Kvartað undan Bónusveldinu í Færeyjum

færeyskur bjórmiðlon

  Snemmsumars skýrði ég samviskusamlega frá því - á þessum vettvangi - að Jóhannes í Bónus hefði keypt verslunarklasann Miðlengju (Miðlon) í Þórshöfn í Færeyjum.  Þetta má sannreyna með því að fletta upp á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1168166/ .  Þar var komið inn á vangaveltur um stöðu vínbúðar (Rúsan) í Miðlengju. Þessi bloggfærsla vakti gríðar mikla athygli og var tekin upp af helstu netmiðlum.  Þar var hún mest lestna frétt dögum saman.  

  Nú er komin upp ný og óvænt staða.  Það er nefnilega verið að innrétta stóra og glæsilega Bónus-verslun í Miðlengju.  Fulltrúum annarra matvöruverslana í Þórshöfn er illa brugðið og miður sín.  3 þeirra hafa skrifað atvinnumálaráðherra Færeyja bréf.  Þar benda þeir á að Bónusveldið (Bónus,  SMS og Brotið) sé með ráðandi stöðu á færeyskum matvörumarkaði.  Það sé ófært að keppa við Bónus þegar útidyr nýju búðarinnar í Miðlengju verði við hlið útidyra einu vínbúðarinnar í höfuðborginni.

  Þremenningarnir krefjast þess að atvinnumálaráðherrann grípi inn í framvindu mála;  láti umsvifalaust færa vínbúðina úr Miðlengju og staðsetji hana þar sem hún mismuni ekki samkeppnisstöðu verslana.  Að öðrum kosti muni matvöruverslanirnar FK,  INN og PE leggja upp laupana.  Eftir verði Bónusveldið einrátt á matvörumarkaði í Þórshöfn. 

  Þremenningarnir minna á að vínbúðin sé í almannaeigu.  Þeir peningar sem fari um búðina séu eign færeysks almennings og hluti af sameiginlegum sjóði Færeyinga.  Atvinnumálaráðherrann verði  að gæta þess að þessi sameign færeysku þjóðarinnar sé ekki misnotuð til að skekkja samkeppni á matvörumarkaði.

  Fallist atvinnumálaráðherra á kröfu þremenninganna er það hið versta mál fyrir Bónus og Miðlengju.  Þessi verslanaklasi er illa staðsettur.  Vínbúðin hefur hinsvegar tryggt honum góða traffík.

  Það skal tekið fram að Færeyingar almennt hafa jákvætt viðhorf til Bónusveldisins.  Þeir eru samt ekki á einu máli varðandi kvörtun þremenninganna.  Á það er bent að þó að staðan sé þessi í Þórshöfn þá séu hliðstæð vandamál víðar í Færeyjum.  Sumir vilja að málið sé leyst með því að öllum matvöruverslunum verði leyft að selja áfengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vonandi hlustar atvinnumálaráðherra !

Þráinn Jökull Elísson, 30.11.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki eina lausnin á þessu að Rúsdrekkasøla Landsins flytji í afmnarkað eigið húsnæði? það kann hinsvegar að kosta ríkiskassan pening.

Minir líka ég sjá í fyrra að Jenis av Rana eða Miðflokkurinn hafi fundið að því að Rúsan væri á stað þar sem yfirhöfuð væru aðrar verslanir. það væri bara nánast að áfengi væri selt í almennum verslunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Jens Guð

  Þráinn,  mér virðist sem stemmningin sé þannig að hann verði að bregðast við. 

Jens Guð, 1.12.2011 kl. 00:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  þegar aðeins er um að ræða eina vínbúð í Þórshöfn skiptir staðsetning hennar ekki máli.  Fólkið sækir sitt vín þar sem búðin er staðsett.  Það hafa margir kvartað undan því að Miðlengja sé ekki í göngufæri frá miðbænum.  Ef ég þekki Færeyinga rétt eru þeir ekki almennt áhugasamir um að rúsdrykkir séu seldir í almennum verslunum.  Það er ekkert voðalega langt síðan einungis var hægt að kaupa áfengi í Færeyjum í póstkröfu frá Danmörku.  Og þeir einir fengu áfengi afgreitt sem skulduðu engin opinber gjöld.  1. apríl á næsta ári verður leyft að selja bjór sem er sterkari en 5,5%.  Vandamálið er hinsvegar að 1. apríl ber upp á sunnudag.  Það er klúður. 

Jens Guð, 1.12.2011 kl. 00:22

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

WOW! (ég er að auglýsa fyrir flugfélag) Þetta er algjör snilld. Þegar maður vill lokka fólkið á skrifstofunni eitthvað burt, flytur maður bara kaffikönnuna á staðin og fólk kemur án þess að mögla.

Auðvitað er alveg frábært að setja upp vinbúð í öllum matvörubúðum til að laða að viðskiptavini. Það þarf að ganga lengra. Danssýningar ýmiskonar mættu vera vera til að gleðja kaupglaða...eða hljómsveit...

Óskar Arnórsson, 1.12.2011 kl. 08:34

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já Bónus-Jói heldur verslunarveldi sínu í Færeyjum. Heppinn. Keypti fyrir milljarða (fyrir lánsfé, auðvitað), tapaði í hendur banka og fékk svo að kaupa aftur á hálfvirði.

Og svo auglýsa bankar að við ættum að kaupa hlutabréf í Högum. Fyrr myndi ég fjárfesta í fljúgandi loftkastala.

Skeggi Skaftason, 1.12.2011 kl. 10:05

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Johan Dahl, landsstýrismaður í vinnumálum, hefur lýst skilningi á þessari kvörtun. Hér eru færeyingar að ræða málið. (og allavega 2 íslendingar sýnist mér)

http://aktuelt.fo/grein/johan_dahl_vil_hava_rusuna_r_midlon

Fyrsta komment segir: ,,Johan Dahl so mást tú eisini flyta rúsuna í Suðuroynni, hon er í sama bygningi sum Føroya Bjór, so tað er kappingaravlagandi ímóti "Okkara""

þetta þýðir: Jóhann Dal þú verður þá líka að flytja vínbúðina á Suðurey, hún er í sömu byggingu og Færeyja Bjór, svo það er samkeppnishamlandi gegn... (Skil ekki alveg þetta með ,,Okkara")

Næsti segir: Gev fólkinum sjónleik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2011 kl. 12:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  góð hugmynd

Jens Guð, 1.12.2011 kl. 14:00

9 Smámynd: Jens Guð

  Skeggi,  þú er sem sagt ekki búinn að fjárfesta í Högum.

Jens Guð, 1.12.2011 kl. 14:01

10 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  takk fyrir þetta.  "Okkara" er hinn bjórframleiðandinn í Færeyjum.

Jens Guð, 1.12.2011 kl. 14:02

11 identicon

Skeggi, það þarf nú ekki að velta því lengi fyrir sér hversvegna þetta Hagabatterí verður sett á markað. Menn vilja  bjarga þannig loftbólunni og sjálfum sér með því að taka annan snúning á almenningi :) Það er enn til fullt af pening sem hægt er að flytja burt.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 08:54

12 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  eru ennþá til peningar einhversstaðar?  Fóru þeir ekki til "money heaven"?

Jens Guð, 2.12.2011 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband