (eins og Neinn og Olís) ţynnir sitt bensín međ etanóli á stöđvunum. Ţetta er gert í kyrrţey. Ţetta er leyndarmál. Hitt er annađ mál ađ Costco blandar saman viđ sitt bensín efni frá Lubisol. Ţsđ hreinsar og smyr vélina.
Fjármál | Breytt 22.6.2017 kl. 19:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
24.5.2017 | 16:13
Costco veldur vonbrigđum
Ég átti erindi í Hafnarfjörđinn. Um leiđ var bíllinn ađ suđa um ađ fá bensín. Af ţví ađ ég er töluvert á rúntinum um allt höfuđborgarsvćđiđ ţá var upplagt ađ virkja gömlu kaupfélagshugsjónina og gerast félagsmađur í breska útibúi Costco í Garđabć (sem er útibú frá bandarísku demókratamóđurfélagi). Ég sé í hendi mér ađ til lengri tíma er sparnađur ađ kaupa bensínlítrann ţar á 170 (fremur en 186 í Orkunni).
Allt gekk ţetta hratt og vel fyrir sig. Allir sem ég átti samskipti viđ voru Bretar (allt í góđu. Ţađ er ekkert atvinnuleysi á Íslandi. En eitthvađ atvinnuleysi í Bretlandi). Frekar fáir á ferli - miđađ viđ ađ ţađ er 2. í Costco. Ég rölti hring inni í búđinni. Einsetumađur sem eldar ekki mat ţarf ekki ađ fínkemba matvörubretti. Ţó sá ég út undan mér ađ flest allt er selt í miklu stćrri pakkningum en íslenskir neytendur eiga ađ venjast. Einnig ađ ekki er hćgt ađ kaupa staka flösku af hinu eđa ţessu. Ađeins 20 - 40 flöskur í einingu. Enda heitir Costco fullu nafni Costco heildverslun. Fjölmennir vinnustađir og stćrri mötuneyti geta gert hagstćđ kaup. Einnig stórar fjölskyldur. Ýmislegt er á hćrra verđi en fyrst var slegiđ upp. Til ađ mynda kranavatn. Ţađ er á 11 krónur en ekki 6. Ađeins í 30 flaskna pakkningu. Sem svo sem eru ekki vond kaup - nema í samanburđi viđ ókeypis kranavatn.
Ég skimađi vel um fatadeildina. Rúmfatalagerinn er töluvert ódýrari. Hvort sem um er ađ rćđa gallabuxur, skyrtur, nćrföt eđa sokka.
Bónus, Krónan, Kostur, Nettó, Iceland og Elkó ţurfa ekki ađ óttast flótta á sínum viđskiptavinum yfir til Costco. Ađ ţví leyti olli Costco mér vonbrigđum. Verđlagningin ţar er ekki sú róttćka bylting sem lá í loftinu - og var bođuđ.
Ég keypti ekkert í Costco nema bensín. Ég skráđi ekki hjá mér verđ sem ég sá. Ég man ađ kílóverđ á Prince Póló er um 1100 kall. Svipađ og í Bónus. Heitur kjúklingur er á 1300 kall. Er ţađ ekki svipađ og í Krónunni? Kókómjólkin er á 230 kall. Er ţađ ekki svipađ og í Bónus? Kellog´s kornflögur á 475 kall. Sama verđ og í Bónus. Pylsa og gosglas kostar 400 kall í Costco en 195 kall í Ikea (hinumegin viđ götuna).
Ég fagna innkomu Costco alla leiđ. Undanfarnar vikur hafa íslenskar verslanir lagt sig fram um ađ lćkka verđ til ađ mćta samkeppninni. Ekki ađeins íslenskar verslanir. Líka erlendir framleiđendur og heildsalar. Margir ţeirra hafa skilgreint Ísland sem hálaunasvćđi; dýrt land og verđlagt sínar vörur hátt til samrćmis viđ ţađ. Nú ţurfa ţeir ađ endurskođa dćmiđ til ađ mćta samkeppninni.
Annađ gott: Costco selur ekki innkaupapoka. Viđskiptavinir verđa ađ taka poka međ sér ađ heiman. Eđa fá hjá Costco pappakassa - ef ţeir eru til stađar í ţađ skiptiđ. Ég sá fólk draga upp úr pússi sínu platspoka frá Bónus og Hagkaupum.
Ástćđa er til ađ taka međ í reikninginn ađ viđskiptavinir Bónus, Krónunnar, Kosts, Iceland, Nettó og Elkó ţurfa ekki ađ borga 5000 kall međ sér til ađ spara aurinn og henda krónunni. Eđa ţannig.
Túpupressan fćst nú í Skagafirđi
Túpupressan vinsćla fćst ekki í Costco. Hinsvegar fćst hún núna á Sauđárkróki. Nánar tiltekiđ hjá Nudd & trimform, Skagfirđingabraut 6. Listi yfir ađra sölustađi má finna međ ţví ađ smella HÉR
![]() |
Ódýrara í Costco en hann bjóst viđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 28.5.2017 kl. 12:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
22.3.2017 | 11:32
Hvar er dýrast ađ búa?
Í gćr opinberađi The Economist Intelligence Unit lista yfir ţađ hvar dýrast er ađ búa. Listinn er áhugaverđur. Hann er afmarkađur viđ borgir. Stađa ţeirra á listanum er útskýrđ. Samantektin nćr yfir laun, matvćlaverđ, eldneytisverđ og eitthvađ svoleiđis.
Ţetta eru dýrustu borgirnar í Vestur-Evrópu (ţćr sem viđ berum okkur helst saman viđ):
1 Zúrich í Swiss
2-3 Geneva í Swiss
2-3 París í Frakklandi
4 Kaupmannahöfn í Danmörku
5 Osló í Noregi
6-7 Helsinki í Finnlandi
6-7 Reykjavík
8 Vín í Austurríki
9 Frankfurt í Ţýskalandi
10 London í Englandi
11 Dublin á Írlandi
12 Mílan í Ítalíu
13 Hamborg í Ţýskalandi
14-15 Munich í Ţýskalandi
14-15 Róm í Ítalíu
16-18 Dusseldorf í Ţýskalandi
16-18 Barcelona á Spáni
16-18 Brussel í Belgíu
Athygli vekur ađ Berlín kemst ekki á listann. Ađrar ţýskar borgir slá höfuđborginni viđ.
Dýrtíđin í Reykjavík er útskýrđ međ lítilli innanlandsframleiđslu. Íslendingar verđi ađ flytja flestar vörur inn frá útlöndum. Ţađ kosti sitt.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2017 | 17:49
Samviskusamur ţjófur
Fyrir fjórum áratugum ratađi í fjölmiđla krúttleg frétt af ţjófnađi í skemmtistađnum Klúbbnum í Borgartúni í Reykjavík. Svo framarlega sem ţjófnađur getur veriđ krúttlegur. Ţannig var ađ í lok dansleiks uppgötvađi karlkynsgestur á skemmtistađnum ađ seđlaveski hans var horfiđ. Sem betur fer voru ekki mikil verđmćti í ţví. Ađeins eitthvađ sem á núvirđi gćti veriđ 15 eđa 20 ţúsund kall.
Nokkrum dögum síđar fékk mađurinn seđlaverskiđ í pósti. Án penings. Ţess í stađ var handskrifađ bréf. Ţar stóđ eitthvađ á ţessa leiđ:
Ég biđst fyrirgefningar á ţví ađ hafa stoliđ af ţér veskinu. Ég var í vandrćđum: Peningalaus og ţurfti ađ taka leigubíl til Keflavíkur. Ég vona ađ ţú virđir mér til vorkunnar ađ ég skili ţér hér međ veskinu - reyndar án peningsins. En međ ţví ađ skila veskinu spara ég ţér fyrirhöfn og kostnađ viđ ađ endurnýja ökuskírteini, vegabréf, nafnskírteini og annađ í veskinu. Strćtómiđar og sundkort eru ţarna.
Ţví má bćta viđ ađ eigandi veskisins var hinn ánćgđasti međ ţessi endalok.
![]() |
Ţjófur skildi eftir skilabođ og peninga |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 11.3.2017 kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2017 | 20:29
Einkennileg ţjónustulund hjá N1
Kunningjahjón mín áttu erindi í bensínsjoppuna Neinn í Lćkjargötu 46 í Hafnarfirđi. Ţađ var í gćr. Ţau ćtluđu ađ steikja sér egg, beikon og bandarískar pönnukökur međ sýrópi, smjöri og bláberjum. Ţá kom í ljós ađ gaskútur eldavélarinnar var ekki á vetur setjandi.
Hjónin renndu í Neinn. Konan skottađist inn. Kom út ađ vörmu spori og sagđi afgreiđslumanninn neita ađ selja sér gas. Ţađ vćri snjór úti. Líka ţar sem gasiđ er geymt.
Húsbóndinn tók tíđindunum illa. Hann snarađist inn í bensínsjoppuna og endurtók erindiđ. Hann fékk sama svar. Ţá spurđi hann hvort ađ máliđ vćri ekki ađ moka snjóinn frá gaskútageymslunni. "Nei, ţetta er töluverđur snjór," var svariđ. Hann spurđi: "Er ekki nein skófla á bćnum?" "Jú, í nćstu dyrum," viđurkenndi starfsmađur á plani fúslega.
Viđskiptavinurinn gerđi sér lítiđ fyrir: Sótti skóflu og mokađi frá geymslunni. Ţađ tók 3 mínútur. Snjórinn var mjúkur og léttur eins og fiđur. Ţađ hefđi veriđ auđveldara ađ sópa honum í burt.
Undir lok snjómokstursins kom starfsmađurinn út. Hann sagđi: "Ţađ ţarf ekki ađ moka meira. Ég nć gaskútnum." Sem reyndist rétt.
Útnefnir Neinn ekki fyrirmyndarstafsmann mánađarins?
Hvernig er ţađ: Var Neinn ekki ađ fá einhverja milljarđa afskrifađa vegna tapreksturs eđa eitthvađ svoleiđis? Kannski vegna vafnings međ aflandskrónur í Dubai. Eđa hvort ađ ţađ var bótasjóđur Sjóvá. Eđa hvort ađ ţetta blandađist saman í vafning.
Annađ tengt snjómokstri: Bíllinn minn var í morgun innilokađur í 4ra metra snjóskafli sem náđi upp ađ gluggum. Ég mokađi og mokađi í hálftíma. Lengst af létt verk vegna ţess hvađ snjórinn var mjúkur og léttur. Síđasta spölinn syrti í álinn. Ţar var hár ruđningur frá snjóbíl. Samanfrosinn pakki. Bar ţá ađ ungan mann á snjóbíl. Hann gerđi sér lítiđ fyrir; tók krók inn á innkeyrsluna hjá mér og ruddi öllum snjó burt. Sparađi mér ađ minnsta kosti hálftíma snjómoksturspuđ. Hafi hann bestu ţökk fyrir.
![]() |
Hún ćtlar ađ moka alla götuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 28.2.2017 kl. 08:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2017 | 13:17
Ekki er allt sem sýnist
Fyrirtćkiđ Mmr (Market and media research) stóđ fyrir skemmtilegri skođanakönnun. Ţátttakendum var stillt upp viđ vegg og spurđir: "Hversu hlynnt/ur eđa andvíg/ur ertu ađ leyft verđi ađ selja eftirfarandi flokka áfengis í matvöruverslunum á Íslandi?" Flokkarnir sem spurt var um voru: a) sterkt áfengi b) létt vín og bjór.
Niđurstađan er sú ađ ţriđjungur landsmanna er áhugasamur um ađ fá létt vín og bjór í matvöruverslanir. 15,4% ţyrstir í sterkt áfengi í matvöruverslanir.
Ýmsir túlka útkomuna á ţann veg ađ hún sýni stuđning um og yfir helmings landsmanna viđ óbreytt ástand í áfengissölu. Ţađ er óvarleg túlkun. Ég kannađi máliđ. Ţá kom vissulega í ljós ađ meirihlutinn vill ekki áfengi í matvöruverslanir heldur í fataverslanir, skóbúđir og bensínsjoppur. Einn nefndi ísbúđ.
Fjármál | Breytt 29.11.2017 kl. 17:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2017 | 18:06
Óvenjulegur fata- og fataleysissmekkur forsetahjóna
Forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Dóni Trump, er vel giftur. Ekki í fyrsta sinn. Ekki í annađ sinn. Hann er ţaulvanur - ţrátt fyrir ađ Biblían fordćmi skilnađ hjóna. Nýjasta eiginkona Trumps, Melanía, er slóvenskur innflytjandi, nýbúi í Bandaríkjunum. Fyrsta útlenda "the First Escort Lady" í Hvíta húsinu.
Trump-hjónin hafa íhaldssaman og einfaldan fatasmekk - ţrátt fyrir ađ fjárráđ leyfi "flipp". Herrann er fastheldinn á dökk jakkaföt, hvíta skyrtu og rautt bindi. Gott val. Konan er ekki fyrir föt. Til ađ gćta fyllsta siđgćđis sleppi ég öllum ţekktustu ljósmyndum af henni. Hér eru tvćr af annars hlutfallslega fáum siđsömum. Ótal ađrar fatalausar myndir af henni eiga ekki heima hér "dannađri" bloggsíđu.
![]() |
Ćtlar ađ lćkka kostnađinn viđ múrinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
10.1.2017 | 10:09
Hrćđileg mistök
Vegir guđanna eru órannsakanlegir. Ćtlun er ekki alltaf ljós í fljótu bragđi. Stundum eru farnar krókaleiđir til ađ koma skilabođum á framfćri. Ţađ henti í kaţólskri kirkju í Kolombo á Sri Lanka í ađdraganda jóla í fyrra. Til fjáröflunar - og til ađ mćta bćnaţörf safnađarins - var ákveđiđ ađ láta prenta innblásna Maríubćn, móđur Jesú til heiđurs. Fundinn var fínasti pappír og frágangurinn hafđur sem glćsilegastur.
Salan hlaut fljúgandi start. Mörg hundruđ eintök seldust á einum degi. Daginn eftir uppgötvađist ađ textinn var ekki Maríubćn heldur kjaftfor dćgurlagatexti eftir bandarískan rappara, 2bac Shakur. Sá var myrtur fyrir tveimur áratugum. Eins og gengur. Textinn fjallar um ofbeldi, klám og eiturlyf.
Talsmađur kaţólikka á Sri Lanka segir ađ um mannleg mistök sé ađ rćđa. Klúđur í prentsmiđjunni.
Ekki tókst ađ prenta réttan texta áđur en jólin gengu í garđ. Kaupendum var hinsvegar bođin endurgreiđsla. Fáir ţáđu hana. Flestir höfđu tekiđ ástfóstri viđ rapptextann. Kröftugri bćn höfđu ţeir ekki kynnst og ţuldu hana daglega yfir alla jólahátíđina. Stundum tvisvar á dag.
Fjármál | Breytt 6.10.2017 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2017 | 17:19
Hvađ eyddir ţú miklu í jólagjafir? Komstu út í plús?
Samkvćmt skođanakönnun í Bretlandi eru íbúar Sheffield eyđslusamastir allra ţegar kemur ađ jólagjöfum. Ţeir eyđa hver um sig ađ međaltali 69 ţúsund og 700 krónum í jólagjafakaup (498 pund). Ef viđ miđum viđ gengiđ eins og ţađ var áđur en ţađ hrundi í haust erum viđ ađ tala um 100 ţúsund kall.
Skotar eru ekki eins nískir og enskir brandarar herma. Glasgow-búar koma fast á hćla Sheffield-búa. Ţeir kaupa jólagjafir fyrir 69 ţúsund og 300 kr.
Bítlabćrinn Liverpool er í 3ja sćti. Púllarar spandera 64 ţúsund og 100 kr. í jólagjafir.
Bristol-búar halda ađ sér höndum. Ţeirra jólagjafainnkaup kosta 51 ţúsund og 800 kr.
Ađ međaltali fćr húsbóndi gjafir ađ andvirđi 5880 kr. Húsfrúin fćr gjafir ađ andvirđi 7420 kr. Börnin fá dýru gjafirnar. 80% Breta segja ađ sćlla sé ađ gefa en ţiggja.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)