Áríðandi leiðbeiningar fyrir húsmæður

húsmóðirhúsmóðirAhúsmóðirBhúsmóðirChúsmóðirDhúsmóðirEhúsmóðirF 

  Það vill vefjast fyrir margri góðri stúlkunni hvernig eðlilegast og sjálfsagt er að haga sér inni á heimili.  Hún er óörugg og veit ekki hvernig umgangast skal eiginmanninn þegar hann kemur örþreyttur heim úr vinnunni.  Mér er ljúft að bæta úr þessu með því að birta hér leiðbeiningar úr kennslubók í heimilisfræði.  Þetta er nýleg bók,  eða frá 1950.  Von er á nýrri og endurbættri útgáfu 2050.  Þangað til gildir þessi.  Ef vikið er frá leiðbeiningunum er næsta víst að hjónabandið lendi í hættu.  Því er nauðsynlegt að prenta þetta út og hengja á ísskápinn.

 

Leiðbeiningar úr kennslubók í heimilisfræði

Þetta er konum ráðlagt til að halda hjónabandi góðu:
  1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karlmönnum nauðsynlegt.
  2. Notaðu 15 mínútur til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur heim. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
  3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
  4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.
  5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
  6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þótt hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minni háttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn. 
  7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúminu. Vertu tilbúin með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
  8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þótt hann fari aldrei með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af þreytu látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiri upplýsingar í þessu videói
http://www.youtube.com/watch?v=LS37SNYjg8w

Sum okkar geta kannski rifjað upp æskuminningar við að horfa á þetta.

P.S. Hver kom aftur með þá hugmynd að konur ættu að halda kjafti, elda og gæla við karlinn.. + að fá bara 50% af launum karla.
Enginn verðlaun fyrir að vitað þetta, nema náttlega vitneskjan ;)

doctore (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 16:15

2 identicon

Mér líst mjög vel á þessar 8 reglur. Vildi að ég hefði átt konu sem hefði farið eftir þeim. En ... nei, nei ... hún vildi endilega "sinn eigin frama", fór á kvöldnámskeið í bókhaldi og er nú að daga uppi í grautfúlli skrifstofuvinnu hjá einhverri heildsölu sem hefur barist í bökkum síðan hún var stofnuð. Afleiðingin er sú að hún er alltaf búin að því og lítur út fyrir að vera 15 árum eldri en hún er.

Kalli (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:11

3 identicon

Og rauðsokkurnar börðust gegnþessu?!?

Gsss (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:35

4 Smámynd: Jens Guð

  Doctor E,  takk fyrir skemmtilegt og fróðlegt myndband.

Jens Guð, 4.10.2010 kl. 21:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Kalli,  svona getur farið þegar ekki er farið eftir leiðbeiningum kennslubókar um málið.

Jens Guð, 4.10.2010 kl. 21:11

6 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  hvað átti það eiginlega að þýða?

Jens Guð, 4.10.2010 kl. 21:12

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég gleymi ekki hvað mér varð um og ó þegar mamma fór með mig í ríkið.  Ég stóð þarna, 5-6 ára hnáta, nýbúin að læra að lesa, man ekki í hvaða skruddu ég komst, en þar var þessi fleyga setning "Engin kona með sjálfsvirðingu lætur sjá sig í áfengisbúðum".  Mamma var konan sem ég dýrkaði og dáði, ég hafði miklar áhyggjur af því að mannorð hennar myndi skemmast.  Ekki var mamma nein drykkjukona, var sennilega að kaupa sérrý í jóladesertinn eða rauðvín sem var einungis keypt við hátíðleg tækifæri.  Ég róaðist þegar ég sá að það voru fleiri konur þarna inni, konur sem ég hafði hitt í Kaupfélaginu og á barnaheimilinu.  Gleymi hins vegar ekki hvað foreldrar mínir urðu hissa þegar þau komu óvænt í heimsókn til mín á þriðjudagskvöldi, þá sat ég ein við kertaljós, var að lesa og gæða mér á ostum og rauðvíni.  Þetta þekktist ekki í minni heimasveit.  Annar hver kjaftur rúllandi fullur á föstudags og laugardagskvöldum, en að drekka áfengi í miðri viku.  Ég vona að gamla settið sé búið að jafna sig.

Hjóla-Hrönn, 5.10.2010 kl. 11:53

8 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  á mínum æskuárum þekktist ekki að konur brögðuðu áfengi eða notuðu neftóbak.  Þetta var eitthvað sem konur bara gerðu ekki.

  Mér skilst að sjónvarpinu sé um að kenna/þakka að íslenskar konur föttuðu að konur geti alveg drukkið áfengi.  Þær sáu það í sjónvarpinu. 

Jens Guð, 5.10.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband