Eivör ofsótt af Íslendingi

  Það hefur hent fleiri en einn og fleiri en tvo karlkyns aðdáendur færeysku söngkonunnar Eivöru að gera sér ranghugmyndir um samskiptin við Eivöru.  Sumir hafa haldið að þau tvö væru svo gott sem gengin í hjónaband.  Íslendingur nokkur hefur gengið lengra en aðrir.  Hann fór að elta Eivöru fyrir þremur árum;  sækja alla hljómleika með henni hérlendis og í nágrannalöndum.  Fyrir tveimur árum flutti maðurinn út til Færeyja.  Síðan hefur hann meðal annars haldið til í tjaldi í heimaþorpi Eivarar,  Götu í Færeyjum.  Þar á meðal hefur hann tjaldað í garðinum við hús Eivarar. 

  Maðurinn hefur sent Eivöru allt upp í tugi pósta á dag og tjáð sig grimmt um hana á færeyskri fésbókarsíðu.

  Eivör hefur kært manninn til lögreglu og óskað eftir nálgunarbanni.  Lögreglan getur þó ekkert gert á meðan maðurinn brýtur engin lög.  Að vísu hefur maðurinn hótað umboðskonu Eivarar öllu illu.  Meðal annars að brenna heimili hennar til kaldra kola.  Hann stendur í þeirri trú að hún standi í vegi fyrir því að þau Eivör séu hjón.  Hótanirnar hafa aðeins verið munnlegar þannig að þær nægja ekki til að lögreglan grípi til aðgerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Hahahahahaha. Spurning hvort ekki ætti að legga Hann og hana Eivöru inn á klepp. Væru góð þar bæði 2 kexrugluð.

Hannes, 1.6.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  skamm,  skamm!  Þetta er ljótt af þér.  Ef ég þekkti ekki húmor þinn myndi ég þurfa að eyða þessari athugasemd.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 19:58

3 identicon

Verður ekki að senda sérstakan saksóknara í málið? KV B START

Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 21:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Billi,  við verðum að grípa til einhverra ráða.  Kannski er þetta eitthvað sem umbóta- eða siðvæðinganefnd (eða hvað hún heitir) Samfylkingarinnar verður að taka á ásamt mútugreiðslum til Dags og Steinunnar Valdísar.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Hannes

Jens. Það er ekkert af því að fara inn á geðdeild. Okkur 2 veitum sennilega ekki af því líka.  Ég veit að ég er með óvenjulegan húmor sem er auðvelt að misskilja.

Hannes, 1.6.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er viss um að við hefðum gott af því að fara inn á geðdeild.  Föðursystir mín var með annan fótinn þar.  Ég hálf öfundaði hana af því.  Það var svo margt skemmtilegt þar.  Við skulum alveg reikna með að það sé búið að taka frá fyrir okkur pláss á Kleppi.  Þetta er eins og með fangelsin:  Þau eru full og röðin kemur að mönnum hægt og bítandi.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 22:25

7 Smámynd: ThoR-E

Já ég sá þetta í Íslandi í dag. Þetta hlýtur að vera ömurlegt að lenda í svona veikum einstaklingi sem lætur mann ekki í friði.

Hvaða færeyska síða er þetta sem maðurinn er að tjá sig á ? ekki þó hennar fb síða?

ThoR-E, 1.6.2010 kl. 22:34

8 Smámynd: Hannes

Jens það er alveg örugt.  Það er búið að fækka rúmum á kleppi enda er verið að spara þar eins og annarsstaðar.

Það er öruggleg a betra að vera á kleppi en í fangelsi. Ég þekki einn sem var starfsmaður þar í nokkur ár og einn sem var vistmaður.

Hannes, 1.6.2010 kl. 22:38

9 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  það er búið að fjarlægja "komment" þessa manns af síðunni.  Ég man ekki alveg hvað hún heitir,  "Dagsins orðtak" eða eitthvað álíka.  Síðast þegar ég vissi lá heimasíða Eivarar niðri,  www.eivor.com.  Eivör er með tvær síður á fésbók og ég held að kauði hafi ekki náð inn á þær. 

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 22:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég hef ekki beinan samanburð á Kleppi og fangelsi.  En ég ætla að það sé rétt hjá þér að Kleppur sé skemmtilegri.  Og jafnvel betri matur þar.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 22:45

11 Smámynd: Jens Guð

  Mér skilst að það verði eitthvað um þetta í DV á morgun.  Það er að segja ekki um samanburð á Kleppi og fangelsi heldur um íslenska eltihrellinn (stalkerinn).

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 22:47

12 Smámynd: Hannes

Það verður gaman að lesa um þennan vitleysing í blöðunum. Maturinn er vondur á kleppi og kaffið er viðbjóður.

Hannes, 1.6.2010 kl. 23:02

13 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  er það virkilegt?  Maturinn er ekki svo vondur í fangelsi.  Erum við að veðja á vitlausan stað?

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:12

14 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hannes: Á ég að senda þér einhvern góðan mat? Get gripið upp KFC og færeyskan rabbabarabjór

Siggi Lee Lewis, 1.6.2010 kl. 23:13

15 Smámynd: Jens Guð

  Ég er að reyna að rifja upp nafn Íslendingsins sem er að ofsækja Eivöru.  Hann heitir eitthvað sem hljómar líkt og Rónald eða Rolf og er Jóhannesson eða Jóhannsson.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:14

16 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  rabbabarabjórinn er meiriháttar.  Yðun heitir hann.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:14

17 Smámynd: Jens Guð

  Mæli með Ydun.  Alveg sælgæti.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:19

18 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég myndi sofa hjá Yduni ef bjórinn væri kona, og frysta hann og skauta á honum og bíða svo þangað til hann þyðnaði og drekka hann

Siggi Lee Lewis, 1.6.2010 kl. 23:21

19 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég drekk hann bara.  Til spari. 

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:24

20 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já hann er svona ekta spari bjór. Ef Eivör væri bjór þá væri hún samt miklu betri. Sennilega besti _______ í heimi

Siggi Lee Lewis, 1.6.2010 kl. 23:25

21 Smámynd: Jens Guð

  Alltaf best í heimi.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:26

22 Smámynd: Hannes

Jens. Ég hef ekki hugmynd um hvernig maturinn er í fangelsi en ég hef heyrt að hann sé ekki góður kleppi og kaffið viðbjóður.

Siggi. Eitt af því sem ég á alltaf nóg af heima hjá mér er matur en það væri vel þegir ef ég væri vistmaður á geðdeild sem ég verð vonandi aldrei. Færeyskar rabbabarabjór gæti ég alveg hugsað mér að prufa við tækifæri.  

Ég þarf að prófa yðuni við tækifæri. Er hann til í ÁTVR?

Hannes, 1.6.2010 kl. 23:29

23 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  Ydun er til í Kringlunni.  Alveg frábær rabbabarabjór með nettu berjabragði.

Jens Guð, 1.6.2010 kl. 23:32

24 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ydun er alger snilld. Mæli með honum.

Siggi Lee Lewis, 1.6.2010 kl. 23:34

25 Smámynd: Hannes

þá renni ég þangað við tækifæri og kaupi hann. Maður verðu að styrkja nágrannana.

Hannes, 1.6.2010 kl. 23:36

26 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Now you'r talkin boy!

Siggi Lee Lewis, 1.6.2010 kl. 23:37

27 Smámynd: Hannes

Ætli ég prufi bjórinn ekki um helgina.

Hannes, 1.6.2010 kl. 23:49

28 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég mæli allavega sterklega með því. Enn ég myndi ekki kaupa 2 kassa af honum til að byrja með. Alveg níg að kaupa svona 2-3 kippur til að smakka hann.

Siggi Lee Lewis, 2.6.2010 kl. 00:02

29 Smámynd: Ómar Ingi

Rababarabjór Ojjjjjjj nei þá frekar held ég mig við alvöru Öl og tónlistina hennar Eivarar spurning um að fá Hannes til að tala við  þetta ógeð sem er að hrella hana

Ómar Ingi, 2.6.2010 kl. 00:18

30 Smámynd: Hannes

Siggi. Ég geri ráð fyrir að ég kaupi eina eða tvær kippur til að byrja með enda drekk ég yfirleitt sterkt vín.

Ómar. Það fylgja oft svona rugludallar með þegar fólk verður frægt. Það er best að setja hanna á klepp enda er hann örugglega eitthvað veikur á geði greyið.

Hannes, 2.6.2010 kl. 00:28

31 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  mundu að kæla hann.  Það munar miklu á bragðgæðunum að hann sé vel kældur.

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 00:29

32 Smámynd: Hannes

Jens. Ég drekk aldrei bjór nema hann sé vel kaldur.

Hannes, 2.6.2010 kl. 00:33

33 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þetta er sælgæti.  Ég efast um að hann sé góður til að drekka margar kippur á einu bretti.  En sem fyrstu 4 - 5 bjórar er hann sá besti sem ég hef smakkað.  Ég undirstrika fögnuð yfir að þú skulir kunna að meta  Larva  svona í árdag..  Sjálfur þurfti ég að hafa töluvert fyrir því (margar spilanir) að ná plötunni.  Í mínum kunningjahópi er sama saga.  Platan er að síast inn eftir 7 - 8 umferðir.

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 00:34

34 identicon

Mikið djö... finnst mér það undarlegt að þessi eltihrellir skuli komast upp með þetta fyrir allra augum. Takk samt fyrir útskýringuna, Jens ... þótt þetta sé samt enn ótrúlegt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 00:35

35 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Jens: Betri en Jóla-Malt ölið?

Siggi Lee Lewis, 2.6.2010 kl. 00:51

36 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þetta hljómar ótrúlega svipuð saga og ég heyrði sambandi við aðra fræga íslenska söngkonu.Það var gaur sem var búinn að telja sér trú um að þau væri tengd að einhverju leiti og hann hugðist elta hana út um allt.  Raunar er þessi saga svo svipuð að ég velti vöngum um hvort þetta sé sami náunginn. En samt ekki. Þetta er frekar algengt eins og kemur vel fram í þessu gríni hjá Steinda okkar. 

http://www.youtube.com/watch?v=NZMI0VPFRsE&feature=related

Brynjar Jóhannsson, 2.6.2010 kl. 01:15

37 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þarna fékk ég góða ábendingu um góðan bjór. Jens þú kallar hann fyrst Yðun,í færslu til Sigga Lee,síðan bara ydun,sem hlýtur að vera rétt.   Af því þið eruð æringjar,datt mér í hug í fyrstu að bruggað væri af,  Víking og héti Yðrun.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2010 kl. 01:35

38 identicon

Mér finnst dularfullt að maður geti tjaldað í garðinum hjá manni og löggan geti ekkert gert... eh


Verum ekki með neitt tabú með geðveika.. við eru öll geðveik á einn eða annan máta... Íslandi var td stjórnað af geðsjúklingum... allir helstu toppar íslands eru geðsjúkir.
Geðsýki er ekki bara að tala við tennurnar í sér.... hornsteinn íslands er td byggður á mönnum aftan úr grárri forneskju, mönnum sem voru með geðklofa, á þeim tíma voru þeir taldir tala við guð; Árið 2010 hendir ísland ~6 þúsund milljónum í durga og skessur sem trúa þessum sögum.
Ég sá td sjálfstæðismann með Harry Potter.. úps biblíu í pontu á alþingi og sagði hana vera það mikilvægasta fyrir ísland, í bókinn væri kenndur handþvottur sem og fyrirgefning allra glæpa.

Já ísland er eitt stórt geðveikrahæli; Face it. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 11:13

39 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Nei Doc, það er ekki hæli,það vantar lækna og aðhlynningar-fólk.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2010 kl. 12:59

40 Smámynd: Hannes

Ómar ég mun rétta honum símanúmerið á geðdeild landsspítalans og segja honum að ræða aðeins við starfsfókið þar.

Hannes, 2.6.2010 kl. 18:04

41 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þetta er vissulega undarlegt.  Til að skilja málið þarf að átta sig á hvað færeyskt samfélag er miklu saklausara en íslenskt,  friðsælla og vinalegra.  Dæmi um það er að Færeyingar hafa ekki læst húsum sínum fyrr en núna vegna þessa manns.  Jafnvel þó Færeyingar fari í frí til útlanda hafa þeir ekki séð ástæðu til að skilja hús sitt eftir læst. 

  Annað dæmi er að gestir banka ekki á dyr þegar þeir fara í heimsókn.  Þeim er jafn eðlilegt og heimilisfólkinu að ganga beint inn í húsið.  Færeyingar eru eins og ein stór fjölskylda hvað þetta og margt fleira varðar.  

  Færeyska lögreglan er ekki vön að kljást við alvöru glæpi.  Færeyska lögreglan er meira bara til staðar.  Til öryggis.  Jú,  þegar ekkert hefur komið inn á borð til hennar mánuðum saman tékkar hún á ölvunarakstri eða dregur upp hraðamæli.  

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 21:46

42 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy Lee,  kannski ekki.  Þannig lagað.  Jóla Maltölið er toppurinn þegar um fyrstu flösku er að ræða.  En það má ekki drekka meira en í hæsta lagi 2 flöskur af honum í einu.  Annars verður hann viðbjóður.  Sérstaklega ef maður þarf að æla honum. 

  Yðun-bjórinn er aftur á móti jafn góður og ferskur þegar sjöttu flösku er slátrað og þeirri fyrstu.  

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 21:49

43 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  takk fyrir hlekkinn á Steinda.  Ég þekki ekki til eltihrellis Eivarar.  Kannski hefur hann tekið upp á svona áður varðandi aðra söngkonu.  Mér er hinsvegar kunnugt um að fleiri karlar en þessi hafa fengið ranghugmyndir um samband sitt og Eivarar.  Hinir hafa þó náð áttum áður en ranghugmyndirnar og þráhyggjan gekk þetta langt. 

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 21:54

44 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  bjórinn heitir Ydun og er framleiddur af Föroya Bjór.  Á miðanum er einhver texti undir nafni bjórsins en letrið er svo smátt að ég næ ekki að lesa það.

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 21:56

45 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  maðurinn hefur ekki haldið til í einum og sama garðinum í tvö ár.  Hann hefur farið eins og jó-jó um grasbala og garða þvers og kruss um Suðurgötu. Ég held að hann sé búinn að máta tjaldið sitt við alla grasbletti í þorpinu.  Færeyingar eru einstaklega gestrisnir,  umburðarlyndir og seinþreyttir til vandræða.  Vandamálið með þennan mann er þeim nýtt og kallar á nýja hugsun og ný viðbrögð.  Eins og það að læsa útihurðum. 

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 22:03

46 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það þarf miklu meira til en að rétta honum símanúmer.

Jens Guð, 2.6.2010 kl. 22:04

47 Smámynd: Ómar Ingi

Bora gat í hnéskeljarnar á honum væri ágætis byrjun

Ómar Ingi, 2.6.2010 kl. 23:51

48 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  hann myndi lesa vitlaus skilaboð út úr því.  Veit ekki hvernig.  En hann myndi túlka þetta einhvernveginn vitlaust.

Jens Guð, 3.6.2010 kl. 00:14

49 Smámynd: Jens Guð

  Hvað finnst þér um kvikmyndina Oceans?

Jens Guð, 3.6.2010 kl. 00:16

50 Smámynd: Hannes

Jens. Hann getur rétt Eivör símanúmerið og fengið hana til að koma með sér á geðdeildina.

Hannes, 3.6.2010 kl. 00:38

51 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  Eivör er komin til Kanada og eltihrellirinn til Noregs.

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 00:16

52 Smámynd: Hannes

Jens það er gott að heyra að hún er laus við þetta ógeð tímabundið. Hann mun elta hana aftur þegar hann kemst nálagt henni.

Hannes, 4.6.2010 kl. 00:21

53 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  því miður má gera ráð fyrir að gaurinn sé hvergi hættur.  Það eru 3 ár síðan Eivör varð vör við að hann mætti á alla hennar hljómleika.  Síðan hefur þráhyggja hans um að þau séu svo gott sem hjón bara aukist.  Mér skilst að hann sé kominn með polska kærustu.  En það virðist engu breyta.

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 22:16

54 Smámynd: Hannes

Jens. Það er vonandi að maðurinn fá viðeigandi læknismeðferð áður en hann veldur henni einhverjum sálrænum skaða eða líkamlegum.

Hannes, 4.6.2010 kl. 22:55

55 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er gallinn við svona geðsjúklinga að það er erfitt að átta sig á næstu skrefum þeirra.  Dæmin sýna að eltið getur tekið á sig ofbeldisfulla mynd.  Hótanir hans í garð umboðskonu Eivarar,  Sigvöru,  benda til þess að hugsun hans sé ekki öll á sakleysislegum nótum.  Hann hefur hótað að kveikja í húsi hennar.  Síðasta aðfangadag kveikti hann mikinn "varðeld" stutt frá húsi Eivarar.  Í fjörunni þar rétt fyrir neðan í Suðurgötu.  Það var túlkað sem skilaboð til Sigvarar um að hann myndi standa við hótun um að brenna ofan af henni.  Öll Suðurgatan setti sig í þær stellingar að vera á varðbergi.  Reyndar býr Sigvör efst í þessu litla þorpi,  Götu.  En varðeldurinn lýsti upp allt þorpið.     

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 23:21

56 Smámynd: Hannes

Jens. Allir fjöldamorðingjar byrja á litlum ofbeldisverkum eins og að rífa vængi að flugum og fara svo í stærri dýr eins og hunda og ketti áður en fyrsti maðurinn er drepinn. Þessi gæti verið sárameilaus og henni aldrei stafað hætta af honum eða hann gæti skaða hana.

Hannes, 4.6.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.