Færeyskir brandarar

  Færeyskur húmor er snilld.  Brandararnir eru yfirleitt stuttir og hnitmiðaðir.  Þeir geta líka verið langir þegar það á við.  Lengdin þjónar þá þeim tilgangi að gera "lokahnykkinn" (pönslæn) áhrifameiri.  Gott dæmi um færeyskan húmor er þegar eina helgi merktu hrekkjusvín saltgeymslu eyjanna rækilega með afar vel máluðum risastöfum sem mynduðu orðið PIPAR.

  Hér eru nokkrir færeyskir brandarar:  

  -  Þjónn!  Það liggja tvær augnlinsur ofan á súpunni minni!

  -  Hvar?  Hvar?

 ----------------------------------------------

  Dani kom inn í Vesturkirkjuna.

  -  Prestur,  ég vil skipta um nafn.  Þú getur umskírt mig.

  -  Svo, hvað heitir þú?

  -  Hans Hommi

  -  Guð minn góður.  Ég skil,  ég skil.  Hvaða nafn viltu taka upp?

  -  Karl Hommi

----------------------------------------------

  Húsbóndinn mætir óvenju snemma heim og kemur að konunni allsnakinni. 


  -  Hvað er í gangi?

  -  Ég er að fara í bæinn að mótmæla?

  -  Er það jafnréttisbarátta?

  -  Nei,  ég ætla bara að láta alla í bænum vita að maðurinn minn sé svo nískur að hann bannar mér að kaupa ný föt?

  -  Og hvað?  Ætlar þú að ganga ber niður í bæ?

  -  Já,  alla leið niður að Vagli!

  -  Og framhjá Eikar-bankanum og allt?

  -  Já!

  -  Heppilegt.  Taktu þetta umslag með þér og renndu því inn um bréfalúguna hjá Eik.      

eik_yvs.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðir!

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2013 kl. 23:01

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi fyrsti með piparinn finnst mér langbestur.En Skosku brandararnir eru líka góðir.Eins og þessi:McTavish and McNab were out walking on a lonely road when suddenly they were held up by a mugger."hand over all your money at once"he ordered."Here´s that fifty pounds I owe you" said McTavish to McNab.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.10.2013 kl. 18:01

3 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  Færeyingar eru með frábæran húmor!

Jens Guð, 28.10.2013 kl. 22:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Jósef Smári,  sammála.  Takk líka fyrir skoska brandarann

Jens Guð, 28.10.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband