Kallinn með hattinn. Broslegar myndir af Svíakonungi

CarlXVIGustaf4CarlXVIGustaf6

  Öll þekkjum við fólk sem kann ekki við sig öðru vísi en með hatt,  klút eða einhverskonar húfu á höfði.  Jafnvel þó það sé ekki nema gyðingalegt pottlok.  Sænski kóngurinn,  Karl XVI Gústaf,  er friðlaus nema hann sé með eitthvað á hausnum.  Illar tungur segja það vera til að bæta upp að lítið sé í hausnum.  Kalli er glysgjarn eins og hrafninn.  Hann sækir í skraut,  gull og sterka liti.  Ekki þykir honum verra að dúskar,  eyru,  horn,  fánar eða eitthvað svoleiðis dúllerí fylgi með  

  "Vinna" sænska kóngsins felst aðallega í því að vera viðstaddur tiltekna atburði.  Kalli segist ekki upplifa sig sem alvöru þátttakanda í þeim atburðum nema bera höfuðfat sem hæfir tilefninu.  Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir af kallinum með hattinn (neðsta myndin útskýrir kannski hvers vegna kappinn sækir í höfuðföt):

Carl Gústaf 1Carl Gústaf 2Carl-XVI-GustafCarl Gústaf 3Carl Gústaf 4Carl Gústaf 5CARLXVIGUSTAF2Carl Gústaf 6CARLXVIGUSTAF3Carl Gústaf 7CarlXVIGustaf7CarlXVIGustaf8Carl Gústaf 8Carl Gústaf 9Carl Gústaf 10Carl Gústaf 11Carl Gústaf 12CarlXVIGustaf5


mbl.is Belgar banna búrkur á almannafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Karl Gustaf er flottur með öll höfuðfötin nema kórónurnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2010 kl. 01:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

                     Maðurinn með hattinn!! osfrv.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2010 kl. 03:36

3 identicon

ullarinn (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 09:11

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  án þess að ég hafi hugmynd um þá dettur mér í hug að það sé einhver aldagömul hefð að Svíakóngur beri kórónu við tiltekna viðburði.  Ég held að kallinum geti ekki þótt flott að vera með þessar kórónur.  Þær virðast vera einhverjir málmhlunkar.

  Ég tek eftir að drottningin er alltaf líka með eitthvað á hausnum.   Bara látlausara.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 11:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  er það ekki:  Kallinn með hattinn / stendur upp við staur... ?

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Jens Guð

  Ullarinn,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 11:14

7 identicon

Góðar myndir ... álit mitt á karlinum breyttist í einni svipan úr frekar ófyndinn í frekar fyndinn.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 13:23

8 Smámynd: Hannes

Hahaha ætli sá gamli þurfi ekki að kíkja til geðlæknis.

Hannes, 2.5.2010 kl. 14:05

9 identicon

The words out of my mouth... Það er líklegra að það sé innihald en ekki hvað er á höfðinu sem ekki er í lagi :D

Óskar G (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 14:39

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jú, hann borgar ekki skattinn því hann á engan aur. Það byrjar ,,maðurinn með hattinn,, ef við syngjum kallinn,náum við ekki nógu mörgum atkvæðum(sérhljóðum),þannig að passi við lagið, sem þetta er sungið eftir.Það er svo álitamál þetta með "aur",sem þýðir auðvitað bara moldardrulla. En þeir sem setja saman vísur,gefa sér svokallað skáldaleyfi. Ætti að vera ,,á engan eyri,, þolfall,ef ég er ekki farin að ryðga. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2010 kl. 15:55

11 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég þekki ekki nógu vel til sænska kóngsins til að hafa mynda mér skoðun á honum.  Hinsvegar finnst mér að íslenski forsetinn eigi að taka hann sér til fyrirmyndar:  Að vera með kjánalegt höfuðfat við öll tækifæri.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 18:07

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  mér er sagt að kallinn sé það sem kallast hrekklaus einfeldningur.  Ef hann væri ekki kóngur heldur óbreyttur starfsmaður í Ikea eða Volvo væri hann gaurinn sem vinnufélagarnir væru stöðugt að spila með og ljúga að.  Hann myndi aldrei fatta "djókið".

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 18:13

13 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  eða þá að "kjaftur hæfi skel" eða þannig.  Þetta sé í stíl.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 18:14

14 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  takk fyrir fróðleikinn.  Vísan er illa ort hvernig svo sem á hana er litið.  Ég er kannski að bulla þegar ég held að eyri sé ekki beinlínis þolfall af aur.  Mig grunar að aur og eyrir séu sitthvert orðið.  Aur ætla ég að fallbeygist aur-aur-aur(i)-aurs.  Eyrir hinsvegar eyrir-eyri-eyri-eyris.

  En hvað veit ég svo sem?  Á ekki aur.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 18:22

15 identicon

Gud...getur thú fallbeygt ordid turn?  Annars er Kalli kóngur alveg ágaetur sem slíkur (ég er samt á móti thví ad hafa kónga og drottningar....finnst thad allt hálf pínlegt og bjánalegt).  Dóttir hans sem tekur vid af honum er mjög vel gefin.

Gjagg (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 19:49

16 Smámynd: Hannes

Jens það er oft gaman að þannig köllum en þeir eru ekki góðir þjóðhöfðingjar enda auðvelt að gera þjóðina að athlægi með fíflalátum.

Hannes, 2.5.2010 kl. 20:33

17 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 2.5.2010 kl. 20:37

18 identicon

Er það ekki Turn um Turn frá Terni til Tenings?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:02

19 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  mér þykir allt kónga-eitthvað vera fáránlegt dæmi.  En vísa á:  http://www.youtube.com/watch?v=EKHstR6ndus

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:29

20 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  eru svokallaðir þjóðhöfðingjar ekki alltaf einhverskonar fígúruhlutverk?

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:30

21 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:31

22 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég vísa aftur til :  http://www.youtube.com/watch?v=EKHstR6ndus

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:31

23 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég veit ekkert um sænska kóngaliðið.  Kannski eru mínar óáreiðanlegu upplýsingar rangar.  Mér er sagt að sænski kóngurinn sé verulega þunnur í hausnum.  Kellingin hans sé hinsvegar vel gefin.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri minnst á dóttir þeirra.  Vonandi er það rétt,  varðandi dótturina. 

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:37

24 Smámynd: Jens Guð

 Mér skilst að hið fræga lag,  þekktast í flutningi The Byrds byggi á Biblíutexta: 

  1. To every thing there is a season, and a time to every purpose under the heaven:
  2. A time to be born, and a time to die; a time to plant, a time to reap that which is planted;
  3. A time to kill, and a time to heal; a time to break down, and a time to build up;
  4. A time to weep, and a time to laugh; a time to mourn, and a time to dance;
  5. A time to cast away stones, and a time to gather stones together; a time to embrace, and a time to refrain from embracing;
  6. A time to get, and a time to lose; a time to keep, and a time to cast away;
  7. A time to rend, and a time to sew; a time to keep silence, and a time to speak;
  8. A time to love, and a time to hate; a time of war, and a time of peace.

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:40

25 Smámynd: Jens Guð

http://www.youtube.com/watch?v=EKHstR6ndus

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:40

26 Smámynd: Jens Guð

  Höfundur "Turn, turn, turn",  er sennilega 100 eða 200 ára.  Pete Seeger.  Hann er einnig frægur fyrir lög eins og "Hvert er farið blómið blátt?" með Ellý Vilhjálms og Ragga Bjarna.  Einnig "Veistu um blóm sem voru hér?" með Savanna tríói.  

Jens Guð, 2.5.2010 kl. 22:48

27 Smámynd: Ómar Ingi

Hvar er Karl

Ómar Ingi, 3.5.2010 kl. 00:45

28 Smámynd: Hannes

Jens þeir eru það enda heimskuleg starfsstétt.

Hannes, 3.5.2010 kl. 00:50

29 Smámynd: Kama Sutra

Forsetakóngurinn okkar er því miður orðinn að svo stórum kjánahrolli að hann þarf ekki á svona höfuðfötum að halda sér til frægðar...

Kama Sutra, 3.5.2010 kl. 04:31

30 identicon

Kjaftasögur komast á kreik.  Kalli er lesblindur...annars held ég ad hann gefi hinum almenna manni ekkert eftir í greind.

Gjagg (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 07:46

31 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ég veit það ekki.  Ætli hann sé ekki bara heima hjá sér.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 00:31

32 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég tek undir það.  Þetta er svo kjánaleg starfsstétt að undrum sætir að þetta fyrirbæri sé ennþá til á 21. öld.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 00:36

33 Smámynd: Jens Guð

  Kama,  eigum við samt ekki að hvetja hann til þess að vera með jólasveinahúfu og allskonar hatta?

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 00:37

34 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þetta er í fyrsta skipti sem ég verð var við að einhver telji sænska kónginn vera með meðalgreind.  Vona að þetta sé rétt hjá þér.  Sjálfur veit ég ekkert um kallinn.  Hef aldrei heyrt hann taka til máls,  aldrei lesið viðtal við hann eða heyrt neitt eftir honum haft á öðrum vettvangi.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 00:40

35 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hélt að Gjagg væri að yrkja,allt á sínum stað stuðlar höfuðstafur!!
         Kjaftasögur komast á kreik,
         kalli er lesblindur.
         Ærlegur og aldrei í sleik
         eins og nafni hans enski bersyndur.  (stytting bersyndugur). Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2010 kl. 00:53

36 identicon

Vesalings maðurinn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 12:23

37 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Trúi ekki að þær séu ekta,ef svo væri hefur kallin humor.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.5.2010 kl. 14:51

38 Smámynd: Jens Guð

   Helga, ég tók því þannig að hann væri að yrkja.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 22:44

39 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  þetta er þjóðhöfðingi.  Það þarf ekki að vorkenna honum.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 22:45

40 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  vegna þess hvað kallinn leggur mikið upp úr því að vera með höfuðfat,  brosleg jafnt sem virðuleg,  eru sænskir spaugarar ólatir við að "fótósjoppa" á myndir af honum lampaskerm á hausinn,  drullusokk og hvaða furðudót sem er.  Mér er aftur á móti sagt að þessar myndir sem ég birti hér séu allar vel þekktar sem ófalsaðar;  hafa birst í virtum sænskum blöðum og þessi húfuburður hans sé þekktur frá þeim viðburðum sem þarna um ræðir.  Sjálfur hef ég ekkert fylgst með þessum kalli og veit fátt um hann.  En það þarf vissulega að vera til staðar dálítill húmor til að bera þessi höfuðföt.  Sum þeirra að minnsta kosti.

Jens Guð, 4.5.2010 kl. 22:58

41 identicon

"Mér er aftur á móti sagt að þessar myndir sem ég birti hér séu allar vel þekktar sem ófalsaðar"

LOL....

Thessar myndir eru ekki bara broslegar...thaer eru sprenghlaegilegar.

Gjagg (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 07:09

42 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  hér er ein fölsuð mynd af kóngsa:

Jens Guð, 5.5.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband