27.8.2010 | 22:13
Ganga flestir um naktir heima hjá sér?
Þetta er ekki beinlínis könnun heldur spurning sem kviknaði þegar ég hlustaði á útvarpsþátt. Ljómandi skemmtilegan og áhugaverðan útvarpsþátt um heilsu og eitthvað svoleiðis. Það var verið að ræða við konu. Fróða konu um heilsu, fegurð og neglur. Hún var eitthvað að tala um það þegar fólk fer úr hlýju húsi út í nístandi vetrarhörkur. Ég tók ekki almennilega eftir en held að hún hafi talið það hafa vond áhrif á neglur eða húð eða eitthvað. Nema í miðri þessari frásögn tók hún þannig til orða: "Yfirleitt hefur fólk 22ja gráðu hita inni hjá sér. Flestir vilja geta stríplast heima hjá sér."
Mér er kunnugt um að John & Yoko gengu iðulega um nakin heima hjá sér. Sömuleiðis hafa fréttir birst af vandræðagangi starfsmanna og foreldra Britney Spears við að koma henni í brækur heima við. Reyndar ku vera ennþá meira vandamál að fá hana til að þrífa sig. Hún forðast bað og sturtu svo vikum og mánuðum skiptir. En það er annað mál. Þrátt fyrir þessi dæmi hafði ég ekki hugmynd um að FLESTIR gangi um naktir heima hjá sér. Ég hélt að það væru bara frægu og skrýtnu poppstjörnurnar í útlöndum.
Nú hefur Yoko, næstum áttræð, lýst því yfir að hún ætli að halda upp á sjötugs afmæli Johns á Íslandi 9. október. Nakin?
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Spaugilegt, Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Skúli, ég hef ekki góða þekkingu á þessu. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 34
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 1139
- Frá upphafi: 4115621
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 892
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég prófaði að vera alltaf nakinn heima hjá mér, reif mig úr öllum fötum um leið og ég kom heim. Komst að því að það hentar ekki þegar maður á heima á jarðhæð í blokk. Örugglega allt annað að búa efst í Dakóta-byggingunni með útsýni yfir Central Park og Strawberry Fields.
Hólímólí (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 10:36
Örugglega allt annað að búa efst í Dakóta-byggingunni með útsýni yfir Central Park og Strawberry Fields.
TRUE DAT.
Ómar Ingi, 28.8.2010 kl. 15:24
Unglingurinn yrði nú glaður með það ef ég gengi hér um nakinn ahhahah eða þannig :)
Halla Rut , 28.8.2010 kl. 17:36
Sæll Jens. Ég er handviss um að þetta er mun algengara en menn halda. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 28.8.2010 kl. 18:11
Ég er alltaf vidbúinn eins og skátarnir. Klaeddur í jakkaföt frá morgni til kvölds og skiptir engu máli hvar ég er staddur. Hef reyndar varabindi í vasanum. Ég tek til daemis aldrei af mér skóna allan daginn. Hef sérstaka plastpoka sem ég nota sem "skóhlífar" ef fólk bidur mig um ad taka af mér skóna.
Gríni sleppt thá finnst mér ágaett ad sokkalaus og í mjúkum fötum innandyra.
Gjagg (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 18:38
ad vera sokkalaus
Gjagg (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 18:39
Sefur þú líka í jakkafötum og skóm Gjagg?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2010 kl. 21:08
Hólimóli, þetta rifjar upp frægt lögreglumál. Fyrir 15 eða 20 árum kærði gömul kona í Breiðholti nágranna fyrir að stríplast og ofbjóða með því blygðunarkennd konunnar.
Þegar löggan mætti á staðinn til að sannreyna ósköpin kom í ljós að gamla konan þurfti að fara upp á stól úti á svölum hjá sér og teygja sig vel út fyrir svalirnar til að sjá inn um glugga strípalingsins. Löggunni þótti sú gamla leggja heldur mikið á sig til að hægt væri að fylgja kærunni eftir.
Ég man ekki hvort það var Spaugstofan eða áramótaskaup sem tók þetta fyrir.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:08
Ómar Ingi, er Strawberry Fields ekki í Liverpool?
