Kalli bankans svarað

  Nú eru bankarnir farnir að moka út peningum til skuldugs fólks.  Það hljómar vel.  Landsbankinn reið á vaðið.  Fyrir bragðið er hann góði kallinn.  Í bili.  Eða þannig.  Til að sýna góðan lit brá ég mér í Landsbankann og borgaði þar reikning sem ég annars er vanur að borga í öðrum banka.  Þá sá ég í Landsbankanum auglýsingu með textanum:  "Vinsamlegast deildu skoðunum þínum með okkur.  Þitt álit skiptir okkur máli."

  Ég brást vel við og deildi skoðun með gjaldkeranum með því að segja:  "Mér þykir Abba ógeðslega leiðinleg hljómsveit."

  Gjaldkeradaman horfði rannsakandi á mig um leið og hún afgreiddi reikninginn og svaraði hægt:  "Ókey."  

  Þar með gekk ég út í sumarið og leið vel að vita að álit mitt skipti Landsbankann máli. 

peningar

 


mbl.is Arion banki endurreiknar lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli það skipti þá einhverju raunverulegu máli að flestir líta á yfirmenn bankans sem ótínda glæpamenn?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.6.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hefði viljað vera gjaldkéradaman

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 16.6.2011 kl. 14:11

3 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  ég þarf að nefna það næst þegar ég fer í bankann.  Álit okkar skiptir Landsbankann máli.  Það er fullyrt á auglýsingaspjaldi í bankanum.

Jens Guð, 16.6.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  ég veit ekki hvort það er eftirsóknarvert starf að vera gjaldkeri í banka.

Jens Guð, 16.6.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband