Lygafrétt um mat

gulrætur
. 
  Það getur verið gaman að lesa fréttir um mat.  Þær eru jafn misjafnar og þær eru margar.  Nýverið birtist í Morgunblaðinu frétt þar sem fullyrt var í fyrirsögn:  "Aðeins 9% í ávexti og grænmeti".  Fréttin fjallaði um hráefniskaup mötuneyta í leik- og grunnskólum Reykjavíkur   Eftirfarandi athugasemd við fréttina fékk ég senda frá manni sem þekkir til.  Hún á brýnt erindi í umræðu um mat: 
.
  Ég veit ekki hvaða hagsmuni Mogginn er með fyrir innkaupum Reykjavíkurborgar á matvörum en ítrekað hafa þeir skrifað greinar um að Reykjavík sé að setja eitur ofan í börnin. Hérna er ný skemmtilega framsett áróðursfrétt:  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/21/adeins_9_prosent_i_avexti_og_graenmeti/ 
.
  Fyrirsögnin er klippt úr samhengi til að láta hlutina líta verr út; að það sé ekkert verið að kaupa af ávöxtum og grænmeti fyrir krakkana. Í raun er um að ræða að 9% FJÁRMAGNS af innkaupunum fer í lið sem heitir FERSKT grænmeti og ávexti. Ef þetta er skoðað nánar, þá er kg verð á flestu grænmeti og stórum hluta ávaxta miklu lægri en á kjöt og fisk, þannig að magnið er miklu hærra en fjarmagnið segir til um.
.
  Stór liður innkaupa er 'þurrvörur'.  Sá liður innifelur frosið og niðursoðið grænmeti og tilbúna rétti sem innihalda grænmeti. En sá liður inniheldur líka kaffi, te og fl. sem einungis er fyrir kaffistofu starfsfólks. Einnig er aðkeyptur matur fyrir 58 milljónir sem inniheldur meðal annars grænmeti og ávexti. Og síðast en ekki síst er liður sem heitir "Annað". Hann spannar aðallega þá liði sem ekki eru borðaðir, s.s. þurrkur og fleira slíkt sem eðlilega ætti að taka út þegar hlutföllin milli matartegunda eru reiknuð. 
.
  Sannleikurinn er sá að magn grænmetis og ávaxta er um 30-40% af rauninnkaupunum - það er hin raunverulega frétt sem blaðamaður lætur hverfa.
  Almenningur gleypir við þessu. Hann er vanur að gleypa gagnrýnislaust við öllum fréttum. Fáir gera athugasemdir við sérlega lélega blaðamennsku. Og síst opinberlega.
.
ávextir

mbl.is Fiskur er megrunarfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grænmeti á að vera einn þriðji af öllu sem menn borða. Þar af leiðir er grænmeti um einn þriðji af því sem menn kaupa. Þetta liggur í augum uppi og öðru verður ekki trúað.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvort það er grænmeti á mínum disk gæti mér ekki staðið meir á sama.  Samt borða ég það ef  því er troðið upp á mig sama gildir um ávexti.  Guð (Jens) hvað ég er orðin leið á þessum heilsubótaauglýsingum í öllum blöðum.  Önnur hvor síða í MBL.er um detox leikfimi og eða pillur við hinu og þessu.  Ætli blaðið eða ritstjórnin sé á prósentum? 

Ía Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 13:53

3 identicon

Það er hvorki augljóst að grænmeti sé 1/3 af þvi sem við eigum að borða, né að samhengi sé milli þess sem við "eigum" að borða og þess sem við kaupum. Þetta gæti verið rétt, en þetta er ekki augljóst. Ef þú hefðir sagt 1/4 hefði mér t.d. alveg fundist það jafn sennilegt. Eða að grænmeti sé 1/3 af því sem við EIGUM að borða en sé að meðaltali 1/4 sem menn kaupa. M.ö.o. var þessi athugasemnd þín fullkomlega marklaus, Hólímólí.

(Ef þú varst að grínast, þá var ég það líka.)

Annars góður pistill.

Danni (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:33

4 identicon

Já, ég hef tekið eftir þessu með Morgunblaðið, þeir virðist hafa 'agenda' gegn matarinnkaupum í grunnskólum Reykjavíkurborgar eftir að nýr meirihluti tók við - tilviljun?

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:01

5 Smámynd: Hannes

Ég ét bara það sem mig langar í enda tel ég það ekki skipta miklu málihvort ég drepist 20 árum fyrr eða seinna.

Hannes, 27.8.2010 kl. 22:52

6 Smámynd: Jens Guð

  Hólímóli,  er það ekki áróður frá grænmetisbændum?

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:50

7 Smámynd: Jens Guð

  Ía,  ég er ekki jafn duglegur að lesa Moggann og þú.  Ég held að líkaminn kalli yfirleitt á þau efni sem hann vantar hverju sinni.  Ef ég er að kvefast verð ég fyrst var við það þegar líkaminn kallar á C-vítamínríka fæðu á borð við appelsínur eða papriku.

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:53

8 Smámynd: Jens Guð

  Danni,  það getur líka verið að 28,3% af daglegri fæðu sé heppilegasta hlutfall af grænmeti og ávöxtum.

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:54

9 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þetta gæti staðið í samhengi við hverjir auglýsa í Mogganum.  Ég veit annars ekkert um það nema að Kaupás er stærsti eða einn af stærstu auglýsendum blaðsins.  En hvort mötuneyti borgarinnar eru að versla af "röngum" aðilum veit ég ekki.  Hef bara grun um að eitthvað svoleiðis sé í gangi.

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:58

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég held að þetta sé rétt afstaða:  Að borða það sem mann langar í hverju sinni.

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:59

11 Smámynd: Ásta Björk Solis

Thad geri eg nu alltaf

Ásta Björk Solis, 29.8.2010 kl. 18:40

12 Smámynd: Jens Guð

  Ásta Björk,  gott hjá þér.

Jens Guð, 29.8.2010 kl. 22:20

13 Smámynd: Hannes

Jens ég reyki og drekk líka það sem mig langar í hversu óhollt sem það er.

Hannes, 29.8.2010 kl. 22:22

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er ekkert viss um að það sé óhollt.

Jens Guð, 29.8.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.