Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Skipti um andlit og fann ástina

  2018 sat Joe DiMeo í bíl í New Jersey í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þetta var ungur og hraustur drengur,  24 ára.  Þá lenti hann í hroðalegu bílslysi.  Á augabragði breyttist bíllinn í skíðlogandi eldhaf.  Joe brenndist illa.  80% líkamans hlaut 3ja stigs bruna.  Andlitið varð ein klessa og læknar þurftu að fjarlægja nokkra fingur.

  Læknar reyndu hvað þeir gátu að lagfæra andlitið.  Þeir sóttu húð, bandvefi og fleira en varð lítið ágengt í 20 tíma aðgerð.  Nokkrum árum síðar var afráðið að taka andlit af nýdánum manni og græða á Joe.  140 manns tóku þátt í 23ja tíma aðgerð.  Þetta voru skurðlæknar,  hjúkrunarfræðingar og allskonar. 

  Aðgerðin tókst eins og bjartsýnustu menn þorðu að vona.  Að vísu er nýja andlitið of stórt og af 48 ára manni.  Joe þykir þetta skrýtið.  En það venst.  Mestu skiptir að vera kominn með andlit.  

  32 ára hjúkrunarfræðingur í Kaliforniu,  Jessy Koby, frétti af aðgerðinni.  Starfandi á sjúkrahúsi heillaðist hún af uppátækinu.  Til að fá nánari vitneskju af þessu setti hún sig í samband við Joe.  Eftir því sem þau kynntust betur kviknuð tilfinningar í garð hvors annars.   

  Nú er hún flutt inn til hans og ástin blómstrar.         

nýtt andlitný ásjóna


Tímafrekt að rekast á ölvaðan mann

  Það var föstudagskvöld.  Að venju ekkert að gera hjá lögregluþjónunum tveim í Klakksvík,  höfuðborg norðureyjanna í Færeyjum.  Einskonar Akureyri þeirra.  Um miðnætti var farið í eftirlitsferð um bæinn.  Þá rákust þeir á ungan mann vel við skál.  Hann var með nýtt smávægilega blóðrisa fleiður.  Enga skýringu kunni hann á tilurð þess.  Kom af fjöllum. 

  Lögum samkvæmt verður læknir að gefa út vottorð um að óhætt sé að láta mann með áverka í fangaklefa. Lög eru lög.  Lögreglan ráðfærði sig við neyðarlínuna.  Úr varð að ekið var með manninn í neyðarvakt sjúkrahússins í Klakksvík.  Vakthafandi læknir treysti sér ekki til að skrifa upp á vottorð á meðan engar upplýsingar væru um tilurð fleiðursins. 

  Lögreglan ók þá með manninn sem leið lá til Þórshafnar,  höfuðborgar Færeyja.  Vegna veðurs og slæms skyggnis tók ferðin fjóra tíma.  Maðurinn var skráður inn á bráðamóttöku borgarspítalans.  Vakthafandi læknir gaf þegar í stað út vottorð um að óhætt væri að hýsa manninn í fangaklefa.  Hann hvatti jafnframt til þess að maðurinn fengi að sofa úr sér vímuna í Þórshöfn. Gott væri að gefa honum kaffibolla.  Var hann því næst sendur með leigubíl frá borgarspítalanum með fyrirmæli um að leggja sig í fangaklefa hjá Þórshafnarlögreglunni.   

  Lögregluþjónarnir snéru aftur til Klakksvíkur.  Sælir eftir óvenju erilssama nótt.  Upp var runninn sólbjartur morgunn.  

      


Best í Færeyjum

  Flestallt er best í Færeyjum.  Ekki aðeins í samanburði við Ísland.  Líka í samanburði við önnur norræn lönd sem og þau helstu önnur lönd sem við erum duglegust að bera okkur saman við.  Nægir að nefna að meðalævilengd er hæst í Færeyjum;  atvinnuleysi minnst;  atvinnuþátttaka mest;  hjónaskilnaðir fæstir;  fátækt minnst og jöfnuður mestur;  sjálfsvíg fæst;  krabbameinstilfelli fæst;  glæpir fæstir;  barneignir flestar;  fóstureyðingar fæstar;  hamingja mest;  heilbrigði mest og pönkrokkið flottast.  Bara svo örfá atriði séu tiltekin.

  Ekki nóg með það heldur eru færeyskar kindur frjósamastar.  Hérlendis og víðast eignast kindur aðallega eitt til tvö lömb í einu.  Færeyskar kindur eru meira í því að bera þremur lömbum og allt upp í sjö!  Það er heimsmet.  

kindur

 


Með 19 skordýrategundir í hári og hársverði

  Um nokkurt skeið hefur tíðindum af líki reggí-konungsins,  Bobs Marleys, verið póstað fram og til baka á samfélagsmiðlum.  Þar er fullyrt að við líkskoðun hafi fundist í hári hans og hársverði 19 tegundir af skordýrum.  Aðallega lús en einnig köngulóm og fleira.  Samtals töldust dýrin vera 70. 

  Litlu skiptir þó að vísað sé til þess að um falsfrétt sé að ræða.  Ekkert lát er á dreifingu fréttarinnar.  Þannig er það almennt með falsfréttir.  Miklu meiri áhugi er á þeim en leiðréttingum.

  Bob Marley dó 1981 eftir erfiða baráttu við krabbamein í heila,  lungum og lifur.  Í krabbameinsmeðferðinni missti hann hárið,  sína fögru og löngu "dredlokka".  Hann lést með beran skalla.  Þess vegna voru engin skordýr á honum.  Síst af öllu lús.  Þar fyrir utan hafði hann árum saman þvegið hár og hársvörð reglulega upp úr olíu.  Bæði til að mýkja "dreddana" og til að verjast lús.  Hún lifir ekki í olíubornu hári.

  Til gamans má geta að Bob Marley var ekki aðeins frábær tónlistarmaður.  Hann var líka góðmenni.  Þegar hann samdi lagið "No Woman, No Cry" þá vissi hann að það myndi slá í gegn og lifa sígrænt til frambúðar.  Hann skráði fótalausan jamaískan kryppling,  Vincent Ford,  fyrir laginu.  Sá hafði hvergi komið að gerð þess.  Uppátækið var einungis til þess að krypplingurinn fengi árlega ríflegar höfundargreiðslur.  Bob skráði einnig konu sína,  Ritu Marley,  fyrir nokkrum lögum af sömu ástæðu.  

      

 


Kossaráð

  Kærustupör lenda iðulega í hremmingum þegar kossaárátta blossar upp hjá þeim.  Vandamálið er nefið.  Það er illa staðsett á miðju andlitinu.  Þar skagar það út í loftið eins og Snæfellsnes.  Við kossaflangsið rekast nefin venjulega harkalega saman.  Oft svo illa að á eftir liggur parið afvelta á bakinu með fossandi blóðnasir. Við það hverfur öll rómantík eins og dögg fyrir sólu.

  Þetta þarf ekki að vera svona.  Til er pottþétt kossaaðferð sem setur nefin ekki í neina hættu.  Hún er svona (smella á mynd til að stækka):

koss 


Hættulegar skepnur

  Öll vitum við að margar skepnur eru manninum hættulegar.  Við vitum af allskonar eiturslöngum,  ljónum,  krókódílum,  hákörlum, ísbjörnum,  tígrisdýrum og svo framvegis.  Fleiri dýr eru varhugaverð þó við séum ekki sérlega meðvituð um það.  Einkum dýr sem eru í öðrum löndum en Íslandi. 

  -  Keilusnigill er umvafinn fagurri skel.  En kvikindið bítur og spúir eitri.  Það skemmir taugafrumur og getur valdið lömun.

  -  Tsetse flugan sýgur blóð úr dýrum og skilur eftir ssig efni sem veldur svefnsýki.  Veikindunum fylgir hiti,  liðverkir,  höfuðverkur og kláði.  Oft leiðir það til dauða.

  - Sporðdrekar forðast fólk.  Stundum koma upp aðstæður þar sem sporðdreki verður á vegi fólks.  Þá stingur hann og spúir eitri.  Versta eitrið gefur svokallaður "deathstalker".  Það veldur gríðarlegum sársauka en drepur ekki heilbrigða og hrausta fullorðna manneskju.  En það drepur börn og veikburða.

  - Eiturpílufroskurinn er baneitraður.  Snerting við hann er banvæn.

  - Portúgölsku Man O´War er iðulega ruglað saman við marglyttu.  Enda er útlitið svipað.  Stunga frá þeirri portúgölsku veldur háum hita og sjokki.

  - Í Víetnam drepa villisvín árlega fleiri manneskjur en önnur dýr.  Venjuleg alisvín eiga til að drepa líka.  Í gegnum tíðina haf margir svínabændur verið drepnir og étnir af svínunum sínum.

  -  Hættulegasta skepna jarðarinnar er mannskepnan.  Hún drepur fleira fólk og aðrar skepnur en nokkur önnur dýrategund.   

  goldenpoisonfrogsmall0x0snigilltsetse-flyxMjPs9YK4NbzAhK25AV7N8-320-80


Hryllingur

  Ég mæli ekki með dvöl í rússnesku fangelsi.  Það er ekkert gaman þar.  Fangaverðir og stjórnendur fangelsanna eru ekkert að dekra við fangana.  Það geta úkraínskir stríðsfangar staðfest. 

  Á dögunum skiptust Rússar og Úkraínumenn á stríðsföngum.  215 úkraínskir fangar fengu frelsi og 55 rússneskir.  Hér eru ljósmyndir af einum úkraínskum.  Hann var tekinn til fanga í Maríupól ftrir nihhrun vikun,.  Þannig leit hann þá út.  Á hægri myndinni sést hvernig fangelsisdvölin fór með hann.  

Russ-Fangi


mbl.is Erna Ýr ekki allslaus í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningarorð

 

  Söngvari Baraflokksins, Ásgeir Jónsson, féll frá núna 3ja maí.  Hann var 59 ára.  Baraflokkurinn stimplaði Akureyri rækilega inn í rokksöguna á nýbylgjuárunum upp úr 1980.  Árunum sem kennd eru við "Rokk í Reykjavík".  

  Geiri var laga- og textahöfundur hljómsveitarinnar og allt í öllu.  Frábær söngvari og frábær tónlistarmaður.  Hann vissi allt og kunni í músík. Hljómsveitin átti sinn auðþekkjanlega hljóm;  blöndu af pönkuðu nýróman-kuldarokki.  

  Ég kynntist Geira þegar hann var hljóðmaður Broadway á Hótel Íslandi um aldamótin (þekkti hann reyndar lítillega áður til margra ára).  Ég bjó í næsta húsi.  Þar á milli var hverfispöbbinn Wall Street.  Þegar færi gafst frá hljóðstjórn brá Ásgeir sér yfir á Wall Street.  Þar var bjórinn ódýrari og félagsskapurinn skemmtilegri.    

  Vegna sameiginlegrar músíkástríðu varð okkur vel til vina.  Stundum slæddist Ásgeir heim til mín eftir lokun skemmtistaða.  Þá hélt skemmtidagskrá áfram.  Það var sungið og spilað.  Einnig spjölluðum við um músík tímunum saman.  Einstaka sinnum fékk Ásgeir að leggja sig heima hjá mér þegar stutt var á milli vinnutarna hjá honum, skjótast í sturtu og raka sig. 

  Geiri var snillingur í röddun.  Sem slíkur kom hann við á mörgum hljómplötum.  Hann var einnig snillingur í að túlka aðra söngvara.  Það var merkilegt.  Talrödd hans var hás (að hans sögn "House of the Rising Sun").  Engu að síður gat hann léttilega sungið nákvæmlega eins og "ædolin" David Bowie og Freddie Mercury.

  Eitt sinn fór Bubbi Morthens í meðferð.  Upptaka af hluta úr söng hans á plötunni "Konu" glataðist.  Búið var að bóka pressu í Englandi en ekki mátti ræsa Bubba út.  Geiri hljóp í skarðið.  Söng það sem á vantaði.  Það er ekki séns að heyra mun á söngvurunum.  Þetta er leyndarmál.

  Geiri var einstaklega ljúfur og þægilegur náungi.  Eftir að Broadway lokaði vann hann á Bítlapöbbnum Ob-La-Di.  Það var gaman að heimsækja hann þar.  Hann lék ætíð við hvurn sinn fingur. 

  Fyrir nokkrum árum urðum við samferða í geislameðferð vegna krabbameins.  Ég vegna blöðruhálskirtils.  Hann vegna krabbameins í raddböndum og síðar einnig í eitlum.  Við kipptum okkur lítið upp við það.  Við töluðum bara um músík.  Ekki um veikindi.  Enda skemmtilegra umræðuefni. 

      


Hámark letinnar

  Leti er listgrein út af fyrir sig.  Það þarf skipulag til að gera ekki neitt.  Eða sem allra minnst.  Skipulag og skapandi hugsun.  Margar af bestu uppfinningum mannsins urðu til vegna leti.  Líka margt spaugilegt. 

  Ástæða getur verið að smella á myndirnar til að átta sig betur á hvað er í gangi.

leti aleti eleti fleti  gleti gleti h


Eru býflugur fiskar?

   Erlingur Ólafsson skordýrafræðingur var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni á Rás 2. Umræðuefnið var að býflugurnar í Bandaríkjunum eru horfnar eins og dögg fyrir sólu. Þegar býflugnabændur hugðu að hunangsbyrgðum sínum gripu þeir í tómt. Það eru nánast engar býflugur lengur í Bandaríkjunum. Enginn veit ástæðuna.

  Freyr spurði Erling hvort hið dularfulla hvarf býfluganna hafi ekki keðjuverkandi áhrif á lífkeðjuna. Hvort að býflugan hafi ekki gegnt lykilhlutverki í frjóvgun jurtaríkisins og svo framvegis. Erlingur svaraði: "Það eru nú fleiri fiskar í sjónum en býflugan." Og rakti hvernig aðrar flugur og skordýr gera sama gagn.

 Samkvæmt þessum orðum Erlings er vænlegra fyrir býflugnabændur að leita að býflugum í sjó fremur en á þurru landi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.