Tillögur óskast. Tökum höndum saman. Styðjum Færeyinga!

  Félagar færeyska gítarleikarans Rasmusar heitins Rasmussens í hljómsveitinni Makrel og færeyska rokksenan hafa hrundið af stað söfnun fyrir því sem á ensku kallast Fountain House.  Það er stofnun í nafni Rasmusar þar sem fólk með andlega erfiðleika verður aðstoðað við að taka þátt í þjóðfélaginu:  Með endurmenntun og stuðningi við að vera þátttakendur í atvinnulífinu.

  Það kostar um 50 milljónir íslenskra króna að koma þessu á koppinn.  Við Íslendingar verðum að leggja þessu lið.  Ég óska eftir tillögum um það á hvern hátt við getum lagt okkar lóð á vogarskálar.  Kannski með því halda styrktarhljómleika?  Kannski með einhverju átaki þar sem áheitum er safnað?  Kannski með því að setja upp hljómleikaferð með íslenskri hljómsveit,  færeyskri hljómsveit og danskri hljómsveit í nafn málstaðarins og þær túri saman um þessi þrjú lönd?  Kannski með málverkauppboði? Komið með fleiri hugmyndir.

  Í dag ræddi ég við Margréti Marteinsdóttur dagskrárstjóra rásar 2.  Hún er áhugasöm um að rás 2 taki þátt í átaki af þessu tagi.  Án þess að ég hafi rætt við ráðamenn á öðrum útvarpsstöðvum þá er ég viss um að átakið verði stutt af X-inu,  Útvarpi Sögu og fleiri útvarpsstöðvum.  Kannski eru sjónvarpsstöðvar jákvæðar fyrir stuðningi?  Líka dagblöð og vikurit. 

  Fyrsta skrefið er að fá hugmyndir.  Næsta skref er að hrinda hugmynd í framkvæmd.  Þetta er ákall til ykkar um að leggja hausinn í bleyti og koma með tillögur.

fountain house - rasmuskertafleyting

  Frá kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til minningar um Rasmus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að styrktartónleikar væru eitt af því sem ætti að koma á koppinn til að safna fé, svo er spurning hvort hægt er að gefa út disk með blandaðri tónlist frá þessum þremur löndum og diskurinn yrði svo seldur í gegnum einhver samtök sem tækju ekkert fyrir vinnuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2012 kl. 11:46

2 identicon

Kristján.Ég hef aðeins spáð í þetta.Fékk dálítið léttgeggjaða hugmynd að hafa samband við Skota einn sem hefur komið nokkrum sinnum til Íslands.En hvert á ég að vísa honum ef kemur eitthvað út úr því.Mátt hafa samband við mig.Sérðu ekki netfangið?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 19:58

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir þínar tillögur.  Ég er strax byrjaður að skoða þetta með diskinn. 

Jens Guð, 22.10.2012 kl. 20:14

4 Smámynd: Jens Guð

  Jósef,  ég sendi til þín tölvupóst. 

Jens Guð, 22.10.2012 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband