6 ára prjónar sín eigin föt

nicolina_til_heimasidu_1214082.jpg  Sem barn prófaði ég að prjóna.  Það fór allt í rugl.  Prjónarnir fóru í vitlausa átt,  garnið flæktist og ég áttaði mig aldrei á því hvað ég var að reyna að prjóna.  Niðurstaðan varð sú að það sé kúnst að prjóna. 

  Í Færeyjum ríkir sá skemmtilegi siður að við upphaf skólagöngu fær nýneminn nýja prjónapeysu.  Oftast er það amman sem prjónar peysuna.  Þessi siður gerir upphaf skólagönguna ævintýralegri og skemmtilegri en annars.  

  Tilhlökkun að eignast nýja prjónapeysu er hjá mörgum eftirsóknarverðara og meira spennandi en að setjast á skólabekk.

  6 ára stelpa í Rituvík gerði sér lítið fyrir á dögunum og prjónaði sjálf nýju peysuna á sig.  Nicolína Æðustein Daníelsen heitir stelpan.  Hún getur prjónað hvaða flík á sig sem er.  Hún sá ömmu sína prjóna og áttaði sig algjörlega út á hvað prjónaskapur gengur.  Nicolína frumsemur sjálf mynstur og hannar útlit á fatnaðinum sem hún prjónar.  Hún þarf ekkert að sækja í uppskrift frá öðrum.  Henni þykir flottast að láta ólíka liti kallast á.  Samtímis gætir hún þess að hafa hemil á mynstrum og litadýrð.  Hún lætur mynstrin endurtaka sig með smá tilbrigðum.  Hún passar líka upp á að ráðandi einlitir fletir fái að njóta sín.

  Fatahönnun er ekki mín bjórdós.  Engu að síður dáist ég að útfærslunni.  Það er virkilega töff hvernig Nicolína lætur vvv-laga mynstrið endurtaka sig neðst á peysunni og endurtekur það í stærra sniði ofar á peysunni.  Að láta aðra ermina kallast á við græna litinn í mynstrinu og hálsmálinu er djörf og vel heppnuð snilld.  

  Ég spái Nicolínu glæsilegum frama á sviði fatahönnunar í framtíðinni.  Það bara hlýtur að vera.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hjá stelpunni!!....sammála þér með framtíðarframann!!.....ekki er nú nafn hennar neitt slor heldur!!....

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 00:11

2 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  nafnið er glæsilegt.

Jens Guð, 4.9.2013 kl. 21:54

3 identicon

Snilld hjá stelpunni og skemmtilegur siður.

Færslan þín á undan sýnir hvernig Íslendingar níðast á nýnemum, á meðan að frændur okkar Færeyingar kunna sig og gefa nýnemum nýja peysu.

Leggja niður busanir og taka upp ullarpeysurnar.

Grrr (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 22:01

4 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  niður með busavígslur,  upp með prjónapeysur!

Jens Guð, 5.9.2013 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.