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:09
Halla Rut, það á að ganga fram af og hneyksla unglinga hvenær sem færi gefst. Það var ráð CIA þegar Bítlaæðið skall á í Bandaríkjunum. Það voru haldin námskeið fyrir foreldra til að kenna þeim að þykjast vera með meira Bítlaæði en unglingarnir á heimilinu til að unglingarnir yrðu fráhverfir þessari hræðilegu unglingauppreisn sem Bítlaæðið var.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:13
Kolbrún, þetta er kannski rétt hjá þér. Ég er fæddur og uppalinn á fjölmennu heimili í útjaðri Hóla í Hjaltadal. Þar tíðkaðist ekki að fólk væri að stríplast heima hjá sér. En það er svo margt allt öðru vísi hér á höfuðborgarsvæðinu.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:15
Gjagg, þetta rifjar upp fyrir mér þegar ónefndur maður keypti sér í fyrsta skipti splunkunýjan bíl. Sætin voru klædd í hlífðarplast sem kallinn fjarlægði ekki þó það væri mjög asnalegt að sitja í bílnum þannig. Sömuleiðis hafði kallinn stolið af sjúkrahúsi sem kona hans vann á plastpokaskóhlífum. Farþegar fengu ekki að stíga inn í bílinn öðru vísi en setja á sig þessar skóhlífar.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:20
Naktir heima hjá sér? Það mætti einu sinni lögregla vegna þess að það heyrðist byssuhvellur í íbúð i Breiðholtinu og nágranninn hringdi. Og þá kom nakin maður til dyra, með handklæði um sig miðjan. Hann var svo tregur að hleypa lögreglunni inn í íbúðinna og þeir voru nærri búnir að fá húsrannsóknarheimild í gegnum sima. Menn eru ekki á skotæfingum naktir heima hjá sér á hverjum degi....
Það lá sprunginn plastkona í rúminu hans og þá flýtti lögreglan sér í burtu og nágrannarnir fóru heim...
Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 23:20
Axel, það gerði Ástþór Magnússon þegar þáverandi fyrrverandi rússnesk kona hans bað lögregluna um að fjarlægja hann af heimili hennar. Ástþór stökk undir sæng og þóttist vera sofandi og hraut þar þegar löggan mætti á staðinn. Er löggan lyfti af honum sænginni var kappinn þar í jakkafötum og skóm.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:22
Óskar, ég man eftir þessu dæmi. Þetta varð frægt í blokkinni sem kallinn bjó í.
Ég man líka eftir frásögn þekktrar konu sem sagði frá því í blaðaviðtali að hún lenti í, ja, kannski ekki alveg eins dæmi. En samt. Hún fór í sturtu og kallinn hennar fór út í búð. Þegar konan var að ljúka sturtubaðinu var hamast á dyrabjöllunni í blokkaríbúð þeirra. Konan gekk út frá því sem vísu að kallinn hafi gleymt lyklum og hljóp til að opna fyrir honum. Þá voru þar mættir einhverjir fulltrúar sýslumanns með stefnu eða eitthvað svoleiðis. Konan áttaði sig ekki strax á því að hún var nakin fyrr en hún sá hvað gestirnir urðu vandæðalegir.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:27
Jahá! Það er sjálfsagt gaman í vinnunni hjá Sýslumanni af og til...
Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 23:31
Óskar, það er stundum rosa fjör á þeim bæ.
Jens Guð, 28.8.2010 kl. 23:48
Strawberry Fields nefnist líka minningareitur um John Lennon í Central Park, skammt frá Dakóta-byggingunni þar sem Yoko Ono býr enn.
Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 17:58
Þess má geta að þar verður margt um manninn þann 8. desember næstkomandi þegar þrjátíu ár eru liðin frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan Dakóta-bygginguna ... í sirka 150 metra fjarlægð frá minningarreitnum.
Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:03
Hólímóli, takk fyrir þessar upplýsingar. Ég vissi þetta ekki. Ómar Ingi hefur verið að vísa í þetta í "kommenti" #2.
Jens Guð, 29.8.2010 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.