22.1.2013 | 00:05
Grínverksmiðja ríkisins
Mannanafnanefnd íslenska ríkisins er aðhlátursefni út um allan heim. Jafnvel víðar. Mannanafnanefnd ríkisins er dæmi um svo mikið óþurftarfyrirbæri að störf hennar og niðurstöður geta ekki orðið annað en kjánalegar og meiriháttar spaugilegar. Reyndar var það aðeins tilviljun á sínum tíma að þessi nefnd varð mannanafnanefnd ríkisins en ekki dýranafnanefnd ríkisins. Áköfuðustu forsjárhyggjusinnum þyrsti í ríkisrekna nafnanefnd. Hending réði því að þeir náðu (fyrst) samkomulagi um mannanafnanefnd.
Dæmi um brandara mannanafnanefndar ríkisins er að maður má heita Morgan Jón Sveinsson en stranglega er bannað að heita Jón Morgan Sveinsson. Helst mælir grínverksmiðja ríkisins með heitinu Ljótur Vagn Jónsson.
Annar brandari er að konu er harðbannað að heita því fagra nafni Blær. Virkilega blæbrigðafagurt nafn. Þess í stað er henni gert - af mannanafnanefnd ríkisins - að heita Stúlka. Nafnið Stúlka er svo sem ágætt á meðan kona er á þeim aldri þegar stelpur eru kallaðar stúlkur. En það verður hallærislegt þegar öldruð kona heitir Stúlka. Og ennþá hallærislegra þegar gömul kona er skikkuð af grínverksmiðju ríkisins til að heita Stúlka.
Á morgun verður birt á þessum vettvangi spaugileg frásögn sem afhjúpar betur en margt annað fáránleika grínverksmiðju ríkisins. Það er enginn vandi að "gúgla" ókeypis góða brandara. Það þarf ekki vel launaða ríkisnefnd til að vinna það verk að framleiða brandara. Engu að síður má grínverksmiðja ríkisins njóta sannmælis um að hún vinnur fyrir kaupinu sínu. Brandarar hennar eru gulls ígildi. Þeir toppa alla aðra brandara. Vandamálið er að brandararnir eru á kostnað annarra.
.
Þarf að muna að ég heiti Stúlka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Mannréttindi, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 1034
- Frá upphafi: 4111519
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 867
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég get ekki tekið undir þetta með þér.
Ég vil ekki að það sé hægt að skíra fólk hvað sem er. Það eru dæmi um það í Bandaríkjunum að börn hafi verið skýrð Hitler og annað í svipuðum dúr.
Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 06:44
Dagmar / Sigmar ?
Njáll (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 07:19
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1278289/
Hérna er einn hress fyrir þig
Ómar Ingi, 22.1.2013 kl. 09:36
Ég er nokkuð viss um að hún heitir "stúlka" en ekki "Stúlka" í þjóðskrá.
Einnig er ég ósammála þér að nafnið Stúlka yrði ljótt á gamalli konu. Sem faðir og frændi nokkurra Drengja get ég sagt það að það er betra að vera karl og heita Drengur en að vera drengur og heita Karl.
Billi bilaði, 22.1.2013 kl. 11:23
Þetta er karlmannsnafn samkvæmt lögum og lögum samkvæmt má ekki skýra stúlkur karlmannsnöfnum.. Mjög einfalt..
Kemur mannanafnanefnd ekkert við..
Davíð (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 11:25
Ég læt ekki ókunnuga ríkisstarfsmenn trufla það hvernig lífi ég lifi, svo lengi sem ég er ekki að gera nokkuð sem hægt er að dæma mig í fangelsi fyrir. Ef ég vil að stúlka heiti hinu fallega nafni Blær þá verður svo.
mamma barnsins míns (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 11:33
Ríkinu á ekki að vera að með nefið ofan í þessu. Kannski ætti bara að vera ein regla, að gefa barni ekki nafn sem augljóslega mun valda því erfiðleikum/leiðindum....
DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 13:27
Sveinn, þú ert ekki einn um að vilja að ríkisstofnun hafni og velji nöfn á börn fremur en foreldrar barnanna. Sumir vilja ganga lengra og láta ríkisstofnun einnig velja fatnað á börn og hárgreiðslu.
Hitler er ekkert verra heiti en til að mynda Ljótur Bolli. Margir bera nafnið Hitler sem ættarnafn, bæði í Ameríku og Evrópu.
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 13:47
Njáll, einmitt!
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 13:47
Ómar Ingi, takk fyrir þetta!
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 13:49
Það ætti fyrir löngu að vera búið að leggja þessa fáránlegu nefnd niður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2013 kl. 15:52
Foreldrar eru auðvitað misvitrir og sumir geðveikir eins og gengur og gerist, sömuleiðis eru prestar misvitrir. Án eftirlits gætu t.d. nöfn eins og Ljótur og Ljóta orðið vinsæl á ,, ljótu börnin ". Hitler, Stalín eða Jón Ásgeir gætu t.d. orðið vinsæl nöfn á óþægu frekjurnar. Belja, Tarfur, Hestur, Meri, Hani eða Hæna gætu orðið vinsæl nöfn á börn sem fæðast á stórum kúa, hesta eða hænsnabúum. Og hvað er nú krúttlegra á litlu gæludýraeigendurna en nöfnin Hvolpur og Kisa ? Sé litla barnið alltaf að vellta sér og brjótast um, veit hreinlega ekkert hvernig það á að vera, þá er nafnið Bubbi alveg alveg upplagt. Nöfnin Bleikja og Urriði eru svo auðvitað borðleggjandi nöfn á börn sem koma undir á fallegum árbökkum eða í veiðikofum, svo ekki sé nú minnst á nöfn eins og Gæs, Rjúpa eða Helsingi. Framhjáhaldsbörnin gætu t.d. fengið nöfn eins og t.d. Villingur eða Villimey. Frelsið er yndislegt ...
Stefán (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:05
Já... mikið hlógum við félagarnir hér fyrir nokkrum árum - 1993 eða 1994, man ekki hvort, þegar mannanafnanefnd ákvað allt í einu að einn af okkur héti ólöglegu nafni.
Vegna þess að hann heitir "Friðberg," og mannanafnanefnd sagði að karlmannsnöfn ættu öll að enda á ur. Sem sagt, Okkar maður varð að heita Friðbergur, til að vera löglegur.
Hitt vissum við ekki fyrr en þá að "Sigríður" og "Þórgunnur" væru karlmannsnöfn...
Einkennilegt, en satt.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2013 kl. 16:22
Af hverju mætti ekki skíra stúlkuna einfaldlega"Blæja" og málið dautt.
Stefán Þ Ingólfsson, 22.1.2013 kl. 17:53
Svo gæti einhver skírt son sinn í höfuðið á þér og skírt soninn: Guð!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 19:35
Billi, ég veit ekki hvort heitið Stúlka er skráð með stórum eða litlum upphafsstað. Ég tek hinsvegar eftir því að í dagblöðum og vefmiðlum er nafnið skrifað með stóru S.
Ég hef ekki sagt að nafnið Stúlka sé ljótt þegar gömul kona ber það. Aftur á móti finnst mér það ekki passa. Í Orðabók Menningarsjóðs segir að orðið stúlka sé notað yfir ungan ógiftan kvenmann. Ég hef sama skilning á orðinu.
Það er dálítið öðruvísi með orðið drengur. Færeyingar tala um gamlan dreng (piparsvein).
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 20:35
Davíð, hver ákvað að Blær sé karlmannsnafn? Var það ekki mannanafnanefnd? Og aftur hnykkir mannanafnanefnd á með það.
Í arfavitlausum lögum segir að stúlku skuli gefið kvenmannsnafn en dreng karlmannsnafn. Ekkert eiginnafn geti talist vera bæði karlmanns- og kvenmannsnafn nema hefð sé fyrir því að gefa það báðum kynjum.
Konur hafa borið nafnið Blær. Ein er meira að segja á lífi í dag. Grínverksmiðja ríkisins lítur framhjá því og fer því ekki einu sinni eftir þessum kolgeggjuðu lögum.
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 20:56
Mamma barnsins míns, gott hjá þér!
Jens Guð, 22.1.2013 kl. 20:57
Eða er Guð kvenmannsnafn? Hún Guð eða hann Guð? Hver á að úrskurða???
Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 21:18
Thettad er spurning um hvort vid seum fylgjandi personufrelsi eda ekki. Eg kys ad hafna theim hugmyndum ad eg thurfi rikisvaldid til ad taka akvardanir fyrir mig. Vid buum ekki i fullkomnum heimi og folk a ad hafa rett til ad taka "rangar" sem rettar hugmyndir svo framalega sem thad hefur ekki ahrif a frelsi annara til ad gera hid sama. Folk aetti ad fara ad vara sig a ad bidja sifell rikisvaldid um ad skipta ser af thvi sem rikisvaldinu kemur i raun og veru ekkert vid. Stulkan vil heita Blaer hver er eg ad banna henni thad? I morgum londum eru til mannanofn sem eru "unisex" i raun t.d. Terry Tracy Jon svo eitthvad se nefnd. Eg stid Jens Gud i hans aliti mannanafnanefnd er olydraedislegt ef ekki half fasiskt fyrirbrigdi og a ad leggja nidur hid bradasta. Ja og ekki baetir ur ad thettad rikisbrolt kostar pening.
gudmundur runar asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 00:07
DoctorE, ég kvitta undir þín sjónarmið.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 01:14
Jens, fyrst þú nefnir hefðir, þá er HEFÐ fyrir því að karlmenn fái karlmannsnafnið Blær enda langt um fleiri strákar sem hafa borið það nafn.
Í íslendingabók er 1 kona á lífi með fornafnið Blær og eitt ungabarn sem var því miður ekki lengi á meðal okkar..
John (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 09:31
Ásthildur Cesil, ég tek undir það.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:25
Stefán, nöfnin Ljótur og Tarfur eru lögleg samkvæmt mannanafnaskrá.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:26
Ásgrímur, takk fyrir þennan mola. Það er allt einkennilegt við mannanafnanefnd.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:27
Stefán Þ., stúlkuna langar að heita Blær. Enda afskaplega fallegt nafn. Uppástunga þín er samt skemmtileg.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:33
Sigurður I.B., þetta er frábær hugmynd! Nafnið hentar jafn vel á dömur og herra.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:34
Guðmundur, vítt og breitt um heim bera konur og karlar sömu nöfn - án nokkurra einustu vandræða. Þvert á móti. Það er oft bara gaman.
Dæmi: Breski tónlistarmaðurinn Mike Oldfield spilaði sjálfur á öll hljóðfæri á fyrstu sólóplötu sinni, Tubular Bells, - að undanskildu því að Lindsay Cooper spilaði á kontrabassa.
Á næstu plötu spilaði Lindsay Cooper á óbó. Flestir gengu út frá því sem vísu að um sömu manneskju væri að ræða. Hvorki Mike Oldfield né aðrir leiðréttu það heldur brostu í kampinn. Hið rétta er að kontrabassaleikarinn var karlmaður en óbóblásarinn kona. Þetta er sem sagt sitthvor einstaklingurinn.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:48
John, það er hefð fyrir því að drengur heiti Blær og líka að dama heiti Blær. Fjöldinn skiptir ekki máli. Í bókinni Nöfn Íslendinga (útgefin 1991) er nafnsins einungis getið sem kvk nafni.
Jens Guð, 23.1.2013 kl. 19:59
Ég myndi vilja útrýma þessari nefnd, en jafnframt hafa stýringu á því hvaða nöfn mætti nota. Best væri að lögleg nöfn væru öll kyngreind í sérstökum gagnagrunni og svo þegar barn fæðist væri keyrt "Nafnalottó" út úr grunninum, þannig að foreldrar fengju random 3 fornöfn og 3 millinöfn af réttu kyni til að velja á milli.
Lotta (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.