4.7.2012 | 22:33
Ofbeldisfullur kópur skotinn
Selurinn hefur mannsaugu. Góðleg augu og hrekklaus. Samskipti sels og manns eru yfirleitt ljúf og eins og best verður á kosið. Selurinn forðast manninn, kemur sér í burtu þegar maðurinn nálgast hann. Maðurinn skýtur selinn. Selkjöt er gott. Selspik er sælgæti. Úr feldi selsins er hægt að búa til skjólgóðar og fallegar flíkur.
Í síðustu viku urðu breytingar á samskiptum sels og manns. Stálpaður kópur í Hróarskeldufirði mátti ekki koma auga á manneskju öðru vísi en tryllast. Hann reyndi af öllum mætti að ráðast á fólk með grófu ofbeldi. Til allrar hamingju náði hann til fæstra sem árás hans beindist að. Fólki til happs varð að hann hafði ekki almennilega útlimi til að klifra um borð í báta. Ekkert vantaði samt upp á að hann reyndi. Hann reyndi og reyndi. Honum tókst að glefsa að mörgum og náði að bíta í hönd á konu.
Það var ekki um annað að ræða en leita ráða hjá Háskólanum í Hróarskeldu. Þar á bæ komust menn að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að drepa kópinn. Það væri aðeins tímaspursmál hvenær hann næði að slasa einhvern alvarlega. Börn að leik niðri í fjöru voru í sérlega mikilli hættu. Núna stendur jafnframt yfir í Hróarskeldu mikil tónlistarhátíð. Ofur ölvi eða dópaðir Íslendingar gætu ráfað um fjöruna og meira að segja lagst til sunds.
Kópurinn var drepinn með einu skoti í hausinn.
Fræðimenn hafa sett fram ýmsar kenningar um þessa afbrigðilegu hegðun kópsins. Kópar eiga ekki að haga sér svona eins og ruddalegt fólk. Ein kenningin er sú að kópurinn hafi verið geðveikur. Önnur kenning er sú að kópurinn hafi átt harma að hefna. Hann hafi lent í slæmum samskiptum við fólk. Samskiptum sem kallaði fram hjá honum hatur í garð fólks. Selir eru ekki mannglöggir. Fyrir þeim er maðurinn bara maður. Sami rassinn undir þeim öllum.
Ef seinni kenningin er rétt þykir líklegt að manneskja hafi náð kópnum mjög ungum og haldið hann sem gæludýr. En verið vondur við hann. Það eru til manneskjur sem eru vondar við dýr og vondar við manneskjur.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Ferðalög, Heilbrigðismál, Matur og drykkur | Breytt 5.7.2012 kl. 00:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
Nýjustu athugasemdir
- Smásaga um týnda sæng: Það er svo misjafnt sem fólk trúír á, eða ekki. John Lennon sön... Stefán 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Stefán (# 15), ég trúi og tilbið allan hópinn og ótalinn fjöld... jensgud 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: En hvað af eftirfarandi trúir þú helst á Jens sem Ásatrúarmaður... Stefán 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Sigurður I B, takk! Ég trúi ekki á tilviljanir. jensgud 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Seinni heimsstyrjöldinni lauk 8 Maí 1945. Það var svo 11 árum s... Stefán 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Nýji Páfinn er 69 ára og var valinn á þessum mekisdegi. Tilvilj... sigurdurig 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Til hamingju með daginn þinn. sigurdurig 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Já, maður fékk að kynnast þeim mörgum nokkuð skrautlegum á þess... johanneliasson 7.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Góður Jóhann - Á ungligsárum var ég talsvert á sjó og kannast þ... Stefán 7.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Jóhann (#6), bestu þakkir fyrir skemmtilega sögu! jensgud 7.5.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 14
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1102
- Frá upphafi: 4139600
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 818
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Eina "afbrigðilega" dýrategundinn á allri jörðinni er mannskepnan og alls ekki selur. Ég lít á sel eins og rottur hafsins og það er fullt af fallegum rottum með falleg augu.
Það er rangt að selsaugu líkist mannsaugum. Það er bara að spyrja næsta augnlækni um staðreyndir....
Að selur bítur eða ráðist á manneskjur þýðir bara að hann hafi verið píndur af fólki á undan. Selir eru eins og önnur dýr, með meðvitund och skilning, enn líklegast enga skipulagða hugsun...
Óskar Arnórsson, 4.7.2012 kl. 22:52
Talandi um selspik. Það var mikið borðað í Öræfunum þegar ég var þar í sveit "í gamla daga" og þótti mér það mjög gott. En þessi kópur hefur kannski verið uppdópaður og Íslendingarnir alsgáðir!!
Sigurður I B Guðmundsson, 4.7.2012 kl. 23:04
Óskar, er það ekki titill á bók, Selurinn hefur mannsaugu? Eða hvort það er titill á leikriti.
Jens Guð, 5.7.2012 kl. 22:49
Sigurður I.B., hann nafni þinn, kallaður Siggi Ginseng, býður mér stundum í veislumat: Siginn fisk og selspik. Það er lostæti.
Jens Guð, 5.7.2012 kl. 22:50
Mig minnir að það hafi verið Birgitta Bardot sem sagði á Grænlandi að selskópar hefðu mannsaugu. Það varð allavega frægara enn sú staðreynd að selur hefur selsaugu...
... og svo voru búin til risastór plaköt í USA sem voru með flennistórum nærmyndum av selskópum og textin fjallaði um að íslendingar ætu börn...bið að heilsa Sigga Ginseng...
Óskar Arnórsson, 5.7.2012 kl. 23:34
Óskar, ég kem kveðjunni til skila. Eitt sinn er þú settir hér inn "komment" hitti ég Sigga Ginseng og hann hlóð á þig hóli. Sagði þig vera bráðgáfaðan, fjölfróðan og "orginal sjéní". Ég svaraði því til að mér þætti alltaf akkur af því að fá "komment" frá þér og fróðleiksmolana í þeim.
Jens Guð, 6.7.2012 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.